120 likes | 310 Views
Námsferð til Danmerkur 22.apríl – 28.apríl 2012. Hópurinn fór af stað frá Hvalfjarðargöngunum kl. 4:30 aðfaranótt sunnudags, þann 22.apríl. 9 nemendur 10.bekkjar Heiðarskóla ásamt umsjónakennara Sigurði Tómassyni og dönskukennara og fararstjóra Katrínu Rós Sigvaldadóttur.
E N D
Námsferð til Danmerkur22.apríl – 28.apríl 2012 Hópurinn fór af stað frá Hvalfjarðargöngunum kl. 4:30 aðfaranótt sunnudags, þann 22.apríl. 9 nemendur 10.bekkjar Heiðarskóla ásamt umsjónakennara Sigurði Tómassyni og dönskukennara og fararstjóra Katrínu Rós Sigvaldadóttur.
Við tókum lestar og strætó til að komast á áfangastað (Zleep Hotel Ballerup) og gengum í 20 mínútur , fyrst í slyddu svo rigningu. Þegar komið var á hótelið komum við okkur fyrir og hættum okkur ekki aftur út í rigninguna. Allir þreyttir eftir ferðalagið.
Mánudagsmorgun mættum við svo klukkan 8:00 í Hedegårdsskole. Það tók okkur um 20 mínútur að ganga í skólann og fórum við göngustíg alla leið. Krakkarnir byrjuðu á að kynna sig, svo var farið út í leiki. Okkar krakkar kynntu svo Ísland fyrir Dönunum og gerðu það með prýði.
Eftir hádegi var svo farið í útileiki og er Hedegårdsskole með frábæra aðstöðu úti. Á hverjum degi fer umsjónakennari með bekkinn sinn út og er þetta viðbót við íþróttakennslu.
Eftir skóla fóru krakkarnir saman í Ballerup Center og um kvöldið hittust þau í fritidsklúbbnum (félagsmiðstöðinni).
Þriðjudagurinn var eins uppbyggður nema þá kynntu Danir Kaupmannahöfn fyrir okkur. Okkar nemendur fóru líka og heimsóttu 1.bekk (7ára) og hjálpuðu þeim við reikningsdæmi.
Við kvöddum 9.bekk Hedegårdsskole á þriðjudag og heldum út á Amager á Danhostel. Það voru erfið skipti…En hér eru þessir frábæru krakkar ásamt kennurum sínum.
Á miðvikudag fórum við í bátsferð og sáum þá staði sem 10.bekkur Heiðarskóla kynnti fyrir eldriborgurum í kaffiboði í marsmánuði. Einnig staði sem Danir fóru yfir í kynningunni sinni.
Á fimmtudag fórum við á ráðhústorgið og Strikið. Um kvöldið hittu svo krakkarnir nokkra af dönsku nemendunum í tívolí.
Á föstdag vorum við mætt í dýragarðinn í Fredriksberg kl. 10. Þar sáum við m.a. ljón, fíla, gíraffa, nashyrning, flóðhesta, apa, strúta, tígrisdýr, leðurblökur og meget meget mere…
Á föstudaginn gerðum við svo vel við okkur og borðuðum saman á Jensens Böfhus
Á laugardag hélt hópurinn heim, allir þreyttir en GLAÐIR Já það er margt sem gerist í Köben