1 / 23

Sögur, ljóð og líf Frá stúdentauppreisn til aldarloka Bls. 134-153

Sögur, ljóð og líf Frá stúdentauppreisn til aldarloka Bls. 134-153. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Um nýraunsæi til póstmódernisma. Í kaflanum verður fjallað um eftirfarandi hugtök: Nýraunsæi Töfraraunsæi Póstmódernismi Fyndna kynslóðin Medúsa.

Download Presentation

Sögur, ljóð og líf Frá stúdentauppreisn til aldarloka Bls. 134-153

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Sögur, ljóð og lífFrá stúdentauppreisn til aldarlokaBls. 134-153 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Í kaflanum verður fjallað um eftirfarandi hugtök: • Nýraunsæi • Töfraraunsæi • Póstmódernismi • Fyndna kynslóðin • Medúsa

  3. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Nýraunsæi • Á áttunda áratugnum virðist mega greina afturhvarf til raunsæishefðarinnar í skáldsagnagerð. • Vésteinn Lúðvíksson hafði árið 1968 gefið út smásagnasafnið Átta raddir úr pípulögn í módernískum stíl en árin 1971-2 sendi hann frá sér skáldsöguna Gunnar og Kjartan sem talin er marka upphaf nýraunsæis í íslenskum bókmenntum.

  4. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Nýraunsæi, frh. • Gunnar og Kjartan var „samtímasaga” og vandlega tímasett til að gera yfirbragð raunsæisins sem traustast. Hún var pólitískt gagnrýnin og höfundur sagði samtíð sinni til syndanna. Einkum var spjótum beint að spillingu nýríkrar borgarastéttar í Reykjavík.

  5. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Nýraunsæi, frh. • Meðal raunsæislegra höfunda og samtíðarsagna á allra næstu árum voru: • Olga Guðrún Árnadóttir: Búrið (1977) • Ásta Sólveig: Einkamál Stefaníu (1978) • Guðlaugur Arason: Eldhúsmellur (1978) • Ólafur Gunnarsson: Milljón prósent menn (1978) • Auður Haralds: Hvunndagshetjan (1979)

  6. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Greinilegt er að höfundar þessara sagna höfðu ekki glatað trúnni á skáldsöguna sem tæki til lækningar mannfélagsmeina eins og raunsæismenn 19. aldar dreymdi um. • Sjá orð Ólafs Jónssonar á bls. 136.

  7. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Módernistarnir héldu þó áfram að senda frá sér verk á 8. áratugnum: • Thor Vilhjálmsson sendi frá sér fimm skáldsögur. Stærsta sigur sinn á sviði skáldsögunnar vann hann hins vegar á 9. áratugnum þegar hann sendi frá sér söguna Grámosinn glóir (1986) en sú bók hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. • Guðbergur Bergsson sendi einnig frá sér fimm verk í lausu máli. • Jakobína Sigurðardóttir sendi frá sér skáldsöguna Lifandi vatnið sem er ein athyglisverðasta saga hennar. • Þorgeir Þorgeirsson gerði tilraun með raunsæi og súrrealisma í skáldsögunum Yfirvaldinu (1973) og Einleik á glansmynd (1976).

  8. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Pétur Gunnarsson aflaði sér óvenjulegra vinsælda með fyrstu skáldsögu sinni Punktur, punktur komma strik (1976). • Sagan hefur ýmis einkenni raunsæislegrar þroskasögu en skar sig samt sem áður úr hópnum því að frásagnaraðferðin var ólík hinum raunsæislegu samtíðarsögum. Mikið bar á fjarstæðukenndu gríni og skopstælingum. • Í þessu sambandi var farið að tala um „fyndnu kynslóðina”.

  9. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Fyndna kynslóðin: • Pétur Gunnarsson • Steinunn Sigurðardóttir • Þórarinn Eldjárn • Einar Kárason

  10. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Töfraraunsæi • Um miðjan 9. áratuginn fór að gæta andófs gagnvart nýraunsæinu. • Sjá orð Vigdísar Grímsdóttur á bls. 137-138. • Nýir höfundar sem fram komu á 9. áratugnum gerðu flestir einhvers konar uppreisn gegn raunsæinu í efnistökum sínum. • Þeir skrifuðu að vísu flestir sögur með skipulegri atburðarás en sóttu ýmislegt til töfraraunsæis (sjá skilgreiningu á bls. 117).

  11. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Töfraraunsæi • Töfraraunsæi víkur á mörgu leyti frá félagslegu eða borgaralegu raunsæi í frásögnum. Á yfirborði má að vísu kalla textann spegilmynd veruleikans og hann virðist einatt vera hlutlægur og greinandi en undir niðri krauma hinir undarlegustu seiðkatlar og söguefnið er oftar en ekki með einhverjum hætti fráleitt eða fjarstæðukennt.

  12. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Töfraraunsæi, frh. • Dæmi um höfunda sem nýttu sér aðferð töfraraunsæis: • Vigdís Grímsdóttir: Kaldaljós (1987). • Einar Már Guðmundsson: Eftirmáli regndropanna (1986). • Gyrðir Elíasson: Gangandi íkorni (1987) • Í töfraraunsæinu er stutt á milli raunheims og draumheims, veraldar þeirra sem lifa og hinna sem látnir eru.

  13. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Póstmódernismi • Nafnið felur í sér að stefnan kemur á eftir módernisma. • Eitt af einkennum stefnunnar eru efasemdir um flest milli himins og jarðar, þó einkum efasemdir um heildarsvör og algildar skýringar. • Mikið er um beinar og óbeinar vísanir í önnur verk. • Tungumálið verður nær ónothæft þar sem það er bundið í hlekki hugmyndakerfanna og aðalboðleið þeirra. Því gera póstmódernistar tungumálið að leikfangi. • Sjá umfjöllun Þrastar Helgasonar bókmenntafræðings um póstmódernisma á bls. 141.

  14. Um nýraunsæi til póstmódernisma • Póstmódernismi, frh. • Póstmódernismi er hugtak sem notað er yfir sameiginlega afstöðu innan margra vísindagreina. Einkenni póstmódernisma í bókmenntum eru m.a. Afneitun allrar hugmyndafræði og algildra lausna, leikur að tungumálinu, beinar og óbeinar vísanir í önnur verk, algjört afstöðu- og skeytingarleysi. • Skilgreining á bls. 140. • Sjá einnig póstmódernískt textabrot e. Hallgrím Helgason á bls. 141.

  15. Ævi og saga • Á síðustu áratugum 20. aldar voru gefnar út margar sögulegar frásagnir sem nutu mikilla vinsælda: • Böðvar Guðmundsson: Híbýli vindanna (1995), Lífsins tré (1996). • Halldór Laxness: Í túninu heima (1975), Úngur ég var (1976), Sjömeistarasaga (1978), Grikklandsárið (1980). • Sigurður A. Magnússon: Undir kalstjörnu (1979). • Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk (1976), Baráttan um brauðið (1977), Fyrir sunnan (1979). • Málfríður Einarsdóttir: Samastaður í tilverunni (1977), Úr sálarkirnunni (1978) • Þórbergur Þórðarson hafði einnig gefið út sjálfsævisögur nokkru fyrr: Íslenskur aðall (1938) og Ofvitinn (1940-41).

  16. Ævi og saga • Á 20. öldinni tíðkaðist líka lengi að skrá ævisögur manna eftir frásögn þeirra. • Guðmundur G. Hagalín var þar brautryðjandi með sögu Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra, Virkum dögum I-II árin 1936-38 og Sögu Eldeyjar-Hjalta 1939. • Vinsældir æviminninga eru miklar hérlendis en því fer fjarri að bókmenntagreinin sé séríslensk. T.d hefur hún notið mikilla vinsælda meðal Breta.

  17. Ljóðlist 1970-1990 • Undir lok 7. áratugarins var módernisminn kominn til fullrar virðingar í bókmenntum þjóðarinnar. • Næstu áratugina settu skáld, sem þá voru orðin fullmótuð, mikinn svip á ljóðagerðina: • Hannes Pétursson • Hannes Sigfússon • Matthías Johannessen • Jóhann Hjálmarsson • Sigfús Daðason • Vilborg Dagbjartsdóttir • Þorsteinn frá Hamri • Ólafur Jóhann Sigurðsson • Snorri Hjartarson • Stefán Hörður Grímsson

  18. Ljóðlist 1970-1990 • Innbyrðis var þessi skáldahópur þó mjög ólíkur. • Sumir fóru fram með mjög „klassískum” hætti. • Aðrir með hámódernískum. • Sumir kváðu í mjög samþjöppuðum ljóðmyndum, sbr. kvæði Sigfúsar Daðasonar, „Eðli ljóðs ” á bls. 145. • Aðrir forðast ekki orðaflaum og mælsku, sbr. ljóð Matthíasar Johannessens, „Lennon” á bls. 145-146.

  19. Ljóðlist 1970-1990 • Eysteinn Þorvaldsson bókmenntafræðingur heldur því fram að nýr áfangi hefjist í ljóðagerð um 1970 (sjá bls. 146). • Í þessu sambandi nefnir Eysteinn hinn gagnrýna tón í ljóðum ungu skáldanna og talar um raunsæisyfirbragð. • Einnig bendir hann á áhrif úr dægurlagatextum, s.s. frá Bítlunum, Bob Dylan og Jimi Hendrix. • Sjá „Heimsókn” Einars Más Guðmundssonar á bls. 146-147. • Sjá einnig brot úr viðtali við Einar Má á bls. 147.

  20. Ljóðlist 1970-1990 • Samanborið við skáldsögur 8. áratugarins ber þó minna á samfélagsádeilu hjá ljóðskáldunum. • Ljóðabók Þórarins Eldjárns, Kvæði, 1974 náði meiri vinsældum en dæmi voru til lengi meðal ljóðabóka. • Ljóðin eru fyndin og vel kveðin. Formið er hefðbundið en yrkisefni og málnotkun um sumt í anda módernisma. • Sjá dæmi á bls. 148.

  21. Ljóðlist 1970-1990 • Tvennt má kalla ljósustu raunsæiseinkenni ljóðlistar ungu skáldanna á 8. áratugnum. Annað snertir yrkisefni en hitt tjáningaraðferð: • Mikið var ort um stöðu og samskipti kynjanna á gagnrýnari og berorðari hátt en áður. • Málbeiting skáldanna felur í sér ákveðið virðingarleysi en um leið meðvitaða tilraun til að gera hversdagsleikann skáldlegan. Slangur og slettur eru ekki lengur bannorð. Orðaleikir eru algengir. • Sjá dæmi frá Pétri Gunnarssyni á bls. 149. og Einari Má á bls. 150.

  22. Ljóðlist 1970-1990 • Nokkur hópur ungskálda bast samtökum á 8. áratugnum og kallaði þau „Medúsu” eftir grísku skáldagyðjunni. • Medúsuhópurinn gaf út mörg smákver með súrrealískumljóðum. • Kunnastur og afkastamestur þeirra félaga er Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson). • Í ljóðum súrrealista virðist firringin hafa náð hámarki sínu. Öll gildi hlutveruleikans eru í meira lagi vafasöm og fátt er sem sýnist. • Sjá dæmi úr ljóðabók Sjóns; Hvernig elskar maður hendur? á bls. 151.

  23. Ljóðlist 1970-1990 • Lesið að lokum nafnlaust ljóð Sigfúsar Daðasonar úr bókinni Og hugleiða steina sem kom út árið 1997. • Ljóðið er á bls. 153.

More Related