330 likes | 501 Views
Innri reikistjörnurnar. Smáar bergreikistjörnur. Sameiginleg einkenni. Smáar og þéttar. Jörðin er stærst innri reikistjarnanna og hefur stærsta tunglið. Eðlismassi þeirra allra er frá um 4000 - 5500 kg/m 3 . Berg með fast yfirborð.
E N D
Innri reikistjörnurnar Smáar bergreikistjörnur
Sameiginleg einkenni • Smáar og þéttar. • Jörðin er stærst innri reikistjarnanna og hefur stærsta tunglið. • Eðlismassi þeirra allra er frá um 4000 - 5500 kg/m3. • Berg með fast yfirborð. • Allar hafa þær fast yfirborð úr bergi. Allar með lofthjúp en misþykkan. • Fá tungl • Aðeins Jörðin og Mars hafa tungl og eru tungl Mars mjög smá.
Merkúríus • Massi: 3,3 · 1023 kg = 0,056 MJ • Radíus: 2438 km = 0,38 RJ • Eðlismassi: 5400 kg/m3 • Þyngdarhröðun: 3,7 m/s2 • Yfirborðshiti: -180 – 430°C • Fjarlægð frá sólu: 57,9 milljón km = 0,387 Au • Hringvik brautar: e = 0,206
Braut Merkúríusar og snúningur • Merkúríus gegnur umhverfis sólu á 88 dögum en snýst um sjálfan sig á 59 dögum. • Læst í 3:2 hlutfalli – snýst þrisvar um sjálfan sig meðan hann fer 2 hringi um sólu. • Sólarhringurinn á Merkúríusi er 176 Jarðardagar
Brautin færist til • Staðsetning sólnándar Merkúríusar færist til með hverri umferð. • Þetta gerist aðallega vegna þyngdarkrafta annarra reikistjarna en Einstein sýndi síðar að þetta er einnig vegna sveigju rúmsins nærri sólu.
Yfirborð Merkúrs • Yfirborð Merkúrs er mjög líkt yfirborði Tungsins. • Fast berg sem er alsett gígum eftir loftsteina. • Vegna hins háa hita og smæðar sinnar þá er lofthjúpur afar þunnur og aðallega úr súrefni og natríum. Léttari efni rjúka burt.
Venus • Massi: 4,87 · 1024 kg = 0,83 MJ • Radíus: 6052 km = 0,95 RJ • Eðlismassi: 5200 kg/m3 • Þyngdarhröðun: 8,9 m/s2 • Yfirborðshiti: 464°C • Fjarlægð frá sólu: 108,2 milljón km = 0,723 Au • Hringvik brautar: e = 0,007
Braut Venusar • Brautin er mjög nærri hring með lítið hringvik. Af reikstjörnunum er braut Venusar næst því að vera hringur. • Sólnánd: 107,5 milljón km • Sólfirrð: 108,9 milljón km • Venus fer einn hring umhverfis Sólu á 225 jarðardögum. • Venus snýst einn hring um sjálfa sig á 243 jarðardögum en í öfuga átt við allar aðrar reikistjörnur. • Sólarhringur á Venus er 117 jarðardagar. • Möndulhalli er enginn og því eru ekki árstíðir á Venus.
Lofthjúpur Venusar • Venus hefur lofthjúp með þéttum skýjum sem hylja allt yfirborðið. • Lofthjúpurinn er aðallega koltvísýringur, 96,5 %. Aðeins er af köfnunarefni, vatnsgufu, brennisteinsdíoxíði og argoni. • Gróðurhúsaáhrif eru mjög sterk og viðhalda jöfnum og háu hitastigi.
Yfirborð Venusar • Undir skýjahulu er fast yfirborð sem er mjög veðrað. • Rússnesku Veneraförin lentu á yfirborðinu og gátu tekið myndir af því. • Síðar tók Magellan farið radarmyndir af yfirborðinu gegnum skýjin og þannig búið til kort af yfirborðinu. • Miklar jarðhræringar og eldgos.
Jörðin • Massi: 5,97 · 1024 kg = 1 MJ • Radíus: 6371 km = 1 RJ • Eðlismassi: 5500 kg/m3 • Þyngdarhröðun: 9,8 m/s2 • Yfirborðshiti: 15°C • Hringvik brautar: e = 0,017 • Fjarlægð frá sólu: 149,6 milljón km = 1 Au
Braut Jarðar • Brautin er sporbaugur með aðra miðjuna í miðju sólar. • Sólnánd: 147,1 milljón km. • Sólfirrð: 152,1 milljón km • Um 7% meiri orka berst til Jarðar frá Sólu í sólnánd en í sólfirrð. • Möndulhalli Jarðar er 24,5° og því eru árstíðir á Jörðu.
Lofthjúpur Jarðar • Er aðallega úr köfnunarefni (78%) og súrefni (21%). • Skiptist í nokkur lög eftir hita. • Í neðsta laginu veðrahvolfinu er 75% af massa lofthjúps og þar er allt veður. • Engin efri mörk eru á lofthjúpnum heldur þynnist hann smám saman út.
Segulsvið • Jörðin hefur sterkt segulsvið. • Fljótandi járnríkur ytri kjarninn myndar sviðið. • Skiptir miklu máli fyrir líf á Jörðu því segulsviðið ver okkur fyrir áhrifum sólvindsins. • Myndar norðurljós.
Norðurljós • Rafhlaðnar agnir frá Sólu (sólvindur) berst að pólum Jarðar vegna segulsviðsins. • Þegar agnirnar lenda á lofthjópnum örva þær atóm lofthjúpsins. • Atóm aförvast aftur með því að send frá sér ljós. • Þau myndast aldrei neðar en í 60 km hæð. • Litur ljósins ræðst af efnasamsetningu lofthjúps. • Gulgrænn : Súrefni í 60 – 100 km hæð • Rauður : Súrefni í 300 km hæð • Blár : Jónað köfnunarefni • Rauðleitir jaðrar og gárur : Óhlaðið köfnunarefni
Tunglið • Jörðin hefur óvenju stórt tungl miðað við stærð hnattarins. • Meðalfjarlægðin er 384 000 km en það fjarlægist um 2 mm á ári. • Ef Tunglið fer inn fyrir Roche mörkin (um 18 500 km) þá mun það sundrast vegna flóðkrafta.
Myndun tunglsins • Almennt talið að Tunglið hafi myndast þegar hnöttur – hugsanlega á stærð við Mars hafi rekist á Jörðina. • Mikið efni losnar og myndar skífu umhverfis Jörðu. • Á löngum tíma myndast Tunglið úr þessu lausa efni.
Mars • Massi: 6,4 · 1023 kg = 0,107 MJ • Radíus: 3393 km = 0,53 RJ • Eðlismassi: 3900 kg/m3 • Þyngdarhröðun: 3,8 m/s2 • Yfirborðshiti: -125 - 25°C • Fjarlægð frá sólu: 228 milljón km = 1,524 Au • Hringvik brautar: e = 0,093
Braut Mars • Braut Mars er sporbaugur með hringvik 0,093 • Mars er 687 daga að fara einn hring um sólu en snýst einn hring um sjálfa sig á 24,63 klst. • Sólnánd er í 207 milljón km en sólfirrð er í 249 milljón km. • Mars fær 45% meiri orku frá Sólu í sólnánd en sólfirrð. • Möndull Mars hallar um 25,2° miðað við línu hornrétta á brautarplanið og því eru árstíðir á Mars. • Möndulhallinn hefur breyst mjög mikið í gegnum tíðina m.a. vegna þyngdaráhrifa frá Júpíter.
Yfirborð Mars • Mars hefur fast yfirborð að mestu klettar og sandar. • Yfirborðið er ríkt að járnsamböndum sem gefur Mars hinn einkenn- andi rauða lit.
Olympus Mons stærsta fjall sólkerfisins Rís 24 km upp yfir sléttuna umhverfis.
Valles Marineris Mikið kerfi gjáa og gilja sem er 4000 km að lengd og 700 km breitt.
Tharsis fjöll Röð mikilla eldfjalla skammt frá Olympus
Lofthjúpur Mars • Mars hefur þunnan lofthjúp að mestu úr koltvísýringi (95%). • Veikt aðdráttarafl heldur honum illa og hefur hann verið meiri í fyrndinni.
Sandstormar • Á Mars er veður og geta myndast miklir sandstormar sem geta varað lengi, jafnvel nokkra daga.
Tungl Mars • Mars hefur tvö tungl, Phobos og Deimos. • Bæði eru mjög smá. • Deimos 8 x 6 x 5 km • Phobos 14 x 11 x 9 km • Fjarlægð frá Mars • Deimos 23520 km • Phobos 9370 km