240 likes | 601 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Rómantík 19. aldar, bls. 89-96. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Hvenær var fyrsta íslenska skáldsagan gefin út á prenti?. Skáldsagan sem bókmenntagrein er ekki gömul á Íslandi.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Rómantík 19. aldar, bls. 89-96 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Hvenær var fyrsta íslenska skáldsagan gefin út á prenti? • Skáldsagan sem bókmenntagrein er ekki gömul á Íslandi. • Fyrsta prentaða skáldsagan var Piltur og Stúlka eftir Jón Thoroddsen (1818-1886). • Sagan kom fyrst út árið 1850. • Önnur útgáfa kom út 1867 með nokkrum viðbætum og breytingum á orðalagi.
Hvenær var fyrsta íslenska skáldsagan gefin út á prenti?, frh. • Piltur og stúlka er saga tveggja elskenda. • Fjölskyldur þeirra reyna að koma í veg fyrir að þau giftist en að lokum fer allt vel. • Hluti sögunnar gerist í Reykjavík og er þar dregin upp ófögur mynd af hálfdönskum bæ. • Elskendurnir enda í sveitinni þar sem allt er miklu betra.
Hvenær var fyrsta íslenska skáldsagan gefin út á prenti?, frh. • Piltur og stúlka hlaut strax góðar móttökur og hefur verið vinsæl allt fram á vora daga. • Emil Thoroddsen skrifaði leikgerð eftir sögunni 1934. • Margar aukapersónur sögunnar eru skoplegar og vel gerðar. • Gróa á Leiti
Hvenær var fyrsta íslenska skáldsagan gefin út á prenti?, frh. • Jón samdi einnig skáldsöguna Mann og konu en dó frá henni ólokinni. • Hann var þó komin nógu langt með hana til að hægt væri að gefa hana út og kom hún fyrst út á prenti 1876. • Emil Thoroddsen samdi einnig leikgerð Manns og konu og var hún fyrst sýnd 1933. • Jón Thoroddsen orti líka. • Kvæðið Ísland („Ó, fögur er vor fósturjörð“).
Hafa skáldsögur ekki alltaf verið til? • Skáldsögur eru tiltölulega ung bókmenntagrein. • Það var ekki fyrr en á 18. öld sem skáldsagan hlaut viðurkenningu sem sjálfstæð bókmenntagrein í Evrópu. • Á Íslandi gætti hennar ekki fyrr en á 19. öld. • Sumir nefna Don Kíkóta (1605-15) eftir Spánverjann Cervantes sem fyrstu skáldsöguna. • Á Englandi var mikil gróska í skáldsagnaritun á 18. öld. • Tvær bækur sem nú eru þekktar sem barnabækur en voru upphaflega ætlaðar fullorðnum: • Róbinson Krúsó • Ferðir Gullivers
Hafa skáldsögur ekki alltaf verið til?, frh. • Róbinson Krúsó er eftir Daniel Defoe. • Kom út 1719. • Lýsir því hvernig duglegur og guðhræddur Englendingur breytir eyðieyju í blómlegt ríki. • Er mjög í anda upplýsingar. • Varð gríðarlega vinsæl, var þýdd á mörg tungumál og stælingar komu út um alla Evrópu. • Ferðir Gullivers er eftir Jonathan Swift. • Kom út 1726. • Gerist í 4 ímynduðum þjóðfélögum (t.d. Putalandi og Risalandi) • Mjög pólitísk saga og inniheldur ádeilu á lágkúru og grimmd mannsins.
Hver var fyrsta íslenska skáldsagan? • Piltur og stúlka (1850). • Áður höfðu verið gerðar tilraunir til að skrifa skáldsögu. • Verk Eiríks Laxdals um 1800: • Ólafs saga Þórhallasonar (ekki gefin út fyrr en 1987) • Ólandssaga • Þessar sögur voru einungis til í handritum og komu því ekki fyrir almenningssjónir.
Hvað gerðist fram að aldamótum? • Nokkrar skáldsögur voru skrifaðar á seinni hluta 19. aldar en þær náðu ekki þeim vinsældum sem sögur Jóns Thoroddsens nutu. • Fyrstu sögulegu skáldsögurnar eru þó samdar á þessum tíma: • Torfhildur Hólm skrifaði um 3 biskupa: • Jón Arason • Brynjólf Sveinsson • Jón Vídalín
Hvað gerðist fram að aldamótum?, frh. • Það er eiginlega ekki fyrr en undir lok raunsæisstefnunnar í upphafi 20. aldar sem samfelld skáldsagnaritun hefst á Íslandi. • Þorgils gjallandi • Upp við fossa (1902) • Einar H. Kvaran • Ofurefli (1908) • Jón Trausti • Halla (1906)
Líður á seinni hlutann • Þegar líður fram á seinni hluta 19. aldar fer mörgum bókmenntagreinum fram: • Leikritun og leiklist verða hluti af þjóðlífinu. • Ljóðskáldin yrkja hvatningarljóð til þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni. • Nýjar hugmyndir um hvernig bókmenntir eigi að vera eru boðaðar.
Hvernig var með leiklistina? • Leikritun og leiklistariðkun lá að mestu leyti niðri eftir „Herranótt“ í lok 18. aldar. • Um miðja 19. öldina hefst leiklistariðkun hins vegar aftur af fullum krafti. • Eftir að Lærði skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846 hófu skólapiltar að setja upp leiksýningar. • Ýmsar tilraunir voru gerðar til þess að skrifa leikverk þótt oft á tíðum væri fremur um æfingar en fullbúin leikrit að ræða. • Brátt náðu menn þó tökum á tækninni og urðu þáttaskil þegar leikritið Útilegumennirnir eftir Matthías Jochumsson var sýnt 1862.
Hvers konar bær var Reykjavík? • Á 19. öld var Reykjavík fámennur bær og hálfdanskur. • Hlutur bæjarins í þjóðlífinu óx þó þegar leið á öldina. • 1785 var skólinn í Skálholti og biskupsembættið lagt niður og fært til Reykjavíkur. • Alþingi var endurreist 1843 og haldið í Reykjavík 1845. • Lærði skólinn flutti frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846. • Prestaskóli var stofnaður 1847. • Um miðja 19. öld voru íbúar Reykjavíkur orðnir um 1100. • Blöð voru orðin hluti af bæjarlífinu (Þjóðólfur 1848-1912).
Leikhúsannáll í janúar og febrúar 1862 • ÚtilegumennMatthíasar Jochumssonar voru settir á svið í Reykjavík 1862. • Matthías var þá 26 ára gamall. • Sama ár voru frumsýnd fimm þýdd verk og nokkrir sjónleikir á dönsku. • Einnig var hægt að sjá lifandi myndir sem Sigurður Guðmundsson málari sýndi.
Hvernig voru þessar lifandi myndir? • Sýningar á sögulegum viðburðum sem voru miðja vegu milli leiklistar og myndlistar. • Máluð voru baktjöld til að sýna umhverfið en lifandi fólk í búningum og búið vopnum eða öðrum leikmunum voru þar fyrir framan til að sýna atburðinn. • Hreyfing, athöfn, atburðarás var lítil og samtöl engin. • Sigurður málari stóð fyrir tveimur sýningum á lifandi myndum árið 1862: • Draumur Gísla Súrssonar • Hervör og Angantýr er hún sækir Tyrfing í haug þeirra bræðra í Sámsey.
Hver var Sigurður málari? • Sigurður málari Guðmundsson (1833-74) gegndi mikilvægu hlutverki í því að koma leiklistariðkun og leikritun í sæmilega gott horf. • Hann var meðal þeirra fyrstu sem námu myndlist í útlöndum. • Hann varð fyrstur Íslendinga til að mála leiktjöld. Hann málaði einnig leikarana og sagði fyrir um búninga. • Fór einnig fljótlega að ráða sviðsetningu og hugsanlega að leikstýra að einhverju leyti. • Var meðlimur í Kvöldfundarfélaginu (1861-74) en það félag stóð fyrir leiksýningum og lét sér fátt óviðkomandi í menningarlegum efnum.
Hver var Sigurður málari?, frh. • Sigurður málari átti mörg áhugamál, m.a.: • lagfæra íslenska kvenbúninginn (teiknaði skautbúninginn) • koma upp leikhúsi • Sigurður hvatti Matthías Jochumsson til að skrifa Útilegumennina. • Hann málaði leiktjöldin sem notuð voru í leikritinu. • Það var í fyrsta sinn sem íslenskt landslag var málað af Íslendingi. • Upprunalegu leiktjöldin eru glötuð en tjöld sem notuð voru í uppfærslu1872-73 eru varðveitt.
Útilegumennirnir – Skugga Sveinn • Útilegumennirnir voru fyrst settir á svið 1862 en leikritið var fyrst prentað 1864. • Verkið kom aftur út árið 1898, mikið breytt, undir nafninu Skugga-Sveinn sem var aðalpersóna verksins. • Útilegumennirnir og Skugga-Sveinn eru leikrit með söngvum og gerast á 17. öld. • Verkin byggjast á þjóðsagnakenndu efni, þó ekki neinni sérstakri sögu. • Báðar gerðir verksins hlutu mjög góðar viðtökur og hefur ekkert verk oftar verið tekið til sýningar á Íslandi. • Nemendur lesa sjálfir um efni leikritsins á bls. 94.
Hver var Smalastúlkan? • Sigurður málari samdi sjálfur leikritið Smalastúlkuna en lauk því verki ekki. • Smalastúlkan er útilegumannasaga og minnir um margt á Útilegumenn þótt áherslur séu ólíkar. • Ádeila á yfirvöld er hvassari í Smalastúlkunni. • Verkið var tekið til sýningar í Þjóðleikhúsinu 1980 í tilefni af 30 ára afmæli leikhússins.
Hvað með framhaldið? • Útilegumenn Matthíasar Jochumssonar hrintu íslenskri leikritun af stað. • Indriði Einarsson hét það leikritaskáld sem næst sló í gegn með verkinu Nýársnóttin en það var tekið til sýningar 1871. • Verkið byggði á álfasögum. • Fljótlega skrifaði Indriði annað verk sem nefndist Hellismenn og var um hóp útlaga í Surtshelli. • Hellismenn voru síðasta verkið sem Sigurður málari vann leikmynd að. • Indriði varð mjög áberandi í íslensku leikhúslífi og tók þátt í baráttunni fyrir stofnun þjóðleikhúss. • Nýársnóttin var meðal þeirra verka sem sýnd voru við opnun Þjóðleikhússins 1950.
Var ekki hægt að skrifa leikrit um annað en þjóðsögur? • Það er engin tilviljun að Matthías, Sigurður málari og Indriði skrifuðu leikrit með þjóðsagnakenndu ívafi. • Sjálfstæðisbaráttan var í fullum gangi og krafa dagsins var að styrkja íslenskt þjóðerni. • Um þær mundir sem verkin voru skrifuð var Jón Árnason að vinna að hinu mikla safni sínu, Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum, sem kom út 1862-64.
Var ekki hægt að skrifa leikrit um annað en þjóðsögur?, frh. • Þjóðsagnaefni var áberandi í íslenskum leikritum langt fram á 20. öld. • Hægt er að kalla það þjóðlega rómantík. • Jóhann Sigurjónsson (1880-1919) skrifaði síðar tvö verk sem byggðu á þjóðsögum: • Fjalla-Eyvindur 1911 • Galdra-Loftur 1915 • Davíð Stefánsson skrifaði einnig leikrit byggt á þjóðsögu: • Gullna hliðið 1941
Þjóðsögur og ævintýri • Sögur sem hafa gengið í munnlegri geymd meðal fólks. • Söfnun þeirra er tengd rómantíkinni. • Grimmsbræður í Þýskalandi hófu í upphafi 19. aldar söfnun þjóðsagna í þeirri mynd sem við þekkjum. • Hér á landi hófst hún 1845 þegar Jón Árnason og Magnús Grímsson hófu söfnun sem lauk með útgáfu Íslenskra æfintýra 1852. • Jón Árnason hóf svo söfnun að nýju 1858 og lauk henni með útgáfu tveggja binda verks; Íslenskra þjóðsagna og ævintýra 1862-64.
Kristján Jónsson Fjallaskáld • Kristján Jónsson (1842-69) var 19 ára vinnumaður á Hólsfjöllum þegar fyrsta kvæði hans, Dettifoss, kom út 1861. • Hann orti gjarnan um kraft náttúrunnar og ósjaldan var feigðin á næsta leiti í kvæðum hans. • Sjá brot úr Dettifossi á bls. 96. • Kristján var af fátæku fólki kominn. • Hann hafði góðar gáfur og hóf nám í Bessastaðaskóla 1864. • Námið sóttist honum fremur illa enda átti hann við þunglyndi að stríða og drakk oft á tíðum ótæpilega. • Hann var hins vegar virkur í félagslífi skólans og í Kvöldfélaginu og sendi frá sér mörg ljóð, sögur og greinar. • Hann dó á Vopnafirði 1868, aðeins 26 ára gamall.