410 likes | 713 Views
Fræðslufundur hjá tónlistarmönnum 9. október 2012. Ríkisskattstjóri/Elín Alma Arthursdóttir. Snertifletir og samskipti. Enginn „kemst hjá“ samskiptum við skattinn „Frá vöggu til grafar“ Hvort heldur barn, fullorðinn eða félag
E N D
Fræðslufundur hjá tónlistarmönnum9. október 2012 Ríkisskattstjóri/Elín Alma Arthursdóttir
Snertifletir og samskipti • Enginn „kemst hjá“ samskiptum við skattinn • „Frá vöggu til grafar“ • Hvort heldur barn, fullorðinn eða félag • Hvort heldur innan tekjuársins (staðgreiðsluársins) eða á framtalsári (álagning) • Staðgreiðsla, tryggingagjald, tekjuskattur, útsvar, vaxtabætur og barnabætur…o.fl.
Snertifletir og samskipti-frh. • Einstaklingur í rekstri • Bein skráning rekstrar - undantekning • Virðisaukaskattsskrá - eftir atvikum • Launagreiðendaskrá - alltaf • Skil staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds • Launauppgjöf • Skattframtal vegna rekstrar
Snertifletir og samskipti-frh. • Lögaðilar • Skráning • Virðisaukaskattsskrá • Launagreiðendaskrá • Skil staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds • Launauppgjöf • Skattframtal • Skil á ársreikningi til ársreikningaskrár
Hvað er atvinnurekstur ? • Engin sérstök skilgreining í skattalögum • Einkum horft til þess hvort um er að ræða sjálfstæða starfsemi – sem rekin er reglubundið – í nokkru umfangi – í þeim efnahagslega tilgangi að skila hagnaði ........... • Getur verið „í eigin nafni“ eða í formi félags
Skráning atvinnurekstrar • Ef hlutafélag/einkahlutafélag => hjá fyrirtækjaskrá RSK – á hlutafélagaskrá • Ef sameignarfélag => hjá sýslumanni • Allur rekstur, þ.e. bæði í félagaformi og sjálfstætt starfandi einstaklingar – á launagreiðendaskrá og virðisaukaskatts-skrá – hjá ríkisskattstjóra
Bókhaldsskylda Bókhaldsskyldir aðilar: Atvinnurekstur Þeir sem fara með fé annarra Félög og sjóðir, í rekstri eða ekki í rekstri Einstaklingar sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi
Bókhaldsgögn Bókhaldsgögn séu sýnileg í bókhaldi Innri gögn beri með sér hvaða tilgangi þau þjóna Viðskipti við erlenda aðila eða aðila sem ekki eru bókhaldsskyldir: Bókhaldsgögn uppfylli lágmarkskröfur um áreiðanleika Lög nr. 145/1994, um bókhald
Geymsla bókhaldsgagna Allar bókhaldsbækur og bókhaldsgögn skulu varðveitt hérlendis í sjö ár Ársreikning skal ætíð varðveita í 25 ár Innri sjóðvélastrimla skal geyma í þrjú ár Dagsöluyfirlit skal geyma í sjö ár Rafræna dagbók skal geyma í sjö ár
Sölureikningar Sölureikningar í þríriti Reikningseyðublöð fyrirfram tölusett (áprentuð númer) Efni sölureikninga: Nafn, kennitala og skráningarnúmer útgefanda Útgáfudagur Nafn og kennitala kaupanda Lýsing á hinu selda, magn, verð og vsk.þrep
Skattskil atvinnurekstrar • Á yfirstandandi rekstrarári: Staðgreiðsla opinberra gjalda v/launagreiðslna Staðgreiðsla tryggingagjalds v/launagreiðslna Virðisaukaskattur ef um skattskylda starfsemi er að ræða • Að liðnu rekstrarári: Viðeigandi skattframtal Ársreikningur
Launagreiðandi • Sá sem innir af hendi launagreiðslur telst launagreiðandi samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. • Hver sá sem innir af hendi launagreiðslu í fyrsta sinn skal eigi síðar en átta dögum áður en starfsemi hefst senda skattstjóra tilkynningu um starfsemi sína. Eyðublað RSK 5.02
Reiknað endurgjald • Endurgjald (laun) fyrir starf í þágu eigin rekstrar • Á bæði við um starf í einstaklingsrekstri og félagi • Á ekki að vera lægra en maður hefði haft fyrir sams konar vinnu hjá óskyldum eða ótengdum aðila • Er ekki heildarsala vöru eða þjónustu – enda á þá eftir að draga frá allan kostnað af rekstrinum
Reiknað endurgjald og skil á staðgreiðslu • Skila þarf til ríkisskattstjóra greinargerð um reiknað endurgjald. Eyðublað RSK. 5.11 • Skila þarf staðgreiðslu og tryggingagjaldi mánaðarlega. GíróseðillRSK 5.10 • Ef starfsemi er svo óverulega að reiknað endurgjald verði lægra en 215.000 kr. á ári fellur það utan staðgreiðslu.
Viðmiðunarreglur um reiknað endurgjald • Settar árlega af ríkisskattstjóra • Eru viðmiðun um lágmark reiknaðs endurgjalds fyrir fullt starf • 8 flokkar eftir atvinnugreinum. • Listamenn = flokkur C í viðmiðunarreglum. • => árslaun fyrir fullt starf árið 2012 á bilinu 3.432.000 kr. – 8.748.000 kr. eftir umfangi starfseminnar
Staðgreiðsla opinberra gjalda • Reiknast af greiddum launum og reiknuðu endurgjaldi eigenda rekstrar • Greiðist í mánuðinum á eftir launamánuði • Gjalddagi 1. næsta mánaðar eftir launamánuð • Eindagi 14 dögum síðar • Ef ekki er greitt á eindaga reiknast álag
Útreikningur staðgreiðslu • Inn í stofn til útreiknings staðgreiðslu koma m.a. laun og reiknað endurgjald að frádregnu iðgjaldi launamanns í lífeyrissjóð (hámark 8%) • Inn í stofn til útreiknings tryggingagjalds koma m.a. laun og reiknað endurgjald að viðbættu mótframlagi launagreiðanda í lífeyrissjóð
Tryggingagjald • Lög nr. 113/1990 um tryggingagjald • Launagreiðendur greiða tryggingagjald af greiddum vinnulaunum, þóknunum, reiknuðu endurgjaldi og öðrum tegundum greiðslna og launa • Innheimt samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda • Er nú 7,79% - og aldrei reiknað af lægri fjárhæð en 748.224 kr.
Rafræn skil staðgreiðslu • Við skráningu á launagreiðandaskrá þarf að óska eftir að fara í rafræn skil – eða sækja um til RSK ef áður skráð • Við afgreiðslu umsóknar er sendur veflykill sem nota skal við skilin • Skilað á skattur.is eða rsk.is með því að fara á þjónustuvef • Reiknivél til staðar • Tryggingagjald reiknast sjálfkrafa
Iðgjald í lífeyrissjóð • Skylda að greiða að lágm. 12% af iðgjaldsstofni fyrir launamenn 16 til 70 ára • Launþegi greiðir 4% og er iðgjaldið frádráttarbært frá launum en launagreiðandi greiðir a.m.k. 8% mótframlag og er það frádráttarbært frá rekstrartekjum • Greiða skal tryggingagjald af reiknuðu endurgjaldi, launum og mótframlagi og er tryggingagjaldið frádráttarbært
Skattframtal - skil • Einstaklingar – án rekstrar: • Skila persónuframtali • Vefframtal á skattur.is • Mikið af fyrirfram árituðum upplýsingum sem leiða framteljanda áfram við framtalsgerðina • Fylgiblöð, ef t.d. dagpeningar, ökutækja-styrkur, húsbygging, kaup/sala eignar....
Skattskil - einstaklingsrekstur • Rekstrartekjur að 1.000.000 kr., ekki virðisauki, ekki laun til annarra, ekki aksturskostnaður, ekki fyrnanlegar eignir => skila má einföldu rekstraryfirliti RSK 4.10 • Rekstrartekjur 1.000.000 kr. – 20.000.000 kr. eða skilyrði fyrir RSK 4.10 ekki uppfyllt => skila má rekstrarskýrslu RSK 4.11; hugsanlega líka: • Rekstraryfirlit fólksbifreiðar, RSK 4.03 • Samræmingarblað, RSK 4.11 • Launaframtal, RSK 1.05 • Eignaskrá, RSK 4.01 • Samanburðarskýrsla vsk., RSK 10.25
Skattskil - einstaklingsrekstur • Ef velta er yfir 20.000.000 kr. => skila þarf skattframtali rekstraraðila RSK 1.04 • Auk þess í öllum tilvikum persónuframtal þangað sem færast niðurstöðufjárhæðir úr rekstrarframtölum
Einkahlutafélag • Skila þarf skattframtali lögaðila, RSK 1.04 • Skila þarf ársreikningi • Hugsanlega: • Eignaskrá, RSK 4.01 • Samanburðarskýrsla vsk. RSK 10.25 • Greinarg. um fólksbifr., RSK 4.09
Einstaklingsrekstur eða einkahlutafélag • Skatthlutföll mismunandi • Ákvörðun skattstofns • Kostnaður við stofnun og skattskil einkahlutafélags • Skil á gögnum mismunandi • Takmörkun ábyrgðar
Einstaklingsrekstur eða einkahlutafélag, frh. • Staðgreiðsluhlutfall er 37,34% - 46,24% • Tekjuskattshlutfall hlutafélaga og einkahlutafélaga er 20% • Fjármagnstekjuskattur er 20% • Heildarskattur á hagnað hlutafélags eða einkahlutafélags er því 36% þegar arðurinn er kominn í hendur hluthafans
Samanburður á skattlagningu einstaklingsrekstrar og félags • Almennt gilda sömu reglur um rekstrar-kostnað í einstaklingsrekstri og hjá félagi. Mismunur er þó einhver. • Meiri kröfur eru gerðar varðandi framtals-skil hjá félagi en hjá einstaklingi. Rekstrarskýrsla og meðfylgjandi eyðublöð eru fylgigögn með framtali hjá einstaklingi.
Hvað telst rekstrarkostnaður? • Í 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er heimild til frádráttar frá rekstrartekjum, en þar segir að frá þeim megi draga: „Rekstrarkostnað, það er þau gjöld sem eiga á árinu að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við… “ • Reglugerð nr. 483/1994 um frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi
Rekstrarkostnaður frh. • Kostnaður sem gengur til að afla tekna er almennt frádráttarbær– persónulegur kostnaður er það ekki • Sönnunarbyrði fyrir rekstrarkostnaði hvílir á rekstraraðila => passa þarf vel upp á alla reikninga og hafa á hreinu hverju útgjöldin tengjast.
Rekstrarkostnaður frh. • Allt viðkomandi starfseminni sjálfri – ekki persónulegur kostnaður • Ferðakostnaður – vegna ferða í þágu rekstrarins • Kostnaður vegna húsnæðis – ef heima => einungis viðbótarkostnaður sem leiðir af rekstrinum • Starfsmannakostnaður – t.d. kaffi, árshátíð – þó ekki ef einungis einyrki • Risna – þ.e. kostnaður sem beinist að því að ná eða halda viðskiptasamböndum
Rekstrarkostnaður frh. • Viðhald – t.d. á húsnæði og tækjum – endurbætur teljast hins vegar eign • Vaxtagjöld – af lánum sem tengjast rekstrinum • O.s.frv…………
Ófrádráttarbær rekstrarkostnaður • Útgjöld til eignakaupa eða annarra fjárfestinga • Útgjöld til einkaþarfa, nema að því marki sem þau eru talin til tekna; t.d. almennur fatnaður, snyrting, hárgreiðsla o.s.frv. • 50. gr. laga nr. 90/2003 • gjafir • fjársektir • Takmörkun á kostnaði vegna fólksbifreiða sem reikna ber hlunnindi af o.fl.
Bifreiðakostnaður • Eigin fólksbifreið => kostnaður á hvern ekinn kílómetra * eknir kílómetrar í þágu rekstrarins => gott að halda á einhvern hátt utanum ekna kílómetra í þágu rekstrar. • Ekki heimilt að fyrna slíka bifreið en föst fyrning (675.000 kr. framtalsárið 2012) bætist við rekstrarkostnað.
Bifreiðakostnaður frh. • Ef fólksbifreiðar eru eingöngu notaðar í rekstri getur verið heimilt að fyrna þær og telja þær alfarið með í rekstrinum • Engin einkanot eiganda heimil • Ef starfsmaður hefur slíkan bíl til eigin nota þarf að reikna honum bifreiðahlunnindi til tekna
Bifreiðahlunnindi • Ef fólksbifreið, þ.m.t. skutbifreið, jeppi og bifreið sem hægt er að hafa sambærileg not af, er látin launamanni í té – þarf að reikna honum bifreiðahlunnindi til tekna – eftir reglum í skattmati • Ef eigandi félags, framkvæmdastjóri og aðrir í sambærilegum störfum, og stjórnarformaður hefur bifreið í eigu félags til einkanota => reikna skal full og ótakmörkuð bifreiðahlunnindi til tekna samkvæmt skattmati
Fyrningar • Fyrning = afskrift • Fyrnanlegar eignir eru varanlegir rekstrar-fjármunir sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri og rýrna að verðmæti við eðlilega notkun og aldur • Kaupverðið er gjaldfært á nokkrum árum. • Heimilt að gjaldfæra að fullu á kaupári ef kaupverð er undir 250.000 kr. • Full fyrning á kaupári en engin á söluári • Fyrningarhlutföll heimiluð á tilteknu bili
Fyrningar, frh. • Lausafé, þ.m.t. hljóðfæri og tölvubúnaður; 20%-35% • Skrifstofuáhöld og -tæki; 20%-35% • Fólksbifreiðar; 10%-20% • Aðrar bifreiðar; 20%-35% • Skrifstofu- og verslunarbyggingar; 1%-3% • Verksmiðjub., verkstæðisb., vörugeymslur......aðrar ótaldar byggingar; 3%-6%
Staðgreiðsla 2012 • Þrepaskipt staðgreiðsla opinberra gjalda • 37,34% af tekjum 0 - 230.000 kr. • 40,24% af tekjum 230.001 - 704.367 kr. • 46,24% af tekjum yfir 704.367 kr. • Persónuafsláttur 46.532 kr. á mánuði