1 / 25

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Upplýsing, bls. 69-73

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Upplýsing, bls. 69-73. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Fræðafélög og tímarit. Á upplýsingartímanum hófst starfsemi fræðafélaga á Íslandi. Megináhersla var lögð á útgáfu bóka um veraldlegt efni. Var þetta séríslenskt?.

zenda
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Upplýsing, bls. 69-73

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Upplýsing, bls. 69-73 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Fræðafélög og tímarit • Á upplýsingartímanum hófst starfsemi fræðafélaga á Íslandi. • Megináhersla var lögð á útgáfu bóka um veraldlegt efni.

  3. Var þetta séríslenskt? • Fræðafélög voru mjög áberandi á upplýsingartímanum í Evrópu og N-Ameríku. • Á þessum tíma urðu miklar framfarir í prenttækni og pappír varð ódýrari. • Læsu fólki fjölgaði og bókasöfn urðu til. • Prentað mál varð sífellt mikilvægari miðill fyrir alla þjóðfélagshópa.

  4. Hvernig var þetta aftur á Íslandi? • Frá því að prentverk kom til Íslands höfðu biskupar landsins ráðið því hvað var prentað. • Prentsmiðja var á Hólum. • Þar voru einkum prentuð gömul vinsæl guðræknirit en einnig lögbækur, dómbækur, rímnakver og fáein fornrit. • Prentsmiðjan starfaði á Hólum til 1779.

  5. Var ekki bara hægt að stofna aðra prentsmiðju? • Árið 1773 var stofnuð prentsmiðja í Hrappsey á Breiðafirði; Hrappseyjarprentsmiðja. • Þar mátti prenta út öll önnur rit en guðsorðarit og skólabækur en á þeim hafði prentsmiðjan á Hólum einkarétt. • Alls voru gefin út 83 rit í Hrappseyjarprentsmiðju. • Aðallega voru prentuð rit um hagnýt efni en einnig voru gefnar út íslenskar bókmenntir í lausu og bundnu máli, fornrit, rímur, þýðingar á nýjum bókmenntum og ný kvæði.

  6. Var ekki bara hægt að stofna aðra prentsmiðju?, frh. • Meðal nýrra kvæða sem prentuð voru í Hrappseyjarprentsmiðju má nefna Búnaðarbálk Eggerts Ólafssonar. • Af fræðsluefni varð Atli eftir Björn Halldórsson vinsælastur. • Atli var gefinn út 1780. • Um er að ræða fræðslurit í samtalsformi þar sem eldri bóndi ræðir við ungan mann sem vill hefja búskap og gefur honum góð ráð.

  7. Var ekki bara hægt að stofna aðra prentsmiðju?, frh. • Í Hrappseyjarprentsmiðju var fyrsta íslenska tímaritið prentað: • Islandske Maaneds Tidender (1773-1776). • Ætlunin var að kynna íslensk málefni erlendis. • Í tímaritinu voru birtar íslenskar og erlendar fréttir og greinar um búnaðarmál og verslun.

  8. Var ekki bara hægt að stofna aðra prentsmiðju?, frh. • Hrappseyjarprentsmiðja var lögð niður 1795 og prentverkið flutt að Leirárgörðum. • Aðallega er prentsmiðjan fræg fyrir að þar var farið að prenta annað en guðsorð. • Það tók þó tíma fyrir fólk að venjast því að kaupa annað en slíkar bækur.

  9. Hvenær var fyrsta fræðafélagið stofnað? • Hið íslenska lærdómslistafélag var stofnað 1779. • Á stefnuskrá var að fræða Íslendinga um hagnýt efni, einkum landbúnað, og að sinna snjöllum listum. • Einnig átti að varðveita tunguna og hreinsa hana af erlendum orðum.

  10. Hvenær var fyrsta fræðafélagið stofnað?, frh. • Félagar voru einkum embættismenn. • Í sambærilegum félögum í erlendum borgum voru fundir áberandi en sökum dreifðrar byggðar á Íslandi var slíkt erfitt. • Megináherslan var því lögð á útgáfu. • Gefið var út tímarit sem kom út einu sinni á ári: • Félagsritin / Rit Lærdómslistafélagsins.

  11. Hvenær var fyrsta fræðafélagið stofnað?, frh. • Alls komu út 15 bindi af Ritum Lærdómlistafélagsins. • Hið síðasta líklega 1798. • Í þeim bar mest á hagnýtu efni um landbúnað, náttúrufræði, læknisfræði og heilbrigðismál. • Ekki bar mikið á skáldskap eða efni um skáldskap í tímaritinu en þó má nefna þýðingar eftir • Benedikt Jónsson Gröndal. • Jón Þorláksson.

  12. Hvenær var fyrsta fræðafélagið stofnað?, frh. • Líklega hafa Rit Lærdómslistafélagsins ekki hlotið mikla útbreiðslu til að byrja með vegna erfiðra samgangna. • Margt bendir þó til þess að með tímanum hafi ritin skilað sér til landsmanna og jafnvel hafi tímaritið verið lesið löngu eftir að Lærdómslistafélagið lognaðist út af í lok 18. aldar.

  13. Og hvenær kom það næsta? • Hið íslenska landsuppfræðingarfélag var stofnað 1794. • Félagið var upphaflega stofnað til þess að kaupa Hrappseyjarprentsmiðju. • Hún var flutt að Leirárgörðum í Leirársveit í Borgarfirði. • Árið 1799 var Hólaprentsmiðja svo sameinuð henni.

  14. Og hvenær kom það næsta?, frh. • Markmiðið með Hinu íslenska landsuppfræðingarfélagi var alþýðufræðsla í víðum skilningi. • Magnús Stephensen (1762-1833) var helsti frumkvöðull félagsins en hann stjórnaði bæði prentsmiðjunni og bókaútgáfunni.

  15. Hver var Magnús Stephensen? • Magnús var svo gott sem einráður í Landsuppfræðingafélaginu og hafði lengi vald yfir einu prentsmiðju landsins. • Hann var mjög alþjóðlegur í hugsun og duglegur að kynna menningu annarra þjóða. • Um leið réðist hann harkalega á það sem honum fannst bera vott um heimóttarhátt Íslendinga.

  16. Hver var Magnús Stephensen?, frh. • Magnús var umdeildur maður og miklar deilur spunnust í kringum nýja sálmabók sem kom út 1801. • Í bókinni voru lagðar aðrar áherslur en áður hafði verið gert og voru margir óánægðir með það. • Bókin var uppnefnd Leirgerður (sbr. leirburður) enda var hún prentuð í Leirárgörðum. • Mörgum þóttu sálmarnir í henni vera illa kveðnir.

  17. Hvað gaf Magnús út? • Meðal þess sem Magnús gaf út voru Minnisverð tíðindi (1796-1808). • Fréttatímarit þar sem raktir voru helstu atburðir utanlands og innan í yfirlitsgreinum. • Þetta var fyrsta tímarit á íslensku sem prentað var hér á landi. • Annað tímarit sem Magnús gaf út var Klausturpósturinn (1818-1827). • Efni þess tímarits voru fréttir, greinar um ýmis mál og skáldskapur.

  18. Hvað gaf Magnús út?, frh. • Meðal útgáfurita Magnúsar voru rit um guðfræði, sagnfræði og fræðslu- og uppeldismál. • Ekki var hins vegar mikið skrifað um atvinnumál. • Sum ritanna vöktu deilur og þá einkum rit um uppeldis og fræðslumál sem og guðfræði (sbr. „Leirgerði“).

  19. Hvað gaf Magnús út?, frh. • Magnús gaf út allmikið af skáldskap í formi safnrita. • Sumt var frumsamið en annað þýtt og staðfært. • Þar á meðal var barnaefni sem var nýjung. • T.d Sumargjöf handa börnum (1795). • Magnús vildi að bækurnar væru uppbyggilegar. • Hann var á móti ýmsu efni sem áður hafði verið vinsælt, s.s. rímum, þjóðsögum og fornritum. • Ástæða þess var sú að hann var á móti hjátrú og því sem kom í veg fyrir þekkingu. • Sjá afstöðu hans á bls. 71-72.

  20. Hvað gaf Magnús út?, frh. • Framan af voru margir félagsmenn í Landsuppfræðingafélaginu og mörg ritanna sem gefin voru út á vegum þess náðu mikilli útbreiðslu. • Félagið var leyst upp árið 1827.

  21. Og það þriðja? • Hið íslenska bókmenntafélag var stofnað árið 1816 og er enn við lýði. • Margir höfðu áhyggjur af stöðu íslensk máls á þessum tíma en ritmál var orðið ansi dönskuskotið. • Sá sem einna mestar áhyggjur hafði af þessari þróun var Dani að nafni Rasmus Christian Rask (1787-1832) en hann hvatti til þess að myndað yrði félag, m.a. til að standa vörð um íslenska tungu. • Bókmenntafélagið var síðan stofnað í tveimur deildum: • Önnur var í Reykjavík. • Hin í Kaupmannahöfn. • Jón Sigurðsson var forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1851-79 og hefur forsetanafnbótina þaðan.

  22. Og það þriðja?, frh. • Félaginu var ætlað að efla þekkingu Íslendinga á öllu því sem snerti stöðu landsins og styrkja þannig þjóðlega menningu. • Bókmenntafélagið gaf út Íslensk sagnablöð (1817-26) þar sem raktir voru helstu atburðir innan lands og utan. • Frá 1827 tók Skírnir við og gegndi sama hlutverki. • Skírnir kemur enn út en hefur frá 1905 aðallega verið fræðirit. • Nú birtir Skírnir einkum greinar um íslenskar bókmenntir að fornu og nýju. • Skírnir er elsta starfandi tímarit á Norðurlöndum.

  23. Vatnsenda-Rósa og Ármann á Alþingi • Vatnsenda-Rósa (1795-1855). • Skáldkona sem fyrst og fremst er kunn fyrir kvæði um ást í meinum og ástarsorg. • „Augað mitt og augað þitt“ • Baldvin Einarsson (1801-1833). • Kunnur fyrir útgáfu tímaritsins Ármann á Alþingi eður almennur fundur Íslendinga. Ársrit fyrir búhölda og bændafólk á Íslandi. • Ritið kom út á árunum 1829-1832. • Efnið var mjög í anda lærdómslistafélagsins og tengdist einkum landbúnaði og öðrum atvinnuvegum. • Ritið lagðist niður þegar Baldvin Einarsson fórst í bruna.

  24. Herranótt • Skólapiltar í Skálholti héldu á hverju hausti gleðihátíð sem þeir nefndu Herranótt. • Elstu heimildir um íslenska leikritun tengjast þessari hátíð. • Skólapiltar sömdu leikrit til að flytja á hátíðinni. Þetta gerðist þó ekki fyrr en skólinn var fluttur til Reykjavíkur. • Einn þeirra sem skrifaði leikrit fyrir skólapilta var Sigurður Einarsson (1759-1827). • Narfi, frumfluttur 1799. • Deilir á uppskafningshátt Íslendinga sem apa allt eftir útlöndum og þykir allt þaðan fínt.

  25. Atli e. Björn Halldórsson • Nemendur skiptast á um að lesa úr Atla. • Bls. 145-147 í Rótum.

More Related