1 / 31

Snorri Sturluson

Snorri Sturluson. Kirsten Lybæk Vangsgaard, 2002. Inngangur.

balin
Download Presentation

Snorri Sturluson

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Snorri Sturluson Kirsten Lybæk Vangsgaard, 2002.

  2. Inngangur • Í þessu verkefni verður fjallað um ævi Snorra Sturlusonar. Hann er þekktur víða í heiminum fyrir skáldskap sinn. En hann er einnig kunnugur fyrir að vera mikill höfðingi og auðugur maður. Talið er að hann sé einn af frægustu Íslendingum sem hafa verið uppi fyrir utan rithöfundinn Halldór Laxnes.

  3. Ætt og uppruni • Snorri Sturluson fæddist 1178 eða 1179 að Hvammi í Dölum. Faðir hans hét Sturla Þórðarson og var kallaður Hvamms-Sturla. Móðir Snorra hét Guðný Böðvarsdóttir.

  4. Snorri og systkin hans • Faðir Snorra var þrígiftur og átti samtals sjö börn, en alsystkin Snorra voru fjögur og hétu: • Sighvatur • Helga • Vigdís • Þórður

  5. Ættartré yfir foreldra og systkin Snorra Sturluson

  6. Jón Loftson og Snorri • Þegar Snorri var þriggja ára var hann settur í fóstur til Jóns Loftssonar í Odda á Rangárvöllum.

  7. Snorri í fóstri • Ástæðan fyrir að Snorri var settur í fóstur hjá Jóni var að Sturla - faðir Snorra – lenti í erfðadeilu. Ágreiningurinn var mikill og Jón Loftsson var fenginn til að dæma í málinu. Dómurinn var ekki Sturlu í hag og sem bót bauðst Jón Loftsson til að taka Snorra í fóstur.

  8. Snorri í fóstri, frh. • Sturla var sáttur við þetta fyrirkomulag vegna þess að á þeim tíma var talið að sá sem setti barn sitt í fóstur til annars mann væri meiri maður en hinn sem tók barnið í fóstur. Tilboð Jóns Loftssonar var þá mikið virðingar- og vináttumerki. • Einnig má búast við að Sturla vissi að Snorri mundi fá góða bóklega menntun vegna þess að Jón Loftsson var lærður og vitur maður. Snorri ólst upp í Odda til 19 ára aldurs.

  9. Snorri kvænist • Árið 1202 giftist Snorri Herdísi Bersadóttur frá Borg á Mýrum. Herdís var rík kona og með henni fylgdi goðorð föður Herdísar. Á þeim tíma gátu konur ekki verið goðar og þess vegna kom goðorðið í hlut eiginmannsins hennar - Snorra. • Þannig varð Snorri ríkur og fékk goðorð sem hann hélt eftir að hann skildi við Herdísi.

  10. Börn Snorra og Herdísar

  11. Snorri kvænist aftur • Snorri kvæntist aftur og þá einni ríkustu konum Íslands – Hallveigu Oddsdóttur í Rangárþingi. • Þau eignuðust engin börn saman.

  12. Börn Snorra utan hjónaband

  13. Veldi Snorra Sturlusonar • Ríki og völd Snorra óx með tímanum og hann jók vald sitt þegar hann árið 1206 tók við kirkjustaðnum í Reykholti. Einnig lét Þórður Böðvarsson (móðurbróðir Snorra) Snorra hafa hálft goðorð sitt í Borgarfirði. Síðar náði Snorri öllu goðorðinu og þannig náði hann völdum yfir Borgarfirði.

  14. Veldi Snorra Sturlusonar vex • Snorri hélt áfram að bæta við veldið sitt. Hann gerði það meðal annars með því að gifta dætur sínar ríkum höfðingjum. • Dætur Snorra: Hallberu, Þórdísi og Ingibjörgu.

  15. Hjónabönd dætra Snorra

  16. Skúli jarl og Snorri Sturluson • Þegar Snorri var orðinn mikill höfðingi fór hann til Noregs. Hann bjó hjá Skúla jarli og þeir urðu miklir vinir. • Skúli jarl var mikill og voldugur maður vegna þess að hann var settur til að stjórna Noregi. Þetta hlutverk hlaut hann vegna þess að konungurinn, Hákon Hákonarson var barn að aldri.

  17. Snorri gerist hirðmaður Noregskonungsins • Hákon konungur vildi ná Íslandi undir Noreg og reyndi að fá Snorra til að vinna það verk. Hann gerði Snorra að hirðmanni sínum og við það jókst virðing Snorra Sturlusonar.

  18. Deilur milli norskra kaupmanna og nokkurra Íslendinga • Meðan Snorri var í Noregi urðu illdeilur milli norskra kaupmanna á Íslandi og nokkurra Íslendinga. Ófriðurinn endaði með að norsku kaupmennirnir voru drepnir. Skúli jarl ætlaði að með her á skipum til Íslands og þvinga Íslendinga til að láta kaupmenn í friði. • Snorra leist ekki á það og fór til Íslands með boð frá konungnum og Skúla jarli um að íslensku höfðingjarnir skyldu fara, einn og einn, til Noregs og gerast hirðmenn konungsins.

  19. Sturla Sighvatsson • Snorri Sturluson reyndi ekki að fá Ísland undir Noreg. Það varð til þess að Hákon konungur og Skúli jarl gerðu Sturlu Sighvatsson að hirðmanni þegar hann eitt skipti var í Noregi. Sturla lofaði að koma Íslandi undir vald Hákonar. • Sturla var iðinn við að reka erindi konungsins og fékk aðstoð föður síns – Sighvats.

  20. Bardaginn á Örlygsstöðum • Snorri vildi ekki berjast við bróður sinn né bróðurson og flúði til Noregs. • Í Noregi frétti Snorri af falli Sturlu og Sighvats á Örlygsstöðum í Skagafirði.

  21. “Út vil ek” • Hákon konungur bannaði öllum íslendingum að fara frá Noregi en Snorri óhlýðnaðist og sagði: “Út vil ek”. Með hjálp Skúla jarls komst hann úr landi.

  22. Skúli jarl – vinur Snorra og óvinur Hákonar konungs • Skúli jarl hjálpaði Snorra að komast til Íslands. Það var áætlun Skúla að gera Snorra að jarli yfir Íslandi og hans manni þar. • Skúli var að undirbúa uppreisn gegn Hákoni konungi en Hákon komst að því og lét drepa Skúla jarl.

  23. Gissur Þorvaldsson – bandamaður Hákons konungs • Hákon konungur sendi bréf til Gissurar Þorvaldssonar um að hann ætlaði að handtaka Snorra vegna þess að Snorri fór til Íslands án leyfis.

  24. Fall Snorra Sturlusonar • Gissur hélt mjög á lofti þessu konungsbréfi og fór með fjölmennt lið til Reykholts nótt eina í september 1241. Ekki varð fólk vart við aðförina enda fólk sofandi.

  25. Eigi skal höggva • Réðst þá Gissur inn í bæinn en Snorri gat falið sig. Þóttist þá Gissur ætla að sættast við Snorra ef honum væri vísað á hann. Prestur vísaði honum á Snorra. Maður var settur til að vega að Snorra en Snorri sagði “Eigi skal höggva”. Eftir það var honum veitt banasár.

  26. Endalok þjóðveldisins • Tuttugu árum eftir fall Snorra Sturlusonar lauk þjóðveldinu og Íslendingar gengu undir Noregskonunga.

  27. Skáldskapur Snorra Sturlusonar • Eins og nefnt í upphafi var Snorri einn þekktasti rithöfundur Íslendinga. Auk Íslendingasagna eru ritverk hans: Edda, Heimskringla og Egils saga.

  28. Skáldskapur Snorra Sturlusonar • Heimskringla segir sögu Noregskonunga frá öndverðu til 1100. • Edda er kennslubók í skáldskap og skiptist í: Skáldskaparmál, Háttatal og Gylfaginningu. • Egils saga Skallagrímssonar, Egla er saga Egils og þar er varðveittur skáldskapur hans. En hann var líka eitt mesta skáldið sem ort hefur á norrænni tungu.

  29. Niðurlag/samantekt • Hér eigið þið svo að koma með eigin skoðanir og athugasemdir um verkefnið.

  30. Heimildir • Alfræði unga fólksins: fróðleiksnám (1994) (bls. 478) Reykjavík. Örn og Örlygur. • Gunnar Karlsson. (1993) Sjálfstæði Íslendinga. (bls. 57-79). Reykjavík. Námsgagnastofnun. • Ingólf Björgvin Kristjánsson. (án árs). Snorri Sturluson og sturlungaöldin.http://www.skolavefurinn.is (4.9.2002)

  31. Heimildir, frh. • Jónas Jónsson. (án árs). Íslands Saga. (bls. 137-139 og 151-152). Reykjavík. Ríkisútgáfa. • Söguatlas. Frá öndverðu til 18. aldar. (bls. 96-97). (1991). Reykjavík. Iðunn. • Vefur um Snorra Sturluson http://www.fva.is/~harpa/forn/snorri/snorris.html

More Related