110 likes | 292 Views
5. Frá viðreisnarstjórn til aldarloka. Viðreisnarstjórnin (sjá 4.2) beitti sér fyrir miklum efnahagsumbótum á sínum tíma. Dregið var úr ýmsum höftum og margvíslegum framkvæmdum ýtt úr hlaði, dæmi húsnæðisskorti í Reykjavík var eytt tímabundið. 5.1 Virkjanir, stóriðja og erlent samstarf.
E N D
5. Frá viðreisnarstjórn til aldarloka • Viðreisnarstjórnin (sjá 4.2) beitti sér fyrir miklum efnahagsumbótum á sínum tíma. Dregið var úr ýmsum höftum og margvíslegum framkvæmdum ýtt úr hlaði, dæmi húsnæðisskorti í Reykjavík var eytt tímabundið.
5.1 Virkjanir, stóriðja og erlent samstarf • Viðreisnarstjórnin reyndi líka að laða erlend stórfyrirtæki til landsins. Reist voru ný orkuver og Alusuisse byggði álver við Straumsvík og einnig var reist kíslgúrverksmiðja við Mývatn. • Ísland sótti um og gekk í EFTA 1970. • EFTA – Fríverslunarsamtök Evrópu
5.2 Nýir straumar í stjórnmálum • Síðustu ár viðreisnarstjórnarinnar voru henni erfið. Síldin brást 1968, verðfall varð á sjávarafurðum og atvinnuleysi varð almennt á ný. • Æskulýðsbyltingin – kennd við árið 1968. Það var þegar yngri kynslóðin fór að erlendri fyrirmynd (hippamenning) að mótmæla stríðsrekstri BNA í Vietnam.
Nýir straumar í stjórnmálum • 1971 tók við ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Hún einbeitti sér uppbyggingu í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Þeir héldu einnig áfram að virkja.
5.3 Verðbólgudraugurinn kveðinn niður • Allar ríkistjórnir fram að 1990 hafa þurft að glíma við dýrtíð. Kaup og verðlag hækkaði mikið á víxl. • Eitt af því sem kom þessu af stað var olíukreppan 1973 þegar olíuframleiðsluríkin stórhækkuðu verð á olíu, sem hafði gífurleg áhrif á efnahagslíf vesturlanda.
Verðbólgudraugurinn kveðinn niður • Ráðstafanir ríkstjórna var yfirleitt að fella gengið(lækka verð krónunar) til að koma í veg fyrir að verðhækkanir af völdum gengisbreytinga færu út í verðlagið og skerða bætur. Verkalýðsfélög kröfðust svo mikilla kauphækkanna.
Verðbólgudraugurinn kveðinn niður • Vextir voru á þessum árum yfirleitt neikvæðir sem þýddi að þú tókst lán og borgaðir það aldrei til baka. Sparifé í bönkum varð hinsvegar að engu. • 1980 voru lán hins vegar vísitölubundin (tæki sem sýnir meðaltals verðbreytingu). • 1990 var svo þjóðarsáttin, kjarasamningar sem gerðu ráð fyrir litlum kauphækkunum svo hægt var að bæta efnhagslífið og kveða niður verðbólgu.
5.4 Minnkandi ríkisafskipti • Frjálshyggja: efnahags- og stjórnmálastefna sem leggur áherslu á þjóðfélagsskipan sem grundvallast á framtaki einstaklingsins og eignarétti. • Kapítalismi: markaðshagkerfi, þjóðskipulag sem grundvallast á einkaeignarrétti á framleiðslutækjum. Framleiðslan miðast við að ná hámarksgróða og stýrist af frjálsum markaði með vöru, þjónustu, fjármagni og vinnuafli.
Minnkandi ríkisafskipti • Auðvaldskerfi/markaðskerfi: að allir hafi hag af því að viðskipti fari fram á frjálsum markaði, þar sem sambandið milli framboðs og eftirspurnar ákveði verð hverrar vöru. • Stjórnmálamenn og ríkið hafa stjórnað íslensku efnahagslífi lengi vel. En þegar ríkisstjórn Davíðs Oddsonar (sjálfstæðisflokki) tók við upp úr 1990 fóru þeir að reyna að draga úr ríkisafskiptum og selja ríkisfyrirtæki(einkavæða).
Minnkandi ríkisafskipti • Samfylkingin: stjórnmálaflokkur sem búinn var til úr Alþýðuflokknum, Alþýðubandalagi og Samtökum um kvennalista, stefna flokksins er nútíma jafnaðarstefna. • Vinstri hreyfingin grænt framboð: stjórnmálaflokkur stofnaður af fólki úr vinstri armi Alþýðubandalagsins sem fann ekki samleið með samfylkingunni.
5.5 Fjórflokkurinn heldur velli • Á Íslandi hafa oftast verið frá öðrum áratug síðustu aldar fjórir stórir stjórnmálaflokkar. Þó hefur stöku sinnum skotið upp nýju afli sem hefur náð framgangi í 1-2 Alþingiskosningum og svo dáið.