230 likes | 399 Views
Námsmat Námskeið við Hjallaskóla Námskeiðsdagur 17. ágúst 2007. Meyvant Þórólfsson. NÁMSKEIÐIÐ: Markmið, inntak, vinnulag. Að skoða, ræða og skilja: Hugmyndir um fjölbreytilegt námsmat Lykilhugtök tengd námsmati Námsmat í margbreytilegum nemendahópi Prófa matsaðferðir og kynna
E N D
NámsmatNámskeið við Hjallaskóla Námskeiðsdagur 17. ágúst 2007 Meyvant Þórólfsson
NÁMSKEIÐIÐ: Markmið, inntak, vinnulag Að skoða, ræða og skilja: • Hugmyndir um fjölbreytilegt námsmat • Lykilhugtök tengd námsmati • Námsmat í margbreytilegum nemendahópi • Prófa matsaðferðir og kynna • Námsmatsleiðir sem mæta ólíkum aðstæðum og þörfum nemenda • Lesefni og aðrar heimildir um námsmat • Samvirkni um þróun námsmats við skólann
NÁMSMAT –Assessment for/of/as learning • Námsmat: Mat á námsárangri og námsframvindu. Nær bæði til nemenda sjálfra, hegðunar þeirra, hugsunar og frammistöðu og einnig til verka þeirra, til dæmis skriflegra svara á prófum, hugverka eða handverka. D. Rowntree, N. Gronlund, W. Harlen, Ó.Proppé • Norman Gronlund: Mikilvægt er að greina að árangur sjálfs námsins annars vegar og hegðunarþætti hins vegar.
NÁMSMAT:Til hvers? Wynne Harlen 2000: • Assessment for learning (Námsmat í þágu náms) • Assessment of learning (Námsmat sem vottun/dómur um námsárangur) • Harlen hefur skrifað mikið um námsmat í náttúruvísindum (science): “Gaining access to children’s ideas is not an easy task...” • Ath. einnig Assessment as learning (Námsmat sem nám eða námstækifæri)
NÁMSMAT:Að hverju þarf að hyggja? • Réttmæti (validity/relevance) áreiðanleiki (reliability): Aðalsmerki vandaðs námsmats. • Réttmæti: Er túlkun niðurstaðna viðeigandi og merkingarbær miðað við þær forsendur sem við gengum út frá? Hefur matstækið/aðferðin að geyma nægilega gott sýnihorn af því sem nemendur áttu að læra? • Því meiri áreiðanleiki, þeim mun stöðugri og traustari eru þær upplýsingar sem niðurstöður námsmatsins gefa okkur.
Viðmið við túlkun á námsárangri • Hópmiðað mat/samanburðareinkunnir (norm-referenced interpretation/relative grading):Árangur túlkaður út frá niðurstöðum alls hópsins. Dæmi: Jón var þriðji hæsti í krossaprófi í eðlisfræði. Einkunn ræðst af árangri alls viðmiðunarhópsins • Markviðmiðað mat/markbundnar einkunnir (criterion-referenced interpretation/absolute grading): Árangur túlkaður út frá því hvað hver getur af því efni sem lagt var fyrir. Dæmi: Jón sýnir þekkingu og skilning á mismunandi myndum orku o.s.frv. ...Einkunn ræðst af því • Loks: Nemandinn sjálfur sem viðmið – framför frá einum tíma til annars
Matsaðferðir Fjölmargar aðferir og tæki um að velja. Fer m.a. eftir tilgangi: • Próf: Könnunarpróf, greiningarpróf, yfirlitspróf, munnleg próf, verkleg próf, svindlpróf, heimapróf, hóppróf, samvinnupróf, sjálfspróf... • Námsmöppur (portfolios): Þjóna margs konar tilgangi. Sjá einnig “process folio”. • Viðmiðatöflur (Rubrics): Viðmið fyrirfram gefin með lýsingum og nemendur flokkaðir þar inn. • Marklistar (rating scales) og tékklistar (checklists): Hakað við eða merkt við með öðrum hætti á lista • Viðtöl • Skýrslublöð • Óformlegt mat af ýmsu tagi: Athuga hvað skilur milli þess að formlegs mats
Prófatriði: Valkostir Valið stendur milli: • Fjölvalsprófatriða (Selection-Type Items): krossaspurningar, rétt-rangt spurningar, pörunarspurningar og túlkunarverkefni. Og • Innfyllingaratriða (Supply-Type Items): Stutt eyðufyllingasvör, stuttar ritgerðaspurningar, lengri ritgerðaverkefni.
TVÍHYGGJA – tveir straumar – tvær stefnur John Dewey: “Thinking in terms of Either-Ors” • Alþekkt í heimspeki, bókmenntum og trúarbragðafræðum • Einnig þekkt í umræðu um menntun og samfélag viðhorf • Skoðanir og hugmyndir sem þverstæður: …auðvelda manni að ná athygli og útskýra mál sitt
TVÍHYGGJUHUGSUN... leiðir oft til átaka og spennu Jack Byrnes og fjölsk: “traditionally conservative family” Bernie Focker og fjölsk: “quirky liberal family” • Enda tengist hún ósjaldan pólitík og ólíkum lífsgildum fólks • Aðstandendur nemenda hafa ólík sjónarmið, “ættir” hafa ólík lífsgildi • Sagan um Gaylord "Greg" Myron Focker byggir einmitt á þeirri hugmynd t.a.m.
TVÍHYGGJAHUGSUN í umræðu um námsmat • Hlutlægt (objective) EÐA huglægt (subjective)? • Megindlegt (quantitative) EÐA eigindlegt (qualitative)? • Formlegt og fyrirframskrifað EÐA óformlegt og ófyrirséð? • Grundvallað í markmiðum og námsefni (markviðmiðað/criterion-referenced) EÐA röðun og samanburði (norm-referenced)? • Námsmat sem greining og leiðsögn (diagnostic & formative assessment) EÐA vottun og dómur (summative assessment)? • Innra EÐA ytra mat?
TVÍHYGGJA í umræðu um “nkn” • Tillit tekið til allra (inclusive education) EÐA matið miðað við þarfir afmarkaðs hóps fremur en annarra (exclusive education)? • Að meta ferli og framvindu (process) EÐA afrakstur og afurð (product) ? Tveir meginstraumar: • Nemendamiðað “nkn” (student-centered) EÐAnámskrár-kennaramiðað “nkn” (curriculum-centered eða teacher-centered) skipulag?
TVEIR MEGINSTRAUMAR: A) Nemendamiðað skipulag Eins konar “liberal” hugmynd : • Tekið mið af nemendum og margbreytil. aðstæðum þeirra. • Matið eigindlegt og huglægt fremur en megindlegt og hlutlægt • Gert ráð fyrir einstaklingsmun nemenda og starfsmanna, ekki “allir eins” • Gert ráð fyrir virkni, samvinnu og ábyrgð allra. Áleitin spurning: Hverjir meta? • Mat huglægt, eigindlegt og afstætt
TVEIR MEGINSTRAUMAR: B) Námskrármiðað “nks” Eins konar skilvirknihugmynd: • Hagkvæmni, skilvirkni og skýr viðmið, ”Standards” • Stöðlun, allir fylgi sömu viðmiðum • Miðlun þekkingar frá kennara og kerfi • “Vísindalegt” ytra mat fremur en óáreiðanlegt innra mat • Mælingar: megindlegt og hlutlægt fremur en eigindlegt og huglægt • Áhersla á samanburð
TVEIR MEGINSTRAUMAR: Samræmd „vitpróf” á 20. öld • Skilvirknihugmyndin styðst fremur við hópbundna („relatífa“) túlkun niðurstaðna og einkunnagjöf...
TVEIR MEGINSTRAUMAR: Samræmd „vitpróf” á 20. öld • ...báðar námskrárbundna/markmiðabundna („absolúta“) túlkun niðurstaðna og einkunnagjöf. Liberal-stefnan hafnar í raun öllu slíku í sinni tærustu mynd. • Nefndarálit 1972: ...hallast frekar að þessu af því „obbi seinfærra nemenda á naumast möguleika á öðru en lágum einkunnum“ í hópbundna kerfinu „...og því er líklegt, að kerfið meini þeim námshvatningu, sem önnur kerfi gætu hugsanlega miðlað.“
HVAÐ TÍÐKAST...? Flokkun Blooms og fél... Vitsmunasvið - stigbundið kerfi Nýmyndun – skapandi hugsun Mat – gagnrýnin hugsun Greining Greining Beiting Skilningur Þekking - minni
HVAÐ TÍÐKAST Í SKÓLUM?Flokkun markmiða – áhrif frá atferliskenningu • Bloom og fél – þekkingarsvið: Nýmyndun/Skapandi hugsun Mat/Gagnrýnin hugsun Greining Um 80% prófatriða á samræmdu lokapr. í náttúrufræði 2006 Beiting Skilningur Þekking/kunnátta
HVAÐ TÍÐKAST...?Hvað gerist í „svarta kassanum“? (Inside the black box) Input Output Áhrif frá pósitívisma, raunhyggju og atferlishyggju: Nám er röklegt, línulegt og mælanlegt Áhrif frá rökhyggju og hugsmíðihyggju: Nám er flókið, ófyrirséð, afstætt og erfitt að meta
Samræmd „vitpróf” á 20. öld • Eitt af aðalhlutverkum skólans er að þaulkynnast hverjum nemanda og uppgötva með öllum hugsanlegum ráðum, til hvers hann er bezt fallinn og hjálpa honum til að velja sér lífsstarf samkvæmt viti hans, hneigð og hæfni. Sérstök bók ætti að fylgja honum frá upphafi. Þar væri skráð ekki aðeins öll skólasaga hans, heldur og upplýsingar að heiman og úr umhverfinu. Þótt vitprófleysi ekki alla þessa þraut, eru þau einn sá meginþáttur, sem ekki má án vera. Steingrímur Arason 1948
Framtíð samræmdra „vitprófa“? • Rúnar Sigþórsson HA: „Eru samræmd próf barn liðins tíma, ein af lausnum gærdagsins á viðfangsefni morgundagsins?“ • Krafan um einstaklingsmiðaða kennsluhætti og skóla fyrir alla hlýtur að teljast ógnun við samræmd „vitpróf“ í þeirri mynd sem við þekkjum þau í dag. • EN...krafa hvers einstaklings um að fá sig metinn „með öllum hugsanlegum ráðum, til hvers hann er bezt fallinn … samkvæmt viti hans, hneigð og hæfni. – hlýtur að lifa áfram
Lykilspurningar • Hver er tilgangur námsmatsins? • Hvað á að meta? • Hvernig eigum við að meta? • Hverjir eiga að meta? • Hvenær á að meta? • Hvaða viðmið eru við hæfi? • Hvernig tökum við á álitamálum? • Hvernig eigum við að vinna úr niðurstöðum og túlka þær? O.s.frv. Derek Rowntree o.fl.
Við í hita leiksins: Hvernig metum við nám og námsframvindu? • Hlutlægt/huglægt? Formlegt/óformlegt? Með samanburði? Við hvað? Er tilgangurinn að styðja við nám hvers og eins og/eða dæma um árangur? Námsmat: • Hver metur? Hvenær? Hvað? Hvernig? Hvað er gert með niðurstöður?