190 likes | 844 Views
S etningarhlutar frumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður. Á sama hátt og orð eru flokkuð í orðflokka eftir merkingu og beygingu má flokka orð í setningarhluta eftir stöðu þeirra og hlutverki í setningu.
E N D
Setningarhlutarfrumlag, umsögn, andlag, sagnfylling, einkunn, forsetningarliður, atviksliður, tengiliður • Á sama hátt og orð eru flokkuð í orðflokka eftir merkingu og beygingu má flokka orð í setningarhluta eftir stöðu þeirra og hlutverki í setningu. • Orðin geta gegnt ólíkum hlutverkum innan setninga. • Stúlkan ekur bíl. frumlag • Ég hjálpa stúlkunni. andlag • Guðrún er stúlka. aagnfylling • Ég stend hjá stúlkunni. hluti forsetningarliðar • Páll er faðir stúlkunnar. einkunn Námsgagnastofnun - Málbjörg
Setningarhlutar:Frumlag - frumlagsígildi • Frumlag er gerandinn í setningunni. Það er fallorð og er oftast í nefnifalli. Ef frumlagið er í aukafalli, þ.e. stendur með ópersónulegri sögn, er það kallað frumlagsígildi. Dæmi: • Tumi er köttur. Frumlag • Hann er grár. Frumlag • Enginn á fallegri kött. Frumlag • Halldóri fannst gaman. Frumlagsígildi Námsgagnastofnun - Málbjörg
Setningarhlutar:Umsögn • Umsögn er sögn í persónuhætti. Í hverri setningu er ein umsögn. Hún getur verið samsett og er þá mynduð með hjálparsögn. Dæmi: • Tumi er köttur. • Skrifaðir þú þessa bók? • Halldór mun hafa skrifað þessa bók. Námsgagnastofnun - Málbjörg
Setningarhlutar:Sagnfylling og andlag • Sagnfylling er fallorð í nefnifalli sem stendur með áhrifslausri sögn og gefur henni merkingu. Án sagnfyllingarinnar yrði setningin ótæk. Dæmi: • Tumi er köttur. • Þessi bók eftir Halldór er skemmtileg. • Andlag er fallorð í aukafalli sem stýrist af áhrifssögn. Stundum geta verið tvö andlög með sömu sögn. Dæmi: • Tumi borðar fisk (þf.). • Bókina (þf.) skrifaði Halldór. • Ég gaf Tuma (þgf.) fisk (þf.). Námsgagnastofnun - Málbjörg
Setningarhlutar:Forsetningarliður • Forsetningarliður er forsetning ásamt fallorði sem hún stýrir falli á.Forsetningarliður inniheldur alltaf a.m.k. tvö orð. Dæmi: • Ég setti ól á Tuma. • Músin hljóp frá Tuma. • Halldór skrifaði stundum um ömmu sína. • Þessi bók fjallar um gamla konu. Námsgagnastofnun - Málbjörg
Setningarhlutar:Einkunn • Einkunn er fallorð, oft lýsingarorð eða fornafn, sem stendur hliðstætt öðru fallorði og þrengir merkingu þess. Einkunnum er stundum skipt í hliðstæðar einkunnir og eignarfallseinkunnir. • Hliðstæð einkunn: Sambeygist nafnorðinu sem hún á við. Dæmi: • Tumi litli borðar kaldan fisk. • Halldór skrifaði skemmtilega bók. • Þetta er köttur kennarans. • Eignarfallseinkunn: Er í eignarfalli en stendur með nafnorði í öðru falli. Dæmi: • Þetta er köttur konunnar. • Ég sá kött Jónasar. Námsgagnastofnun - Málbjörg
SetningarhlutarAtviksliður og tengiliður • Atviksliður er hvert einstakt atviksorð í setningu. Dæmi: • Tumi borðar aldrei mýs en stundum fugla. • Halldór skrifaði mjög margar bækur. • Tengiliður er hver einstök samtenging í texta. Dæmi: • Tumi borðar kjöt og fisk en aldrei mýs. • Halldór skrifaði bækur sem ég hef lesið. Námsgagnastofnun - Málbjörg
SetningarhlutarSetningarlegt hlutverk orðs • Sama orð getur staðið sem margir mismunandi setningarhlutar. Orðið Tumi getur t.d. gegnt fimm mismunandi hlutverkum eftir stöðu innan setningarinnar. Dæmi: • Tumi er köttur. frumlag • Kötturinn heitir Tumi. sagnfylling • Ég gef Tuma mat. andlag • Ég er eigandi Tuma. einkunn • Ég fer út með Tuma. hluti forsetningarliðar Námsgagnastofnun - Málbjörg