310 likes | 509 Views
Nóg til af vatni?. Menningarsamfélög til forna voru byggð þar sem nægt vatn var. Þurr svæði setja samfélögum skorður. Vatn er auðlind! Um 1 milljarður fólks býr við skort á vatni í þróunarlöndunum. Flóð. Eru algengust náttúruhamfarir í heiminum. Flóð eru eðlilegur þáttur í vistkerfinu.
E N D
Nóg til af vatni? • Menningarsamfélög til forna voru byggð þar sem nægt vatn var. • Þurr svæði setja samfélögum skorður. • Vatn er auðlind! • Um 1 milljarður fólks býr við skort á vatni í þróunarlöndunum. LAN-103
Flóð • Eru algengust náttúruhamfarir í heiminum. • Flóð eru eðlilegur þáttur í vistkerfinu. • Auka frjósemi árdala. • Hættulegust eru flóðin í berum árdölum. • Hvernig getur maðurinn átt þátt í flóðum? • Þök og malbik (vatn kemst ekki niður). • Holræsakerfi (styttir tíman). • Brýr þrengja að árbökkum. • Gömul holræsi (taka ekki við öllu vatninu). LAN-103
Nóg til af vatni? • Menn hafa sótt grunnvatn djúpt niður og dælt upp til neyslu. • Sumt grunnvatn endurnýjast á 10.000 árum. • Þar sem yfirborðsvatn er tekið er hætta á sjúkdómum s.s. húð-og augnsjúkdómum. LAN-103
Vatn- aðgengi og eftirspurn • WHO telur að hver maður þurfi 150l á dag til matar, drykkjar og þvotta. • Í Kenía eru 5 l á mann! • Gerið samanburð á iðnríkjum og þróunarlöndum. • Íbúar jarðar nota núna 5x meira vatn en 1950. • Til að ákvarða hvort til sé nægilegt vatn er notað hugt. Flæðieining = 1 milljón m3 LAN-103
Vatn- aðgengi og eftirspurn (2) • Ef 500 manns eru um 1 flæðieiningu er talað um vatnskort v/ þess að þá er ekki hægt að fullnægja þörfum samfélagsins. D: miðríki U.S. • Hámark er 2000 manns á flæðieiningu. D: Ísrael. • Varanleg lausn að nota gamalt grunnvatn? LAN-103
50% þurrlendis er alþjólegt vatnasvið. Aukin fólksfjölgun = Aukin krafa um vatn. Fólk sem býr neðarlega verða alltaf fyrir neikvæðum áhrifum þeirra sem búa ofar. Hver á vatnið? LAN-103
Vatnskortur • Vatnsskortur = meiri uppgufun en úrkoma. • Svæðið þar sem viðvarandi vatnsskortur er: • Norður, Suðvestur- og Austur-Afríka. • Norður Kína. • Indlandi. • Kringum Kaspíhaf og Aralvatn. • Bandaríkin (mið og vesturhluti landsins). • Mið-Austurlönd • Innri hluti Ástralíu. LAN-103
Nytjavatn á Íslandi • Af landinu renna um 5000 m3. • 1000 m3 er lindarvatn. • Verst er að ná lindarvatni á gömlu blágrýtissvæðunum. • Íslenskt vatn er gott vegna þ/ að það er gerla og efnasnautt. • Íslenskt vatn er ekkert afburðarvatn. Inniheldur ekki mikið af steinefnum (steindum). LAN-103
Hafið • Meðalhæð meginlandana yfir sjó er 875m. • Frá strönd og út á 200m dýpi er landgrunn (6-7% hafsvæðisins). • Af landgrunninu tekur við landgrunshlíð og nær niður á djúpsjávarbotninn. • Djúpsjávarbotninn er þakinn þykkri eðju sem er gerð úr kísil og kalkskeljum lífvera. LAN-103
Hafið 2 • Meðaldýpi 3800 m. • Dýpst 11 km. • Meðalhæð lands og sjávarbotns 2500 m. • 90% af fæðunni sem sótt er í höfin kemur af landgrunninu. LAN-103
Hafstraumar • Hafstraumarnir eru v/ upphitun sólar, snúnings jarðar, tunglsins, vinda o.f.l. • Heitir hafstraumar flytja varma til kaldari svæða (mynd bls. 144). • Hitastig er 25°C hærra á Íslandi en á sambærilegum breiddargráðum sem ekki njóta hlýs sjávar. • Færibandið! Kaldur og eðlisþungur sjór sekkur við heimskautin og berst í átt til miðbaugs, við miðbaug streymir upp næringarríkur djúpsjór sem og í Indlandshafi og Kyrrahafi. LAN-103
Sjávarföllin (flóð & fjara) • 2x á sólahring fáum við flóð og fjöru. • Sjávarfallsbylgjan er af völdum aðdráttarafls tunglsins (sólar). • Flóð verður á þeim hluta jarðar sem snýr að tunglinu og þeim sem snýr frá því vegna miðflóttaafls. • Þegar sól, jörð og tungl mynda beina línu er stórstreymt. • Þegar sól, jörð og tungl mynda 90° horn er smástreymt. LAN-103
Maðurinn og ströndin • Ströndin er auðlind. • Ferðaþjónustan er ört stækkandi tekjulind ríkja. • Miðjarðarhafi er innhaf, 100 milljónir manna búa umhverfis það. • 120 stórborgir losa skólpið út í það. • Um 75% skólpsins er óhreinsað. • Út í M. renna 70 stórar ár og um 85% af þeim erum mengaðar (iðnaðarúrgangur, skólp, eiturefni o.f.l.) • 1/3 olíuflutningaskipa sigla um M. • Stærstu strendur við M. eru hreinsaðar með sterkum efnum áður en ferðamenn mæta á staðinn. LAN-103
Nýting hafsins • Fiskveiðar í dag eru hrein verksmiðjustarfsemi. • Fiskur er auðlind sem endurnýjast með takmörkunum. • Gengið var á fiskistofna í heiminum með þeim afleiðingum að þeir hrundu og sumum var nær útrýmt s.s. síld og makríl í Norðursj. (Ansjósuveiðar Perúmanna) LAN-103
Nýting hafsins 2 • Samkvæmt útreikningum geta höfin séð meirihluta íbúa jarðar fyrir nauðsynlegum næringarefnum (einkum próteini). • Í dag er fimmti hver maður háður próteini úr hafinu. • ¼ af því sem veiddur er hafnar í dýrafóðri. LAN-103
Hver á hafið? • Árið 1982 var skrifað undir hafréttindasáttmála þar sem kveðið var á um nýtingu hafsins og hafsbotn. • Mikilvægustu ákvæði sáttmálans voru, • 12 mílna landhelgi • 200 mílna efnahagslögsaga • Það var þó ekki fyrr en 1994 sem nógu mörg ríki höfðu skrifað undir hann og hann öðlaðist gildi. LAN-103
Hafréttindasáttmálinn 1982 • Landhelgi 12mílur: • Eign viðkomandi ríkis. • Skip, flugvélar þurfa að fá leyfi til að fara inn fyrir landhelgi viðkomandi ríkis. • En ferðaréttur virtur. • Efnahagslögsaga 200mílur: • Einkaréttur á nýtingu hafsins og auðlinda á hafsbotninum. • Strandríki geta set lög til að vernda hafsvæðin í kringum landið (Ísland). • Ef hafsvæðið er ekki nægilega stórt skal fara eftir miðlínu t.d. á milli Grænl. og Ísl. LAN-103
200 mílur LAN-103
Íslenskur sjávarútvegur • Á hverju byggir íslenskur efnahagur? • Sjórinn umhverfis Ísl. er mjög auðugur af næringarefnum og birtuskilyrði eru góð. • Fyrir A og V land mætast hlýir og kaldir hafstraumar. Við slík skilyrðir berst næringarríkur djúpsjór upp á yfirborðið. • Næringarsöltin nýtast í ljóstillífun. • Svifþörungar eru í hlutverki frumframleiðenda í hafinu. LAN-103
Íslenskur sjávarútvegur 2 • Að vori tekur yfirborð sjávar að hitna. • Lóðrétt blöndun er lítil en birta eykst, vöxtur hleypur í þörungagróðurinn sem gengur á næringarsöltin. • Framleiðni minkar svo þegar líður á sumarið. • Um haustið eykst svo lóðrétta blöndunin svo aftur og þá verður annar kippur. • Plöntusvif dýrasvif uppsjávarfiskur (loðna) botnfiskar (ýsa, þorskur, steinbítur). LAN-103
Nytjastofnar • Helstu nytjastofnar við Ísl: • Botnfiskar: þorskur, ýsa, steinbítur. • Liðdýr: Humar og rækja • Lindýr: Hörpudiskur og kúfiskur • Spendýr: Hvalur og selur (áður fyrr) • Flestir stofnar eiga sín kjörsvæði s.s. Þorskur og ýsa sem eiga hrygningarstöðvar fyrir vestan land (verbúðir) og uppsjávarfiskur sem gengur fyrir austan land (bræðslur). LAN-103
Saga sjávarútvegsins • Uppistaða íslensks sjávarútvegs síðan um landnám hafa verið árabátar eða fram á 20.öld. • Algengastir voru sexæringar, flestir urðu þeir 3000 talsins í lok 19.aldar. • Útgerð þilskipa hófst í byrjun 19.aldar og í lok hennar barst um ¼ af afla landsmanna með þeim (flest urðu þau um 100-200). • Seint á 19.öld hófust tilraunir með vélbáta eða 1881. LAN-103
Saga sjávarútvegsins 2 • Fyrst í stað settu menn vélar í gömlu sexæringana. • Á fyrstu áratugum 20.aldarinnar komu fyrst til sögunnar eiginlegir togarar. • Í kringum 1940 höfðu þeir leyst árabátana af hólmi. • Bátar fyrri alda þurftu ekki hafnarmannvirki. ATH! • Við það breyttust landfræðilegar forsendur hina ýmsu bæja. LAN-103
Saga sjávarútvegsins 3 • Útgerðin fluttist á staði sem voru skammt frá fiskimiðunum og hafnarstaða var góð. • Afleiðingin varð sú að byggðarlög við sjávarsíðuna í kringum landið stækkuð. • Framan af öldinni voru helstu útgerðastaðirnir Hafn. og Rvk. • Eftir WWII voru keyptir 40 togarar og dreift niður á bæjarfélögin (nýsköpunartogarar). • Þeim fylgdi uppbygging í bæjarfélögunum, betri hafnaraðstaða, aukin atvinna, frystihús o.s.frv. • Um togarana voru stofnaðar svokallaðar bæjarútgerðir LAN-103
Saga sjávarútvegsins 4 • 1970 komu til sögunar ný tæki, skuttogarar (ísfisktogarar). • 1984 breyttust landfræðilegar forsendur aftur þar sem frystitogararnir komu til sögunnar. • Frystitogarar eru ekki háðir neinni staðsetningu þar sem þeir vinna aflann um borð og frysta. LAN-103
Vinnsla sjávarafurða • 1)Mikilvægast vinnslugreinin er frysting. • 50% útflutningsverðmæta af sölu sjávarafurð. • Frystihús 150 en fer fækkandi v/ frystitog. • Nú er 30% af aflanum unnin um borð. • 2)Söltun • 20% útflutningsverðmæta • 50% þorsk sem veiddur er fer í söltun LAN-103
Vinnsla sjávarafurða 2 • 3) Bræðsla (mjöl & lýsi) • Uppsjávar fiskurinn fer í bræðslu. • Staðsetning verksmiðja er mikilvæg í þessu. • Fram á 19.öld var helsta útflutningsvara hertur fiskur. • Nú er farið að bera á útflutningi á flugfiski. • Fullvinnsla: Niðursoðnar vörur auk fiskrétta. • Ný vinnsla hefur verið í farvatninu og er það vinnsla á kítini. LAN-103
Kvótinn • Aðgangur að sjó var frjáls fyrst í stað. • Tæknivæðing fiskiskipaflotans leiddi til þess að setja varð hömlur á nýtingu nytjastofna sjávar. • Segja má að kvótakerfið hafi fært fiskistofnanna úr sameign í einkaeign. LAN-103
Kvótakerfið • Markmiðin eru þríþætt: (Fyrstu tvö voru efnahagsleg en það þriðja var samfélags.) • Koma í veg fyrir ofnýtingu og hámarka lífrænan afrakstur sem hafið gefur frá sér. • Koma í veg fyrir sóun á fjármagni vegna offjárfestingar í skipum og öðrum búnaði, hámarka fjárhagslegan afrakstur . • Að dreifa arðinum með sem réttlátustum hætti aftur til samfélagsins. LAN-103
Kvótakerfið 2 • Fyrsta veiðistjórnin tók til síldar, rækju og loðnu (ekki þorsks). • Eftir að svartaskýrslan kom út árið 1975 og sett var heildaraflamark þorsks fyrir árið. • Árið 1978 var skrapdagakerfið sett á þar sem fjöldi daga sem stunda mátti þorskveiðar var kynntur. LAN-103
Kvótinn 3 • Árið 1983 var kynnt til sögunar kvótakerfið eins og það er í dag. • Upprunalega var það tvískipt, afla- og sóknarmark. • Sóknarmarkskerfið var fljótlega lagt til hliðar en aflamarkið (kvótinn) varð meginreglan. • Hverju skipi var úthlutaður kvóti í heildarafla 7 botnfisktegunda og fór það eftir veiðireynslu áranna 1981-83 hvað hver fékk úthlutað. • Í upphafi var framsal milli fyrirtækja/skipa bannað en árið 1991 var það gefið frjálst. • Afleiðing: Samþjöppun á fárra hendur aflaheimilda. LAN-103