80 likes | 335 Views
Efnisheimurinn. 4. kafli. Efnahvörf. Tvö eða fleiri efni sameinast og mynda nýtt efni (t.d. Na + Cl → NaCl) eða eitt efni sundrast og tvö eða fleiri efni myndast (t.d. 2 H 2 O → 2 H 2 + O 2 ). Efnajöfnur. Dæmi um efnajöfnu er t.d. 2 H 2 + O 2 → 2 H 2 O
E N D
Efnisheimurinn 4. kafli
Efnahvörf • Tvö eða fleiri efni sameinast og mynda nýtt efni (t.d. Na + Cl → NaCl) eða eitt efni sundrast og tvö eða fleiri efni myndast (t.d. 2 H2O → 2 H2 + O2 ). • Efnajöfnur. • Dæmi um efnajöfnu er t.d. 2 H2 + O2 → 2 H2O • Athugið að fjöldi frumeinda í vinstri hlið efnajöfnu verður að vera sá sami og í þeirri hægri. • Vinstri hlið: 4 H og 2 O = 6 frumeindir • Hægri hlið: 4 H og 2 O = 6 frumeindir • 2 Hg + O2 → 2 HgO • NH4HCO3 → NH3 + H2O + CO2 • 6 CO2 + 6 H2O → C6H12O6 + 6 O2
Að stilla efnajöfnu • Að stilla efnajöfnu er að skrifa hana upp þannig að jafnmargar frumeindir verði í vinstri og hægri hlið hennar. • Stilltu eftirfarandi efnajöfnur: • Ca + O2 → CaO • Svar: 2 Ca + O2 → 2 CaO • Mg + N2 → Mg3N2 • Svar: 3 Mg + N2 → Mg3N2 • Na + Cl2 → NaCl • Svar: 2 Na + Cl2 → 2 NaCl • NH3 + O2 → N2 + H2O • Svar: 4 NH3 + 3 O2 → 2 N2 + 6 H2O
Sýrur og basar • Sýrur • Sameiginlegt einkenni á öllum sýrum er súrt bragð. Ekki nota bragðprófun til að rannsaka hvort efni er sýra. • Sýra er efni sem gerir vatn súrt. • Í sýrum eru vetnisfrumeindir. Þegar sýran er sett í vatn klofnar hún og gefur frá sér vetnisjónir. Það eru H+ jónirnar sem gera vatnið súrt. • Sterkar og varasamar sýrur eru kallaðar rammar en sýrur sem eru ekki eins sterkar eru kallaðar daufar sýrur og eru margar þeirra lífrænar (kolefnissambönd)
Basar • Basar eru andstæður sýrna. Ef basi er settur út í vatn verður vatnið basískt. • Með því að bragða á venjulegri handsápu kemst maður að því hvað basískt bragð merkir. • Hlutleysing • Þegar sýra og basi blandast saman eyða þau hvort öðru og mynda salt og vatn. • Saltsýru og vítissóda blandað saman • HCl + NaOH → NaCl + H2O
Mæling á sýrustigi • Þegar ákvarða skal hvort efni er sýra eða basi er notaður pH kvarði sem er talnakvarði frá 0 til 14 (Sjá mynd 4.21 bls. 72). • Hlutlausar lausnir hafa pH gildið jafnt og 7 • Súrar lausnir hafa pH gildið minna en 7 • Basískar lausnir hafa pH gildið stærra en 7 • Hættulegustu efnin eru þau efni sem hafa pH gildið nálægt 0 eða 14.