190 likes | 339 Views
Stóriðjuframkvæmdir og sveiflur í útflutningstekjum. 28. Apríl 2003 Magnús Fjalar Guðmundsson Hagfræðingur Seðlabanki Íslands. Einhæfur útflutningur. Hagvöxtur undanfarna áratugi að miklu leyti drifinn áfram af sjávarútvegi
E N D
Stóriðjuframkvæmdir og sveiflur í útflutningstekjum 28. Apríl 2003 Magnús Fjalar Guðmundsson Hagfræðingur Seðlabanki Íslands
Einhæfur útflutningur • Hagvöxtur undanfarna áratugi að miklu leyti drifinn áfram af sjávarútvegi • Einhæfur útflutningur verið talinn orsök óstöðugleika í efnahagslífinu • Sjávarútvegi eru takmörk sett með tillit til vaxtar, þar sem fiskistofnar eru takmarkaðir • Stjórnvöld hafa verð að leita leiða til þess að auka fjölbreytni í útflutningi, með það fyrir augum að auka hagvöxt og stöðugleika
Sveiflur í útflutningstekjum • Páll Harðarson: „Mat á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju á Íslandi 1966-1997“, Fjármálatíðindi 1998: • 60% ávinnings vegna framkvæmdanna sjálfra • 40% ávinnings vegna aukinnar afkastagetu • Í þessu erindi verða einungis áhrif vegna aukinnar afkastagetu skoðuð og þá sérstaklega hvaða áhrif aukin álframleiðsla hefur á sveiflur í útflutningstekjum.
Ál • Ál er nálægt því að vera einsleit vara sem verslað er með á einum alþjóðlegum markaði, þar sem kaupendur eru aðallega framleiðendur neytendavara. • Fjórir stærstu notendur áls eru: • Framleiðendur farartækja (1/4) • Umbúða og pökkunariðnaður (1/5) • Byggingariðnaður (1/5) • Raftækjaframleiðendur (1/10) • Aðrir (1/4) • Eftirspurn og verðþróun á áli er því að talsverðu leyti háð eftirspurn eftir neytendavörum og efnahagsástandi í heiminum á hverjum tíma.
Sjávarafurðir • Þótt sjávarútvegur hafi verið talinn orsök óstöðugleika í efnahagslífinu hefur orðið breyting til batnaðar tvo síðastliðna áratugi. • Fiskveiðistjórnunarkerfið gerir það að verkum að afli er ekki eins sveiflukenndur og áður var. • Veiði og vinnsla fleiri tegunda hefur dregið úr sveiflum í verðmæti sjávarafurða. • Helstu kaupendur íslenskra sjávarafurða: • Frystar afurðir (Japan, Bandaríkin, Bretland og Þýskaland) (1/2) • Saltaðar og þurrkaðar afurðir (Portúgal, Spánn og Nígería) (1/5) • Mjöl og lýsi (Bretland, Noregur og Danmörk) (1/7) • Ferskur fiskur (Bandaríkin, Bretland og Þýskaland) (1/10)
Magnbreytingar í útflutningsverðmæti áls • Magnbreyting í framleiðslu áls á sér stað í þrepum • Litlar breytingar í framleiðslumagni milli ára, nema til komi ný framleiðslueining • Álframleiðendur geta einnig dregið úr eða hætt framleiðslu, en það hefur enn ekki gerst hér á landi. • Birgðahald er auðvelt, en er ekki almennt • Stjórnvöld geta haft hönd í bagga með framleiðslumagn með því að laða að fjárfesta.
Magnbreytingar í útfl.verðmæti sjávarafurða • Magnbreyting sjávarafurða er háð mörgum þáttum • Fjórir þættir skipta þar þó mestu máli • Stærð fiskistofna • Fiskveiðistjórnunarkerfi • Fjölbreyttari veiðar • Útfærsla landhelginnar og aukin hlutdeild Íslendinga í heildarafla • Magn sjávarafurða er ákvarðað af stjórnvöldum, en líklega kemur stofnstærð til með að hafa mest áhrif á magn sjávarafurða næstu árin.
Sveiflur í útflutningstekjum • Þar sem magnbreytingar sjávarafurða eru að miklu leyti óviðráðanlegar, verða verðbreytingar útflutningsverðs skoðaðar með tillit til stærðar áliðnaðar. • Þetta svipar til framfalls verðbréfasafns í fjármálafræðum, sem þó er óhentugt í þessu tilfelli. • Vil finna við hvaða stærð áliðnaðar sveiflur í útflutningsverðum eru lágmarkaðar
Ávinningur • Hér hefur einungis verið skoðað hvaða áhrif það hefur á sveiflur í útflutningstekjum að auka framleiðslu áls. • Auknar sveiflur í útflutningstekjum er einungis eitt lóð á vogarskálarnar í mati á ávinningi stóriðju. • Ávinningur: • Stærri útflutningsgrunnur • Atvinna / ruðningsáhrif • Arðsemi áliðnaðar / sjávarútvegs • Ef hugmyndin er að skoða þjóðhagslegu áhrifin, er rétt að taka tillit til þess hve stór hluti útflutningstekna rennur til innlendra aðila.
Niðurstöður • Vægi áls þegar orðið það mikið að það hefur ekki lengur sveiflujafnandi áhrif á útflutningtekjur, aukin álframleiðsla mun auka sveiflur í útflutningstekjum. • Ísland verður líklega fyrir auknum áhrifum af alþjóðlegum efnahag, þar sem álverð fylgir alþjóðlegri hagsveiflu nánar en sjávarafurðaverð.