130 likes | 281 Views
Þjóðstjórnin. Komst til valda 1939 og var við stjórn þegar Ísland var hernumið. Mynduð af Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki Forsætisráðherra var Hermann Jónasson Verkefni hennar voru: - Gera ráðstafanir vegna styrjaldarinnar - Gera samning við USA vegna herverndar
E N D
Þjóðstjórnin • Komst til valda 1939 og var við stjórn þegar Ísland var hernumið. • Mynduð af Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki • Forsætisráðherra var Hermann Jónasson • Verkefni hennar voru: - Gera ráðstafanir vegna styrjaldarinnar - Gera samning við USA vegna herverndar - Fara með konungsvaldið eftir hernám Dana 1941 * Var við völd þar til í maí 1942 en þá baðst Hermann lausnar vegna innbyrðis ágreinings.
Utanþingsstjórnin Ekki gekk að mynda aðra stjórn, þannig að Sveinn Björnsson greip til þess ráðs að mynda – Utanþingsstjórn þ.e. Sjórnin var mynduð af almennum borgurum (algjört einsdæmi í sögu Íslands) • Formaður stjórnarinnar var Björn Þórðarson lögmaður • Verkefni hennar voru : • Að leysa sambandsmálin við Dani • Halda niðri dýrtíð • Stofna lýðveldið 1944 * Þessi stjórn ríkti tvö ár eða til október 1944
Steingrímur Steinþórsson 3. frá vinstri, Sveinn Björnsson er fyrir miðju
Nýsköpunarstjórnin • Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur mynduðu þessa stjórn. • Fyrsta þingræðisstjórn íslenska lýðveldisins • Forsætisráðherra var Ólafur Thors • Verkefni hennar voru: • Tryggja sjálfstæði og öryggi landsins. • Nýta “stríðsgróðann” * Stjórnin hætti í febrúar 1947 vegna ósamkomulags um Keflavíkursamninginn.
Nýsköpunarstjórnin • Talið frá vinstri: Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Ólafur Thors, Sveinn Björnsson forseti Íslands, Pétur Magnússon, Áki Jakobsson, Brynjólfur Bjarnason, Vigfús Einarsson rikisráðsritari
Viðskipti • Við upphaf seinni heimstyrjaldarinnar voru Íslendingar mjög mikið háðir Þjóðverjum með sölu á fiski. • Eftir hernámið jukust viðskipti okkar gífurlega við Bretland og síðar við Bandaríkin • Sökum hernámsins nutu Íslendingar sérstakrar viðskiptavildar við þessi lönd og við fengum gott verð fyrir fiskinn okkar sem þýddi að ensk gjaldeyriseign fór að hlaðast upp í fyrsta sinn í sögu Íslands!
Hernám Dana • Samkvæmt sambandslagasamningnum frá 1.des 1918 var Ísland fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörk. Sem þýddi að Danir sáu um utanríksmál okkar. • Þegar Þjóðverjar hernámu Danmörk 1940 var skorið á öll tengsl milli landanna og Íslendingar þurftu nú að sjá alfarið um sig sjálfir. • 1941 var því kosinn ríkisstjóri Sveinn Björnsson til að fara með æðsta vald landsins.
Lýðveldi • Samkvæmt sambandslagasamningnum var hann uppsegjanlegur eftir 25 ár eða árið 1943. • Landsmenn voru sammála um að segja honum upp og stofna lýðveldi spurningin var hvenær! • Danir, Bretar og Bandaríkjamenn vildu að við biðum þar til eftir stríð. Svo Þjóðverjar mundu ekki nota sambandsslitin gegn Dönum. • Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu var lýðveldi stofnað hér árið 1944 þar sem 97,4% Íslendinga greiddu lýðveldisstofnuninni atkvæði sitt. • Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar 17.júní var valinn. • Fyrsti forseti lýðveldisins var kosinn Sveinn Björnsson