150 likes | 278 Views
Innan vallar eða utan? Rannsókn á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi meðal innflytjendabarna í Breiðholti. MIRRA Miðstöð InnflytjendaRannsókna ReykjavíkurAkademíunni GERÐUBERGI 27. ágúst 2008. Aðstandendur, aðdragandi og framkvæmd.
E N D
Innan vallar eða utan?Rannsókn á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi meðal innflytjendabarna í Breiðholti MIRRA Miðstöð InnflytjendaRannsókna ReykjavíkurAkademíunni GERÐUBERGI 27. ágúst 2008
Aðstandendur, aðdragandi og framkvæmd • Hugmyndin kviknar hjá ÍR – áhyggjur af þátttökuleysi innflytjendabarna í hverfinu • ÍR, Þjónustumiðstöð Breiðholts, MIRRA – stýrihópur • Fjármagn – styrkir: • Velferðarsjóður barna, • Íþróttasjóður Menntamálaráðuneytis • Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur – ÍTR • Velferðasvið Reykjavíkurborgar • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ÍSÍ • Ungmennafélag Íslands - UMFÍ • Félagsmálaráðuneyti
Aðferðafræði • Eigindleg rannsókn • Söfnun og úrvinnsla tölulegra gagna og annarra rannsókna • Viðtöl við 19 fjölskyldur – 25 börn 9-15 ára • Viðtöl við þjálfara, starfsfólk frístundamiðstöðva, kennara, starfsfólk allra kirkna í hverfinu, fulltrúa skátafélagsins • Viðtöl við starfsfólk á skrifstofum ÍR, ÍSÍ, KSÍ og ÍTR
Helstu hindranir • Skráningar á innflytjendabörnum • Hagstofa Íslands • Skólar • Íþróttahreyfingin • Fáar rannsóknir á daglegu lífi innflytjendabarna á Íslandi • Erfiðleikar við öflun þátttakenda
Frístundakort ÍTR • Frístundakortið illa kynnt hjá aðildarfélögum kortsins • Upplýsingar skila sér ekki rétta boðleið • Nauðsynlegt að beina kynningu að foreldrum • Flókið umsóknarferli • Þeir sem þekkja til vita ekki til hvers á að nota það
Raddir foreldra • Þetta kom í póstinum í dag. Ég hef séð bækling um þetta áður, líka um ÍR. Það er íþróttafélagið hérna niðurfrá. En við notum ekki kortið. Við ætlum kannski að gera það ef við göngum í þetta félag. Ég vissi ekki að það væri hægt að nota kortið fyrir annað en íþróttir. En það er gott að hafa þetta. Geta þau á þjónustumiðstöðinni hjálpað mér með það? Ég henti bæklingnum þegar hann kom í haust af því að ég vissi ekki. • (Mamma tveggja barna frá Filippseyjum) • Ég þekki eiginlega ekki til íþróttafélaganna í hverfinu. Við höfum fengið bréf og bæklinga, en ég skil bara orðin fótbolta, sund, dans. Við skiljum ekki út á hvað tilboðið gengur. • (Pólskur pabbi 8 ára gamallar stelpu)
Þetta segja krakkarnir • Það kom blað í skólann um körfubolta. Á mörgum tungumálum. Og svo fór ég og spurði vini mína hvort þeir vildu koma með mér á æfingar, Jóa og þá. Þeir eru líka að æfa. Það er betra að vera fleiri saman. Ég hef eiginlega ekki kynnst neinum öðrum í körfunni. • (10 ára gamall strákur frá Filippseyjum) • Mig langar að læra dans, en ég veit ekki hvar það er hægt. Ég verð að spyrja einhverja vini mína. Allir í fjölskyldunni voru í dansi í Póllandi. Mig langar líka í blak, en ég veit ekki hvar það er hægt. Pabbi var einu sinni í blaki, hann kenndi líka tai-chi og taikwondo. • (13 ára stelpa frá Póllandi, hefur verið ½ ár á Íslandi)
Þjónustumiðstöð Breiðholts • Þeir sem þurft höfðu að leita til ÞB vegna vottorða, þekktu til hennar • Engir af þátttakendum vissu um aðra þjónustu ÞB, t.d í tenglsum við Frístundakort • Nauðsynlegt að auka kynningu á ÞB meðal innflytjenda
Helstu niðurstöður • Innflytjendabörn ekki skráð sérstaklega – hvorki í skólakerfinu né hjá íþróttafélögunum. • Þess vegna er erfitt að fá nákvæma vitneskju um : • íþróttaþátttöku innflytjendabarna og aðra tómstundastarfsemi þeirra
Helstu niðurstöður frh. Hugsanlegar ástæður dræmrar íþróttaþátttöku : • Menningarlegar ástæður – ekki hefð • Félagslegar ástæður - vinnuálag foreldra, erfitt fyrir börnin að fara ein á æfingar, vinatengsl einangruð við ákveðinn vettvang • Upplýsingar skila sér ekki - tungumála-örðugleikar, kynningum ekki beint í réttan farveg, upplýsingar einhliða vantar samræður við foreldra
Kynningar og samvinna • Nauðsynlegt að efla samvinnu milli skólanna, ÍTR, íþróttafélaganna og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts • Skólinn þungamiðja • Nauðsynlegt að efla samræður við innflyjendur í stað einhliða upplýsingastreymis