1 / 36

Ferðaþjónusta og þjóðartekjur

Ferðaþjónusta og þjóðartekjur. Ásgeir Jónsson Lektor við Háskóla Íslands. Efnisyfirlit. 1. Yfirlit yfir þjóðhagslegan ábata. 2. Framleiðni vinnuafls. 3. Framleiðni fjármagns. 4. Framleiðni innviða. 5. Framleiðni vegna fjölbreytni. 6. Fjölgun ferðamanna. 7. Hlutverk ríkisins. 8.

viho
Download Presentation

Ferðaþjónusta og þjóðartekjur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ferðaþjónusta og þjóðartekjur Ásgeir Jónsson Lektor við Háskóla Íslands

  2. Efnisyfirlit 1 Yfirlit yfir þjóðhagslegan ábata 2 Framleiðni vinnuafls 3 Framleiðni fjármagns 4 Framleiðni innviða 5 Framleiðni vegna fjölbreytni 6 Fjölgun ferðamanna 7 Hlutverk ríkisins 8 Niðurstaða

  3. 1 Yfirlit yfir þjóðhagslegan ábata

  4. Ferðamennskan eykur fólksfjölda á landinu • Fjöldi starfa og gjaldeyrisstreymi til landsins fremur ónákvæmur mælikvarði á þjóðhagslegan ábata. • Auðlegð þjóða veltur ekki á þeim fjölda starfa sem þeim heppnast að skapa innan sinna landamæra, heldur afrakstri þeirra eða framleiðni. • Útflutningstekjur eru aðeins mælikvarði á veltu útflutningsgreina en ekki hagnað eða framleiðni. • Hægt er að nota margfaldara til að meta svæðisbundin ábata en slík greining er stórgölluð ef meta á þjóðarhag. • Margfaldaragreining vanmetur fórnarkostnað framleiðsluþátta og ofmetur áhrif einstakra greina. • Íslendingar eru heldur ekki háðir ferðaþjónustunni um sköpun starfa eða nútímavæðingu efnahagslífsins líkt og margar þriðja heims þjóðir. • Þjóðhagslegur ábati skapast vegna bættrar nýtingar framleiðsluþátta – framleiðni! • Tækniframfarir, stærðarhagkvæmni, breiddarhagræði, sérhæfing, samlegðaráhrif eða þess að ónýttir framleiðsluþættir eru færðir í gagnið, t.d. ef ráðinn er bugur á staðbundnu atvinnuleysi. • Bætt nýting opinberra innviða, s.s. samgöngumannvirkja og almannagæða

  5. Þjóðhagslegur ábati ferðamennsku • Bætt framleiðni vinnuafls: • Sköpun nýrra starfa í ferðaþjónustu sem gefur fólki tækifæri á hærri tekjum en ella hefði orðið, að gefinni menntun, búsetu og starfsþjálfun. Auk þess kann staðbundið atvinnuleysi eða önnur vannýting vinnuafls að vera til staðar á ákveðnum svæðum. • Bætt framleiðni einkafjármagns:. • Koma ferðamanna skapar aukna nýtni fastafjármuna vegna meiri veltu hjá fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti, s.s. í þjónustu, flutningum og afþreyingu. Utan við höfuðborgarsvæðið eru einnig margs konar mannvirki, t.d. skólar og félagsheimili, sem eru vannýtt af íbúum en hafa nýst í ferðaþjónustu. • Bætt framleiðni opinbers fjármagns og innviða: • Ferðamenn taka þátt í kostnaði vegna innviðum (e. infrastructure), s.s. samgöngumannvirkjum, með því að greiða bæði bein og óbein gjöld til íslenska ríkisins. Hagræðið kemur einkum fram ef notkun landsmanna sjálfra er fremur lítil og aukinn fjöldi notenda tefur ekki öðrum. • Sterkari grundvöllur fyrir sérhæfingu og fjölbreytni: • Ferðamannastraumurinn til landsins skiptir miklu fyrir byggðarlög utan Reykjavíkur þar sem fjölbreytni skortir í verslun og þjónustu vegna fólksfæðar og skorts á stærðarhagkvæmni. Ferðaþjónustan skapar ekki aðeins aukna fjölbreytni í störfum á landsbyggðinni, heldur fjölgar einnig þeim þjónustu- og afþreyingarmöguleikum sem heimamenn hafa sjálfir úr að spila.

  6. 2 Framleiðni vinnuafls

  7. Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað um 2,3% á ári Ársverk í ferðaþjónustu frá 1973 til 1999.

  8. Atvinnusköpun í ferðaþjónustu? • Störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað á svipuðum hraða og öðrum störfum í efnahagslífinu. • Árið 1973 hafði ferðaþjónustan 3,2% vinnuaflsins innan sinna vébanda en árið 1999 var sama hlutdeild 3,9%. • Þannig hefur hlutdeild ferðaþjónustunnar af heildarársverkum hefur aðeins aukist að meðaltali um 0,03 prósentustig á ári frá 1973 • Framleiðni starfa í ferðaþjónustu er nálægt meðaltali fyrir landið • Samdráttur Árið 1999 unnu 3,9% vinnuaflsins í ferðaþjónustu og sköpuðu 4,4% af þjóðartekjum. • Hlutfallið á milli hlutdeildar ferðaþjónustunnar af heildarársverkum og hlutdeildar í heildarframleiðslu hefur verið nokkuð stöðugt í kringum einn, eins og sjá má af mynd 3. • Stöðugt ofangreint hlutfall bendir til þess að framleiðniþróun í greininni sé mjög nærri því sem gerist og gengur í öðrum atvinnugreinum landsins að meðaltali. • Framleiðnimöguleikar svipaðir og í öðrum greinum • Aukinn fjöldi ferðamanna hefur gert það kleift að sinna þeim með stærri og hagkvæmari einingum, einkum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess að skapa grundvöll fyrir rekstur ýmissa sérhæfðra fyrirtækja.

  9. Framleiðni í ferðaþjónustu er nálægt landsmeðaltali Hlutfall hlutdeildar ferðaþjónustunnar af heildarársverkum og heildarframleiðslu

  10. Aukin framleiðni á síðustu árum – fleiri ferðamenn á bak við hvert starf Fjöldi ferðamanna á hvert ársverk í ferðaþjónustu frá 1973 til 2001

  11. Er slæmt að skapa störf fyrir ófaglærða? • Ferðaþjónusta skapar mörg dýrmæt atvinnutækifæri fyrir ófaglært fólk, sem eru þjóðhagslega ábatasöm að gefnum aðstæðum á íslenskum vinnumarkaði. • Þeir einstaklingar sem taka að sér þessi störf hljóta að gera það vegna þess að það sé besti kosturinn sem stendur til boða að gefinni menntun, reynslu og búsetu. Útflutningstekjur eru aðeins mælikvarði á veltu útflutningsgreina en ekki hagnað eða framleiðni. • Ferðaþjónustan er annar valkostur! • Samdráttur hefur átt sér stað í frumvinnslugreinum á landsbyggðinni, s.s. landbúnaði, sem ferðaþjónusta hefur vegið upp á móti að einhverju marki. Ennfremur hefur ferðaþjónustan komið sem nýr valkostur fyrir ófaglært fólk í stað ýmis konar iðnaðar sem hefur lagst af á síðustu árum, s.s. fiskiðnaðar og vefjariðnaðar. • Menntunarleysi er staðreynd! • Töluverður kerfisvandi er til staðar hérlendis að því leyti að stór hluti ungs fólks fer á mis við skólagöngu eftir grunnskólapróf. Hægt er að halda mörg lærð erindi og flytja margar háttstemmdar ræður um nauðsyn menntunar og svo framvegis, en svo lengi sem þannig er málum háttað er þörf á atvinnusköpun fyrir ófaglærða og skapar ferðaþjónustan hluta af þeim störfum. • Ársíðasveiflur falla vel að menntakerfi • Árstíðasveiflur í ferðaþjónustunni hafa fram til þess fallið vel að sumarleyfum og stór hluti af vinnuafli greinarinnar er skólafólk sem óhægt væri að nýta með öðrum hætti. Raunar hefur verið vinnuaflsskortur í greininni áður en skóla lýkur á vorin og eftir að hann hefst á haustin.

  12. 3 Framleiðni fjármagns

  13. Sveiflur í komum ferðamanna standa í vegi fyrir framleiðni Fjöldi flugfarþega greindur eftir mánuðum árið 2002

  14. Sveiflan er sérstaklega slæm á landsbyggðinni! Sveifla í gistinóttum Sveifla á milli janúar -apríl og maí ágúst Sveifla á milli sept.-desember og maí ágúst

  15. Sveiflur í nýtingu tengjast öllum fjárfestingum í ferðaþjónustu Meðalumferð um Keflavíkurflugvöll á föstudögum í júlí 2001

  16. 4 Framleiðni innviða

  17. Fleiri notendur á opinberum innviðum • Íslendingar eru fámenn þjóð í stóru og ógreiðfæru landi • Fastur kostnaður vegna ýmis konar fjárfestinga til almenningsnota – innviða – mjög þungt á þjóðinni. Hér mætti til dæmis telja umferðarmannvirki, almenningssamgöngur, fjarskipti og svo framvegis. • Ríkisvaldið innheimtir gjald fyrir notkun innviða af notendum, með innheimtu óbeinna skatta ýmis konar. • Bensíngjald, virðisaukaskattur á bílaleigum, áfengisgjald og svo framvegis. • Aukinn fjöldi notenda skilar miklum ábata! • Fastur kostnaður vegna stórra fjármagnsfrekra fjárfestinga í samgöngum, fjarskiptum og svo framvegis dreifist á fleiri herðar. • Nýting þessara innviða – sérstaklega á landsbyggðinni – er ekki full og fleiri notendur leggja lítinn kostnað á þá sem fyrir eru.

  18. Erlendir farþegar lækka meðalkostnað við flugferðir Íslendinga! Hlutfallslegt umfang flugrekstrar í Evrópulöndum árið 2000

  19. 5 Framleiðni vegna fjölbreytni

  20. Fleira fólk – meiri fjölbreytni • Stækkun markaðar leiðir til aukinnar fjölbreytni • Sérhæfing eða nýbreytni af einhverjum toga krefst einhvers lágmarksfjölda af viðskiptavinum til þess að fastur kostnaður dreifist á nægilega margar einingar • Um leið og ferðamönnum fjölgar skapast aukið svigrúm fyrir ný verslunar- og þjónustufyrirtæki sem þjóna heimamönnum en ættu samt ekki tilverugrundvöll ef ferðamenn væru ekki til staðar. • Þessi áhrif ferðamennskunnar hafa byggst upp á undanförnum árum og eru mjög auðsjáanleg um leið og komið er út fyrir Reykjavík, með veitingastöðum, kaffihúsum, söfnum og afþreyingu sem hefur auðgað mannlífið ásamt því að skapa fjölbreytni í atvinnulífi. • Fjölbreytni skapar kraft og nýjungar – breiddarhagræði. • Atvinnulífið verður því kraftmeira eftir því sem fleiri greinar koma saman og starfsvið þeirra skarast með einhverjum hætti með gagnkvæmum ábata. Bensíngjald, virðisaukaskattur á bílaleigum, áfengisgjald og svo framvegis. • Frumkvöðlastarfsemi þarf tillag að frá mörgum ólíkum aðilum til þess að geta komið fram með nýjungar. Nýsköpun er oft fólgin í því að tengja saman þekkta hluti á nýjan hátt, að leiða saman ólíkar hugmyndir og verklag, sem gerist þar sem margar greinar starfa hlið við hlið • Fjölbreytni áhrif ferðaþjónustu mest á landsbyggðinni! • Einhæfni er mikið vandamál á fámennum svæðum

  21. Ferðaþjónusta er eini augljósi vaxtarbroddurinn á landsbyggðinni. • Ferðaþjónustan byggir á notkun staðbundinna aðfanga sem ekki er hægt að flytja úr stað, s.s. náttúrufegurð. • Búseta á landsbyggðinni var upphaflega grundvölluð á hagræði í nýtingu staðbundinna framleiðsluþátta, s.s. nálægð við fiskimið eða landbúnaðarhéruð. • Mikill samdráttur hefur átt sér stað í landbúnaði og vélvæðing, markaðsvæðing og kvótastjórnun hefur breytt nýtingu staðbundinna aðfanga í sjávarútvegi. • Fiskimið er hægt að sækja frá mörgum stöðum, lönduðum afla er hægt að aka hvert á land sem er og nálægð við flugvelli og útflutningshafnir getur falið í sér meira hagræði en nálægð við miðin. • Ferðaþjónusta er eini augljósi vaxtarbroddurinn á landsbyggðinni. • Ferðaþjónustan er ein af fáum greinum þar sem landsbyggðin hefur enn raunverulega hlutfallslega yfirburði vegna landfræðilegra aðstæðna og hlýtur þess vegna að tengjast byggðastefnu stjórnvalda með afgerandi hætti. • Ferðaþjónusta og dulin búseta getur endurreist þjónustu úti á landi! • Á síðari árum hefur verslun og þjónusta á landsbyggðinni látið mikið á sjá, m.a. vegna bættra samgangna við Reykjavík – þörf á nýjum viðskiptavinum.

  22. Markaðshlutdeild ólíkra landshluta í ferðamennsku miðað við gistinætur

  23. Vöxtur ferðamennsku eftir landshlutum miðað við gistinætur

  24. 6 Fjölgun ferðamanna

  25. Erlendir gestum hefur fjölgað um 6% á ári frá 1960 – með mikilli reglufestu Fjöldi erlendra ferðamanna sem hefur heimsótt Ísland frá 1960 til 2003

  26. Ástæður fyrir fjölgun ferðamanna • Stækkun á markaðshóp: • Fjöldi þeirra Evrópubúa sem hefur bæði efni og vilja til að ferðast á milli landa hefur einnig vaxið með föstum hlutfallslegum vexti og þannig fjölgar mögulegum ferðamönnum til Íslands. • Smitun: • Þeir sem hingað koma segja öðrum frá veru sinni hérlendis og toga þannig fleiri til landsins. Eftir því sem fleiri hafa koma hingað til lands þeim mun víðar berst hróður landsins manna í millum. • Landkynning: • Eftir því sem ferðaþjónustuaðilum fjölgar og ferðaþjónustunni vex ásmegin hérlendis, þeim mun meiri fjármunum er varið til landkynningar með beinum og óbeinum hætti, á vegum ríkis og einkaaðila. Þannig skapa ferðaþjónustuaðilarnir sér sína eigin eftirspurn. • Flugnet Icelandair • Icelandair hefur byggt Keflavík upp sem miðstöð eða hub fyrir flugumferð á leið yfir Atlantshafið. Það hefur gert félaginu kleift að halda uppi mun tíðari ferðum og fleiri áfangastöðum en ef flugsamgöngur væru bundnar við innanlandsmarkað. Þetta flugnet á stóran þátt í kynningu landsins, einkum meðal þeirra sem fljúga í gegn, en hefur einnig gert það kleift að skapa nýja eftirspurn, s.s. í ráðstefnuhaldi.

  27. 7 Hlutverk ríkisins

  28. Hlutverk ríksins fyrir ferðaþjónustuna • Landkynning • Vegna þess að landkynning er almannagæði sem nýtist öllum ferðaþjónustuaðilum hefur hvert fyrirtæki um sig ekki nægjanlega hvata eða getu til þess að fjármagna slíka kynningu. Þetta er oft kallað laumufarþegavandamál þar sem hver og einn aðili vonast eftir því að hagnast á kynningu annarra og spara sjálfur eigin kostnað. • Jöfnun á álagi yfir árið og landið: • Flest bendir til þess að þjóðhagslegur ábati við hvern þann gest sem ratar hingað lands sé mjög mismunandi eftir því hvenær hann kemur og hvar hann dvelst. • Eins og skattlagningu er háttað, s.s. bensíngjaldi og 24,5% virðisaukaskatts af bílaleigubílum, er mikill ábati af fleirum notendum í samgöngukerfinu ef þeir eru utan höfuðborgarsvæðisins. • Náttúruvernd: • Margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins munu verða fyrir álagi umfram þolmörk með áframhaldandi fjölgun ferðamanna. • Byggðastefna: • Ferðaþjónusta mun verða aðal atvinnugrein landsbyggðarfólks á næstu árum.

  29. Beinar aðgerðir • Straumnum beint í aðrar áttir • Stjórnvöld gætu t.d. stutt við kynningu og markaðssetningu á þeim svæðum sem hafa notið fremur fárra heimsókna erlendra ferðamanna hlutfallslega miðað við önnur svæði, eða þar sem umsvif ferðaþjónustunnar eru fremur smá í sniðum. • Straumnum jafnað • Lækkun skatta og þjónustugjalda á lágönn, t.d. Í flugstöðinni eða vsk af bílaleigubílum, gæti hvatt til fjölgunar ferðamanna utan háannar. • Náttúruvernd: • Aukin gjaldtaka af vinsælum ferðamannastöðum gæti beint straumnum frá þeim í einhverjum mæli, en tekjurnar sem af hlytust gætu síðan runnið til verndunar og viðhalds viðkomandi svæðis. • Byggðastefna: • Ferðamennska og aukin dulin búseta er eina leiðin til þess að auka búsetu og markaðsmassa og viðhalda háu stigi í verslu og þjónustu, og nýta betur fjármuni og innviði. • Áherslan ætti að vera á að skapa markað – t.d. með uppbyggingu innviða, kynningu og sköpun segla (söfn, náttúrskoðun og svo framvegis – sem einkafjárfestingar geta síðan nýtt sér. • Byrjað á röngum enda með því að fjármagna uppbyggingu einkafjármagns – t.d. með byggingu hótela – án þess að markaðsmassi eða innviðir séu til staðar.

  30. 8 Niðurstaða

  31. Hvar hafa atvinnutekjurnar orðið til á milli 1998 til 2003?

  32. Hvar hafa atvinnutekjurnar orðið til á milli 1998 og 2003?

  33. Hvar hafa atvinnutekjurnar orðið til á milli 1998 og 2003?

  34. Frá 1993 til 2003 hefur íslenska hagkerfið vaxið um tæp 40%

  35. Frá 1993 til 2003 hefur íslenska hagkerfið vaxið um tæp 40% • Þar af hafa sjávarútvegur ekki skilað neinu vegna þess að afkastageta fiskistofnana er fullnýtt • Þar af hefur álbræðsla aðeins skilað 0,7% á tímabilinu vegna þess hve frek hún er á innlenda framleiðsluþætti. • Aftur á móti hefur þjónusta, verslun, veitingahúsrekstur og samgöngur skilað 22% eða rúmum helming af hagvexti síðustu 10 ára. • Ástæðan er að hluta til sú að íslenska hagkerfið hefur verið að skipta um svip og færast frá iðnaði og hrávöruvinnslu til þjónustu – líkt og gerst hefur hjá öðrum þróuðum ríkjum. • Iðnaður er á undanhaldi um allan hinn vestræna heim, en hefur samt pólitískt mikilvægi vegna þess að í hugum margra er þjónusta ekki alvöru framleiðsla. • Hins vegar verður ekki litið framhjá því að ferðamennska er ein helsta rótin að þessum mikla vexti – og ekki aðeins það. • Ferðaþjónustan virðist – af reynslu síðustu 40 ára að dæma – vera einn öruggast vaxtargeirinn í íslenska hagkerfinu sem niðar áfram með 6% stöðugum vexti

  36. Niðurstaða • Þjóðhagslegur ábati ferðaþjónustu er töluverður hérlendis í ljósi þess hve þjóðin er fjámenn og þarf að tryggja samgöngunet yfir svo stórt svæði. • Þjóðhagslegur ábati ferðaþjónustu er mun meiri úti á landsbyggðinni þar sem nýting framleiðsluþátta er verri og fjölbreytni minni vegna fólksfæðar. • Afskipti stjórnvalda af greininni ættu einkum að felast í því að huga sérstaklega vel að markaðsbrestum sem gætu hindrað þróun í greininni, s.s. að tryggja nægilega landkynningu, og ennfremur að reyna að stýra notkun á innviðum og framleiðslufjármunum til þess að auka þjóðhagslegan ábata eftir þeim leiðum sem nefndar eru hér að ofan. • Alls ekki sjálfgefið að Íslendingar vilji taka við öllum ferðamönnum sem vildu hugsanlega koma til landsins, þar sem þeir hljóta að leggja ýmislegan kostnað á heimamenn ef fjöldi þeirra eykst umfram ákveðin mörk, t.d. með aukinni örtröð. • Það er heldur ekki hagkvæmt að byggja upp fjármagnsstofn sem er aðeins nýttur hluta ársins. • Í þessu efni er því mikil nauðsyn að stilla saman bætta arðsemi, byggðastefnu og náttúruvernd með þeim hætti að dreifa ferðamannastraumnum frekar um landið og yfir árið. Samt sem áður ljóst að ferðaþjónustan felur í sér ýmsa dulda kosti fyrir svo fámenna þjóð sem Íslendinga.

More Related