1 / 30

Rómverskur hellenismi

Rómverskur hellenismi. Grísk arfleifð Rómarveldis. Ríki Rómverja. Rómarveldi er eitt mesta heimsveldi sögunnar og náði ríkið á hátindi sínum allt umhverfis Miðjarðarhafið og norður til Bretlands

sanne
Download Presentation

Rómverskur hellenismi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Rómverskur hellenismi Grísk arfleifð Rómarveldis

  2. Ríki Rómverja • Rómarveldi er eitt mesta heimsveldi sögunnar og náði ríkið á hátindi sínum allt umhverfis Miðjarðarhafið og norður til Bretlands • Rómarríki á samkvæmt arfsögn að hafa verið stofnað árið 753 f. Kr. af Rómúlusi, syni stríðsguðsins Mars, en lýðveldistíminn er talinn hefjast árið 508 f. Kr. • Vestur-rómverska ríkið féll árið 476 e. Kr. og það austur-rómverska ekki fyrr en árið 1453 • Ekkert annað ríki hefur haft viðlíka áhrif á menningu og þróun Evrópu Valdimar Stefánsson 2006

  3. Forsaga Rómarveldis • Svo virðist að í upphafi hafi Latínar, er bjuggu í og við Rómarborg, lotið konungi Etrúa en það var sú þjóð nefnd er bjó í Toscana • Uppruni og afdrif Etrúa eru sagnfræðingum ráðgáta en ljóst er að Rómverjar hafa þegið ýmislegt af þeim, s. s. í byggingalist og vegagerð • Líklegast er að Etrúar hafi, ásamt Sabínum, annarri nágrannaþjóð, runnið saman við Latína og þannig orðið til sú þjóð er varð voldugust allra um alda skeið • Rómarborg lá vel við verslun á Ítalíuskaganum og dafnaði því vel Valdimar Stefánsson 2006

  4. Sveitasælan • Rómverjar voru frá upphafi sveitamenn sem bjuggu jafnan á fremur smáum fjölskyldubýlum og ræktuðu landið • Iðjusemi og hagsýni voru kjörorð sveitamannsins og fjölskyldan var hornsteinn samfélagsins alls • Húsbóndinn (pater familias) fór með alræðisvald yfir heimilisfólki, lífi þess og örlögum • Á sama grunni aga og hlýðni var yfirbygging samfélagsins, her og stjórnskipan byggð Valdimar Stefánsson 2006

  5. Lýðveldið Róm • Með hinum etrúska konungi starfaði öldungaráð (senatus), skipað fulltrúum helstu ættanna, en smábændur áttu sína alþýðufundi • Um aldamótin 500 f. Kr. rak öldungaráðið koninginn frá völdum og innleiddi nýja stjórnskipan, lýðveldið (res publica) • Lýðveldið stóð í tæpar fimm aldir, allt til þess að Ágústus, fyrsti keisari Rómar, aflagði það árið 27 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

  6. Tvískipt samfélag • Þær ættir (patricear) sem stóðu að öldungaráðinu réðu í raun öllu á fyrstu öldum lýðveldisins • Almúginn (plebeiar) reyndi sitt besta til að fá hlutdeild í stjórn ríkisins og aukið vald til alþýðufundanna sem voru hagsmunasamkomur lágstéttanna • Þýðingarmestu sigrana unnu plebeiar er þeir fengu hluta löggjafavaldsins í sínar hendur ( á alþýðufundum), lög ríkisins skráð (tólftaflnalögin) og embætti alþýðuforingja (tribune) sem hafði neitunarvald gagnvart ákvörðunum öldungaráðsins og æðstu embættismannanna Valdimar Stefánsson 2006

  7. Embættismannaveldið • Kjörnir embættismenn voru valdamestu menn lýðveldisins og þar sem engin laun fylgdu embættunum voru það einungis auðmenn sem gátu boðið sig í þessar stöður • Valdamestir voru ræðismenn (consules) en þeir voru jafnan tveir og kjörnir til tíu ára í senn; þeir fluttu lagafrumvörp og stjórnuðu lægra settum embættismönnum • Önnur há embætti voru embætti pretóra, edíla og kvestóra, en öll þessi embætti gáfu möguleika á setu í öldungaráðinu að kjörtímabili loknu Valdimar Stefánsson 2006

  8. Samfélagsbreytingar • Er veldi Rómar á Ítalíuskaganum óx urðu ýmsar óhjákvæmilegar samfélagsbreytingar í sveitinni • Fjölskyldubýlin áttu erfitt með að keppa við stórbýli yfirstéttanna þar sem þrælar sáu um alla erfiðisvinnu og því fluttu fjölmargir smábændur til Rómar • Þar mynduðu þeir almúgastétt sem leitaði ásjár hjá yfirstéttinni og þannig myndaðist skjólstæðingasamband (patrón – klíent) • Hinir auðugu tóku þá að sér skjólstæðinga, sáu þeim fyrir nauðsynum og lagavernd gegn því að skjólstæðingarnir greiddu þeim atkvæði á fundum Valdimar Stefánsson 2006

  9. Hellenisminn og Róm • Árið 168 f. Kr. sigruðu Rómverjar Makedóníumenn og lögðu þar með undir sig Grikkland • Auk þess að flytja mikið magn listaverka með sér heim tóku þeir fjöldann allan af fólki sem selt var í þrældóm • Margir menntamenn urðu þannig þrælar á rómverskum heimilum og voru fljótt settir í að kenna rómverskri yfirstétt forngríska menningu • Á innan við öld urðu allir rómverskir menntamenn grískumælandi Valdimar Stefánsson 2006

  10. Andstaða við gríska siði • Fjarri fór því að einhugur hafi ríkt í Róm um þessa nýju tísku; íhaldsamari þegnar ríkisins töldu gjarnan mikla ógn stafa af hinni grísku úrkynjun • Skrautgirni Grikkja sem mjög hafði aukist með hellenismanum fór gjarnan fyrir brjóstið á látlausum Rómarbúum auk þess sem sú tíska Grikkjanna að rjóða andlit sitt og gera sig kvenlega var flestum Rómverjum ógeðfelld Valdimar Stefánsson 2006

  11. Rómversk menningareinkenni • Hin hellenska heimsmenning var um margt gjörólík þeirri rómversku á 2. og 1. öld f. Kr. og því skiljanlegt að erfitt yrði að aðlaga þær hvor að annarri • Eitt megineinkenni Rómverska heimsveldisins var að hagnýta það frá hinum sigruðu sem að gagni mátti koma • Annað var umburðarlyndi gagnvart ólíkum siðum enda beindist gagnrýni hinna íhaldsömu eingöngu að rómverskum meðbræðum sínum Valdimar Stefánsson 2006

  12. Hin hellenska Róm • Þrátt fyrir varnaðarorð og seiglu íhaldssamra Rómverja fór það svo að grísk áhrif skutu hvarvetna rótum í rómversku menningarlífi • Það átti jafnt við um heimspekina, listirnar og tískuna, enda má ef til vill fullyrða það að eitt stærsta afrek Rómar hafi verið varðveisla og flutningur grískrar menningar inn í miðaldaheim Evrópu Valdimar Stefánsson 2006

  13. Menntun • Lögfræði, siðspeki, vopnaburður og fræðsla um forna rómverska siði voru uppistaðan í námi ungra drengja allt frá upphafi lýðveldisaldar • Á 3. og 2. öld f. Kr. voru stofnaðir grunnskólar að grískri fyrirmynd en sá var munurinn að í Róm nutu stúlkur mun meiri menntunar en í Grikklandi • Á 1. öld f. Kr. voru stofnaðir sérstakir skólar þar sem kennd var mælskulist og voru kennarar oftast grískir Valdimar Stefánsson 2006

  14. Ciceró • Marcus Tullius Cicero var einn dáðasti og áhrifamesti mælskumaður Rómverja • Hann var ekki úr efstu stéttum, menntaður að mestu í Róm en einnig í Grikklandi og kleif upp metorðastigann með því að standa sig aðdáunarlega vel í réttarsölum þar sem hann starfaði sem lögmaður • Orðstír hann jókst eftir því sem málin sem hann tók að sér voru umtalaðri og þar kom að hann var kjörinn ræðismaður árið 63 f. Kr. Valdimar Stefánsson 2006

  15. Ciceró • Það eru þó fyrst og fremst ritstörfin sem haldið hafa nafni Cicerós á lofti gegnum aldirnar • Hjá honum lærðu Rómverjar fyrst hugtök eins og náttúruréttur og þjóðaréttur • Enginn þykir hafa haft meira og betra vald á latneskri tungu en hann og því til staðfestingar má benda á að honum tókst afar vel að færa hina flóknu, grísku heimspekihefð yfir í latneskan menningarheim og notaði til þess tungumál er áður hafði einungis tjáð hugsanir bænda og hermanna Valdimar Stefánsson 2006

  16. Sagnaritun • Sagnaritun Rómverja þjónaði hagnýtum tilgangi eins og flest það sem þeir tóku sér fyrir hendur og var meginmarkmiðið að vekja með lesendum ættjarðarást og virðingu fyrir rómverskum gildum • Origenes, rit Katós gamla (234 – 149 f. Kr.) um sögu Rómar frá elstu tíð markar þáttaskil sem fyrsta verk sinnar tegundar er ritað var á latínu en fram að því höfðu sagnaritarar ritað á grísku • Títus Livíus (59 f. Kr. – 17 e. Kr.) ritaði einnig um sögu Rómar og eru bæði þessi rit mikilvægar heimildir um þær arfsagnir sem viðteknar voru um stofnun borgarinnar Valdimar Stefánsson 2006

  17. Sagnaritun: Tacitus • Tacitus (f. um 56 e. Kr.), þekktasti sagnaritari Rómverja, var afkastamikill höfundur og fjallaði einkum um sögu Rómar á keisaraöld • Hann var lýðveldissinni og má glöggt greina eftirsjá í ritum hans eftir hinum horfna lýðveldistíma • Þekktasta rit hans Germania fjallar um germönsku þjóðflokkanna norðan Rómarveldis og lofar hann hreysti þeirra og frelsisást í hástert á kosnað hinna syndum spilltu Rómar Valdimar Stefánsson 2006

  18. Sagnaritun: Júlíus Sesar • Sesar (um 100 – 44 f. Kr.) ritaði sjálfur um herför sína gegn Göllum í Gallastríðunum • Hann dregur þar upp mynd af sjálfum sér sem einföldum hermanni sem heyr þau stríð sem Róm krefst en líklega er sú mynd einungis liður í ímyndarherferð hans • Einnig hefur varðveist rit hans Um borgarastríðið þar sem hann segir frá átökum þeirra Pompeiusar um æðstu völd í Róm Valdimar Stefánsson 2006

  19. Lögfræði • Lögfræði er að margra mati eitt merkasta framlag Rómverja til heimsmenningarinnar • Er fram liðu tímar bættist sífellt í lagasafn Rómar; ýmis afbrigði og tilskipanir landstjóra og keisara • Á 2. og 3. öld e. Kr. var unnið mikið samræmingarstarf er reynt var að steypa saman öllu safninu og sníða af þá agnúa er út af stóðu • Það var svo ekki fyrr en á 6. öld að Jústiníanus keisari í Konstantínópel tókst að safna saman öllum Rómarrétti í eina bók Valdimar Stefánsson 2006

  20. Heimspeki • Ef frá er talið afrek Cicerós að þýða og útskýra gömlu grísku spekingana er fátt frásagnarvert af rómverskri heimspeki • Þó hefur varðveist fræðiljóð eftir Lúcretíus, Um eðli hlutanna, þar sem boðaðar og útskýrðar eru kenningar Epíkúros • Þar er einnig gerð nokkur nákvæm grein fyrir frumeindakenningu Demókrítosar og þegar menn enduruppgötvuðu þetta fræðiljóð á endurreisnartímanum átti það sinn þátt í að blása nýju lífi í frumeindakenninguna Valdimar Stefánsson 2006

  21. Heimspeki: Stóuspeki • Sjálfsagt hefur Ciceró átt þátt í að hugmyndir stóuspekinga áttu greiðari aðgang að Rómverjum en flestar aðrar heimspekikenningar • Samt reyndist rómverskum stóuspekingum það jafnan örðugt að aðlaga hugmyndir kenningarinnar um alþjóðahyggju og jafnrétti að rómverskum veruleika Valdimar Stefánsson 2006

  22. Heimspeki: Stóuspekin • Seneca (d. um 65 e. Kr.) taldi að í upphafi hefðu menn lifað saman í sátt og samlyndi en smátt og smátt hefði sigið á ógæfuhliðina • Þess vegna væri ríkisvaldið ill nauðsyn til þess að halda aftur af siðspilltum þegnum • Epiktetos (60-140) var leysingi sem stofnaði skóla á Grikklandi • Hann fordæmdi þrælahald og dauðarefsingu og taldi að koma ætti fram við afbrotamenn líkt og sjúklinga Valdimar Stefánsson 2006

  23. Tímatalsfræði • Júlíus Sesar lét leiðrétta tímatalið og virðist hafa farið eftir tveggja alda gömlum útreikningum Eratosþanesar þar sem árið er mælt nákvæmlega 365 ¼ dagar • Þetta tímatal nefndist júlíanska tímatalið og var ekki leiðrétt fyrr en árið 1582 fyrir áeggjan Gregoríusar páfa • Það tímatal er nefnt gregoríanska tímatalið og er það tímatal sem notað er á Vesturlöndum í dag Valdimar Stefánsson 2006

  24. Vísindi • Í vísindum almennt virðist sem rannsóknir Alexandríuspekinganna hafi náð leiðarenda og aðferðir í stærðfræði á grundvelli rúmfræðinnar og í stjörnufræði á grundvelli stjörnuskoðunar virtust fullnýttar • Í raun tókst ekki að komast fram úr Alexandríuspekingunum fyrr en nýjar aðferðir í stærðfræði komu fram undir lok miðalda, svo og stjörnusjónaukinn og smásjáin • Þannig er Rómverjum í raun vorkunn að hafa ekki tekist að þróa þessar aðferðir áfram Valdimar Stefánsson 2006

  25. Vísindi • Önnur ástæða þess að Rómverjum tókst ekki að ávaxta arfleifð Grikkjanna er sú að þeir komu aldrei auga á samhengi vísinda og tækni; reyndar hafa afar fá menningarsamfélög gert það • Þjóðfélagsaðstæður hafa þar án efa skipt miklu máli, þrælahald sem grundvöllur vinnuafls, svo og rætur rómversku menningarinnar í bændasamfélaginu Valdimar Stefánsson 2006

  26. Hnignun Rómarveldis • Allt frá 3. öld hneig veldi Rómar nokkuð stöðugt • Fyrir því liggja margar samverkandi ástæður en ein sú stærsta var aukin þrýstingur af hálfu þjóðflokka í norðri og austri • Atvinnulífið lenti einnig í kreppu, verðbólga herjaði svo og miklar farsóttir • Það var einkum í vesturhluta ríkisins sem hnignunin kom mest fram, austurhlutinn með sína fornu menningu og víðfeðmari verslun hélt sínu og vel það Valdimar Stefánsson 2006

  27. Endurbætur Konstantínusar (306 – 337) • Varanlegar endurbætur Konstantínusar keisara á rómverska ríkinu voru einkum tvær • Annars vegar viðurkenndi hann kristna trú sem næstu áratugina náði yfirburðastöðu í ríkinu • Hins vegar ákvað hann að flytja höfuðstað ríkisins frá Róm til borgarinnar Býsans, sem hann nefndi í höfuð sér, Konstantínopel • Þessi ákvörðun varð til þess að þungamiðja ríkisins færðist til austurs og áherslan í stjórnsýslunni fylgdi með Valdimar Stefánsson 2006

  28. Klofningur Rómarveldis • Að nafninu til hélst Rómarveldi sem ein heild í tæp 60 ár eftir daga Konstantínusar • Þrátt fyrir það var munurinn á austur- og vesturhluta ríkisins sífellt meiri og jafnan var keisari í hvorum helmingi ríkisins • Þeódósíus var síðasti keisarinn sem ríkti yfir Rómarveldi óskiptu • Eftir dauða hans árið 395 voru dagar sameinaðs Rómarveldis taldir Valdimar Stefánsson 2006

  29. Fall vestrómverska ríkisins • Herfarir germanskra þjóðflokka handan Dónár inn í Rómarveldi stórefldust þegar Húnar, frá gresjum Mið-Asíu, tóku að þrýsta á þá úr austri • Vestgotar hertóku Rómarborg árið 410 en fóru fljótlega þaðan aftur • Vandalar réðust yfir Miðjarðarhafið og settust að í Norður-Afríku, þaðan sem þeir fóru og rændu Rómarborg 455 • Árið 476 var síðan síðasti keisarinn í Róm hrakinn frá völdum Valdimar Stefánsson 2006

  30. Valdimar Stefánsson 2006

More Related