230 likes | 692 Views
9.7 Frostverkanir. Íslenskur jarðvegur inniheldur mikið af vatni Á veturna frýs vatnið og myndar holklaka Rúmmál íss er um 9% meira en rúmmál vatns Holklaki veldur því þenslu í jarðvegi. Frostverkanir. Gerður er greinamunur á frostveðrun og frostverkun.
E N D
9.7 Frostverkanir • Íslenskur jarðvegur inniheldur mikið af vatni • Á veturna frýs vatnið og myndar holklaka • Rúmmál íss er um 9% meira en rúmmál vatns • Holklaki veldur því þenslu í jarðvegi
Frostverkanir • Gerður er greinamunur á frostveðrun og frostverkun. • Frostveðrun molar niður berg vegna þess að vatn kemst í holur og glufur í berginu - frýs - og sprengir það vegna rúmmálsaukningar. • Frostverkun. Frost og þýða til skiptis geta leitt til ýmissa jarðmyndana eða sýnilegra fyrirbæra á yfirborði s.s. • myndunar þúfna, paldra og melatígla • lyftingar á steinum og öðru upp á yfirborð • myndunar freðmýra (fláa) og rústa • aurskriða. Útræn öfl - Jarðsagan
9.7 Frostverkanir • Þar sem vatn þenst út við að frjósa myndast bungur í jarðveginum • Jarðvegurinn þiðnar ofanfrá en er lengi að þiðna í gegn þegar það loks gerist hafa rætur í jarðveginum bundið hann þannig að bungurnar falla ekki alveg niður þó frost fari úr jörðu. • Við það að frjósa og þiðna aftur og aftur magnast bungurnar, og þúfur myndast því með tímanum. • Á ógrónu landi myndast melatíglar og melarendur af sömu orsökum þegar aur skríður út frá bungunum.
Holklaki • myndastviðyfirborðjarðvegs. • Fyrstmyndastísnálarsemeinkumeruáberandi í blómabeðum og ógrónummoldarflögumeftirfyrstufrostnætur á haustin. • Þessarnálargetaorðiðnokkuðlangar og lyftaþæryfirborðsskáninni oft um margra cm. Þegarstigiðer á skáninabrotnarhúnniðurmeðbraki. • Efþessarísnálarnáaðmyndastundirsteinum, girðingarstaurumeðamannvirkjumlyftastþau
Í langvarandifrostumrennaísnálarnarsaman og myndasamfelldaklakahellu í jarðveginum.
Frostlyfting • Þensla holklaka getur meðal annars valdið því að girðingastaurar sem ekki ná niður fyrir frost (60-100 cm) losna með tímanum, lyftast og falla að lokum • Sjá mynd á bls 210. • Frost lyftir öllu sem liggur laust í jarðveginum og nær ekki niður fyrir frost • Lausagrjót færist þannig upp á yfirborðið
Frostlyfting Þverskurður af ógrónum jarðvegi. Í jarðveg-inum er lausagrjót og einn stór jarðfastur steinn (nær niður fyrir frost - holklakann). Staur stendur upp úr jarðveginum hægra megin. Að vetri til frýs jarðvegurinn, þenst út og lyftir með sér lausagrjótinu og staurnum en nær ekki að hreyfa við jarðfasta steininum. Að vori þiðnar jarðvegurinn ofan frá og dregst saman. Grjótið og staurinn ná þó ekki að falla í gamla farið. Þegar þessi saga hefur oft endurtekið sig kemur að því að lausagrjótið endar á yfirborði melsins og staurinn fellur. Útræn öfl - Jarðsagan
Myndun þúfna Íslenskur jarðvegur er laus í sér og inni-heldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn niður á ákveðið dýpi. Þetta frosna lag kallast holklaki. Hann veldur þenslu í jarðveginum sem leiðir til þess að bungur fara að myndast á grónu sléttlendi. Á vorin þiðnar klakinn ofan frá og þegar hann hverfur hafa jurtarætur bundið jarðveginn þannig að bungurnar ná ekki að falla í sama farið. Þetta endurtekur sig árlega þannig að bung-urnar vaxa stöðugt og verða að lokum að þúfum. Útræn öfl - Jarðsagan
9.7 Frostverkanir (frh.) • Þegar frost verkar á jarðveg í halla sér þyngdaraflið til þess að ekki myndast þúfur heldur lávaxnir þúfnagarðar eða stallar þvert á hallann. Þessir stallar kallast paldrar.
Paldrar • Á vorin situr vatnsósa jarðvegur ofan á holklaka (frosnum jarð-vegi). Ef þetta gerist í halla sígur jarðvegurinn af stað undan hallanum og leggst í fellingar sem koma fram sem þúfnagarðar þvert á hallann. Útræn öfl - Jarðsagan
Aurskriður Í miklum rigningum verður jarðvegurinn blautur og þungur ef holklaki er undir, því þá nær vatnið ekki að síga niður. Á hallandi landi getur þetta orðið til þess að gróðurþekjan rifnar sundur í stað þess að leggjast í fellingar (og mynda paldra) og aurskriður falla. Þær geta borið mikið magn að jarðvegi og auri niður á láglendið og hafa gegnum tíðina valdið stórtjóni og mannskaða. Útræn öfl - Jarðsagan
Aurskriður • Verða eftir miklar rigningar þegar holklaki er undir jarðveginum • Þá nær regnvatnið ekki að síga niður • Í hallandi landi getur gróðurþekjan þá rifnað sundur og aurskriður fara af stað • Skriðurnar fletta jarðvegi af á stórum svæðum og bera mikið magn af auri og jarðvegi niður á láglendi
Aurskriða við Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit 20.12.2007. • http://www.visir.is/article/20061220/FRETTIR01/61220042 Skriðurnar fletta stundum jarðvegi af á stórum svæðum og bera mikið magn af auri og jarðvegi niður á láglendi
Melatíglar • Ekki er nægilega mikill gróður á melum til að þúfur geti myndast • Bungur myndast þó á melum • Aur skríður út frá bungunum þegar þiðnar og inn undir þær þegar frýs • Hringrás aurs verður í melnum • Aurinn ber lausagrjótið með sér upp á yfirborðið, flytur það ofan af bungunum og raðar því í lægðirnar á milli • Reglulegt netkerfi myndast, melatíglar
Melatíglar - ógróið land Á ógrónu landi gerðist það sama og grónu, þ.e. vatnið í jarðveginum frýs og þenst út. Það veldur því að bungur myndast og grófari mylsnan ,,veltur" ofan í lægðirnar á milli. Þverskurðarmynd Útræn öfl - Jarðsagan
Melatíglar - melarendur Útræn öfl - Jarðsagan
Melarendur • Þegar frostlyfting verður á mel í halla myndast melarendur • Hallinn hefur þau áhrif á lausagrjótið að það beinist meira niður á við og út frá bungunum • Sjá mynd bls 211 í kennslubók
Flá eða freðmýri • Á nokkrum stöðum á hálendinu er gróið votlendi (Eyjabakkar, Þjórsárver) • Klaka leysir ekki úr jörðu á sumrin, votlendið ber einkenni freðmýra á sumrin • Slík svæði kallast flár á Íslandi • Holklakinn er margra metra þykkur • Grunnvatnið nær ekki að síga niður • Jarðvegurinn er vatnsósa
Rústir • Stórar þúfur sem myndast í flám • Hver rúst er 5-15 metrar á breidd og 1-2 metra há • Mikið klakastykki er í rústinni, verður til þegar vatn þrýstist árlega upp í jarðveginn og frýs þar • Rúst sem hefur náð fullri stærð þornar og springur í kollinn • Sumarhiti kemst þá að, holklaki fer að bráðna og rústin hjaðnar
Rúst í Þjórsárverum Útræn öfl - Jarðsagan