100 likes | 497 Views
Breytur (variables). Fyrirbæri sem eru athuguð og geta haft breytilegt gildi Hæð manna er breyta Greind er breyta (mæld á greindarprófi) Stjórnmálaskoðun er breyta (t.d. hvaða flokk við styðjum) Menntun er breyta Viðhorf til kirkjunnar er breyta Augnlitur er breyta. Mælingar (measurement).
E N D
Breytur (variables) • Fyrirbæri sem eru athuguð og geta haft breytilegt gildi • Hæð manna er breyta • Greind er breyta (mæld á greindarprófi) • Stjórnmálaskoðun er breyta (t.d. hvaða flokk við styðjum) • Menntun er breyta • Viðhorf til kirkjunnar er breyta • Augnlitur er breyta
Mælingar (measurement) • Með mælingum tengjum við tölur kerfisbundið við einhver fyrirbæri • Dæmi um mælingar: • einkunnir á prófi, hæð einstaklings, fjöldi bóka sem hann á, greindarvísita o.s.frv. • Mælingar eru erfiðari í félagsvísindum/kennslufræði en í raunvísindum
Aðgerðabinding(operational definitions) • Þegar við mælum erum við búin að aðgerðabinda breytuna (operational definition) • Með aðgerðabindingu er átt við að hugtak sé skilgreint út frá því hvernig það er mælt • T.d. er greind það sem greindarpróf mæla
Frumbreytur og fylgibreytur • Fylgibreyta (dependent variable) er það sem við mælum • Frumbreyta (independent variable) hefur áhrif á fylgibreytuna
Dæmi • Við viljum finna skýringar á mismun í námsárangri (fylgibreyta) • Þá skoðum við nokkrar frumbreytur sem gætu skýrt þennan mun • Það gætu t.d. verið greind, áhugi, aðstoð við heimanám, gæði kennslu o.s.frv.
Mismunandi kvarðar • Mismunandi gerðir kvarða (scales) sem breytur eru mælar á • Val á tölfræðiaðferðum fer eftir kvarðanum sem breytan er mæld á
1. Nafnkvarðar(nominal scales) • Þetta eru kvarðar sem flokka, en það er engin röð • Dæmi um breytu mælda á nafnkvarða gæti verið landshluti sem barn er fætt í eða símanúmer
2. Raðkvarðar(ordinal scales) • Þetta eru merkimiðar/flokkar en hafa ákveðna röð • Dæmi um breytu mælda á raðkvarða gæti verið röð liða í íþróttakeppni
3. Jafnbilakvarðar(interval scales) • Hafa ákveðna röð og jafn langt á milli gilda á kvarðanum • Dæmi um breytu mælda á jafnbilakvarða er hitastig
4. Hlutfallskvarðar (ratio scales) • Hafa ákveðna röð, jafnt bil og raunverulegt 0 • Dæmi um breytu mælda á hlutfallskvarða er lengd og þyngd