90 likes | 370 Views
Eðlismassi. Eðlismassi. Í seinustu tilraunum unnum við með eðlismassa hluta og komumst að því að þrátt fyrir að efni hafi sama rúmmál er ekki þar með sagt að þyngdin sé sú sama. Eðlismassi segir til um þéttleika efnis eða með öðrum orðum hversu mikill massi er á hverja rúmmálseiningu.
E N D
Eðlismassi • Í seinustu tilraunum unnum við með eðlismassa hluta og komumst að því að þrátt fyrir að efni hafi sama rúmmál er ekki þar með sagt að þyngdin sé sú sama. • Eðlismassi segir til um þéttleika efnis eða með öðrum orðum hversu mikill massi er á hverja rúmmálseiningu.
Í raun segir eðlismassi til um það hversu þungar og þéttar sameindirnar eru • Það að heita vatnið flaut ofan á kalda vatninu segir okkur að það er lengra á milli vatnssameindanna í heita vatninu
Formúla fyrir eðlismassa • Eðlismassi = Massi /rúmmál
Hver er eðlismassi hlutar sem hefur massann 10g og rúmmálið 5 ml? • Eðilsmassi = 10g/5 ml = 2 g/ml
Eðlismassi vatns er 1 g/ml • Ef eðlismassi hlutar er minni en 1 g/ml þá flýtur hluturinn • Eðlismassi viðar er t.d. minni heldur en 1 g/ml og þess vegna flýtur viður á vatni
Lögmál Arkemedesar • Í seinustu tilraun kynntumst við lögmáli Arkemedesar • Sagt er að Arkemedes hafi uppgötvað lyftikraft hluta í vatni þegar hann fór í bað eitt sinn og vatnið flæddi upp úr baðinu
Arkimedes áttaði sig á því að hlutir sem sökkt er í vatni, léttist þyngd þess vatns sem hluturinn ryður frá sér • Ef hlutur ryður frá sér 2 kg af vatni léttist hluturinn um 2 kg • Þetta er ástæða þess að auðvelt er að lyfta öðrum einstaklingi í sundi