1 / 19

21. September 2010 Þorgerður Einarsdóttir Gyða Margrét Pétursdóttir

„Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni“ Kynjagreining á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 21. September 2010 Þorgerður Einarsdóttir Gyða Margrét Pétursdóttir. Skipti kyn máli þegar aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 eru skoðuð? Augljós áhrif kyns

belden
Download Presentation

21. September 2010 Þorgerður Einarsdóttir Gyða Margrét Pétursdóttir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. „Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni“Kynjagreining á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 21. September 2010 Þorgerður Einarsdóttir Gyða Margrét Pétursdóttir

  2. Skipti kyn máli þegar aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 eru skoðuð? Augljós áhrif kyns Flestir aðalgerendur karlkyns Flóknari áhrif kyns, sértæk greining Kyn & kyngervi Skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fylgiskjal II http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/1501.pdf Skipti kyn máli?

  3. Einkavæðing Samfélagssýn og hugmyndafræði afskiptaleysis Frá 2004 átti hagstjórnin þátt í því að ýkja hið efnahagslega ójafnvægi sem leiddi til hrunsins Atvinnustefna Stóriðjuverkefni Skattalækkanir Húsnæðismál Einkavæðing Kynjavídd, sjá http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/1501.pdf Samfélagssýn og hugmyndafræði

  4. Hugmyndafræði afskiptaleysis - þjóðhverfur karllægur mannskilningur • „Snillingur dregur ekki andann nema í frjálsu andrúmslofti. Eðli málsins samkvæmt eru snillingar gæddir ríkara einstaklingseðli en annað fólk.“ • J. S. Mill (2009/1859)

  5. Hugtök • Kyn = líffræðilegt kyn • Kyngervi • „Þú fæðist ekki karl heldur verður karl“ • Táknræn merking, menningarbundnar hugmyndir um kvenleika og karlmennsku • Kvenleiki - veikleiki, valdaleysi, tilfinningar • Karlmennska - styrkur, rökhyggja, samkeppni

  6. Þjóðhverfar karlmennskuhugmyndir • [Þ]ar skipti að sjálfsögðu miklu máli það áræði, sá kraftur og það frumkvæði sem býr í íslenskum athafnamönnum. En einnig hitt að þær aðstæður sem hér hafa skapast á undanförnum árum hafa orðið til þess að íslenskt atvinnulíf hefur dafnað og blómstrað og í raun gert það að verkum að íslenski markaðurinn er í mörgum tilvikum orðinn of lítill fyrir þessa starfsemi. • Halldór Ásgrímsson á fundi Seðlabankans í mars 2005 (RNA 1:212) • Kraftur, kjarkur og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. • Björgvin G. Sigurðsson (Viðskiptablaðið 21/12 2007. RNA 8:192) • ...útrásarandi – þjóðarvitund – siðmenning – frumkvæði – hæfni og hugvit – snerpa og knáleikur hins smáa – íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum – árangur – áhætta – þora þegar aðrir hika – laus við skrifræðisbákn – íslenskur athafnastíll – skapa iðandi keðju bandamanna – ábyrgð og forysta – tími víkinganna – nema lönd – virðing og sómi – með rætur í upphafi Íslandsbyggðar – tengsl við forna tíma – skáldgáfa – sköpunargleði • Ólafur Ragnar Grímsson (klippimynd úr erindi hjá Sagnfræðingafélaginu 2006)

  7. Blue ocean strategy • Blue Ocean Strategy (Kim & Mauborgne 2005) • Forðast beina samkeppni, samkeppnisforskot með því skera sig úr • Forðast hið rauða haf hákarlanna • Hindranir aðallega huglægar

  8. Oflæti - hybris • As seen from the outside my understanding is that what had developed here in Iceland was a kind of national hybris. When we met Icelandic bankers they seemed to hold the view that they had invented something new, that they had superior competence and a better understanding of risks and profit possibilities as compared to more traditional and conservative bankers, and that, in their view, the sky was the only limit. • Erlendur sérfræðingur eftir hrunið (RNA 8:90-91)

  9. Í augum útlendinga • „Ung fyrirtæki með unga stjórnendur. Eitthvað er ungæðislegt og nýríkt við þessa útrás“ • Úr skýrslu Útflutningsráðs 2006 um viðhorf útlendinga til íslenskra fyrirtækja á Norðurlöndum (RNA 8:89) • Íslendingar voru „highest bidders in the euro system“ • Yves Mersch Seðlabankastjóri Luxemborgar (RNA 2:53)

  10. Ytri áföll • En auðvitað getum við ekki gert að því þótt olíuverð sé hærra núna en það hefur verið frá 1861 eða að ýmis önnur ytri áföll dynji á þjóðarbúi okkar eins og öðrum. Við þurfum auðvitað að laga okkur að slíkum staðreyndum sem koma erlendis frá. En í grunninn er þjóðarbúskapurinn hér mjög góður og við þurfum að koma því á framfæri. • Forsætisráðhera á Alþingi 21/2 2008 (RNA 6:130)

  11. „Svokallað skuldatryggingarálag“ • Að mínu mati eru orsakir þessa háa álags sálræn, tæknileg og hátternisbundin. Það sem um er að ræða er almenn áhættufælni á alþjóðamörkuðum, tæknilegir ágallar á óskipulegum og grunnum markaði og afleiðing illskeyttrar umræðu um bankana og íslenskt efnahagslíf. • Forstjóri FME í apríl 2008 (RNA 6:159)

  12. „Það er nefnilega þannig“ Ástæðurnar sem gefnar voru upp fyrir háum launum í bankakerfinu voru einkum samanburður við önnur lönd en laun í fjármálakerfinu fóru verulega hækkandi á þessum tíma. „Við erum í samkeppni um starfsmenn á sumum stöðvunum þar sem við erum að borga mjög lág laun þó að þau, í samhengi hér heima, þættu alveg óheyrilega há. Þau laun sem ég hef verið með hjá þessum banka síðan 2003 hafa í öllum samanburði við þá sem ég ber mig saman við verið óheyrilega lág. Það er nefnilega þannig,“ segir Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings. […] Þá var einnig bent á þá miklu ábyrgð sem fælist í stjórnun þessara stóru fyrirtækja. • (RNA 8:43)

  13. „Hlið við hlið í menntaskóla“ Kerfið virkaði þannig að Davíð [Oddsson] talaði við Halldór [J. Kristjánsson], Sturla talaði við Jón Þorstein eða við mig. Ég og Stulli erum vinir, sátum hlið við hlið í menntaskóla • Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans (RNA 6:279).

  14. „Hvað áttu að gera?“ Eitt af stóru vandamálunum í íslensku bankakerfi [...] var að hluta til að það var of mikil samkeppni [...] annars vegar ertu með verðlagningu sem þér finnst vera rökrétt og rétt [...] og svo kemstu að því að það verslar bara enginn við þig og þá er það bara þannig að þá þarftu eitthvað að breyta. [...] Þegar Kaupþing fór út í íbúðalánin þá var ég bara hundfúll yfir því, mér fannst það bara algjört rugl [...]. Hvernig á maður að geta keppt á 4,15%, eða 4,45 eins og þeir byrjuðu á? Hvernig á ég að fjármagna þetta, hvar á ég að fá langtímafé til að fjármagna fasta vexti í 4,45 eða 4,55? [...] Þetta er bara rugl og allt sem var sagt í fjölmiðlum til að útskýra þetta, að menn væru svo stórir í erlendu og svoleiðis, allt bara rugl. Þetta stenst enga bankalega skoðun, allt sem menn voru að segja hjá KB. En hvað áttirðu að gera? Þegar kerfið er hannað þannig að ef þú ferð í viðskipti þá ertu læstur næstu 40 ár. Hvað áttu að gera? Og þú bara ferð út í vitleysuna líka. • Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans (RNA 6:279)

  15. Byggt á mati æðstu stjórnenda Bónusgreiðslur til starfsmanna voru að stórum hluta byggðar á mati æðstu stjórnenda, bankastjórans Sigurjóns Þ. Árnasonar sem fór með starfsmannamál og framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs. Eins og staðið var að þessum ákvörðunum í Landsbankanum er ekki hægt að útiloka að það hversu ákveðið einstakir starfsmenn sóttust eftir bónusum og mismunandi aðstaða starfsmanna til þess að gera slíkar kröfur hafi í reynd haft sitt að segja þegar kom að ákvörðun yfirmanna um bónusa. • (RNA 3:70)

  16. „Í gíslingu“ Starfsmenn Kaupþings sem gáfu skýrslu fyrir rannsóknarnefnd [...] mátu það svo að bankinn hefði í raun með þessu haldið í „gíslingu“ mörgum starfsmönnum sem tekið höfðu lán af þessu tagi. • (RNA 3:80)

  17. Bílar og eiginkonur Ég sagði við þá oft í London: Hættið þið bara að kaupa ykkur Porsche og drekka svona mikið brennivín og þá líður ykkur betur, hættið að skipta um eiginkonur, það mun spara ykkur mikla peninga. • Lárus Welding bankastjóri Glitnis (RNA 8:43).

  18. Tillögur Lagt er til að Jafnréttisstofa fylgi markvisst eftir eftirlitsskyldu sinni sem kveðið er á um í 18. grein laga nr. 10/2008 og beiti þeim úrræðum sem lögin heimila ef fyrirtæki verða ekki við tilmælum hennar.Lagt er til að stjórnvöld fylgist grannt með því að fyrirtæki fari að lögum nr. 18/2010 um kynjahlutfall í hlutafélögum og einkahlutafélögum og hugi að lögleiðingu viðurlaga ef ekki verður breyting á.Lagt er til að stjórnvöld fylgist með kerfislega mikilvægum fyrirtækjum og skoði hvernig megi fyrirbyggja að of mikið vald safnist á hendur fárra einsleitra hópa. Stjórnvöld skoði jafnframt hvernig stuðla megi að gagnsærri ákvarðanatöku innan fyrirtækja.Atvinnurekendum ber að sjá til þess að karlar og konur njóti sömu kjara og sé greidd sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Lagt er til að stjórnvöld fylgist með að atvinnurekendur framfylgi þessu. Einnig er lagt til að 19. grein jafnréttislaga nr. 10/2008 verði endurskoðuð þannig að styrkt verði ákvæði sem auðveldar fólki að gera samanburð við laun annarra, t.d. með atbeina trúnaðarmanna á vinnustöðum eða stéttarfélaga.Lagt er til að stjórnvöld taki tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við mótun og framkvæmd skattastefnu. Stjórnvöld noti til þess samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða og kynjaða fjárlagagerð.

  19. Tillögur framhald Lagt er til að samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða verði innleidd á markvissan hátt í stjórnsýslunni til þess að kynin eigi jafnan aðgang að upplýsingum og ákvarðanatöku, t.d. með 4H aðferðinni. Lagt er til að stjórnvöld hafi skýra stefnu og hæfniskröfur sem vel er framfylgt þegar ráðist er í stórar framkvæmdir, eins og einkavæðingu, og þegar ráðið er í valdamikil embætti. Tryggt verði að viðmið séu fagleg og byggist ekki á gildum og viðmiðum sem hygli öðru kyninu á kostnað hins. Í þessu skyni má beita 4H aðferðinni. Lagt er til að stjórnvöld samþætti kynja- og jafnréttissjónarmið á markvissan hátt við mótun og framkvæmd atvinnustefnu og leitist við að vinna gegn stöðluðum kynhlutverkum í atvinnulífi. Lagt er til að stjórnvöld samþætti kynja- og jafnréttissjónarmið á markvissan hátt við mótun og framkvæmd byggðastefnu og leitist við að vinna gegn stöðluðum kynhlutverkum í atvinnulífi og byggðaþróun.Lagt er til að stjórnvöld hvetji til gagnrýnnar umræðu og fræðslu um þjóðernishyggju og vinni gegn staðalmyndum um karla, konur og þjóðerni. Skólakerfið er kjörinn vettvangur til að hefja slíka umræðu.Stjórnvöld vinni markvisst að kynningu á Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna (Samningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum) og framfylgi tilmælum nefndar um afnám mismununar gagnvart konum til íslenskra stjórnvalda frá árinu 2008.

More Related