330 likes | 547 Views
Vika 1 Lífsafkoma á Íslandi Vísitölur, atvinnumál, launamál, skattamál og húsnæðismál. Steinn Jóhannsson steinn@ru.is http :// staff.ru.is/steinn/isa101.htm. Tölfræðilegar upplýsingar um íslenskt samfélag. Hagskýrslur http://hagstofa.is/Utgafur
E N D
Vika 1Lífsafkoma á ÍslandiVísitölur, atvinnumál, launamál,skattamál og húsnæðismál Steinn Jóhannsson steinn@ru.is http://staff.ru.is/steinn/isa101.htm
Tölfræðilegar upplýsingar um íslenskt samfélag • Hagskýrslur • http://hagstofa.is/Utgafur • Ísland í tölumhttps://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=10652
Vísitölur • Vísitölur veita mikilvægar upplýsingar um efnahags- og verðlagsþróun í þjóðfélaginu. • Vísitölur eru til ýmissa nota, þar á meðal til verðtryggingar fjárskuldbindinga og verksamninga. • Vísitölurnar ná til verðlagsþróunar innanlands og samanburðar á verðlagi milli landa. • Mikilvægasta heimildin um grunn neysluvísitölunnar er neyslukönnun.
Launavísitala • Vísitalan mælir breytingar á launum launþega og er byggð á upplýsingum um launagreiðslur sem aflað er frá ríki, sveitarfélögum og einkaaðilum. • Fyrir hið opinbera er upplýsingum safnað um laun allra starfsmanna ríkisins, en fyrir einkamarkaðinn um launagreiðslur í úrtaki fyrirtækja. • Vísitalan er reiknuð mánaðarlega og notuð til að fylgjast með launabreytingum eða til viðmiðunar í ýmsum samningum.
Vísitala byggingakostnaðar • Vísitalan er reiknuð mánaðarlega og mælir breytingar á byggingarkostnaði fjölbýlishúss. • Verðlag á byggingarefnum og laun eru notuð til að mæla breytingar vísitölunnar. • Byggingarvísitalan er notuð til verðtryggingar á verksamningum.
Vísitala byggingarkostnaðar • Árið 2004 hækkaði byggingarvísitala um 16 stig, úr 288,6 í 304,7 og var 516 stig í okt. 2010 • Meginhluti hækkunar vísitölunnar stafar af launabreytingum • Talsverðar verðhækkanir á innlendu og innfluttu byggingarefni.
Vísitala neysluverðs • 1979-1989 ákvarðaðist lánskjaravísitalan að 2/3 hlutum af framfærsluvísitölu og 1/3 hluta af byggingarvísitölu. • Frá febrúar 1989 er lánskjaravísitalan samsett að jöfnu úr framfærslu-, byggingar- og launavísitölu. • Frá apríl 1995 er hætt að nota lánskjaravísitölu til að verðtryggja nýjar fjárskuldbindingar, en vísitala neysluverðs til verðtryggingar notuð í staðinn.
Vísitala neysluverðs • Í stað lánskjaravísitölu fyrir eldri fjárskuldbindingar er reiknuð vísitala sem breytist eins og vísitala neysluverðs til verðtryggingar. • Vísitala neysluverðs í janúar 2011 gildir til verðtrygginar í febrúar 2011.
Vísitala neysluverðs • Vísitala neysluverðs (hét áður framfærsluvísitala) er reiknuð mánaðarlega og miðast við verðlag fyrstu tvo virka daga hvers mánaðar. • Vísitöluútgjöldin miðast við einkaneyslu. Grunnur vísitölunnar byggist á upplýsingum um útgjöld heimila úr neyslukönnunum. Notað er úrtak af vörum til að mæla verðbreytingar og er safnað 12-13 þúsund verðum í mánuði.
Neyslukönnun • Megintilgangur neyslukannana er að afla upplýsinga um útgjöld heimila til þess að búa til útgjaldagrunn fyrir vísitölu neysluverðs. • Niðurstöður neyslukannana nýttar til endurnýjunar á vísitölugrunninum
Meðalneysla á heimili á ári háð tekjum heimilanna • Neysla nokkurra matvörutegunda 1957-2009 í Landshögum 2010. • Skoða magntölur á íbúa fyrir hverja matvörutegund frá 1957-2009. • Neysla á gosdrykkjum hefur margfaldast. • Neysla á kjöti hefur aukist en neysla á fiski hefur minnkað. • Neysla á kartöflum hefur minnkað talsvert.
Atvinnuþátttaka • Vinnuafl Ísl. tæplega 181þús árið 2010 • Karlar 95.000(82.400 árið 2003) • Konur 85.900 (74.600 árið 2003) • Rúmlega 9010 erlendir ríkisborgarar starfandi 2005 (ekki tiltækar nýrri tölur á hagstofa.is) en eru í dag um 14.000 (voru mest tæp 18.000 árið 2007)
Atvinnuleysi • Árið 2008, 3,0% atvinnuleysi en samkvæmt nýjustu tölum í ágúst 2011 var það 6,7% • Mest atvinnuleysi í aldurshópnum 16.-24. ára • 1853 útlendingar á atvinnuleysisskrá • Mikill munur á atvinnuleysi höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar
Atvinnuleysi http://www.vinnumalastofnun.is/files/%C3%A1g%C3%BAst%2011.pdf
Vinnutími á Íslandi 2009 • Meðalvinnuvika á Íslandi 39,6 klukkustundir (klst.) • Vinnuvikan 40,7 klst. í höfuðborginni í vs. 43,2 klst. á landsbyggðinni • Vinnustundir karla voru að meðaltali 43,8 tímar á viku og 34,9 tímar hjá konum árið 2009 • Vinnuvikan lengst í aldurshópnum 25-54 ára (41,5 klst.), minnst hjá 16-24 ára – 31,6 klst.
Launamál Íslendinga • Árslaun karla 2009 kr. 454þús á mán vs. kr. 348þús. hjákonum (16 ára og eldri) • Tekjuhæsti hópurinn stjórnendur með kr. 808þús per mán. • Lægstihópurinnverkakonurmeð kr. 266þús per mán • Launmismunandieftirhjúskaparstöðu: • Kvæntirkarlarmeð 5,5 millj. kr á ári vs. kvæntarkonurmeð 3,3 millj. kr. • Ógiftarkonurlægstarmeð 2,3 millj. kr.
Skattamál – helstu tölur • Staðgreiðsla 37,31% -46,21% (var 37,73 2005) • Tekjuskattur 22,9-31,8% • Útsvar í staðgreiðslu 12,44% til 14,48% (breytilegt eftir sveitafélögum en meðalútsvar 14,41%) • Fjármagnstekjuskattur 20% (10% árið 2008) • Persónuafsláttur á ári kr. 530.466 • Iðgjald í lífeyrissjóð • Lífeyrissjóðsiðgjald 4,00% • Iðgjald vegna viðbótarlífeyrissparnaðar allt að 4,00%
Skattar og gjöld • Skattleysismörk kr. 123.717 • Barnabætur greiddar með öllum börnum yngri en 16 ára • Föst fjárhæð, kr. 61.191 á ári, er greidd fyrir hvert barn yngra en 7 ára • Óskertar barnabætur með fyrsta barni kr. 152.331 hjá hjónum/sambúðarfólki • Með hverju barni umfram eitt, kr. 181.321 hjá hjónum/sambúðarfólki • Óskertar barnabætur með fyrsta barni kr. 253.716 hjá einstæðu foreldri
Virðisaukaskattur • Ein helsta tekjulind ríkissjóðs (í raun neysluskattur) • Virðisaukaskattur ekki greiddur af heilbrigðisþjónustu, þjónustu barnaheimila og skóla, aðgangseyri af söfnum, íþróttastarfsemi, fólksflutningum, póstþjónustu og þjónustu banka og vátryggingarfélaga. • Að jafnaði koma um 35% skatttekna til vegna virðisaukaskatts
Íslenskur húsnæðismarkaður • Gríðarleg þensla síðustu ár • Íbúðarhúsnæði hækkað um tugi prósenta frá 2002 • Ný hverfi risið hratt á höfuðborgarsvæðinu og þensla á landsbyggðinni gjarnan tengd stóriðju • Búið að byggja húsnæði sem dugar næstu 3-6 árin á stór höfuðborgarsvæðinu
Heimildir • Heimasíða Hagstofunnar: www.hagstofa.is • Deildir og þjónusta – Vísitölur. • Landshagir 2009 • Laun, tekjur og neysla. • Samgöngur. • Vinnumarkaður. • Heimasíða ríkisskattstjóra: www.rsk.is • Heimasíða Vinnumálastofnunar: www.vmst.is • Fjárlagavefurinn: http://hamar.stjr.is/