60 likes | 181 Views
Fóstbræðrasaga. Kaflar 14-. Kafli 14. Konungur gerist forspár þegar Þorgeir vill fara til Íslands, þeir munu ekki sjást aftur. Illugi hafði verið í Noregi með Þorgeiri, fer til Íslands á sama tíma – lendir skipinu fyrir norðan á Melrakkasléttu.
E N D
Fóstbræðrasaga Kaflar 14-
Kafli 14 Konungur gerist forspár þegar Þorgeir vill fara til Íslands, þeir munu ekki sjást aftur. Illugi hafði verið í Noregi með Þorgeiri, fer til Íslands á sama tíma – lendir skipinu fyrir norðan á Melrakkasléttu. Illugi geymir skip sitt þar en fer sjálfur heim til Hóla. Gautur Sleituson fær far með Illuga (frænda Þorgeirs), næsta sumar. Helgi seilseista er kynntur til sögunnar, hann fær líka far með Illuga næsta sumar.
Kafli 15 Kálfur og Steinólfur, bræður – búa í Garpsdal, vel fjáreigandi og vinsælir. Þórdís, ekkja í Ólafsdal, sonur hennar Eyjólfur, gervilegur og vinsæll. Þorgeir hét frændi Þórdísar – kallaður hófleysa, hann elst upp hjá Þórdísi og Eyjólfi. Þorgeir hófleysa og Eyjólfur eru að ergja kellingu á bænum, hún spáir því að þeir muni skiljast sem óvinir.
Kafli 15 Þorgeir vill fara með Illuga utan, hann fer norður og gerir skipið klárt, Illugi fer til þings. Steinólfur, Kálfur og Helgi selseista fara með Þorgeiri. Gautur Sleituson er þegar kominn til skips, þeir Þorgeir skiptast á að sækja eldivið. Gautur tekur eitt sinn spjót og skjöld Þorgeirs og notar sem eldivið. Þorgeir bregst ekki við þessu. Þorgeir gerir slíkt hið sama við Gaut næst, Gautur bregst hinn versti við, heggur til Þorgeirs Þorgeir segist ekki munu hefna, en drepur Gaut um nóttina.
Kafli 16 Skip nálgast, á því eru Þorgrímur trölli og Þórarinn ofsi, með 4 tugi um borð. Þorgeir er fáliðaðri og vill setja grið á milli þeirra, segir ekki frá drápi Gauts. Þegar Þorgrímur fréttir af drápinu vill hann ráðast á Þorgeir. Þeir beita brögðum til að fækka í liði Þorgeirs, lokka menn hans á land og drepa 6 menn, en handtaka Kálf og Steinólf. Helgi drepur einn úr liði þeirra, hleypur svo alla leið að Þingvöllum til að segja Illuga og Þorgilsi frá.
Kafli 17 Þorgrímur og Þórarinn ráðast að skipi Þorgeirs og upphefst mikill bardagi. Þorgeir verst vel (klausa á bls. 63) Hann drepur 14 áður en hann fellur. Már Austmaður hjó á hönd honum, Þorgeir drepur hann. Þórir Austmaður lagði spjóti í gegnum Þorgeir, sem gengur á lagið og heggur Þóri banahöggi. Þorgeir stendur uppi með spjótið í gegnum sig. Þórarinn ofsi heggur hausinn af Þorgeiri og hefur það á brott með sér. Sagt er að þeir hafi krufið hann til að sjá hvernig hjarta hans var (klausa bls. 65).