1 / 15

Launamunur kynja

Launamunur kynja. Súpufundur KRFÍ 10. okt. 2007 Hannes G. Sigurðsson. Er launamunur kynja blekking?. Ályktanir og niðurstöður í grein Dr. Helga Tómassonar, tölfræðings, í tímaritinu Þjóðmálum, 2. hefti 2005 Ótrúlega margir trúa að kerfisbundin mismunun sé fyrir hendi

xuan
Download Presentation

Launamunur kynja

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Launamunur kynja Súpufundur KRFÍ 10. okt. 2007 Hannes G. Sigurðsson

  2. Er launamunur kynja blekking? • Ályktanir og niðurstöður í grein Dr. Helga Tómassonar, tölfræðings, í tímaritinu Þjóðmálum, 2. hefti 2005 • Ótrúlega margir trúa að kerfisbundin mismunun sé fyrir hendi • Varað við ályktunum sem dregnar eru af opinberum gögnum • Mikilvægt að taka tillit til allra mikilvægra breytna samtímis • Villandi að leggja saman misleita hópa • Sú skoðun að munur á meðallaunum kynja sé til vitnis um einhvers konar misrétti kynja er ein útbreiddasta tölfræðiblekking síðustu aldar • Útilokað er að rökstyðja viðvarand launamisrétti í markaðskerfi þar sem vinnuafl flæðir frjálst á milli vinnuveitenda

  3. Dæmi um blekkinguEkki tekið tillit til allra þátta sem máli skipta • HT útbýr gagnasafn þar sem laun ákvarðast einungis af fjórum þáttum, þ.e. kyni, starfi, aldri og stöðu (yfir-/undirmaður). Konum er jákvætt mismunað í launum um 10.000 kr. miðað við karla, að öðru óbreyttu. Niðurstaða dæmisins er: • Karlar eru með 15-20% hærri laun ef meðallaun eru einingis flokkuð eftir starfi og kyni • Karlar eru með 15-20% hærri laun ef meðallaun eru einvörðungu flokkuð eftir aldri og kyni • Karlar eru með 15-30% hærri laun ef meðallaun eru einvörðungu flokkuð eftir stöðu (yfir-/undirmaður) og kyni • Ályktun: Það verður að taka tillit til allra þátta sem skipta máli við launamyndunina ef rétt mynd á að fást

  4. Annað dæmi um blekkinguMismunandi fyrirtæki lögð saman Dæmið: Hlutfallslega fleiri konur eru hálaunamenn en karlar í báðum fyrirtækjunum en þegar þau eru lögð saman snýst dæmið við. Ályktun: Tölfræðirannsókn á launamun verður að leiðrétta fyrir mun á fyrirtækjunum

  5. Skýrsla Capacents um launamyndun og kynbundinn launamun í okt. 2006 • Vönduð skýrsla – en bara 4 fyrirtæki og 4 stofnanir • Takmörkuð starfaflokkun (6) í aðhvarfsgreiningu • Dæmi um sérkennilega niðurstöðu við samlagningu fyrirtækja; Leiðréttur launamunur í heild 15,7%, þ.a. 11,8% hjá stofnunum og 15,5% hjá fyrirtækjum • Undirstrikað að ekki sé hægt að alhæfa út frá niðurstöðunum um íslenskan vinnumarkað í heild (bls 14 og víðar) – niðurstöður endurspegli einungis viðkomandi fyrirtæki og stofnanir. • Það hefur þó óspart verið gert af stjórnmálamönnum og öðrum sem talið hafa niðurstöður skýrslunnar staðfesta brot á lögum og mannréttindum. Hafa þeir krafist að sett verði harðari ákvæði í jafnréttislög, sektir og aukið eftirlit.

  6. .... Skýrsla Capacents , bls. 16 Fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið undanfarin ár benda til þess að launamunur kynjanna skapist fyrst og fremst af því að konur séu fremur ráðnar í lægra launuð störf heldur en vegna þess að um mismunandi laun sé að ræða í sambærilegum störfum. Þessi áhrif eru tekin út að nokkru leyti með því að taka tillit til starfsstéttar í aðhvarfsgreiningunni og er ljóst að verulegur launamunur er á körlum og konum þrátt fyrir að tekið sé tillit til þessa. Hins ber þó einnig að gæta að mikill breytileiki getur verið á störfum innan starfsstétta í ÍSTARF flokkuninni sem hér er notuð.

  7. Stofnanalegir Einstaklings- þættir bundnir þættir Vinnustaðurinn Starfið Starfstétt (t.d. Menntun (með eða án Lög Atvinnugrein skrifstofumaður) háskólamenntunar) Starfsgrein (t.d. ritari Starfsreynsla (aldur, eða fjármálastjóri) starfsaldur) Kjarasamningar Samkeppnisaðstæður Fyrirtæki Staða (yfir-/undirm.) Oft skipt um vinnu Landssvæði Ábyrgð Samningahæfni Starfsmenntunarkerfi Erfiðleikastig starfs Frammistaða/afköst Launakerfi Inntak starfs Algengar breytur í rannsóknum á launamun kynja Breytur sem unnt er að skrá í launafærslur og bætt geta rannsóknir á launamyndun Þættir sem erfitt eða útilokað er að taka mið af í tölfræðirannsóknum Áhrifaþættir á launamyndun Í tölfræðirannsóknum á launamun kynja sem byggja á aðhvarfsgreiningu er síðan kyni jafnan bætt við sem skýringarbreytu

  8. Samstarf SA, ParX og HHÍ • Gögn 2006, 102 fyrirtæki, bjagað úrtak á ýmsa lund • Karlar 3.500, konur 2.800 • Óleiðréttur munur 18% (meðallaun kvenna 82%) • Venjuleg aðhvarfsgreining • Skýristærðir störf (44), menntun, aldur, starfsaldur • Launamunur 10% eftir leiðréttingu • Fyrirtækjabreytan jók muninn aftur í 12% • Mikilvægar skýristærðir vantar • Stefnt að endurtekningu fyrir 2007 með skýristærðum fyrir ábyrgð (starfsmanna, fjárhagsl.)

  9. Ályktanir HHÍ • Stuðullinn við breytuna kyn endurspeglar ekki kynjamismunun • Stuðullinn ber að líkindum vott um það að ekki er hægt að draga fram alla þætti sem hafa áhrif á afköst í vinnu • Ef gert er ráð fyrir að ástæða þessa launamunar liggi að engu leyti í mun á afköstum karla og kvenna felst veruleg ónotuð gróðavon í því fyrir fyrirtæki að ráða konur til vinnu

  10. SA um kerfisbundna launamismunun milli kynja • Kerfisbundin launamismunun milli kynja af hálfu stjórnenda væri órökrétt og óheimil ráðstöfun á hagnaði eigenda fyrirtækjanna • Kerfisbundin launamismunun milli kynja er óhugsandi á frjálsum vinnumarkaði þar sem starfsmenn skipta ört um vinnu • Mismunun á báða bóga getur þó komið upp við nýráðningar og einstaklingsbundnar launaákvarðanir og því er mikilvægt að fyrirtæki fari reglulega og kerfisbundið yfir það að ekki myndist skekkja milli starfsmanna

More Related