1 / 20

Sögur, ljóð og líf Frá stúdentauppreisn til aldarloka Bls. 123-134

Sögur, ljóð og líf Frá stúdentauppreisn til aldarloka Bls. 123-134. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Frá stúdentauppreisn til aldarloka 1970-1998. Helstu viðburðir heimssögunnar 1970-1998: Stúdentauppreisnir í París 1968 Kvennafrídagurinn 1975

valora
Download Presentation

Sögur, ljóð og líf Frá stúdentauppreisn til aldarloka Bls. 123-134

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sögur, ljóð og lífFrá stúdentauppreisn til aldarlokaBls. 123-134 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Frá stúdentauppreisn til aldarloka 1970-1998 • Helstu viðburðir heimssögunnar 1970-1998: • Stúdentauppreisnir í París 1968 • Kvennafrídagurinn 1975 • Rás 2 hefur útsendingar 1983 • Stöð 2 og Bylgjan hefja útsendingar 1986 • Berlínarmúrinn fellur 1989

  3. Frá stúdentauppreisn til aldarloka 1970-1998 • Helstu bókmenntaverk tímabilsins: • Gunnar og Kjartan 1971-1972 • Jón Oddur og Jón Bjarni 1974 • Punktur, punktur komma strik 1976 • Að laufferjum og Að brunnum hljóta Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976 • Hvunndagshetjan 1979 • Hauströkkrið yfir mér hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 • Grámosinn glóir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1988 • Meðan nóttin líður hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992 • Englar alheimsins hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995

  4. Litið um öxl – og fram • Sjá lok þriðja hluta skáldsögu Péturs Gunnarssonar, Persónur og leikendur á bls. 123. • Andri kemur upp úr neðanjarðarlestinni í París 1968 og gengur beint inn í stúdentaóeirðirnar. • Hann heldur að hann sé á leiðinni inn í þá París sem lýst var í bók Hemingways Veisla í farangrinum. • Lýsing á tilfinningu margra sem voru að komast til manns um og fyrir 1970.

  5. Litið um öxl – og fram • Útsendingar fyrstu íslensku sjónvarpsstöðvarinnar hófust 1966. • Fjölmiðlun átti eftir að taka stökkbreytingum og heimsmyndin með. • Fjölhyggja (plúralismi) kemur fram á sjónarsviðið; þ.e. að búa megi til margar jafngildar skýringar á veruleikanum. • Í kjölfarið verður minna um afdráttarlaus svör við knýjandi spurningum.

  6. Litið um öxl – og fram • Stúdentar (hippar) stíga fram á sjónarsviðið: • Taka að berjast fyrir jafnrétti kynja og kynþátta. • Efast um að tækniþróun liðinna áratuga leiði til góðs fyrir mannkynið. • Hefja háværar umræður um friðar- og umhverfismál. • Vildu stöðva Víetnam-styrjöldina: • Make love, not war!

  7. Litið um öxl – og fram • Mikið bar á rökræðum og deilum um stöðu konunnar á miðjum 8. áratugnum. • Sjá umfjöllun Sveins Skorra Höskuldssonar um hlutverk kvenna í skáldskap á bls. 125. • Þungvægasta umfjöllunin um kvennabókmenntir fór þó vafalaust fram í greinum Helgu Kress, Vésteins Lúðvíkssonar og bók Gerðar Steinþórsdóttur.

  8. Litið um öxl – og fram • Ljóst er að í íslenskri bókmenntasögu er mun minna fjallað um kvenrithöfunda en karlrithöfunda. Þetta hefur verið skýrt á mismunandi hátt: • Þeir sem skrifa bókmenntasöguna eru einatt karlar og þeir sniðganga verk kvenrithöfunda, meðvitað eða ómeðvitað. • Bókmenntasagan speglar aðeins veruleikann: Hlutur kvenna hefur jafnan verið lítill í sköpun bókmennta.

  9. Litið um öxl – og fram • Höfundur bókarinnar Sögur, ljóð og líf bendir á að konur hafi haft minna tóm til að sinna bókmenntasköpun en karlar. • Sjá í þessu samhengi ljóð Halldóru B. Björnsson, „Og þá rigndi blómum”, bls. 126-127.

  10. Litið um öxl – og fram • Dagný Kristjánsdóttir hefur hins vegar haldið því fram að „bókmenntastofnunin” hafi þagað í hel ýmsar merkilegar tilraunir kvenna til bókmenntalegra nýjunga. • Á tímabili fór í íslensku samfélagi fram umræða um „kerlingabókmenntir” þar sem sannast virðist einstrengingsleg túlkun þeirra sem ferðinni réðu. • Sjá umfjöllun Dagnýjar um kvennabókmenntir á sjötta áratugnum á bls. 127-128.

  11. Litið um öxl – og fram • Kvenrithöfundar skrifuðu fyrst og fremst barna- og unglingabókmenntir. • Þessi staðreynd hefur yfirleitt verið tengd við uppeldishlutverk kvenna. • Ragnheiður Jónsdóttir • Margrét Jónsdóttir • Torfhildur Hólm • Guðrún Helgadóttir

  12. Litið um öxl – og fram • Nú hefur orðið breyting á stöðu kvenrithöfunda: Það þykir ekki lengur óprýði á kvenfólki að fást við ritstörf. • Jakobína Sigurðardóttir • Svava Jakobsdóttir • Guðrún Helgadóttir • Álfrún Gunnlaugsdóttir • Fríða Á. Sigurðardóttir • Ingibjörg Haraldsdóttir • Steinunn Sigurðardóttir • Vigdís Grímsdóttir

  13. Litið um öxl – og fram • Helga Kress hefur haldið því fram að greina megi 3 blómaskeið í bókmenntasögu íslenskra kvenna: • Hið fyrsta var í tengslum við kvenfrelsisbaráttu á síðustu áratugum 19. aldar, sbr. Torfhildi Hólm, Theodóru Thoroddsen, Ólöfu frá Hlöðum, Huldu, Kristínu Sigfúsdóttur, Ólínu og Herdísi Andrésdætur. • Næsta tímabil hófst við lýðveldisstofnun þegar hafin var útgáfa tímaritsins Melkorku sem ýmsir kvenrithöfundar tengdust, s.s Oddný Guðmundsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. • Þriðja tímabilið hefst svo síðla á 7. áratugnum þegar kvenfrelsishreyfingin nýja berst til landsins.

  14. Bókmenntir í nýrri samkeppni • Margir höfðu áhyggjur af því að Ríkisútvarpið, sem tók til starfa árið 1930, myndi verða reiðarslag fyrir bókmenntir. • Reyndin varð allt önnur enda var Ríkisútvarpið mjög „bókleg” stofnun. • Málstefna Ríkisútvarpsins var ströng og slakaði hvergi á kröfum um hreintungustefnu.

  15. Bókmenntir í nýrri samkeppni • Þetta féll ágætlega að hugmyndum íslenskra módernista, Þeir voru almennt hreintungufólk sem stundaði málvöndun! • Mjög fáir rithöfundar gera tilraunir til þess að skrifa „talmál” fyrr en komið er fram á 7. áratuginn. • Reykjavíkursögur Þórunnar Elfu Magnúsdóttur á 4. áratugnum, Vögguvísa Elíasar Marar og Ástarsaga Steins Sigurjónssonar eru þó undantekningar frá þessu. • Sjá brot úr Ástarsögu Steinars Sigurjónssonar (1958) á bls. 131.

  16. Bókmenntir í nýrri samkeppni • Á sjötta og sjöunda áratugnum var ýmislegt gert til að reyna að þjappa íslenskum menningarframvörðum saman um málstefnu og menningarpólitík. • Kalda stríðið hafði að vísu sundrað rithöfundum í andstæðar fylkingar árið 1945 en á móti vó að margir túlkuðu rekstur Keflavíkursjónvarpsins og annað bandarískt sem menningaráreiti af hálfu Bandaríkjamanna. • Það var því stórt skref til lausnar á þessum vanda þegar útsendingar Ríkisútvarpsins, sjónvarps voru hafnar hinn 30. september 1960.

  17. Bókmenntir í nýrri samkeppni • Margir óttuðust þó að sjónvarpið myndi hafa í för með sér gífurlegar breytingar á íslenskri menningu. • Mikil áhersla var því lögð á að staðinn yrði vörður um íslenska menningarstefnu. • T.d. Var einn vikudagur hafður sjónvarpslaus svo að hægt yrði að koma til móts við annars konar menningarlíf. Auk þess var hafður einn sjónvarpslaus mánuður á sumrin.

  18. Bókmenntir í nýrri samkeppni • Árið 1983 tók Rás 2 til starfa og endurspeglaði í málnotkun og framsetningu grundvallarbreytingu í íslenskri menningu. • Þessar breytingar staðfestust enn frekar þremur árum síðar þegar Stöð 2 og Bylgjan tóku til starfa. • Talmálið leysti ritmálið af í ljósvakamiðlum. • Hin einsleita menning sem viðurkenndar, opinberar bókmenntir höfðu speglað og stuðst við alla öldina var allt í einu orðin goðsögn.

  19. Bókmenntir í nýrri samkeppni • Ekkert hefur hins vegar enn sem komið er sýnt uppgjöf bókmenntanna fyrir annars konar menningarefni. • Frumsömdum skáldverkum á íslenskum bókamarkaði fjölgar sífellt. • Vandaðar þýðingar sígildra meistaraverka hafa aldrei verið fleiri en á síðustu áratugum 20. aldarinnar. • Bókaútgáfa og bóksala hefur reyndar átt í erfiðleikum en aðallega vegna breyttra markaðsaðstæðna.

  20. Bókmenntir í nýrri samkeppni • Þegar á heildina er litið verður ekki annað séð en að bókmenntir séu enn sem fyrr eitt af mikilvægustu hugðarefnum þjóðarinnar. • Sjá orð Guðmundar Andra Thorssonar á bls. 134. • Einkaútgáfum höfunda fjölgar einnig til mikilla muna síðustu áratugi 20. aldarinnar (aðallega ljóðabækur). • En eru bókmenntir fyrir alla? Fer lesefni fólks eftir stéttum sem það tilheyrir???

More Related