150 likes | 277 Views
Leiðsögutækni LES 102 Stefán Helgi Valsson 29. október 2008. Dagsferð (Gullfoss, Geysir & Þingvellir). Dagsferðir. Dagsferð er ferð sem tekur sex klukkustundir eða lengur. Hádegismatur oftast innifalinn, eða tími til að matast.
E N D
Leiðsögutækni LES 102Stefán Helgi Valsson 29. október 2008 Dagsferð (Gullfoss, Geysir & Þingvellir)
Dagsferðir • Dagsferð er ferð sem tekur sex klukkustundir eða lengur. • Hádegismatur oftast innifalinn, eða tími til að matast. • Afþreyingarferðir, t.d. hestaferð eða flúðasigling er stundum hluti dagsferðar. LES 102 Stefán Helgi Valsson
Dagsferðir • Einstaklingsferðir – einstaklingur kaupir sér miða í hópferð með t.d. Kynnisferðum, Allrhahanda. • Sérferðir – almennar hópferðir. Ferðaskrifstofa erlendis selur ferðir til Íslands og sendir alla saman til landsins. Oft þekkist fólkið úr fyrri ferðum. Vinnustaðahópar (hvataferðir). • Einkaferðir – t.d. hjón, vinir, fjölskyla. LES 102 Stefán Helgi Valsson
Helstu dagsferðir frá Reykjavík • Gullhringurinn, s.s. Gullfoss, Geysir og (Þingvellir). 5-10 klst. • Reykjanes og Bláa lónið. 4-6 klst (hálfsdagsferð). • Suðurströnd, s.s. Hellisheiði, Hveragerði, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Seljalandsfoss, Skógafoss, Sólheimajökull, Vík í Mýrdal. 8-12 klst. • Borgarfjörður, Borgarnes og Landnámssetrið, Borg á Mýrum, Barnafoss og Hraunfossar, Reykholt, Deildartunguhver, Hvalfjörður. 9 klst. • Snæfellsnes, Borgarnes, Mýrar, Arnarstapi, Djúpalónssandur, Ólafsvík (Hákarlasafnið á Bjarnarhöfn). 10-13 klst. LES 102 Stefán Helgi Valsson
Heimasíður nokkurra fyrirtækja sem bjóða uppá dagsferðir • Kynnisferðir – www.re.is • Allrahanda – www.icelandexcursions.is • Íslenskir fjallaleiðsögumenn – www.mountainguides • Eldfjallaferðir – www.volcanotours.is • Mountain taxi – www.mountaintaxi.is • ... • ... LES 102 Stefán Helgi Valsson
Tala um það sem sést • Leiðsögumenn gera vel ef þeir temja sér að tala alltaf fyrst um það sem gestirnir sjá og taka eftir sjálfir, eða er bent á. Ef hins vegar leiðin er tilbreytingarlaus má tala um almennt efni. Margt vinnst með því að tala alltaf um það sem sést. • Svarar spurningum gestanna, áður en þeir spyrja. • Minnispunktar eru óþarfir því það sem sést minnir leiðsögumann á hvað er hægt að tala um. • Auðvelt að byggja upp frásögn og ritstýra frásögninni. • Auðvelt að útskýra hlutina með dæmi fyrir framan sig. • Leiðsögumaður talar um efni sem tilheyrir leið dagsins þannig að Gullfossferð sé ekki eins og ferðu um Suðurströnd... LES 102 Stefán Helgi Valsson
Tala um það sem sést - TVP • Leiðsögumenn meta það sem þeir sjá og ritstýra sjálfum sér, þ.e.a.s. Þeir segja frá því sem þeim finnst mikilvægast að koma á framfæri. • Spurning: Hvað vil ég sem leiðsögumaður koma á framfæri við hlustendur, hvað vil ég að þeir viti um Hellisheiði, gróðurfar á Íslandi, ogsvo frv. • Aðalforgangsáhorf á við það sem sést út um gluggann (e. Top visual priority). LES 102 Stefán Helgi Valsson
Umræðuefni í dagsferð GGÞ Staður TVP Ítarefni LES 102 Stefán Helgi Valsson
Á ég að borða með gestunum? • Mörg svör eru við þessari spurningu. • Almennt borða leiðsögumenn í dagsferðum ekki með gestunum á Geysi né við Gullfoss. Á báðum stöðum er aðstaða fyrir bílstjóra og leiðsögumenn til að matast. Á Hótel Geysi þarf að kvitta fyrir sig í móttöku hótelsins, en ef leiðsögumenn matast í kaffiteríunni þarf ekki að kvitta. • Ef hópurinn er lítill, eða um sérhóp er að ræða, eða ef fólkið í hópnum talar ekki sama tungumál og þjónustufólkið er sjálfsagt að matast með hópnum. Hins vegar gætuð þið þurft að borga sjálf fyrir matinn nema annað sé ákveðið. LES 102 Stefán Helgi Valsson
Umræðuefni í dagsferð GGÞ Staður TVP Ítarefni LES 102 Stefán Helgi Valsson
Umræðuefni í dagsferð GGÞ Staður TVP Ítarefni LES 102 Stefán Helgi Valsson
Hverju þarf að koma til skila á Þingvöllum? • Þingvallavatn (aldur, myndun, dýralíf). • Jarðfræði (eldfjöll, sigdældin, flekakenningin). • Þjóðgarðurinn sjálfur (stofnun, mikilvægi Þingvalla í huga og hjarta Íslendinga, hátíðir). • Alþingi (stofnun og ástæður fyrir stofnuninni, fyrirkomulag, fjöldi goða, dómsvald, löggjafar-vald, framkvæmdavald, endalok Íslenska þjóðveldisins (e. Age of the Commonwealth). LES 102 Stefán Helgi Valsson
Hvernig ber maður sig að á Þingvöllum? • Ef ekið er frá Geysi um Gjábakkaveg að Þingvöllum er upplagt að byrja að segja frá Þingvallavatni strax og það kemst í sjónmál. • Tala síðan um jarðfræðina og benda á Hrafnagjá. • Tala síðan um Þjóðgarðinn, stofnun, hátíðir og fl. • Þegar Valhöll sést, segja frá hvaða hús þetta er. Undirbúa heimsókn og 30-45 mínútna stopp á Þingvöllum. • Fara út úr rútunni við Peningagjá (Flosagjá) og leiða hópinn upp að Lögbergi. Segja þar nánar frá stofnun Alþingis og Íslenska þjóðveldisins. Ganga með hópnum upp að Hakinu. LES 102 Stefán Helgi Valsson
Umræðuefni í dagsferð GGÞ Staður TVP Ítarefni LES 102 Stefán Helgi Valsson
Hvað þarf ég að muna? • Að tala alltaf fyrst um það sem ferðamenn taka eftir. • Forðast langlokur og útúrdúra. • Klára hvert umræðuefni fyrir sig, ekki tala mörgum sinnum um hesta til dæmis. Ef einhver spyr um hesta þá svarið þið: Mig langar að segja ykkur frá Íslenska hestinum eftir hádegið, á milli Geysi og Laugarvatns. LES 102 Stefán Helgi Valsson