40 likes | 212 Views
Smásaga. Nútímasmásagan varð til á 18. öld í kjölfar skáldsagna og í tengslum við stóraukna tímaritsútgáfu. stutt skálduð hnitmiðuð táknræn. Hnitmiðun. Sálarlíf einnar persónu (vísar út fyrir sig til stærra hóps) Afmarkað umhverfi.
E N D
Smásaga • Nútímasmásagan varð til á 18. öld í kjölfar skáldsagna og í tengslum við stóraukna tímaritsútgáfu. • stutt • skálduð • hnitmiðuð • táknræn
Hnitmiðun • Sálarlíf einnar persónu (vísar út fyrir sig til stærra hóps) • Afmarkað umhverfi. • Einn atburður eða röð hliðstæðra atburða. Oft sannleiksaugnablik, uppgötvun sanninda, hrun tálsýna, kaldhæðni örlagana. „Mannsævi sem birtist í óendanlegum áhrifamætti einnar örlagastundar.“ Lukács
Bygging • Sagan stefnir allt frá fyrstu setningu að risinu, afhjúpun eða óvæntur endir. Afhjúpun stig af stigi. Stundum er lesandinn einn um skilninginn. • Í skáldsögu er venjulega kynning, flækja og lausn en í smásögu er venjulega bara flækja. Krafturinn felst í ófullkominni byggingunni, lausn væri „antiklimax“.
Hið ytra speglar oft hið innra. Innra eintal skapar aukna nálægð og samúð. Persónur oft fórnarlömb aðstæðna, niðursetningar, börn, dýr, gamalmenn flækingar, konur, utangarðsmenn, einfarar. (smælingjaminnið-þjóðfélagsleg ádeila) • Sviðsetning nær oft nútíðaráhrifum. • Margt ósagt, gefið í skyn. • Hversdagsleg umgjörð. Lítill heimur sem verður fyrir truflun, td. með gestakomu.