1 / 34

Líkami mannsins

Líkami mannsins. Glósur úr námsefni 7.bekkjar. Hugsum vel um heilsuna. Bein og liðamót, bls 10-13. Hlutverk beina að halda líkamanum uppréttum að hlífa viðkvæmum líffærum - að framleiða blóðfrumur. Bein og liðamót, bls 10-13. Röngenmyndir : Röngengeislar fara í gegnum

ardara
Download Presentation

Líkami mannsins

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Líkami mannsins Glósur úr námsefni 7.bekkjar

  2. Hugsum vel um heilsuna

  3. Bein og liðamót, bls 10-13 Hlutverk beina • að halda líkamanum uppréttum • að hlífa viðkvæmum líffærum - að framleiða blóðfrumur

  4. Bein og liðamót, bls 10-13 Röngenmyndir: • Röngengeislar fara í gegnum hold, en ekki bein. Með slíkum geislum er því hægt að taka mynd af beinagrindinni.

  5. Bein og liðamót, bls 10-13 Liðamót: • Eru á mótum tveggja beina og gera okkur kleift að hreyfa líkamann • Eru tvenns konar: hjaraliðir (hreyfast fram og aftur) og kúluliðir (hreyfast í allar áttir) • Liðbönd eru sterkir þræðir sem halda beinunum saman og skorða þannig liðamótin.

  6. Vöðvar bls 14-15 Hlutverk vöðvanna: • Gera okkur kleift að hreyfa líkamann að eigin vilja, og ýmsum innri líffærum að starfa

  7. Vöðvar bls 14-15 Gerð vöðvanna: • Rákóttir vöðvar eru festir við bein með sinum og með þeim hreyfum við okkur • Sléttir vöðvar eru í ýmsum líffærum og stjórnast ekki af vilja mannsins heldur af þeirri starfsemi sem fram fer inn í líkamanum

  8. Vöðvar bls 14-15 Umhirða um vöðvana: • Vöðvar þurfa stöðuga þjálfun og hreyfingu til að rýrna ekki • Strengir (harðsperrur) stafa af of miklu álagi á vöðva. Þá slitna þræðir í vöðvunum

  9. Hjarta og blóðrás, bls 16-18 Blóðið: • u.þ.b. 5 lítrar af blóði í fullorðnum líkama • Blóðið samanstendur af blóðvökva, rauðum blóðkornum, hvítum blóðkornum og blóðflögum. Hlutverk blóðsins: • Blóðið flytur súrefni og næringarefni til allra hluta líkamans, og losar hann við koltvíoxíð og úrgangsefni

  10. Hjarta og blóðrás, bls 16-18 Hjarta og æðar: • Blóðið flyst með æðum um allan líkamann • Æðar eru þrenns konar: • Slagæðar: blóð á leið frá hjarta • Háræðar: örmjóar æðar út í vefjum líkamans þar sem efnaskipti fara fram • Bláæðar: blóð á leið til hjartans - Hjartað er vöðvi sem dælir blóðinu út í æðarnar.

  11. Lungun og öndun bls 22-25 Hlutverk öndunarfæranna: - að koma súrefni inn í blóðrás líkamans • Að koma koltvíoxíði út úr blóðrás líkamans Starfsemi öndunarfæranna: - Efnaskiptin (súrefni inn, koltvíoxið út) fara fram í háræðum sem liggja utan um lungnablöðrurnar.

  12. Lungun og öndun bls 22-25 Gerð öndunarfæranna: • Efri hluti : - Nefhol og munnhol - Kok - Barki • Neðri hluti: - Barki - Berkjur - Lungnablöðrur - Hægra og vinstra lunga

  13. Tennur og tannhirða bls 26-27 Hlutverk tanna: • Að rífa sundur mat og tyggja hann Gerð tanna: • 6 ára barn hefur 20 tennur, fullorðinn maður getur haft allt að 32 tennur • Hver tönn skiptist í tvo megin hluta, krónu og rót • Krónan er klædd glerungi, sem er harðasta efni líkamans

  14. Tennur og tannhirða bls 26-27 Tannsýkingar: • Í munninum lifa gerlar sem nærast á sykri. Úrgangurinn frá þessum gerlum er sýra sem skemmir glerunginn. Fái gerlar að vera í friði koma því holur í tennurnar. • Góð tannhirða (hollur matur, tannburstun, flúortannkrem, tannþráður) kemur í veg fyrir að sýran frá gerlunum skemmi tennurnar.

  15. Matur og melting bls 28-31 Hlutverk meltingarinnar: • Að útvega líkamanum þau næringarefni sem hann þarfnast • Að losa líkamann við úrgangsefni

  16. Matur og melting bls 28-31 Leið matar um meltingarveginn: • munnur: matur tugginn og bleyttur svo hægt sé að kyngja honum. Niðurbrot fæðu hefst • Kok og vélinda: þrýstir mat ofan í maga • Magi: magasafi blandast matnum og matur hnoðaður til að leysa hann upp • Smáþarmar: meltingarvökvum (gall og brissafi) blandað í fæðusúpuna. Næringarefni soguð inn í blóðrásina. • Ristill og endaþarmur: vatn er sogað úr fæðusúpunni áður en úrganginum er þrýst út úr líkamanum.

  17. Matur og melting bls 28-31 Næringarefnin: • Líkaminn þarfnast mismunandi næringarefna: - fitu (fæst úr olíu, smjöri, lýsi o.s.frv.) - kolvetna (fást úr brauði, grænmeti, hrísgrjónum, pasta og ávöxtum) - prótín (fást úr eggjum, fisk, kjöti og mjólk) - vítamín (mismunandi vítamín fást úr mismunandi mat)

  18. Matur og melting bls 28-31 Sýkingar í meltingarveginum: • Sýkingar berast auðveldlega í meltingarveginn með skemmdum mat • Að kasta upp er aðferð líkamans til að losna við skemmdan mat • Ef skemmdur matur berst neðar í meltingarveginn getur hann valdið niðurgangi sem er hættulegur því hann veldur miklu vökvatapi.

  19. Nýrun og þveitikerfið bls 32-33 Gerð þvagfæranna: • Nýrun: blóð rennur í gegnum nýrun þar sem úrgangsefni eru hreinsuð úr því. Þessi efni eru blönduð vatni og mynda þvag • Þvagpípur: leiða þvagið frá nýrum ofan í þvagblöðru • Þvagblaðra: safnar þvaginu þannig að hægt sé að losa það frá líkamanum í hæfilegum skömmtum • Þvagrás: leiðir þvagið frá þvagblöðru og út úr líkamanum

  20. Nýrun og þveitikerfið bls 32-33 Hlutverk þvagfæranna: • að hreinsa úrgangsefnin úr blóðrásinni og koma þeim út úr líkamanum Sýkingar í þvagfærum: • Þvagrásarsýking • Blöðrubólga (ef sýkingin kemst alla leið í þvagblöðruna)

  21. Taugakerfið bls 34-37 Hlutverk taugakerfisins: • Ber boð frá heilanum til allra hluta líkamans • Ber boð frá líkamanum til heilans • Samhæfir störf allra hluta líkamans

  22. Taugakerfið bls 34-37 Gerð taugakerfisins: • 3 megin hlutar þess eru heili, mæna og taugar • Heilinn skiptist í hjarna (hreyfingar,tal og önnur starfsemi sem við höfum stjórna á) hnykill (samhæfir störf líkamans) og heilastofn (stjórnar ósjálfráðri starfsemi) • Mænan liggur niður hrygginn og taugar ganga út úr henni endilangri. Boð um ósjálfræð viðbrögð berast frá mænu. • Taugaþræðir liggja um allan líkama og senda boð um það sem við skynjum o.fl.

  23. Taugakerfið bls 34-37 Heilinn er viðkvæmt líffæri: • Þarfnast næringar og súrefnis til að starfa rétt • Getur orðið fyrir hnjaski við högg

  24. Skynjun bls 38-47 5 megin skilningarvit mannsins: • Sjón • Heyrn og jafnvægisskyn • Bragð • Lykt • Tilfinning (þ.e. Snertiskyn, sársaukaskyn o.s.frv.)

  25. Augað og sjónin bls 38-41 Sjónin: • Sjónin byggist á því að augað nemur ljós sem breytt er í taugaboð og birtist okkur sem form og litir Leið ljóssins um augað: • Gegnum glæru • Inn um sjáaldur sem umkringt er af lithimnunni • Gegnum glerhlaupið sem fyllir út í augað • Lendir á sjónunni þar sem sjónskynfrumurnar eru • Sjónskynfrumur senda boð um myndina eftir sjóntaug til heilans

  26. Augað og sjónin bls 38-41 Sjónskynfrumur eru tvenns konar: - stafir nema svart, grátt og hvítt • Keilur nema liti Augað er verndað af: • Höfuðkúpu • Augnhárum • Augnlokum • Tárum

  27. Augað og sjónin frh. Helstu augnsjúkdómar: • Nærsýni (augasteinn of langur) • Fjærsýni (augasteinn of stuttur) • Litblinda (algengast að rugla rauðum og grænum litum) • blinda

  28. Eyrað og heyrnin bls 42-45 Heyrnin: • Byggist á því að eyrað nemur hljóðbylgjur sem berast um andrúmsloftið og breytir þeim í taugaboð sem túlkuð eru sem hljóð bogagöng kuðungur Hljóðhimna hlust

  29. Eyrað og heyrnin frh. Leið hljóðsins: • Eyrnablaðkan safnar saman hljóðbylgjum og beinir þeim inn í hlustina • Bylgjurnar skella á hljóðhimnu sem byrjar að titra • Titringurinn setur beinin í miðeyranu á hreyfingu • Titringurinn berst eftir beinunum inn í kuðunginn þar sem skynfrumur heyrnar nema boðin og senda þau eftir heyrnartaug til heilans

  30. Eyrað og heyrnin frh. Helstu kvillar: • Hella fyrir eyrum (misjafn þrýstingur fyrir innan og utan hljóðhimnu) • Eyrnarmergur (á að sjá um að hreinsa hlustina en ef hann verður of mikill getur hann valdið stíflu) • Hávaði getur skemmt hárfrumur í eyranu og þannig skaðað heyrnina • Heyrn dofnar oft með aldrinum • Heyrnarleysi (um 200 manns á Íslandi)

  31. Eyrað og heyrnin frh. Jafnvægisskynið: • Er í innra eyra • Bogagöngin geyma frumur sem skynja stöðu líkamans og senda boð til heilans um hvað þurfi að gera til að halda honum í jafnvægi

  32. Bragð, lykt og tilfinning bls 46-47 Bragð: • Bragðlaukar í tungunni nema 4 bragðgerðir: - sætt - salt - súrt - beiskt - Við greinum aðeins bragð af því sem bleytt hefur verið í munnvatni

  33. Bragð, lykt og tilfinning frh. Lykt: • Lyktarskynfærin eru efst í nefholinu og þau senda boð um lykt eftir lyktartaug til heilans • Lyktarskynið hjálpar okkur að finna bragð

  34. Bragð, lykt og tilfinning frh. Tilfinning: • Í húðinni og víðar í líkamanum eru skynfæri sem greina hita, kulda, snertingu, þrýsting og sársauka • Sársauki er aðferð líkamans til að vara við því sem er hættulegt

More Related