320 likes | 696 Views
Siðaskipti. Mótmælendatrú í Evrópu og á Íslandi (bls. 179 – 197). Andstaða við kaþólska kirkju. Kirkjan hafði ekki fyrr náð að kristna Evrópu en hún þurfti að fara að fást við kristna andstæðinga hennar
E N D
Siðaskipti Mótmælendatrú í Evrópu og á Íslandi (bls. 179 – 197)
Andstaða við kaþólska kirkju • Kirkjan hafði ekki fyrr náð að kristna Evrópu en hún þurfti að fara að fást við kristna andstæðinga hennar • Rannsóknarréttinum var komið á fót á 13. öld til að fást við hópa trúvillinga í sunnanverðri álfunni • Á 14. öld mótmæltu Wycliffe og svo nefndir Lollardar á Englandi harðlega veraldarvafstri kirkjunnar og héldu því fram að ekki þyrfti milligöngu kirkjunnar til að frelsast • Í Norður-Evrópu varð til trúarsamfélag kvenna sem nefndar voru Begínur sem héldu svipuðu fram • Kirkjunni tókst þó að kæfa þessar hreyfingar áður en stórvandræði hlutust af Valdimar Stefánsson 2008
Hússítar í Tékklandi • Öflugasta villutrúarhreyfingin á síðmiðöldum var þó tvímælalaust hreyfing Hússíta í Tékklandi • Hún spratt upp af kenningum Johanns Huss sem brenndur var á báli árið 1415 fyrir villutrú • Dauði hans leiddi til uppreisnar og börðust Hússítar við her Þýskalandskeisara í tvo áratugi en uppreisnin rann út í sandinn vegna innbyrðis átaka uppreisnarmannanna • Kirkjan náði síðan samningum við stærstan hluta Hússíta en rótækasti armur hreyfingarinnar var yfirbugaður nokkrum árum síðar Valdimar Stefánsson 2008
Siðaskipti • Siðaskiptin urðu þegar horfið var frá kaþólskum sið víða í norðan- og vestanverðri Evrópu og mótmælendakirkjur risu þar upp á 16. öld • Þau ollu breytingum á stjórnarháttum og tengsl ríkis og kirkju jukust í löndum mótmælenda • Breytingar urðu einnig á kaþólskri trú í gagnsiðbótinni svo kölluðu, þegar kirkjan endurskoðaði margt af því sem hún hafði verið gagnrýnd hvað mest fyrir • Siðaskiptin ollu miklu uppnámi í samfélagi Evrópu og það var ekki fyrr en nær 200 árum eftir upphafið sem jafnvægi komst á í álfunni Valdimar Stefánsson 2008
Siðspilling kaþólsku kirkjunnar • Siðspilling innan kaþólsku kirkjunnar var alþekkt á 15. öld • Vald kirkjunnar var mikið og virðist sem það hafi stigið mörgum þjónum hennar til höfuðs • Æðstu embættismenn hennar héldu frillur án þess að reyna að fela það og ólu á ófriði milli aðalsmanna til að auka eigið vald • Það var þó einkum óheft fégræðgi kirkjunnar þjóna sem var almenningi þyrnir í augum • Segja má að með aflátssölu til að fjármagna byggingu Péturskirkjunnar í Róm hafi menn loks fengið sig fullsadda á spillingunni Valdimar Stefánsson 2008
Aflátssalan • Aflátssalan fólst í því að hægt var að kaupa aflátsbréf af umboðsmönnum biskupa og páfa • Aflátsbréfin áttu að tryggja mönnum styttri vist í hreinsunareldinum eftir dauðann en samkvæmt kenningum kirkjunnar var það sérstakur staður þar sem menn bættu fyrir syndir sínar • Árið 1517 negldi ungur munkur orðsendingu í 95 liðum á kirkjudyr í Wittenberg þar sem hann mótmælti m. a. aflátssölu og fjölmörgum öðrum athöfnum kirkjuyfirvalda • Þessi maður var Marteinn Lúther Valdimar Stefánsson 2008
Marteinn Lúther • Marteinn Lúther (1483 – 1546) hafði vakið athygli fyrir miklar gáfur og var orðinn prófessor í guðfræði aðeins 27 ára gamall • Eftir að hafa legið yfir Nýjatestamentinu í mörg ár var hann kominn á þá skoðun að kaþólska kirkjan fylgdi engan veginn þeim boðskap sem þar var að finna • Aflátssalan var eitt augljósasta dæmi þess; fyrirgefning guðs fengist ekki fyrir fé og væri yfirhöfuð ekki á færi neinna manna að veita fyrirgefningu synda Valdimar Stefánsson 2008
Marteinn Lúther • Lúther boðaði að maðurinn frelsaðist ekki fyrir góð verk heldur fyrir trú vegna náðar guðs • Meðal annarra kenninga kaþólsku kirkjunnar sem Lúther hafnaði var dýrlingadýrkun, skriftir hreinsunareldurinn og vald páfa • Einlífi presta og munklífi skyldi afnumið • Biblían var undirstaða trúarinnar og leiðarvísir kristinna manna • Þess vegna var mikilvægt að allir gætu lesið hana og því ætti hún að vera til á móðurmálinu • Til að ráða bót á því þýddi Lúther sjálfur biblíuna á þýsku Valdimar Stefánsson 2008
Útbreiðsla Lútherstrúar • Hinn nýi boðskapur Lúthers féll í frjóan jarðveg, einkum í þeim löndum þar sem ríkisvaldið var veikt fyrir • Meginbreytingin sem fólst í hinum nýja sið voru þau sterku tengsl sem komið var á milli ríkis og kirkju • Þjóðhöfðingjar gerðust æðstu yfirmenn kirkjunnar og sölsuðu þar með undir sig allar eigur hennar • Kirkjan var þar með kominn undir verndarvæng ríkisins og er óhætt að fullyrða að valdhafar sáu sér hag í því að koma á ríkistrú þar sem farið var fram á hlýðni við ríkisvaldið Valdimar Stefánsson 2008
Útbreiðsla Lútherstrúar • Á nokkrum áratugum breiddist Lútherstrúin út til nágrannaríkjanna • Þýskaland skiptist í 300 furstadæmi og flest þeirra urðu fljótt höll undir hinn nýja sið • Svíar sem nýlega höfðu sagt skilið við Danmörk (Kalmarsambandið) tóku Lútherstrú 1527 • Kristján III, Danakonungur, fylgdi fordæminu 1537 og þar með höfðu öll Norðurlöndin sagt skilið við kaþólska trú • Með Augsborgarsamþykktinni 1555 var ákveðið að þegnar hvers ríkis skyldu vera sömu trúar og þjóðhöfðinginn og þannig klofnuðu Þjóðverjar varanlega í tvær kirkjudeildir Valdimar Stefánsson 2008
Kalvinismi • Lúther var ekki eini siðbótarmaður síns tíma • Frakkinn Jóhann Kalvin (1509-1564) boðaði sína útgáfu af siðbót sem náði útbreiðslu í Niðurlöndum, Englandi, Skotlandi, Frakklandi og Sviss en þar starfaði Kalvín • Einfaldleikinn er aðaláherslan í Kalvinisma og allt prjál forboðið • Prestastétt er hafnað og stýra öldungar söfnuðum eins og í frumkristni • Náðarvalskenning Kalvins gengur út á það að guð hafi frá upphafi fyrirhugað hverjir yrðu hólpnir og hverjir ekki, því gagnast góðverk ekkert Valdimar Stefánsson 2008
Kalvinismi • Kalvinisminn höfðuðu betur til borgarastéttarinnar en kenningar Lúthers sem treysti meira á aðalinn í útbreiðslu sinnar kenningar • Borgin varð sterkasta vígi kalvinismans sem breiddist einkum út um lönd vestan við kjarnasvæði lútherskunnar, Sviss, Frakkland, Niðurlönd og Skotland • Kalvinisminn náði þó hvergi að verða ríkistrú enda lagði Kalvin sjálfur enga áherslu á það Valdimar Stefánsson 2008
Enska biskupakirkjan • Hinrik VIII (1491-1547), konungur Englands, sagði skilið við kaþólska kirkju þegar páfi bannaði honum að skilja við konu sína og kvænast á ný • Hinrik vildi eignast son en átti bara dóttur með konu sinni sem nú var komin úr barneign • Englandskonungur sölsaði undir sig eigur kirkjunnar en kenningarlega var biskupakirkjan ekki fjarri kaþólskunni • Hinrik kvæntist sex sinnum en dóttir hans, Elísabet, sem hann átti með annarri konu sinni, ríkti í 45 ár eftir hans dag og mótaði og styrkti ensku biskupakirkjuna sem enn í dag er þjóðkirkja Englands Valdimar Stefánsson 2008
Gagnsiðbót kaþólsku kirkjunnar • Svar kaþólsku kirkjunnar við siðbót mótmælenda var gagnsiðbótin og náði hún að stöðva útbreiðslu mótmælendatrúar • Á kirkjuþinginu í Trento 1545-63 var stefnan samræm, aflátssölu var hætt og ákveðið að leggja aukna áherslu á betri menntun presta • Ignatíus Loyola stofnaði nýja munkreglu sem nefndist kristmunkar eða jesúítar og var meginverkefni hennar fyrst í stað kennsla • Margir jesúítar gerðust síðan trúboðar, einkum í nýja heiminum, og unnu sér virðingu um heim allan • Rannsóknarrétturinn starfaði áfram og vann að kappi við að uppræta alla villutrú Valdimar Stefánsson 2008
Áhrif siðaskiptanna • Siðaskiptin höfðu djúptækar afleiðingar á evrópskt þjóðlíf • Ríkisvald festist í sessi og veraldleg ítök kirkjunnar minnkuðu að sama skapi • Siðaskiptin áttu einnig stóran þátt í að greiða fyrir efahyggju í fræðalífi álfunnar • Ein forsenda siðaskiptanna var að efast um réttmæti kaþólskra kennisetninga og helgisiða og má rekja bæði fjölhyggju og efnishyggju nútímans til þessara atburða • Kristnidómur Vestur-Evrópu klofnaði í tvennt, kaþólska trú og mótmælendatrú Valdimar Stefánsson 2008
Trúarlegt landslag Evrópu um 1560 Valdimar Stefánsson 2008
Siðaskiptin á Íslandi • Þar sem Íslendingar voru komnir undir Danakonung urðu þeir sjálfkrafa mótmælendatrúar er þeirri trú var komið á í Danmörku árið 1537 • Var lagabálkur þar að lútandi (kirkjuordinansía) sendur til Íslands sama ár og áttu Íslendingar að samþykkja hann en þeir létu það hjá líða • Ekki er vitað um nema fjóra menn sem gátu talist til hins nýja siðar og voru þeir allir í Skálholti og fóru leynt með skoðanir sínar • Einn þeirra, Oddur Gottskálksson, þýddi í laumi Nýja testamentið yfir á íslensku og kom þýðingin út í Danmörku árið 1540 Valdimar Stefánsson 2008
Atlögu að klaustrum hrundið • Danakonungi virðist ekki hafa legið mikið á að gera Íslendinga lútherska en hirðstjóra hans og fógeta fannst tilvalið að nota þetta tækifæri til að koma sér betur fyrir hér á landi • Vorið 1539 lagði Diðrik frá Minden, fógeti konungs, Viðeyjarklaustur undir sig og rak áfram sem eign konungs • Um sumarið reið hann síðan í Skálholt og hefur líklega ætlað að leggja undir sig klaustrin á Suðurlandi en þá spyrntu Íslendingar við fótum og drápu fógetann og menn hans alla Valdimar Stefánsson 2008
Gissur Einarsson verður biskup • Biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, var orðin aldraður maður og hafði þegar valið eftirmann sinn og sent til Danmerkur, er fógetinn var drepinn og danskt vald á landinu þurrkað út • Eftirmaður Ögmundar, Gissur Einarsson, var reyndar einn fjögurra lútherstrúarmanna landsins en ekki er vitað hvað stýrði vali gamla biskupsins • Gissur kom aftur til landsins 1540 með umboð konungs til að taka við Skálholtsstað sem hann og gerði Valdimar Stefánsson 2008
Endurreisn konungsvalds • Ögmundur virðist hafa iðrast þess að hafa valið Gissur sem eftirmann sinn, því strax um veturinn ritar hann bréf til Hólabiskups, Jóns Arasonar, og er helst að ætla að Ögmundur hafi viljað láta dæma Gissur úr embætti • En um vorið 1541 kom loks danskt herskip til landsins og endurreisti vald konungs yfir landinu, handtók Ögmund og flutti til Danmerkur • Danir gerðu þó í þetta sinn enga tilraun til að koma á siðaskiptum í Hólabiskupsdæmi þar sem hinn rammkaþólski Jón Arason sat áfram Valdimar Stefánsson 2008
Nýr Skálholtsbiskup • Líklegt má telja að þeir Gissur Einarsson og Jón Arasonhafi gert með sér samkomulag um að halda frið hvor við annan • En strax eftir fráfall Gissurar 1548 fór Jón suður í Skálholt og hélt þar prestastefnu sem útnefndi kaþólskan mann sem næsta biskup • Andstæðingar Jóns útnefndu þá lútherskan prest, Martein Einarsson, og fóru bæði biskupsefnin til Danmerkur þar sem konungur valdi að sjálfsögðu Martein sem næsta Skálholtsbiskup Valdimar Stefánsson 2008
Valdabaráttan 1549 – 1550 • Haustið 1549 náðu tveir synir Jóns Arasonar Marteini Skálholtsbiskupi á sitt vald og fluttu nauðugan norður í Hóla en Jón hafði þá víggirt staðinn • Þetta sama ár fékk Daði Guðmundsson, sýslumaður í Dalasýslu, bréf frá konungi þess efnis að handtaka þyrfti Jón Arason en ekki virðist Daði hafa treyst sér í verkið • Sumarið 1550 reið Jón aftur suður í Skálholt og náði staðnum á sitt vald Valdimar Stefánsson 2008
Jón Arason nær völdum á Íslandi • Jón endurvígði dómkirkjuna í Skálholti, lét grafa lík Gissurar biskups upp og husla utangarðs, fór síðan suður í Viðey og vestur að Helgafelli og endurreisti klaustrin þar • Jón Arason virtist nú hafa öll völd í landinu í hendi sér en ekki er vitað hvernig hann hafði hugsað sér framhaldið • Til eru heimildir um að hann hafi skrifað Þýskalandskeisara en um þetta leyti voru kaþólskir í sókn í Þýskalandi og vonir stóðu til um að lútherskan yrði endanlega bæld niður Valdimar Stefánsson 2008
Endalok Jóns Arasonar • Haustið 1550 gerði Jón biskup þá afdrifaríku skyssu að fara, ásamt tveimur sonum sínum, fáliðaður vestur í Dali • Daði sýslumaður fékk fregnir af förinni, fór með fjölmennt lið, handtók þá feðga og flutti í Skálholt • Þar ákváðu þeir Daði, Marteinn biskup og Christian Skriver fógeti konungs að taka feðgana af lífi, fremur en að hætta á að þeir yrðu frelsaðir áður en hægt yrði að senda þá úr landi • Jón Arason og synir hans voru því hálshöggnir í Skálholti 7. nóvember árið 1550 Valdimar Stefánsson 2008
Hefnd Norðlendinga • Í janúar 1551 fóru um 60 manna lið Norðlendinga suður, leituðu Christian Skriver uppi og drápu hann ásamt fylgdarmönnum hans auk þess sem þeir leituðu upp þá dönsku menn sem þeir höfðu veður af og drápu þá alla • Um vorið kom síðan 300 manna lið með dönskum herskipum til Eyjafjarðar og var þá nefndur dómur þar og Jón biskup og synir hans dæmdir landráðamenn og réttdræpir • Þar með höfðu siðaskiptin loks sigrað á Íslandi Valdimar Stefánsson 2008
Málstaður Jóns biskups • Á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, á 19. og fram eftir 20. öld, var sú skoðun ríkjandi að Jón biskup hefði verið þjóðernissinni sem barðist gegn dönsku valdi • Kvæði sem varðveist hefur eftir Jón bendir reyndar í þá átt en líklega sá hann þá baráttuna frekar í ljósi innlendrar yfirstéttar sem hann tilheyrði sjálfur • Á síðustu áratugum hefur sú skoðun orðið almennari að Jón hafi fyrst og fremst barist fyrir valdi kirkjunnar sem hann þjónaði • Rétt er að benda á að Jón var vellauðugur maður og sá fram á að tapa þeim auði ef hann yrði undir Valdimar Stefánsson 2008
Guðbrandur biskup Þorláksson • Útbreiðsla hins nýja siðar á Íslandi var mikið starf og á engan er hallað þótt Guðbrandi Þorlákssyni, Hólabiskupi, sé þar þakkað mest • Hann var annar biskup Hólastiftis í hinum nýja sið og lagði allt kapp á að festa hann í sessi • Að hætti hinna evrópsku Lútherstrúarmanna nýtti Guðbrandur sér hina nýju prenttækni til þess að koma kenningunni á framfæri • Stærsta afrek hans er útgáfa á heildarþýðingu á Biblíunni, Guðbrandsbiblían, sem út kom 1584 Valdimar Stefánsson 2008
Guðbrandur biskup Þorláksson • Guðbrandur Þorláksson starfrækti Hólaprentsmiðju og gaf út fjölda guðsorðabóka auk Biblíunnar og þar á meðal var mikið af þýddum ritum og stuðluðu þessar þýðingar tvímælalaust að málverndun • Auk þess gaf hann m. a. út Vísnabókina þar sem trúarkvæði voru ort undir veraldlegum kveðskaparháttum en þannig ætlaði hann að reyna að efla vinsældir trúarkvæðanna • Með útgáfu sinni tryggði Guðbrandur að kirkjumál Íslendinga yrði ekki danska eins og gerðist bæði í Færeyjum og Noregi Valdimar Stefánsson 2008
Lútherskur rétttrúnaður • Þar sem Lútherstrúarmenn höfnuðu hreinsunareldinum og syndafyrirgefningu presta varð trú þeirra á ýmsan hátt strangari en kaþólskan hafði verið • Eftirmenn Lúthers gripu gjarnan til þess bragðs að hræða fólk til réttrar breytni með því að útmála ógnir helvítis • Þessa ströngu, refsiglöðu trúhreyfingu er er venja að nefna lútherskan rétttrúnað sem er í raun öfugmæli þar sem þarna var vikið frá þeirri braut Lúthers að halda sig við það sem stendur í Nýja testamentinu Valdimar Stefánsson 2008
Stóridómur • Í kaþólsku hafði kirkjan séð um svo nefnd skírlífisbrot en með lútherskunni færðist sá málaflokkur yfir á herðar veraldlegs valds • Við það urðu refsingar í slíkum málum mun þyngri en verið hafði og harðar var gengið fram í að rannsaka og dæma fyrir brotin • Árið 1564 samþykkti Alþingi lagabálk um skírlífisbrot sem í daglegu tali hlaut nafnið Stóridómur og var hann ekki afnuminn að fullu fyrr en á 19. öld Valdimar Stefánsson 2008
Stóridómur • Refsingar í Stóradómi fyrir skírlífisbrot náðu allt frá lágum fésektum til dauðadóms og munu nokkrir tugir, bæði karlar og konur, hafa verið teknir af lífi hér á landi með tilvísun til hans • Vægustu brotin vörðuðu kynlíf ógiftra para en ef um hórdómsbrot var að ræða (annar eða báðir aðilar giftir öðrum) var refsingin dauðadómur við þriðja brot • Sifjaspell vörðuðu dauðadóm við fyrsta brot en þá var skilgreining á slíkum tengslum mun rýmri en nú er, t. d. var kynlíf manns með mágkonu sinni dauðasök Valdimar Stefánsson 2008
Galdrafárið • Á tímum lútherska rétttrúnaðarins reis galdrafárið hæst í Evrópu og gekk hér yfir Ísland á síðari hluta 17. aldar • Ekki er þó hægt að kenna lútherskunni einni um galdafárið þar sem galdrabrennur voru einnig stundaðar í kaþólskum ríkjum • Hér á landi voru 24 manneskjur brenndar, 23 karlmenn en aðeins ein kona og er það þveröfugt við það sem stundað var annars staðar í Evrópu Valdimar Stefánsson 2008