200 likes | 322 Views
Sögur, ljóð og líf Frá stúdentauppreisn til aldarloka Bls. 123-134. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Frá stúdentauppreisn til aldarloka 1970-1998. Helstu viðburðir heimssögunnar 1970-1998: Stúdentauppreisnir í París 1968 Kvennafrídagurinn 1975
E N D
Sögur, ljóð og lífFrá stúdentauppreisn til aldarlokaBls. 123-134 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Frá stúdentauppreisn til aldarloka 1970-1998 • Helstu viðburðir heimssögunnar 1970-1998: • Stúdentauppreisnir í París 1968 • Kvennafrídagurinn 1975 • Rás 2 hefur útsendingar 1983 • Stöð 2 og Bylgjan hefja útsendingar 1986 • Berlínarmúrinn fellur 1989
Frá stúdentauppreisn til aldarloka 1970-1998 • Helstu bókmenntaverk tímabilsins: • Gunnar og Kjartan 1971-1972 • Jón Oddur og Jón Bjarni 1974 • Punktur, punktur komma strik 1976 • Að laufferjum og Að brunnum hljóta Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976 • Hvunndagshetjan 1979 • Hauströkkrið yfir mér hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 • Grámosinn glóir hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1988 • Meðan nóttin líður hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992 • Englar alheimsins hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995
Litið um öxl – og fram • Sjá lok þriðja hluta skáldsögu Péturs Gunnarssonar, Persónur og leikendur á bls. 123. • Andri kemur upp úr neðanjarðarlestinni í París 1968 og gengur beint inn í stúdentaóeirðirnar. • Hann heldur að hann sé á leiðinni inn í þá París sem lýst var í bók Hemingways Veisla í farangrinum. • Lýsing á tilfinningu margra sem voru að komast til manns um og fyrir 1970.
Litið um öxl – og fram • Útsendingar fyrstu íslensku sjónvarpsstöðvarinnar hófust 1966. • Fjölmiðlun átti eftir að taka stökkbreytingum og heimsmyndin með. • Fjölhyggja (plúralismi) kemur fram á sjónarsviðið; þ.e. að búa megi til margar jafngildar skýringar á veruleikanum. • Í kjölfarið verður minna um afdráttarlaus svör við knýjandi spurningum.
Litið um öxl – og fram • Stúdentar (hippar) stíga fram á sjónarsviðið: • Taka að berjast fyrir jafnrétti kynja og kynþátta. • Efast um að tækniþróun liðinna áratuga leiði til góðs fyrir mannkynið. • Hefja háværar umræður um friðar- og umhverfismál. • Vildu stöðva Víetnam-styrjöldina: • Make love, not war!
Litið um öxl – og fram • Mikið bar á rökræðum og deilum um stöðu konunnar á miðjum 8. áratugnum. • Sjá umfjöllun Sveins Skorra Höskuldssonar um hlutverk kvenna í skáldskap á bls. 125. • Þungvægasta umfjöllunin um kvennabókmenntir fór þó vafalaust fram í greinum Helgu Kress, Vésteins Lúðvíkssonar og bók Gerðar Steinþórsdóttur.
Litið um öxl – og fram • Ljóst er að í íslenskri bókmenntasögu er mun minna fjallað um kvenrithöfunda en karlrithöfunda. Þetta hefur verið skýrt á mismunandi hátt: • Þeir sem skrifa bókmenntasöguna eru einatt karlar og þeir sniðganga verk kvenrithöfunda, meðvitað eða ómeðvitað. • Bókmenntasagan speglar aðeins veruleikann: Hlutur kvenna hefur jafnan verið lítill í sköpun bókmennta.
Litið um öxl – og fram • Höfundur bókarinnar Sögur, ljóð og líf bendir á að konur hafi haft minna tóm til að sinna bókmenntasköpun en karlar. • Sjá í þessu samhengi ljóð Halldóru B. Björnsson, „Og þá rigndi blómum”, bls. 126-127.
Litið um öxl – og fram • Dagný Kristjánsdóttir hefur hins vegar haldið því fram að „bókmenntastofnunin” hafi þagað í hel ýmsar merkilegar tilraunir kvenna til bókmenntalegra nýjunga. • Á tímabili fór í íslensku samfélagi fram umræða um „kerlingabókmenntir” þar sem sannast virðist einstrengingsleg túlkun þeirra sem ferðinni réðu. • Sjá umfjöllun Dagnýjar um kvennabókmenntir á sjötta áratugnum á bls. 127-128.
Litið um öxl – og fram • Kvenrithöfundar skrifuðu fyrst og fremst barna- og unglingabókmenntir. • Þessi staðreynd hefur yfirleitt verið tengd við uppeldishlutverk kvenna. • Ragnheiður Jónsdóttir • Margrét Jónsdóttir • Torfhildur Hólm • Guðrún Helgadóttir
Litið um öxl – og fram • Nú hefur orðið breyting á stöðu kvenrithöfunda: Það þykir ekki lengur óprýði á kvenfólki að fást við ritstörf. • Jakobína Sigurðardóttir • Svava Jakobsdóttir • Guðrún Helgadóttir • Álfrún Gunnlaugsdóttir • Fríða Á. Sigurðardóttir • Ingibjörg Haraldsdóttir • Steinunn Sigurðardóttir • Vigdís Grímsdóttir
Litið um öxl – og fram • Helga Kress hefur haldið því fram að greina megi 3 blómaskeið í bókmenntasögu íslenskra kvenna: • Hið fyrsta var í tengslum við kvenfrelsisbaráttu á síðustu áratugum 19. aldar, sbr. Torfhildi Hólm, Theodóru Thoroddsen, Ólöfu frá Hlöðum, Huldu, Kristínu Sigfúsdóttur, Ólínu og Herdísi Andrésdætur. • Næsta tímabil hófst við lýðveldisstofnun þegar hafin var útgáfa tímaritsins Melkorku sem ýmsir kvenrithöfundar tengdust, s.s Oddný Guðmundsdóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir. • Þriðja tímabilið hefst svo síðla á 7. áratugnum þegar kvenfrelsishreyfingin nýja berst til landsins.
Bókmenntir í nýrri samkeppni • Margir höfðu áhyggjur af því að Ríkisútvarpið, sem tók til starfa árið 1930, myndi verða reiðarslag fyrir bókmenntir. • Reyndin varð allt önnur enda var Ríkisútvarpið mjög „bókleg” stofnun. • Málstefna Ríkisútvarpsins var ströng og slakaði hvergi á kröfum um hreintungustefnu.
Bókmenntir í nýrri samkeppni • Þetta féll ágætlega að hugmyndum íslenskra módernista, Þeir voru almennt hreintungufólk sem stundaði málvöndun! • Mjög fáir rithöfundar gera tilraunir til þess að skrifa „talmál” fyrr en komið er fram á 7. áratuginn. • Reykjavíkursögur Þórunnar Elfu Magnúsdóttur á 4. áratugnum, Vögguvísa Elíasar Marar og Ástarsaga Steins Sigurjónssonar eru þó undantekningar frá þessu. • Sjá brot úr Ástarsögu Steinars Sigurjónssonar (1958) á bls. 131.
Bókmenntir í nýrri samkeppni • Á sjötta og sjöunda áratugnum var ýmislegt gert til að reyna að þjappa íslenskum menningarframvörðum saman um málstefnu og menningarpólitík. • Kalda stríðið hafði að vísu sundrað rithöfundum í andstæðar fylkingar árið 1945 en á móti vó að margir túlkuðu rekstur Keflavíkursjónvarpsins og annað bandarískt sem menningaráreiti af hálfu Bandaríkjamanna. • Það var því stórt skref til lausnar á þessum vanda þegar útsendingar Ríkisútvarpsins, sjónvarps voru hafnar hinn 30. september 1960.
Bókmenntir í nýrri samkeppni • Margir óttuðust þó að sjónvarpið myndi hafa í för með sér gífurlegar breytingar á íslenskri menningu. • Mikil áhersla var því lögð á að staðinn yrði vörður um íslenska menningarstefnu. • T.d. Var einn vikudagur hafður sjónvarpslaus svo að hægt yrði að koma til móts við annars konar menningarlíf. Auk þess var hafður einn sjónvarpslaus mánuður á sumrin.
Bókmenntir í nýrri samkeppni • Árið 1983 tók Rás 2 til starfa og endurspeglaði í málnotkun og framsetningu grundvallarbreytingu í íslenskri menningu. • Þessar breytingar staðfestust enn frekar þremur árum síðar þegar Stöð 2 og Bylgjan tóku til starfa. • Talmálið leysti ritmálið af í ljósvakamiðlum. • Hin einsleita menning sem viðurkenndar, opinberar bókmenntir höfðu speglað og stuðst við alla öldina var allt í einu orðin goðsögn.
Bókmenntir í nýrri samkeppni • Ekkert hefur hins vegar enn sem komið er sýnt uppgjöf bókmenntanna fyrir annars konar menningarefni. • Frumsömdum skáldverkum á íslenskum bókamarkaði fjölgar sífellt. • Vandaðar þýðingar sígildra meistaraverka hafa aldrei verið fleiri en á síðustu áratugum 20. aldarinnar. • Bókaútgáfa og bóksala hefur reyndar átt í erfiðleikum en aðallega vegna breyttra markaðsaðstæðna.
Bókmenntir í nýrri samkeppni • Þegar á heildina er litið verður ekki annað séð en að bókmenntir séu enn sem fyrr eitt af mikilvægustu hugðarefnum þjóðarinnar. • Sjá orð Guðmundar Andra Thorssonar á bls. 134. • Einkaútgáfum höfunda fjölgar einnig til mikilla muna síðustu áratugi 20. aldarinnar (aðallega ljóðabækur). • En eru bókmenntir fyrir alla? Fer lesefni fólks eftir stéttum sem það tilheyrir???