130 likes | 391 Views
Almannaréttur réttur til umferðar og dvalar í annars manns landi. Katrín Theodórsdóttir Erindi flutt á umhverfisþingi 2011. Skilgreining. Réttur sem almenningi er áskilinn til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn og fleira samkvæmt náttúruverndarlögum.
E N D
Almannarétturréttur til umferðar og dvalar í annars manns landi Katrín Theodórsdóttir Erindi flutt á umhverfisþingi 2011
Skilgreining Réttur sem almenningi er áskilinn til frjálsra afnota af landi og landsgæðum, til farar um land og vötn og fleira samkvæmt náttúruverndarlögum.
Almannaréttur í núgildandi náttúruverndarlögum nr. 44/199l • Gangandi/hjólandi/skíðum/skautum/sleðum eða á annan sambærilegan hátt. • Umferð hjólandi og ríðandi manna. • Umferð um vötn. • Akstur utan vega. • Heimild til að tjalda. • Tínsla berja, sveppa, fjallagrasa, fjörugróðurs og fleira.
Jónsbók 1281 • Víðtækur réttur almennings til umferðar um eignalönd. • Heimild til að höggva sér leið um skóglendi í einkaeign. • Heimild til að æja hestum sínum í landi annars manns, “þar sem eigi hefur áður slegið verið”.
Þjóðbraut í Jónsbók • Almenna reglan var sú að þjóðgata skyldi vera sem að fornu fari hafði legið. • Ef byggt var fyrir þjóðgötu var sú skylda lögð á að gera nýja götu jafngóða utangarðs. • Heimild til að fjarlægja hindranir af þjóðbrautum. • Skylda til að tryggja greiðfarni umferðar á fjölförnum leiðum.
Stoðirnar eru sett lög og venjuréttur • Grágás 930 • Jónsbók 1281 • Veiðitilskipunin frá 1849 • Girðingarlög nr. 66/1913 • Vatnalögin nr. 15/1923 • Fyrstu náttúruverndarlögin nr. 48/1956 • Náttúruverndarlög nr. 47/1971 • Núgildandi náttúruverndarlög nr. 44/1999
Náttúruverndarlög nr. 48/1956. • Réttur til frjálsrar farar um landsvæði utan landareigna lögbýla og dvöl þar í lögmætum tilgangi. • Gangandi fólki heimilt að fara um óræktuð lönd manna utan þéttbýlis og dvelja þar í því skyni að njóta náttúrunnar enda hefði slíkt ekki í för með sér mikið óhagræði fyrir eigandann. Í þeim tilvikum sem land var afgirt var aðeins heimilt að fara gegnum hlið á girðingunni. • Umferð um ræktað land var háð leyfi forráðamanns lands.
Náttúruverndarlög nr. 47/1971. • Almenningi er heimil för um landsvæði utan landareigna lögbýla og dvöl á þessum svæðum í lögmætum tilgangi. • Um eignarlönd manna er almenningi þó og því aðeins heimil för, að þau séu óræktuð og ógirt og að dvöl manna þar hafi ekki í för með sér ónæði fyrir búpening né heldur óhagræði fyrir rétthafa að landinu. • Ef land er girt, þarf leyfi landeigenda til að ferðast um það eða dveljast á því og sama gildir um ræktuð landsvæði.
Náttúruverndarlög nr. 44/1999. • Óræktað land utan byggðar. Almenningi er heimil för og dvöl á óræktuðu landi utan byggðar án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa. • Óræktað eignarland í byggð. Almenna reglan er að almenningi sé heimil för og dvöl en eiganda eða rétthafa er þó heimilt að takmarka eða banna för og dvöl á afgirtu óræktuðu landi með því að koma upp merkingum við hlið og göngustíga. • Ræktað land. Almenningur þarf samþykki eiganda eða rétthafa til að fara um og dvelja á ræktuðu landi.
Inntak og afmörkun almannaréttar. • Landfræðileg afmörkun. • Meginregla um frjálsa umferð almennings um eignarlönd og skyldur henni samfara. • Heimild landeiganda til að útiloka umferð gangandi vegfarenda um land sitt. • Staða almannaréttar í íslenskum rétti og eftirfylgni.
Niðurstaða og tillögur. • Er nauðsynlegt að viðhalda heimild landeigenda til að útiloka umferð almennings um óræktað land sitt? • Er nægilegt að takmarka heimildina við eignarland í byggð? • Hvað mælir gegn rétti gangandi manna um eignarlönd, girt sem ógirt ef för þeirra eða dvöl hefur ekki í för með sér óhagræði fyrir eigandann?