660 likes | 1.04k Views
Sögueyjan 3. hefti 1900-2010. Kennari: Jóna Lilja Makar. Kafli 1 Inngangur. Íslenskt samfélag breyttist meira á 20. öldinni en á fyrstu þúsund árum Íslandsbyggðar Þeir sem fæddust um aldamótin 1900 ólust upp í þjóðfélagi sem var að breytast úr sveitasamfélagi í iðnvætt þéttbýlissamfélag
E N D
Sögueyjan 3. hefti1900-2010 Kennari: Jóna Lilja Makar
Kafli 1Inngangur • Íslenskt samfélag breyttist meira á 20. öldinni en á fyrstu þúsund árum Íslandsbyggðar • Þeir sem fæddust um aldamótin 1900 ólust upp í þjóðfélagi sem var að breytast úr sveitasamfélagi í iðnvætt þéttbýlissamfélag • Í stað fátæktar kom aukinn hraði, fjölbreytni og velmegun
Inngangur • Fólk á landnámsöld hefði getað áttað sig á samfélagsháttum 19. aldar, en það segir til um hversu lítið íslenskt samfélag breyttist á fyrstu 1000 árum Íslandsbyggðar • Þjóðin bjó dreift um landið og stundaður var sjálfsþurftarbúskapur þar sem heimilin framleiddu allt sem þau þurfu til eigin nota
Inngangur • Það sem einna helst hafði breyst á Íslandi frá landnámi voru einhverjar breytingar á framburði í tungumálinu og heiðni vék fyrir kristni • Þessar litlu breytingar eru smávægilegar bornar saman við þær breytingar sem urðu á 20. öldinni • En hvað olli þeim miklu breytingum sem urðu á lifnaðarháttum á Íslandi árunum 1900-2000? Til þess að skilja þær breytingar verðum við að fara til Evrópu og skoða hvað var að gerast þar?
Inngangur • Nútímavæðing er það orð sem venjulega er notað um þær miklu breytingar sem urðu í Evrópu á 19. öldinni og leiddu til breytinga hér á landi á 20. öldinni • Sagt er að nútímavæðingin sé ein af tveimur mestu byltingum sögunnar og er þá miðað við að landbúnaðarbyltingin sé sú fyrri
Landbúnaðarsamfélagið • Í upphafi flakkaði maðurinn um og veiddi og safnaði fæðu. Stundum kallað samfélag veiðimanna og safnara • Með landbúnaðarbyltingunni fyrir um 10.000 árum lærði mannkynið að stunda landbúnað og framleiða fæðu í stað þess að leita að henni • Þá fóru að myndast stærri samfélög og maðurinn fór í auknu mæli að setjast að á einum stað í stað þess að flakka látlaust um í leit að fæðu og skjóli
Landbúnaðarsamfélagið • Landbúnaðarsamfélagið varð ríkjandi samfélagsform um heim allan næstu árþúsundin líkt og á Íslandi frá landnámi fram til aldamótana 1900 • Flestir á Íslandi lifðu á sjálfsþurftarbúskap, lífið var mikið strit og menntun almennt lítil • Menn vissu fátt annað um heiminn en það sem trúin og eigin reynsla færði þeim • Fáir efuðust um yfirvöld og trúna • Menn fæddust inn í stéttir sem höfðu ólík réttindi og karlar voru yfir konum settir • Með nútímavæðingunni upp úr aldamótunum 1800 hrundi þessi heimur á tiltölulega skömmum tíma
NútímavæðinginIðnvæðing og markaðssamfélag • Nútímavæðingin var byltingarkennd þróun sem braust fram í Evrópu á 19. öld • Forsenda hennar var iðnbyltingin sem hófst í Bretlandi og barst síðan til meginlands Evrópu og Bandaríkjanna • Þá fóru að spretta upp verksmiðjur og fólk fór að flytjast úr sveitum í borgir í leit að vinnu • Í stað sjálfsþurftarbúskapar varð til markaðssamfélag þar sem fólk fór að framleiða fyrir aðra í stað þess að framleiða fyrir sjálfan sig. Þannig þróaðist neyslusamfélagið sem við þekkjum í dag. Samhliða markaðsvæðingunni kom fram krafa um frjálsa verslun
Iðnvæðing og markaðssamfélag • Samhliða iðnvæðingunni varð samgöngubylting þegar farið var að knýja farartæki áfram með gufuafli. Gufuskip og járnbrautir (eimreiðar) • Um aldamótin 1900 litu bílar og flugvélar dagsins ljós • Auðveldara varð nú að flytja vörur á markað og koma fólki milli staða
Iðnvæðing og markaðssamfélag • Með iðnbyltingunni stórjókst framleiðsla og verslun, þéttbýlið efldist, samgöngur bötnuðu og fólksfjölgun varð meiri en áður hafði þekkst • Margar af þessum breytingum voru að mörgu leyti sársaukafullar. Ýmis félagsleg vandamál fylgdu í kjölfarið • Mikil vinnuþrælkun, fólk bjó við heilsuspillandi aðstæður, jafn á vinnustað sem heima við. Vinnuslys voru tíð, lág laun í boði og engar bætur í boði fyrir þá sem ekki gátu unnið. Húsnæði var þröngt og óvistlegt. Mikil mengun var við verksmiðjurnar og óþrifnaður mikill þar og heima hjá fólki. Börn voru einnig látið vinna í námum og verksmiðjum. Það tók langan tíma og mikla baráttu almennings að fá bætt lífskjör
Nútímavæðingin á Íslandi • Helstu einkenni nútímavæðingarinnar bárust frá Evrópu til Íslands • Þau bárust fyrst og fremst með íslenskum námsmönnum í Danmörku • Talið er að iðnvæðingin hafi hafist á Íslandi upp úr 1900 en við höfðum engu að síður notið góðs af henni töluvert fyrr með bættum samgöngum til landsins og betri verslunarkjörum. Aukin eftirspurn varð eftir íslenskum fiski og grunnurinn að sjávarútvegssamfélagi nútímans var lagður • Við vorum fljót að njóta góðs af iðnvæðingunni en sein að tileinka okkur og nýta nýjungar í atvinnulífinu
Nútímavæðingin á Íslandi • Þrátt fyrir að Ísland væri afskekkt og landsmenn fáir voru skilyrði til nútímavæðingar á Íslandi að mörgu leyti góð • Þjóðin var ágætlega menntuð • Dugnaður var álitin dyggð • Hjá þjóðinni jókst framfaravilji þegar líða tók á 19. öldina • Dönsk stjórnvöld voru hliðholl viðskipta-og atvinnuháttum iðnbyltingarinnar • Segja má að 1875-1900 hafi verið undirbúningstími iðnbyltingarinnar á Íslandi
Nútímavæðingin á Íslandi • Talað er um að iðnbyltingin hafi borist hingað til lands í kringum 1900 þegar vélvæðing hófst í sjávarútvegi með tilkomu vélbáta og togara • Um svipað leyti og vélvæðing í sjávarútvegi hófst fengu Íslendingar heimastjórn 1904-1918, síðar fullveldi árið 1918 og fullt sjálfstæði árið 1944 • Um aldamótin hófst bankastarfsemi hér á landi þó lítil væri • Allt þetta lagði grunninn að því að Ísland varð nútímaríki • Á 20. öldinni fóru Íslendingar úr því að vera fátækast þjóð Evrópu um 1900 í það að vera ein ríkasta þjóð heims um aldamótin 2000 • Efnahagsþrengingar á fyrsta áratug 21. aldar hafa neytt Íslandinga til að endurskoða ýmsa innviði samfélagsins
Nútímasamfélagið • Í íslensku nútímasamfélagi er fjölskyldan ekki lengur sjálfstæð framleiðslueining eins og á tímum sjálfsþurftarsamfélagsins • Nú á tímum er fjölskyldan neyslueining í neyslusamfélagi og ein af afleiðingum þess er einstaklingshyggjan • Einstaklingshyggjan ýtir undir og gefur hverjum og einum kost á að fara eigin leiðir í lífinu. Aldrei fyrr í sögu mannkyns hefur einstaklingurinn haft jafn mikið val og nú og aldrei fyrr hefur hraðinn og lífgæðin verið jafn mikil
Kafli 2Ísland iðnvæðist • Ísland iðnvæddist í upphafi 20. aldar • Árið 1902 var sett lítil steinolíuvél í árabátinn Stanley á Ísafirði • 10 árum síðar, árið 1912 voru þeir orðnir ca. 400 talsins víðs vegar um landið • Fjárfestingin var tiltölulega lítil miðað við ávinninginn • Eftir að settar voru vélar í árabáta þurfti færri í áhöfn, siglingin á miðin tók skemmri tíma og mannskapurinn þurfti ekki að erfiða eins mikið og var því minna þreyttur þegar á miðin kom
Vélbátur á Vestfjörðum • Þær miklu framfarir sem höfðu orðið í Evrópu og Norður-Ameríku á 19. öld bárust smám saman til landsins • Með bættum lífskjörum gátu landsmenn leyft sér að byggja betri hús og kaupa fjölbreyttari neysluvörur • Þessar breytingar hófust um 1880 og er þá farið að tala um upphafið að markaðs-og þéttbýlissamfélaginu • Eftir 1902 með árabátnum Stanley og fram til ársins 1920 má segja að meiri breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi en á nokkru öðru tímabili fram að því
Vélbátur á Vestfjörðum • Allar þessar breytingar má rekja til þriggja þátta: • Vélvæðing í sjávarútvegi með tilkomu vélbáta og síðar togara. Fiskveiðar margfölduðust og útflutningstekjur jukust • Íslandsbanki var stofnaður árið 1904 af dönskum og norskum fjármálamönnum og með honum varð auðveldara að fá lán til framfara. Fram að þessum tíma var aðeins einn ríkisbanki í landinu, Landsbankinn sem var stofnaður árið 1886 en erfitt þótti að fá þar lán • Heimastjórnartímabilið á árunum 1904-1918. Þegar landsmenn fengu sinn eigin ráðherra sem hafði búsetu á Íslandi jókst áhugi á uppbyggingu innanlands og ráðist var í mun meiri framkvæmdir en áður hafði þekkst
Sjálfstæður sjávarútvegur • Landbúnaður var enn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar um aldamótin 1900 • Vissulega hafði alltaf verið einhver sjávarútvegur í landinu þar sem bændur fóru sjálfir eða sendu vinnumenn sína í verið þegar lítið var að gera í sveitinni að veiða fisk, en megnið var til eigin neyslu • Sjávarútvegur varð þó sjálfstæð atvinnugrein þegar kaupmenn fóru að stunda útgerð á síðari hluta 19. aldar, en fiskmeti varð sífellt eftirsóttara á erlendum mörkuðum. Sífellt fleiri höfðu atvinnu af sjómennsku og fiskverkun • Þessi þróun átti sér stað þrátt fyrir töluverða andstöðu alþingismanna og bænda. Bændur voru enn ráðandi stétt í landinu og völdin í höndum þeirra sem áttu jarðir
Sjálfstæður sjávarútvegur • Kaupmenn voru hins vegar sú stétt sem átti auðvaldið í landinu og þeir vissu að líkur á auknum gróða var í sjávarútveginum og kusu þeir að fjárfesta þar. Fram á síðari hluta 1900 aldar höfðu bændur selt kaupmönnum fullverkaðan fisk en með tilkomu skútanna um 1880 fóru kaupmenn að ráða til sín sjómenn og fiskverkafólk og þar með varð sjávarútvegurinn sjálfstæð atvinnugrein • Í kjölfarið fóru að myndast byggðakjarnar víða við sjávarsíðuna sem með tímanum leiddi til þess að Ísland breyttist úr sveitasamfélagi í þéttbýlissamfélag
Iðnbylting í sjávarútvegi • Á seinni hluta 19. aldar varð bylting í sjávarútvegi hjá iðnvæddum þjóðum t.d Bretum • Farið var að nota gufuvélar í fiskveiðiskip og öflugt veiðarfæri sem kallast botnvarpa • Botnvarpan er netapoki sem skipin drógu eftir sjávarbotni og safnaðist mikill fiskur í pokann. Þar sem skipin toguðu botnvörpuna á eftir sér fengu þeir heitið togarar • Togarar breyttu miklu í sjávarútvegi. Þeir voru afkastamiklir og gera mátti þá út nánast allt árið
Iðnbylting í sjávarútvegi • Erlendir togarar veiddu töluvert við Íslandsstrendur eftir 1890, sérlega breskir togarar. Þeir hikuðu ekki við að veiða innan landhelgi, sem var þá einungis þrjár sjómílur. Auk þess eyðilögðu þeir stundum veiðarfæri Íslendinga með botnvörpum sínum • Íslendingar áttu enga togara en fyrsta tilraunin til að gera hér út togara var gerð árið 1899 þegar enskur maður gerði út togara frá Hafnarfirði en hann gafst upp á útgerðinni áður en árið var liðið. Fleiri útlendingar reyndu hér togaraútgerð á næstu árum en þær mistókust allar • Það var ekki fyrr en fyrsta íslenska togarafélagið var stofnað árið 1904, Fiskveiðahlutafélag Faxaflóa sem togaraútgerð heppnaðist hér á landi. Ári eftir stofnun félagsins, árið 1905 keypti félagið notaðan togara frá Bretlandi, togarann Coot. Hann gerði félagið út fram til ársins 1908 þegar skipið strandaði • Mörg félög voru stofnuð á næstu árum og flest þeirra voru í Reykjavík eða Hafnarfirði enda voru þar einu hafnirnar sem buðu upp á hafnarskilyrði fyrir togara. Öll þessi félög skiluðu miklum hagnaði • Fyrsta nútímahöfnin var byggð í framhaldinu á árunum 1913-1917, Reykjavíkurhöfn • Togarar urðu nú fleiri og fleiri. Margir vildu vinna um borð í togurunum, þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu því þar voru tekjurnar öruggari en við aðra sjósókn. Mörg störf urðu til bæði á sjó og í landi. Konur unnu mest við fiskvinnsluna í landi • Smáiðnaður og verslun jókst í þéttbýliskjörnum og hagur landsins fór stöðugt batnandi. Sjávarútvegurinn varð drifkraftur atvinnulífsinsog undirstaða framfara í landinu
Fjármálastarfsemi • Bankastarfsemi var mikilvæg forsenda fyrir framförum í landinu • Peningar voru af skornum skammti á Íslandi enda hafði vöruskiptaverslun tíðkast hér á landi lengst af • Eftir að sjávarútvegurinn varð sjálfstæð atvinnugrein myndaðist grundvöllur fyrir markaðshagkerfi þar sem vörur og laun voru greidd með peningum • Erfitt var að fá peninga að láni enda Landsbankinn eini bankinn í landinu fram til ársins 1904. Þetta skapaði mikið vandamál enda lánsfé grundvöllur atvinnuuppbyggingar í landinu • Þetta breyttist með tilkomu Íslandsbanka árið 1904 og nú varð lánsfé margfalt aðgengilegra en áður. Íslendingar fengu nú lánsfé til togarakaupa
Þéttbýli • Með sjálfstæðum sjávarútvegi um 1880 gerbreyttist búseta Íslendinga. Eftir 1880 fjölgaði mjög í kaupstöðum auk þess sem nýir þéttbýliskjarnar spruttu víða upp • Fólk leitaði úr sveitinni í þéttbýlið í leit að betra lífi og atvinnu • Þéttbýlið skaut helst rótum í nálægð við farsæl fiskimið og þar sem hafnarskilyrði voru góð frá náttúrunnar hendi • Til viðbótar við sjávarútveg var margt annað sem finna mátti í þéttbýlinu og mætti þar nefna smáiðnað, verslun, bankastarfsemi og opinberar stofnanir • Flestir þéttbýlisstaðir voru þó fámenn þorp með nokkuð einhæfu atvinnulífi og því var ekki óalgengt að fólk færi milli sjávar og sveita eftir árstíðum í leit að vinnu • Mesti straumurinn úr sveitinni var til Reykjavíkur. Um aldamótin 1900 bjuggu til að mynda 6.700 manns í höfuðborginni en 20 árum síðar árið 1920 bjuggu þar 17.700 manns
Þéttbýli • Sjávarútvegur skipti mestu fyrir hagsæld Reykjavíkur á þessum tíma en þar var einnig miðstöð efnahagslífs, viðskipta, stjórnmála og menningar. Í Reykjavík var einnig stór hluti togaraútgerðar landsmanna, nær öll heildverslun landsins og meirihluti allrar utanríkisverslunar fór um Reykjavíkurhöfn. • Hvergi voru verslanir jafn margar og í Reykjavík auk þess sem smáiðnaður blómstraði. Með auknum framkvæmdum og umsvifum ríkisins sköpuðust sífellt fleiri störf hjá hinu opinbera • Ýmis konar nútímaþægindi komu til sögunnar í upphafi 20. aldar og voru þéttbýlisbúar yfirleitt fyrstir til að njóta þeirra. Mætti þar nefna vatnsveituna sem varð bylting en þá fengu landsmenn rennandi vatn í híbýli sín. Við það jukust lífsgæði og hreinlæti. Nú urðu menn ekki að sækja vatn í brunna og læki líkt og áður hafði tíðkast. Auk þess komu vatnsalerni til sögunnar í stað kamra. • Um svipað leyti fóru Íslendingar að virkja vatnsföll til rafmagnframleiðslu, en upphaflega var rafmagnið einkum notað til að lýsa upp híbýli manna en með tímanum eignuðust landsmenn rafmagnstæki sem léttu þeim lífið
Iðnaður • Íslenskur iðnaður varð sjálfstæð atvinnugrein um aldamótin 1900 • Fyrst um sinn var um að ræða sérhæft handverksfólk sem starfaði á litlum verkstæðum án véltækni • Nokkrar verksmiðjur risu þó þegar um aldamótin 1900 í Reykjavík, Mosfellssveit og á Akureyri • Með tímanum risu lítil verksmiðjuhverfi í stærri bæjum en iðnaðinum má í grófum dráttum skipta í tvennt: • Þjónusta við útgerð, svo sem veiðarfæragerð, járnsmíði og skipasmíði • Framleiðsla fyrir almenning, svo sem brauðgerð, bruggun, sælgætisgerð, prentverk, trésmíði og klæðagerð • Orka er ein meginforsenda vélvæðingar. Kol og olía voru helstu orkugjafarnir í upphafi iðnbyltingar en um aldamótin 1900 var farið að nota rafmagn í miklu mæli í Evrópu • Rafmagn var hagkvæm orka sem hafði litla mengun í för með sér
Iðnaður • Fljótlega kviknaði áhugi Íslendinga á að virkja eigið vatnsafl til rafmagnsframleiðslu og var skáldið Einar Benediktsson leiðandi í þeirri umræðu. Vildi hann fá hingað útlendinga til að reisa virkjanir • Miklar deilur risu um þessi áform og fór svo að lokum að Alþingi setti lög sem kváðu á um að útlendingar mættu ekki eignast eða nýta sér vatnsföll landsins • Iðnaður varð því aldrei undirstaðan í íslensku efnahagslífi eins og í Evrópu. Öflugur sjávarútvegur gerði það að verkum að verksmiðjurekstur var ekki eins aðkallandi og í mörgum öðrum löndum
Verslun • Miklar breytingar verða á verslun Íslendinga strax á síðasta fjórðungi 19. aldar • Með bættum samgöngum og auknum utanríkisviðskiptum fóru bændur að versla beint við útlönd í stað þess að eiga viðskipti við kaupmenn hérlendis • Bændur stofnuðu eigin kaupfélög sem höfðu það verkefni að flytja landbúnaðarafurðir þeirra erlendis og flytja inn þann varning sem þá vanhagaði um • Kaupfélögin stofnuðu síðan með sér landssamband sem kallaðist Samband íslenskra samvinnufélaga SÍS. Síðar varð SÍS eitt umsvifamesta fyrirtæki landsins • Með auknu þéttbýli varð innanlandsmarkaðurinn einnig mikilvægari og verslunum fjölgaði mjög. Auk þess jókst vöruframboð og margar sérverslanir komu til sögunnar eins og matvörubúðir, mjólkurbúðir og síðar vandaðari verslanir með sérvöru, svo sem fatnað, skó, búsáhöld og rafmagnsvörur • Verslun og peningaviðskipti urðu smám saman hluti af lífi landsmanna. Fram að þessu höfðu menn mest stundað vöruskiptaverslun en nú urðu peningaviðskipti ráðandi viðskiptamáti. Það var mun hentugra en að burðast með varning milli staða
Verslun • Fram að þessum tíma hafði verslunin mest verið í höndum danskra kaupmanna en nú fór hún í auknu mæli að færast í hendur íslenskra kaupmanna á árunum 1880-1920. Það þýddi að hagnaðurinn af versluninni fór ekki lengur til Danmerkur heldur nýttist hér á landi til uppbyggingar • Reykjavík varð miðstöð verslunar hérlendis um aldamótin 1900. Kaupmenn ásamt togaraeigendum urðu ein áhrifamesta valdastétt landsins
Landbúnaður • Vélvæðingin kom seinna til sögunnar í sveitum landsins en í þéttbýlinu. Litlar breytingar urðu í sveitinni fram til 1920 • Bændur nutu samt sem áður iðnbyltingarinnar með ýmsum hætti fyrir þann tíma með batnandi viðskiptakjörum og auknum utanríkisviðskiptum • Fólk í sveitum fór að kaupa ýmsan og fjölbreyttari varning og sjálfsþurftarbúskapur fór minnkandi • Með tímanum varð erfiðara fyrir bændur að fá ódýrt vinnuafl ekki síst þegar fólk flutti í auknu mæli í þéttbýlið til að vinna við sjávarútveginn • Þá urðu bændur tilneyddir til að leita nýjunga í landbúnaði og um aldamótin 1900 fóru bændur að beita hestum fyrir plóga, sláttuvélum og rakstrarvélum • Í kjölfarið stækkuðu ræktarlönd og framleiðslan jókst þrátt fyrir að sífellt færri störfuðu í landbúnaði. Auk þess reyndu bændur að bæta framleiðsluna til að sem best verð fengist fyrir landbúnaðarafurðir. Þetta gerðu þeir meðal annars með því að koma upp litlum smjörbúum fyrir útflutning á smjöri til Bretlands. Það gekk ekki sem skyldi en hins vegar gekk sala á lambakjöti mun betur. Í kjölfarið var stofnað fyrsta sláturhús landsins SS árið 1907
Kafli 3Nútímaríki í mótun • Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904 • Þá fengu þeir í fyrsta sinn íslenskan ráðherra sem bjó á Íslandi • Ráðherrann var Hannes Hafstein • Hann hafði sérstaka skrifstofu, sem kallaðist Stjórnarráð Íslands • Áður en Hannes varð ráðherra sá danski dómsmálaráðherrann um málefni Íslands. Það hafði þær afleiðingar að lítil uppbygging og umbætur urðu á Íslandi enda þekkti dómsmálaráðherrann lítið til aðstæðna hér á landi • Eftir að Hannes tekur við störfum urðu miklar breytingar í sögu landsins. Framkvæmdir og frumkvæði jukust. • Heimastjórnartímabilið varði frá 1904-1918 en þá fengu Íslendingar fullveldi
Ráðherra Íslands • Það var ekki bara heimastjórnin 1904-1918 sem ýtti undir framfarir í landinu. Iðnvæðingin og markaðshagkerfið áttu sinn þátt í þessum breytingum • Með batnandi hag landsins í upphafi 20. aldar sannfærðust Íslendingar smám saman um að þeir gætu staðið á eigin fótum og þyrftu ekki aðstoð Dana til þess. Þjóðerniskennd fór vaxandi og auknar kröfur um frekara sjálfstæði frá Dönum • Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 rofnuðu tengslin við Dani að mestu og þannig var það enn þegar heimsstyrjöldinni lauk árið 1918 • Heimsstyrjöldin auðveldaði þannig Íslendingum að fá fullveldi árið 1918 auk þess sem Danir sýndu mikinn samningsvilja
Heimastjórn • Fram að lokum 19. aldar var lítill áhugi á Íslandi að efna til opinberra framkvæmda. Menn voru aðhaldssamir og töldu að miklar framkvæmdir væru sóun á fé • Þetta breyttist um aldamótin og sáu menn þá að til þess að byggja upp nútímasamfélag yrði meðal annars að leggja vegi, reisa brýr, koma á símasambandi, efla menntun, bæta heilsugæslu og fá erlent fjármagn inn í landið
Heimastjórn • Með tilkomu heimastjórnarinnar urðu einnig miklar breytingar á stjórnkerfi landsins • Líkt og áður sagði fengu Íslendingar eigin ráðherra, Hannes Hafstein sem starfaði í umboði Alþingis. Það þýðir að ráðherra verður að hafa meirihluta Alþingis á bak við sig, annars missir hann valdið • Ríkisvaldinu var skipt í þrennt: Dómsvald, framkvæmdavald og löggjafavald • Dómsvald var áfram í höndum Íslendinga fyrir utan það að hæstiréttur var í Danmörku • Framkvæmdavaldið fluttist til Íslands eftir að við fengum íslenskan ráðherra • Löggjafavaldið var áfram í höndum Alþingis og konungs
Heimastjórn • Þrátt fyrir að heimastjórnin hafi starfað undir merkjum lýðræðis var margt athugavert við stjórnkerfið þá, sem við myndum ekki telja lýðræðislegt í dag • Á þessum tíma höfðu aðeins 10-15% landsmanna kosningarétt til Alþingis. Það voru aðeins sæmilega efnaðir karlmenn sem borguðu skatta. Konur, fátækir og aðrir sem ekki féllu undir þessa skilgreiningu höfðu því ekki kosningarétt • Íslenskir ráðherrar skipuðu oft samherja sína í helstu stöður í stjórnkerfinu og þættu það ekki fagleg vinnubrögð í dag • Burtséð frá öllum stjórnmálum var auðséð að Hannes Hafstein ætlaði ekki að sitja auðum höndum. Ráðist var í miklar framkvæmdir í fjarskipta-, samgöngu- og menntamálum
Fjarskipti og samgöngur • Fjarskiptatæknin er einhver mesta bylting 19. aldar en með henni er hægt að senda skilaboð um langan veg með einföldum og skjótum hætti • Ásgeirsverslun á Ísafirði tók þessa tækni fyrst upp hér á landi þegar talsíminn var lagður milli húsa á vegum kaupmannsins árið 1889 • Næstu árin á eftir voru nokkrar símalínur lagðar en bylting varð árið 1906 þegar Ísland komst í ritsímasamband við Evrópu • Mörg ár liðu þar til stærsti hluti landsmanna komst í símasamband • Síminn auðveldaði mjög öll samskipti innanlands sem utan en þeir sem helst nutu góðs af honum voru kaupmenn, embættismenn, stjórnmálamenn og blaðaútgefendur. Þá fengu landsmenn tíðari fréttir frá útlöndum þar sem þær bárust til landsins jafnóðum og þær urðu til erlendis
Fjarskipti og samgöngur • Góðar samgöngur eru ein helsta forsenda nútímasamfélags, en um aldamótin fóru allir flutningar fram á hestbaki • Á heimastjórnartímanum var settur mikill kraftur í brúarsmíði og vegagerð, fyrst með hestvagna í huga en síðar með bíla. Einnig var lögð áhersla á hafnargerð • Með tilkomu bílsins hurfu hestavagnar smám saman af sjónarsviðinu • Bílaöldin hófst hérlendis árið 1913 þegar nokkrir bílar voru fluttir til landsins en þeim fjölgaði mjög hægt næstu árin og urðu ekki almenningseign fyrr en löngu seinna • Fyrsti bílinn var fluttur til Íslands af kaupmanninum Thomsen árið 1904 • Lengi voru uppi hugmyndir um að taka upp lestarsamgöngur á Íslandi en vegna kostnaðar var ákveðið að leggja frekar áherslu á vegakerfið
Fræðslumál • Nútímasamfélagið gerði sífellt auknar kröfur um menntun almennings. Þeir sem ekki kunnu að lesa, skrifa og reikna áttu erfitt með að vera virkir þátttakendur í samfélaginu • Með þéttbýlinu komu barnaskólar til sögunnar og námsgreinum fjölgaði • Farkennsla var í sveitum landsins. Þá settist kennarinn að á einhverjum bæ og börnin af næstu bæjum söfnuðust þar saman. Kennslan stóð yfir í nokkrar vikur í senn en þess á milli stunduðu krakkarnir heimalærdóminn á meðan kennarinn fór á annan bæ. Samtals fengu nemendur gjarnan um tveggja til þiggja mánaða kennslu yfir skólaárið
Fræðslumál • Á árunum 1903-1904 var um helmingur barna á aldrinum 7-14 ára í skóla. Skólahald var stutt, aðeins nokkrar vikur á ári • Helstu skyldugreinarnar voru lestur, skrift, reikningur og kristinfræði en stundum var einnig boðið upp á önnur fög eins og landa- og náttúrufræði • Ný fræðslulög voru samþykkt árið 1907. Þá varð skólaskylda sett á öll börn 7-14 ára og skyldi námið vera þeim að kostnaðarlausu • Kaupstaðir sáu um skólahald en áfram var gert ráð fyrir farkennslu í sveitum landsins • Heimilin voru gerð ábyrg fyrir menntun barna sinna frá 7 ára aldri, einkum lesturs
Fræðslumál • Með nýju fræðslulögunum var landafræði gerð að skyldugrein auk þess sem ætlast var til þess að nemendur lærðu íslensk sönglög • Ári eftir að fræðslulögin voru samþykkt árið 1908 var kennaraskóli stofnaður • Aðrir skólar höfðu einnig verið að líta dagsins ljós eins og kvennaskóli, bændaskóli og stýrimannaskóli • Eini skólinn á landinu sem bauð upp á að útskrifa stúdenta var Lærði skólinn, nú Menntaskólinn í Reykjavík. Hann átti að undirbúa nemendur fyrir háskólanám. Á þessum tíma voru það eingöngu strákar sem fengu inngöngu í skólann. Árið 1904 var heimilað að stúlkur mættu fá aðgang að skólanum og var Laufey Valdimarsdóttir fyrst stúlkna til að setjast á skólabekk í Lærða skólanum • Háskólanám urðu Íslendingar að sækja til Kaupmannahafnar þar til Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911. • Hákóli Íslands var stofnaður með sameiningu þriggja skóla, Prestaskólans, Læknaskólans og Lagaskólans. Deildir Háskóla Íslands skiptust því í guðfræðideild, lagadeild, læknadeild og nýja heimspekideild þar sem boðið var upp á kennslu í íslensku og Íslandssögu
Fyrri heimsstyrjöldin • Fyrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 í Evrópu og í upphafi börðust annars vegar Þýskaland og austurrísk-ungverska keisaradæmið og hins vegar Bretar, Frakkar og Rússar. • Danir vildu ekki dragast inn í stríðið og lýstu yfir hlutleysi og þar með einnig Ísland þar sem við vorum hluti af Danaveldi • Staða og lega bæði Danmerkur og Íslands gerði það hins vegar að verkum að erfitt var að standa fyrir utan áhrifasvæði stríðandi fylkinga. Danmörk var á áhrifasvæði Þjóðverja en Ísland á áhrifasvæði Breta • Töluvert var barist á sjó og urðu siglingar milli landa sífellt hættulegri. Sambandið milli Íslands og Danmerkur rofnaði nánast alveg á þessum árum • Bretar voru hræddir við að leyfa Íslendingum að selja vörur til Danmerkur af hræðslu við að þær vörur færu í hendur Þjóðverja og skuldbundu sig því til þess að kaupa allar óseldar vörur af Íslendingum. Þannig jukust viðskipti Íslendinga við aðrar þjóðir, einnig við Bandaríkjamenn • Árið 1914 stofnuðu Íslendingar sitt eigið skipafélag, Eimskipafélag Íslands og fyrstu skip félagsins komu til landsins árið 1915, Gullfoss og Goðafoss. Þetta var mikið framfaraskref fyrir landsmenn varðandi út og innflutning á vörum
Fyrri heimsstyrjöldin • Í stríðinu komu upp miklar áhyggjur af vöruskorti í landinu, bæði vegna þess að hættulegt var að sigla á milli landa en einnig vegna þess að vöruverð hækkaði mikið á stríðsárunum • Ríkið tók þá upp á því að skammta ákveðnar vörur sem skortur var á og stofnaði einnig Landsverslun sem sá um öll utanríkisviðskipti þjóðarinnar • Í lok stríðsins var komin töluverð kreppa hér á landi en hún var aðeins tímabundin
Sjálfstæðiskröfur • Með heimastjórninni jókst sjálfstraust þjóðarinnar og sífellt fleiri vildu að landið fengi fullt sjálfstæði frá Dönum • Hannes Hafstein ráðherra setti sig í samband við Dani og óskaði eftir samningum um frekara sjálfstæði Íslands. Í kjölfarið var sett á laggirnar þingmannanefnd beggja þjóða sem átti að gera uppkast að nýjum lögum um ríkisréttarsamband Danmerkur og Íslands • Niðurstaða nefndarinnar var kynnt Íslendingum og fengu þeir að kjósa um hana í þingkosningum árið 1908. Var tilllagan í daglegu tali kölluð Uppkastið • Uppkastið olli miklum deilum hér á landi og Hannes Hafstein og flokkur hans sem studdu Uppkastið töpuðu í kosningunum árið 1908 vegna þessa • Andstæðingar Uppkastsins komust í meirihluta á Alþingi og næstu ár voru umbrotasöm í íslenskum stjórnmálum og ráðherraskipti tíð • Danir höfðu móðgast mikið vegna Uppkastsins og vildu ekki heyra á það minnst að fara í frekari samninga við Íslendinga að svo stöddu. Niðurstaðan varð því sú að ekkert þokaðist í sjálfstæðismálum Íslendinga næstu árin
Sjálfstæðiskröfur • Frá því að Uppkastinu var hafnað af Íslendingum árið 1908 til ársins 1913 voru samskipti Dana og Íslendinga verið frekar slæm • Atburður sem átti sér stað í Reykjavíkurhöfn sumarið 1913 varð til þess að Danir og Íslendingar fóru að tala saman að nýju. Ungur drengur að nafni Einar Pétursson var þá að róa á árabát í höfninni í Reykjavík og hafði um borð lítinn bláhvítan fána. Bláhvíti fáninn hafði verið hannaður af skáldinu Einari Benediktssyni árið 1897 og vildu margir að hann yrði þjóðfáni Íslands þegar við fengjum sjálfstæði frá Dönum
Sjálfstæðiskröfur • Samkvæmt lögum var danski fáninn ríkisfáni Íslendinga og því var bannað að nota aðra fána um borð í bátum en þann danska. Menn um borð í dönsku varðskipi sem voru á siglingu í höfninni ráku augun í fánann sem Einar hafði um borð í árabát sínum og gerðu hann upptækann • Þegar Reykvíkingar fréttu af þessu urðu margir þeirra mjög reiðir og skáru niður danska fánann þar sem honum var flaggað í Reykjavík • Uppþotin leiddu til þess að Danir samþykktu að Íslendingar fengju sinn eigin fána árið 1915 sem mætti nota innanlands en þó ekki bláhvíta fánann þar sem hann þótti of líkur gríska konungsfánanum. Þá var efnt til samkeppni um nýjan fána, þann sem við þekkjum í dag • Bláhvíti fáninn er þó enn notaður sem merki Ungmennafélags Íslands auk þess sem hann er fyrirmynd að fána Háskóla Íslands
Fullveldi • Undir lok fyrri heimsstyrjaldar óskuðu Íslendingar eftir því að fá að nota hinn nýja íslenska fána sem siglingarfána. Viðbrögð Dana voru óvænt. Þeir vildu að sjálfstæðismálið yrði rætt í heild sinni. Vildu þeir halda Íslendingum góðum til að styrkja efnahagsleg og menningarleg tengls landanna til framtíðar • Eftir nokkrar umræður komust Íslendingar og Danir að þeirri niðurstöðu að Íslendingar skyldu fá fullveldi en Danakonungur yrði enn æðsti þjóðhöfðingi landanna beggja. Samningnum gátu báðar þjóðirnar sagt upp að 25 árum liðnum • Fullveldissamningurinn tók gildi 1. des 1918 og var efnt til samkomu við stjórnarráðið í Reykjavík af því tilefni. Dagskráin var þó fremur látlaus enda höfðu aðstæður hér á landi verið slæmar þetta ár. Katla hafði gosið með tilfallandi skemmdum, frostveturinn mikli hafði reynst bændum erfiður og síðast en ekki síst hafði spánska veikin borist til landsins með tilheyrandi mannfalli • Með fullveldinu 1. des 1918 lauk heimastjórnartímabilinu sem hafði hafist árið 1904
Kafli 4Kvenréttindi, félagsmál og menning • Einn fagran sumardag árið 1915 átti sér stað óvenjulegur atburður í miðbæ Reykjavíkur • Konur voru að fagna því að hafa fengið kosningarétt eftir áralanga baráttu • Hátíðin hófst með skrúðgöngu og endaði á Austurvelli þar sem ræður voru fluttar og lög sungin
Konur fagna kosningarétti • Frá örófi alda var það viðhorf ríkjandi að konur ættu að lúta valdi karla • Hugmyndir um jafnrétti kynjanna komu fyrst fram á 18. öld, en kvenfrelsisbaráttan hófst ekki að marki fyrr en á 19. öld. Kvenfrelsisbaráttan var hluti af frelsiskröfum sem einkenndu evrópska umræðu á þeim tíma • Konur á Íslandi bjuggu við svipaða stöðu og kvenfólk í öðrum vestrænum löndum. Eftir að kvenréttindabaráttan barst hingað til lands frá Evrópu tók hún á sig svipaða mynd og þar • Lagaleg réttindi kvenna á Íslandi jukust með tímanum og voru Íslendingar jafnvel með fyrstu þjóðum að veita konum ýmis réttindi. Eitt var þó að fá lagalegan rétt en annað að geta nýtt sér hann. Lengi vel áttu konur á Íslandi erfitt með að nýta sér lagalegan rétt sinn vegna þeirra litlu möguleika sem voru í boði til að komast í valdaembætti. Aðalástæðurnar fyrir þessu voru félagslegar og hugarfarslegar takmarkanir
Konur fagna kosningarétti • Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi var meiri en víðast í Evrópu, enda mikil þörf fyrir vinnuafl kvenna í fiskvinnslu • Í Evrópu buðust konum áður óþekkt tækifæri með vaxandi þéttbýli og borgarmyndun en hér á landi var borgarmenning skammt á veg komin og því voru möguleikar kvenna hér á landi minni þrátt fyrir aukin réttindi • En með auknu þéttbýli skapaðist grundvöllur fyrir margvíslega félagsstarfsemi hér á landi og varð kvenréttindahreyfingin hluti af henni. Auk þess skapaðist jarðvegur fyrir borgarmenningu sem meðal annars kom fram í útgáfu dagblaða, skemmtanahaldi og fjölbreytilegri menningarstarfsemi
Kvenréttindi • Karlar fóru með stjórn samfélagsins og þeir voru húsbændur á eigin heimili • Drengir voru aldir upp til að vinna fyrir sér og verða sjálfstæðir menn en stúlkum var einkum ætlað að sinna heimilisstörfum sem vinnu eða eiginkonur • Vinnukonum var yfirleitt ætluð meiri vinna en vinnumönnum
Kvenréttindi • Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fyrsta konan á Íslandi til að gagnrýna opinberlega bága stöðu kvenna hérlendis. Hún birti grein árið 1885 um kvenréttindi þar sem hún deildi mjög á ríkjandi viðhorf um yfirráð karla, sem stundum kallast feðraveldi • Bríet var mjög áhrifamikil í kvenréttindabaráttunni næstu áratugina