50 likes | 284 Views
Um þjóðsögur. Höfundalausar frásagnir sem hafa varðveist í munnlegri geymd, oft öldum saman. Til eru mörg afbrigði af sumum sagnanna. Enginn veit hver sagði söguna fyrstur. Fáar þjóðir eiga jafnstórt safn af þjóðsögum og Íslendingar. Til íslenskra þjóðsagna teljast:
E N D
Um þjóðsögur • Höfundalausar frásagnir sem hafa varðveist í munnlegri geymd, oft öldum saman. • Til eru mörg afbrigði af sumum sagnanna. • Enginn veit hver sagði söguna fyrstur. • Fáar þjóðir eiga jafnstórt safn af þjóðsögum og Íslendingar. • Til íslenskra þjóðsagna teljast: tröllasögur, útilegumannasögur, sögur af álfum og huldufólki,galdrasögur, sögur af sæbúum og draugasögur. Málbjörg / SKS
Um þjóðsögur • Sagan er sögð í réttri tímaröð. • Sagan hefur kynningu, flækju (atburðarás), ris og lausn. • Frásagnarháttur er venjulega einfaldur, málfar einfalt og kjarnmikið. • Margar þjóðsögur innihalda vísur eða stef. • Andstæður eru áberandi í persónusköpun; ríkur – fátækur, vondur –góður, lítill – stór, vitur – heimskur. • Endurtekningar eru algengar. • Þrítala notuð til að tákna áherslu og skapa stígandi. • Aðalsöguhetjur eru fáar. • Tölurnar þrír, fimm og sjö og margfeldi þeirra eru mjög mikið notaðar. Málbjörg / SKS