190 likes | 386 Views
Góð vinnuvernd vinnur á streitu Stjórnun streitu og sálfélagslegrar áhættu á vinnustöðum. Vinnuverndarvikan 2014 - 2015. Kynning á herferðinni. Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) stjórnar herferðinni Haldin í yfir 30 löndum Með stuðningi samstarfsaðila
E N D
Góð vinnuvernd vinnur á streituStjórnun streitu og sálfélagslegrar áhættu á vinnustöðum Vinnuverndarvikan 2014 - 2015
Kynning á herferðinni • Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) stjórnar herferðinni • Haldin í yfir 30 löndum • Með stuðningi samstarfsaðila • Vinnueftirlitið – Focal Point tengiliður o.fl. • Aðilar vinnumarkaðarins • Ýmsir opinberir samstarfsaðilar herferðar • Samstarfsaðilar á fjölmiðlum • Fyrirtækjanet Evrópu • Stofnanir Evrópusambandsins
Helstu markmið • Bæta skilning á vinnutengri streitu og sálfélagslegri áhættu • Efla stjórnun á þessum áhættum • Fyrirbyggja neikvæð áhrif streitu • Veita starfsmönnum og atvinnurekendum stuðning og leiðbeiningar • Hvetja til notkunar á tiltækum verkfærum til bæta sálfélagslegt vinnuumhverfi
Umfang vandans • Yfir helmingur evrópskra launþega segja að streita sé algeng á vinnustað sínum. • Streita, ásamt öðrum sálfélagslegum áhættum, er talin vera orsök a.m.k. 50% allra tapaðra vinnudaga. • Um 4 af hverjum 10 launþegum telja að illa sé unnið með vandamálið á vinnustað sínum.
Skilgreiningar Sálfélagslegar áhættur stafa af • slæmri hönnun á vinnuaðstæðum, skipulagi og stjórnun; • slæmu félagslegu samhengi vinnunnar; • sem getur leitt til slæmra sálrænna, líkamlegra og félagslegra vandamála, meðal annars vinnutengdrar streitu. • Vinnutengd streita • er vandamál fyrirtækisins en ekki einkamál starfsmannsins • á sér stað þegar kröfur starfsins eru meiri en geta einstaklingsins til þess að standa undir þeim.
Sálfélagslegt vinnuumhverfi Lélegt sálfélagslegt vinnuumhverfi kann að vera afleiðing; • of mikillar og misjafnrar kröfu um vinnuframlag; • Skorts á sjálfræði og áhrifum á hvernig vinnan er unnin; • Lélegra samskipta og skorts á stuðningi; • Andlegrar og kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis frá þriðja aðila; • Breytinga í fyrirtækinu illa stjórnað og mikið starfsóöryggi.
Neikvæð áhrif Fyrir einstaklinginn • Erfiðleikar við einbeitingu og aukning í gerð mistaka • Kulnun í starfi og þunglyndi • Vandamál í einkalífinu • Misnotkun lyfja og áfengis • Slæmt líkamlegt heilbrigði Fyrir fyrirtækið • Léleg almenn frammistaða fyrir reksturinn • Auknar fjarvistir og ofmæting t.d., þegar menn mæta veikir • Aukin slysa- og óhappatíðni
Stjórnun sálfélagslegrar áhættu • Aðeins um 30% fyrirtækja í Evrópu hafa viðbragðsáætlun til staðar til þess að takast á við sálfélagslegar áhættur*. • Það er oft talið erfiðara að takast á við þessar áhættur í samanburði við hefðbundnar vinnuverndaráhættur En....... • Meta má sálfélagslegar áhættur og stjórna þeim með sama kerfisbundna hætti og öðrum áhættum í vinnuvernd. • Ávinningurinn af því að stjórna sálfélagslegum áhættum og vinnutengdri streitu er meiri en kostnaðurinn við framkvæmdina í fyrirtækjunum. * Fyrirtækjakönnun Evrópu um nýjar og aðsteðjandi áhættur (ESENER), Vinnuverndarstofnun Evrópu, 2010. Tiltæk á: https://osha.europa.eu/en/publications/reports/esener1_osh_management
Ávinningurinn af stjórnun sálfélagslegrar áhættu • Bætt vellíðan starfsmanna og aukin starfsánægja • Heilsuhraust, áhugasamt og öflugt vinnuafl • Bætt frammistaða og framleiðni • Minni fjarvistir og starfsmannavelta • Minni kostnaður á samfélagið í heild • Fylgni við ákvæði laga
Hlutverk stjórnenda • Vinnuveitendur bera ábyrgð á innleiðingu forvarnaráætlunar til þess að koma í veg fyrir/draga úr sálfélagslegum áhættum. • Stjórnendur ættu að stuðla að vingjarnlegu vinnuumhverfi og hvetja starfsmenn til þess að koma með tillögur að lausnum • Millistjórnendur gegna mjög mikilvægu hlutverki því þeir eiga í samskiptum við starfsmenn á degi hverjum. • Góð forysta og færni við stjórnun hjálpar til við að skapa gott sálfélagslegt vinnuumhverfi; þessa færni þarf að efla • Innleiðing á hugmyndum frá starfsmönnum getur einnig haft mjög góð áhrif í rétta átt.
Mikilvægi á þátttöku starfsmanna • Góð forysta hjálpar við að draga úr vinnutengdri streitu og sálfélagslegum áhættum, en þátttaka starfsmanna er einnig mikilvæg. • Samtal í báðar áttir á milli atvinnurekenda og starfsmanna þarf að vera til staðar. • Starfsmenn og fulltrúar þeirra þekkja og átta sig best á vandamálum vinnustaðarins og geta aðstoðað við áætlanagerð og innleiðingu úrbóta. • Það mun einnig bæta starfsandann að ráðfæra sig við starfsmenn og tryggja að þær ráðstafanir sem gripið er til eigi við og séu gagnlegar.
Hvernig á að stjórna streitu og sálfélagslegri áhættu • Með takmörkuðum úrræðum er hægt að leggja mat á og stjórna sálfélagslegum áhættum með árangursríkum hætti. • Öflugasta leiðin við að taka á sálfélagslegum áhættum á vinnustaðnum er að sýna frumkvæði og vera með forvarnaráætlun til staðar til þess að koma í veg fyrir vandamál. • Áhættumat er mjög mikilvægt til þess að greina hættur og finna lausnir. • Hagnýt verkfæri og leiðbeiningar til þess að auðvelda áhættugreiningu á sálfélagslegum þáttum eru í boði.
Taktu þátt • Öll fyrirtæki og einstaklingar geta tekið þátt. • T.d. með því að; • dreifa og birta efni sem gefið er út í tilefni vinnuverndarvikunnar • nota og kynna hagnýt verkfæri sem í boði eru • taka þátt í viðburðum vinnuverndarvikunnar eða halda þína eigin
Helstu dagsetningar • Upphaf átaksins: apríl 2014 • Vinnuverndarvikan: október 2014 og 2015 • Evrópuverðlaun fyrir góða starfshætti: apríl 2015 • Leiðtogafundur og verkefnalok: nóvember 2015
Tilboð um samstarf í herferðinni • Fyrir samevrópsk og alþjóðleg fyrirtæki • Samstarfsaðilarnir kynna herferðina og vekja athygli á henni • Ávinningur í boði • upplýsingapakki • samstarfsvottorð • sérstakur flokkur fyrir samstarfsaðila hjá Evrópuverðlaununum fyrir góða starfshætti • kynning á vettvangi ESB og í fjölmiðlum • tækifæri til tengslamyndunar og miðlunar á góðum starfsháttum með öðrum samstarfsaðilum • boð á viðburði EU-OSHA
Evrópuverðlaun fyrir góða starfshætti • Viðurkenning á framúrskarandi starfi og nýstárlegum starfsvenjum • Lausnir á stjórnun streitu og sálfélagslegum áhættum á vinnustöðum • Opin fyrir samtök og fyrirtæki • Aðildarríki Evrópusambandsins • Evrópska efnahagssvæðið • Vestur-Balkanlöndin og Tyrkland • Fulltrúar Vinnuverndarstofnunar Evrópu (Focal Point) og EU-OSHA halda utan um tilnefningarnar í tveimur þrepum: • Val innanlands • Mat á evrópskum vettvangi • Verðlaunaathöfn Evrópuverðlaunanna fyrir góða starfshætti
Efni í boði fyrir herferðina Skýrslur Hagnýtir leiðarvísar Napo teiknimyndir www.healthy-workplaces.eu • Leiðarvísir herferðarinnar • Smábæklingur • Kynningarrit Evrópu- verðlaunanna • Verkfæri á netinu • Veggspjald
Frekari upplýsingar • Fræðist meira á vefsíðu herferðarinnar www.healthy-workplaces.eu • Verkfærakista herferðarinnar https://osha.europa.eu/en/campaign-toolkit • Fræðist um viðburði í þínu landi hjá Vinnueftirlitinu (Focal Points) www.healthy-workplaces.eu/fops