1 / 22

Grískur hellenismi

Grískur hellenismi. Grísk menning verður heimsmenning. Stórveldið Makedónía. Makedónía , litið konungsríki norðan við Grikkland, hóf mikið útþensluskeið undir forystu Filippusar II og tókst að leggja undir sig allt Grikkland um miðja 4. öld

truly
Download Presentation

Grískur hellenismi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Grískur hellenismi Grísk menning verður heimsmenning

  2. Stórveldið Makedónía • Makedónía, litið konungsríki norðan við Grikkland, hóf mikið útþensluskeið undir forystu Filippusar II og tókst að leggja undir sig allt Grikkland um miðja 4. öld • Þar með voru grísku borgríkin endanlega úr sögunni en menning þeirra átti önnur örlög í vændum Valdimar Stefánsson 2006

  3. Menningarlegir landvinningar • Með stórfenglegum sigrum Alexanders mikla varð grísk menning og tunga að ráðandi afli, allt frá Ítalíu í vestri að Indlandi í austri • Hin forna menning Austurlanda var þó síður en svo úr sögunni en hún blandaðist hinni grísku svo úr varð ný heimsmenning sem nefnd hefur verið hellenisminn Valdimar Stefánsson 2006

  4. Nýr mannskilningur • Þegnar hins nýja stórveldis voru í raun heimsborgarar; nafnlaus eining í stórri heild; ekki lengur félagsverur grísku borgríkjanna • Stjörnuspeki og hvers kyns launhelgar úr austri áttu miklu fylgi að fagna og efasemdir um hinn algilda sannleika • Leiðir skildu með heimspeki og vísindum; heimspekin varð sérhæfðari en áður Valdimar Stefánsson 2006

  5. Heimspeki: Stóuspeki • Upphafsmaður stóuspekinnar var Zenón (f. um 335 f. Kr.) er kenndi í Aþenu og hann hneigðist að kenningum Sókratesar um að dyggð væri æðsta keppikefli mannsins • Stóumenn töldu að allir menn væru jafnir frá náttúrunnar hendi og áttu rómverskir lögspekingar eftir að horfa til þeirra síðar er þeir tóku að móta náttúruréttinn sem skyldi ná til allra manna og vera öðrum lögum æðri Valdimar Stefánsson 2006

  6. Heimspeki: Stóuspeki • Samkvæmt stóuspeki var heiminum stjórnað af logos (skynsamlegri reglu eða forsjón), sem gegnsýrði allt, umbreytti öllu og hyrfi til upphafs síns á ný • Stóuspekingar litu svo á að logos og náttúran væru eitt en slíkt kallast algyðistrú (pantheismi) • Þar sem logos stýrði í raun öllu lífi, yrðu menn að sætta sig við örlög sín; mæta öllu með jafnaðargeði eða stóískri ró Valdimar Stefánsson 2006

  7. Heimspeki: Epíkúrismi • Epíkúrismi er kenndur við Epíkúros frá Samos (um 341 – 271 f. Kr.) en hann byggði kenningar sínar á efnishyggju í anda Demókrítosar og áleit að guðir kæmu manninum ekki við og sálin færist við dauðann • Ekki er fráleitt að álykta að fyrir honum hafi vakað andóf gegn hinni austurlensku dulhyggju sem flæddi inn í gríska menningu um þetta leyti og Epíkúringar hafi þannig viljað varðveita grísku heimspekihefðina Valdimar Stefánsson 2006

  8. Heimspeki: Epíkúrismi • Epíkúringar töldu að manninum væri eðlislægt að leita ánægjunnar en sársauki hindraði þá í að njóta hennar og því bæri að forðast allan sársauka • Varanleg lífsnautn væri af andlegum toga spunninn, s. s. heimspekilegar rökræður og listir • Hugarró var æðsta markmið þeirra og frumskilyrði þess var óttaleysi, ekki síst gagnvart dauðanum Valdimar Stefánsson 2006

  9. Heimspeki: Efahyggjan • Pyrrhon frá Elís (360-270 f. Kr.) tók að boða efahyggju sína á sama tíma og Epíkúros og Zenón voru uppi • Eins og hjá þeim var sálarjafnvægið æðsta keppikeflið en Pyrrhon kenndi að leiðin fælist í því að viðurkenna að ekkert væri hægt að vita fyrir víst um tilveruna • Engin kenning væri einhlít og enginn öruggur mælikvarði á rétta eða ranga breytni væri til Valdimar Stefánsson 2006

  10. Alexandría – miðstöð menningar • Eftir dauða Alexanders mikla kom Egyptaland í hlut hershöfðingjans Ptólómaíos og lagði hann, og sonur hans á eftir honum, allt kapp á að Alexandría yrði höfuðborg lista og menningar í heiminum • Alexandría var hafnarborg með blómlegt verslunarlíf og nú streymdi þangað lista- og menningarfólk frá öllum heimshornum Valdimar Stefánsson 2006

  11. Alexandría – miðstöð menningar • Í Alexandríu reis musteri menntagyðjanna, Múseion og var þar jafnframt stærsta bókasafn fornaldar þar sem fram fór textarýni og flokkun bókmennta auk skráningar og söfnunar margvíslega upplýsinga • Mestu framfarir voru þó á raunvísindasviðinu þar sem hver snillingurinn rak annan og þvílíkum árangri varð ekki aftur náð fyrr en á nýöld Valdimar Stefánsson 2006

  12. Alexandría: Evklíð (um 325 – 265 f. Kr.) • Stærðfræðingurinn Evklíð ritaði kennslubók í rúmfræði sem kennd var í Evrópu fram á 20. öld en óvíst er hve mikið af efni bókarinnar er frá Evklíð komið • Allar reglur í bókinni eru sannaðar út frá svo nefndum frumreglum en þær eru aftur taldar sjálfgefnar. þótt hægt sé að efast um þær • Ásamt rökfræði Aristótelesar teljast Frumreglur Evklíðs til helstu dýrgripa fornaldar á vísindasviði Valdimar Stefánsson 2006

  13. Alexandría: Arkímedes (287 - 212 f. Kr.) • Arkimedes nam í Alexandríu en starfaði síðan í Sýrakúsu á Sikiley • Við hann er kennt hans þekktasta lögmál sem gengur út á það að hlutur sem settur er í vatn léttist jafnmikið og nemur þunga þess vatns sem hann ryður frá sér • Einnig fann hann upp Arkimedesar-skrúfuna (snigil) en hún mun víða notuð enn og margvíslegar vígvélar til að verjast umsátri Valdimar Stefánsson 2006

  14. Alexandría: Arkímedes (287 - 212 f. Kr.) • Á sviði aflfræðinnar kom Arkímedes fram með lögmál vogaraflsins, auk þess sem hann útfærði lögmál fyrir trissur, talíur og tannhjól • Stærðfræðiafrek Arkimedesar voru ekki síður merkileg enda tengdi hann allar uppgötvanir sínar í aflfræðinni við rúmfræðilegar sannanir • Einnig kom hann fram með nýjan rithátt til að rita himinháar tölur og nýtti hann er hann reiknaði út að í alheiminum kæmust fyrir 1063 sandkorn Valdimar Stefánsson 2006

  15. Alexandría: Aristarkos (um 310 – 230 f. Kr.) • Aristarkos fann aðferð til að reikna út fjarlægð milli jarðar, tungls og sólar, auk þess sem honum taldist til að þvermál tunglsins væri helmingur af þvermáli jarðar (í stað ¼ ) og þvermál sólar um 20 sinnum stærra en þvermál tungls (í stað 400 sinnum) • Aristarkos hélt því líka fram að jörðin snerist um sólu og eigin möndul (sólmiðjukenningin) en sú kenning hans hlaut ekki byr og langflestir aðhylltust jarðmiðjukenninguna Valdimar Stefánsson 2006

  16. Alexandría: Appólóníus(um 260 – 190 f. Kr.) • Appólóníus frá Perga nam og starfaði í Alexandríu og kom fram með lagfæringar á jarðmiðjukenningunni • Hann útskýrði flóknar hreyfingar reikistjarnanna með því að segja þær ferðast eftir aukabaugum • Helsta afrek hans er þó á sviði keilusniða í stærðfræðinni en hann skilgreindi fyrstur fleygboga, breiðboga og sporbaug Valdimar Stefánsson 2006

  17. Alexandría: Eratosþenes (276 – 194 f. Kr.) • Skáldið og stjörnufræðingurinn Eratosþenes, frá Kýrenu, reyndi að reikna ummál jarðar sem hann fékk út að væri 250 þús. skeið • Erfitt er að meta um árangur mælinganna þar sem ekki er ljóst hve langt eitt skeið var en sé miðað við um 185 m, sem gilti lengi, verður niðurstaðan um 46.250 km (rétt vegalengd er um 40.000 km) Valdimar Stefánsson 2006

  18. Alexandría: Eratosþenes (276 – 194 f. Kr.) • Eratosþenes ritaði einnig mikið um landafræði, hann dró upp sjö breiddarbauga og lá sá syðsti um Eþíópíu en sá nyrsti um Túle, auk þess sem hann teiknaði heimskort með lengdar- og breiddargráðum • Hann reiknaði líka út lengd ársins og komst að því að það væri 365 og ¼ úr sólarhring en þessi niðurstaða var þó ekki nýtt fyrr en um tveim öldum síðar Valdimar Stefánsson 2006

  19. Alexandría: Hipparkos (190 – 120 f. Kr.) • Hipparkos frá Níkeu mældi stærðir tungls og sólar líkt og Aristarkos hafði gert og komst að þeirri niðurstöðu að þvermál tungls væri um 1/3 af þvermáli jarðar en þvermál sólar væri um 40 sinnum þvermál jarðar • Hann komst nær sannleikanum m. a. vegna þess að hann hafði áður lagt grunn að hornafræðinni sem er hans merkasta afrek • Annað helsta afrek hans er uppgötvun á framsókn vorpunktsins Valdimar Stefánsson 2006

  20. Alexandría: Ptólemaios (um 90 – 170 e. Kr.) • Ptólemaios fullmótaði jarðmiðjukenninguna á 2. öld e. Kr. • Hann gekk út frá því að jörðin væri í miðju alheims en hvelin sem snerust um hana hefðu miðju skammt frá jörðu • Auk þess gerði hann ráð fyrir aukabaugum fyrir reikistjörnurnar og tókst svo vel upp að heimsmynd hans stóðst í nær 1500 ár • Ptólemaios var einnig landfræðingur og samdi mikið rit um kortagerð Valdimar Stefánsson 2006

  21. Alexandría: Galenos (129 – 200 f. Kr.) • Galenos er ásamt Hippókratesi þekktasti læknir fornaldar og hafði læknisfræði hans varanleg áhrif á lækningar allt fram á nýöld • Hann útskýrði blóðrás líkamans (nokkurn veginn) og hlutverk kynfæranna en taldi þó að fóstur yrði til vegna áhrifa sæðis á tíðablóð • Hann tengdi saman kenningar Hippókratesar um líkamsvessa við frumefnin fjögur: vatnið væri ráðandi í slíminu, eldurinn í gula gallinu jörðin í því svarta, en í blóðinu voru frumefnin í réttum hlutföllum Valdimar Stefánsson 2006

  22. Tækniframfarir • Svo virðist sem aukin stærð- og eðlisfræðikunnátta hafi átt að verða undirstaða tækniframfara • Ýmsar uppgötvanir höfðu verið gerðar á fyrstu öldunum eftir Krists burð á grundvelli eðlisfræðinnar • Smíðuð voru vatnsknúin tæki, s. s. slökkvidæla, orgel, stundaklukka og sjálfsali • Gufuafl og þrýstiloft voru þekkt fyrirbrigði en þrælavinnuaflið virðist hafa komið í veg fyrir frekari nýtingu tækninnar Valdimar Stefánsson 2006

More Related