210 likes | 348 Views
Sjálfbær skotveiðitengd ferðaþjónusta Viðskiptatækifæri á norðurslóðum. North Hunt. Verkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu. Rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada . Ásamt Íslandi öllu.
E N D
Sjálfbær skotveiðitengd ferðaþjónusta Viðskiptatækifæri á norðurslóðum
North Hunt • Verkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á dreifbýlum svæðum í Norður Evrópu. • Rannsóknarsvæðin eru jaðarsvæði Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Kanada. Ásamt Íslandi öllu. • Verkefnið er unnið í samvinnu við frumkvöðla og aðra hagsmunaaðila.
Tilgangur verkefnisins • Megintilgangur verkefnisins er að efla starfsumhverfi frumkvöðla í skotveiðitengdri ferðaþjónustu á Íslandi í gegnum alþjóðlega samvinnu. • Jafnframt að draga úr hindrunum sem þeir standa frammi fyrir án þess að draga úr kröfum um sjálfbærni og umhverfisvænar skotveiðar.
North Hunt er ætlað að stuðla að: • Bættri þekkingu á núverandi stöðu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu í þátttökulöndunum • Þróun nýrra vara og nýsköpun því sviði • Bættu aðgengi að hagnýtum upplýsingum og fræðsluefni sem nýtist þeim sem vilja efla rekstur í starfsgreininni
...að stuðla að: • Markvissri markaðssetningu á skotveiðitengdri ferðaþjónustu. • Eflingu tengsla milli aðila sem koma að slíkri starfsemi á landsvísu sem og milli aðila í þátttökulöndunum fimm. • Bættum grundvelli til eflingar ferðaþjónustu og þar með atvinnulífs í þátttökulöndunum með áherslu á eflingu tækifæra til atvinnusköpunar á dreifbýlissvæðum.
Fjármögnun North Hunt • Heildarkostnaður verkefnisins er 1.1 milljón evra. • Fjárstyrkur upp á 519 þús. evra úr Norðurslóðaráætlun Evrópusambandsins á tímabilinu 2008-2010. (46%) • Afla þarf mótframlags frá heima-mönnum, sérstaklega frá atvinnulífinu en ekki akademískum stofnunum til að tryggja aðild frumkvöðla og starfandi fyrirtækja að verkefninu.
Íslenski hlutinn • Áætlaður heildarkostnaður við íslenska hluta verkefnisins er upp á 280.924 evrur. • 140.462 evrur koma frá NPP • 140.462 evrur þurfa að koma frá Íslandi, ekki úr rannsóknastyrkjum háskóla. • Leitað verður til styrktarsjóða og annarra eftir fjármagni – vinna við það er þegar hafin.
Í hvað fara peningarnir • 54,2% fara í laun og launatengd gjöld þeirra stofnana sem eru aðalumsækjendur í verkefninu • 11% vegna þátttöku á sameiginlegum verkefnafundum og ráðstefnum með þátttakendum í verkefninu • 2% í aðkeypta sérfræðiaðstoð, annarra en eiga aðild að verkefninu
Í hvað fara peningarnir...... • 14% í leigu á skrifstofuhúsnæði og tölvubúnaði fyrir starfsmenn verkefnisins • 14% fara í annan skrifstofukostnað eins og bókhald, umsýslu, síma..... • 2% fara í kostnað við vinnufundi hérlendis • 3% fara í sameiginlegan kostnað þátttökulandanna • 1% ófyrirséð
Íslensku umsækjendurnir • RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð háskólans á Akureyri • 49% af fjármagninu • 2 starfsmenn: • Hjördís Sigursteinsdóttir, verkefnisstjóri á Íslandi • Lára Guðmundsdóttir • www.rha.is
Íslensku umsækjendurnir..... • Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) • 44% af fjármagninu • 2 starfsmenn: • Edward H. Huijbens • Eyrún Jenný Bjarnadóttir, aðalstarfsmaður RMF í verkefninu • www.fmsi.is
Íslensku umsækjendurnir.... • Umhverfisstofnun (UST) • 7% af fjármagninu • 1 starfsmaður: • Bjarni Pálsson, deildarstjóri lífríkis og veiðistjórnunar • www.ust.is/veidistjornun • Auk þess er félag leiðsögumanna við hreindýraveiðar (FLH) aðilar að verkefninu
Hverjir geta tekið þátt? • Öllum frumkvöðlum og starfandi ferðaþjónustuaðilum sem hafa hug á að stunda skotveiðitengda ferðaþjónustu stendur til boða að taka þátt í verkefninu með okkur. • Eina skilyrðið er að viðkomandi hafi vilja til að stunda sína starfsemi eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar
Hugmyndafræði verkefnisins • Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem: • Þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum • Í þessu felst: • Samþætting félagslegra, vistfræðilegra og efnahagslegra þátta og leitast við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið
Markmið verkefnisins • Þróa sjálfbæra og samkeppnishæfa viðskiptahugmynd sem byggir á veiðihefðum norðurslóða. • Þróa starfsumhverfi fyrirtækja til að draga úr hindrunum sem mæta frumkvöðlum í þessari grein án þess að minnka kröfur um sjálfbærni og umhverfisvænar veiðar. • Efla samvinnu ólíkra hagsmunaaðila innanlands sem og milli landa um þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu, s.s. landeigenda, veiðimanna, stofnana og ferðaþjónustuaðila. • Þróa norrænt vörumerki fyrir veiðar á norðurslóðum. • Útbúa þjálfunar- og námsefni sem mun nýtast til framtíðar um þróun og uppbyggingu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu.
Hvað á að gera? • Verkefnið samanstendur af fimm verkpökkum sem hver um sig hefur skilgreint markmið og afrakstur • Meðal þess sem á að framkvæma er: • Könnun á félagslegu umhverfi • Könnun meðal sölu- og markaðsfyrirtækja sem selja skotveiðitengdar ferðir • Skoða veiðistjórnunarkerfi og upplýsingar sem aflað er um villtar dýrategundir á Íslandi • Úttekt á hagrænum möguleikum starfsgreinarinnar • Þróa með frumkvöðlum og fyrirtækjum vænlega starfsgrein byggða á hugmyndafræði um sjálfbærni • Hafa markvisst áhrif á starfsumhverfi þeirra • Útbúa leiðbeininga og kynningarefni fyrir þá sem vilja stunda skotveiðitengda ferðaþjónustu byggða á hugmyndafræði um sjálfbærni
Af hverju North Hunt • Skotveiðitengd ferðaþjónusta er lítið þekktur og óþróaður hluti ferðamennsku í flestum löndum í Norður Evrópu. • Mikilvægt þykir að innleiða hugmyndafræði um sjálfbæra þróun í vaxandi atvinnugrein • Megin hindranir fyrir þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu eru: • Skortur á upplýsingum • Skortur á sjálfbærum viðskiptalíkönum • Skortur á samvinnu í ferðaþjónustugeiranum • Gefur tækifæri til að mynda tengslanet bæði innanlands og í þátttökulöndunum • Koma á markaðssamböndum
Hvers vegna ætti að efla skotveiðitengda ferðaþjónustu? • Aukin þörf á þróun nýrra sjálfbærra og samkeppnishæfra fyrirtækja á Norðurslóðum • Í ferðaþjónustu er þörf á þróun nýrra leiða til að lengja ferðaþjónustu tímabilið, til þess að styrkja og tryggja sjálfbærni þessara fyrirtækja • Skotveiðitengd ferðaþjónusta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að auka fjölbreytni atvinnulífsins í dreifbýli • Þetta er ferðaþjónusta sem byggð er á náttúrulegum styrkleikum og menningu svæðanna
www.north-hunt.org Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins