1 / 17

Berg og steindir frh.

Berg og steindir frh. Holufyllingar. Holufyllingar eru aðallega steindir sem falla út í heitu vatni í holur og sprungur bergs neðanjarðar. Bergið sem holufyllingarnar falla út í kallast geymsluberg . (Á Íslandi er þetta aðallega gömul hraunlög sem hafa grafist djúpt í jörðu.)

Download Presentation

Berg og steindir frh.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Berg og steindir frh.

  2. Holufyllingar • Holufyllingar eru aðallega steindir sem falla út í heitu vatni í holur og sprungur bergs neðanjarðar. • Bergið sem holufyllingarnar falla út í kallast geymsluberg. (Á Íslandi er þetta aðallega gömul hraunlög sem hafa grafist djúpt í jörðu.) • Vatn getur seytlað um jarðlög allt niður á 3000 metra dýpi. Þegar það hitnar verður það efnafræðilega virkt, og blandast oft kvikugufum frá kólnandi innskotum. Flókin efnaferli valda því að efni leysast úr berginu og setjast í sprungur og glufur. • Gerð holufyllinga fer eftir hitastigi, þrýstingi og samsetningur uppleystra efna í berginu. • Breyting á ytri aðstæðum veldur því að ný holufylling fellur út. • Holufyllingar koma síðan í ljós við rof á geymsluberginu.

  3. Gerð holufyllinga • Útfelling steinda í holur. Oft reglulegir kristallar, með afmarkaða kristalstærð. (Algengasta form holufyllinga) • Útfellingar vegna efnaskipta, þar sem eitt efni leysist upp en annað fellur út í staðin (oftast kísill SiO2, t.d. í jaspis). Steingerður viður í Íslenskum berglög er gott dæmi um þetta. • Holufyllingum er skipt í 3 - 4 hópa eftir samsetningu og skyldleika: • Kvarssteindir • Kalkspat og skyldar steindir • Zeolítar • Málmsteindir

  4. Kvartsholufyllingar • Kvars holufyllingar geta verið : • Grófkristallaðar • Smákristallað (kristöllun er þá aðeins greinanleg í smásjá) • Ókristallað (þ.e. myndlaust). • Sé kísiloxíðið (SiO2) hreint eru kristallarnir litlausir, hvítir eða gráir. • Blöndun aðkomuefna gefur steindunum lit t.d. grænan eða rauðan. • Harka kvarssteinda er 7, nema ópals þar sem hún er 5 1/2 - 6 vegna bundins vatns í kristalnum • Kvars er mjög algeng holufylling í nágrenni megineldstöðva og í basalthraunum.

  5. Flokkun kvarts holufyllinga • Eftir kristöllun má skipta kvarsholufyllingum í flokka: • Grófkristallað • Bergkristaller vatnstært kristallað kvars. Hann er algengur hér á landi og hafa fundist kristallar sem eru allt að nokkrir cm á lengd. Reykkvars er brúnleitt, litað aðkomuefnum. Nokkuð algengt. • Ametyster fjólublátt, fremur sjaldgæft hér en hefur fundist í Hornafirði, Lóni, Borgarfirði eystra og Gerpi.

  6. Flokkun kvarts holufyllinga frh. • Ókristallað (myndlaust) • Kalsedón (glerhallur, draugasteinn) er oftast hvítleitur, gráleitur eða brúnn. Hann er mjög algengur sem holufyllingar í þóleiíthraunum á Austfjörðum. Í holufyllingum byrjar kalsedón að myndast sem skán á holuveggjunum og er hann þá oft alsettur gúlum og dröngum. Innar myndast oft agat og innst bergkristall. Kalsedón er oft kallaður glerhallur og á það einkum við um kalsedónsteina sem hafa brotnað úr sjávarhömrum og eru orðnir lábarðir eftir að hafa slípast í ölduróti fjörunnar. • Onyx er lagskiptur og er nánast afbrigði kalsedóns, með hvítar og svartar rendur. Nafnið draugasteinn er sagt dregið af því að neisti myndast þegar kalsedónsteindum er slegið saman. • Agat myndar hringlaga rendur og er afbrigði kalsedóns eins og onyx.

  7. Flokkun kvarts holufyllinga frh. • Eldtinna (tinna) finnst ekki hér á landi, en er algeng í krítarlögum erlendis. Hún er talin mynduð úr leifum kísilsvampa sem lifðu á botni Krítarhafsins mikla. • Jaspis er svipaður kalsedón og ávallt mengaður aðkomuefnum t.d. járni. Jaspis er mattur og getur ýmist verið rauður, grænn eða móleitur. • Ópall Hér á landi er ópall yfirleitt litaður aðkomuefnum og því hálf- eða ógagnsær. Eins og sést á formúlunni er vatn í kristalgrindinni og því er steindin bæði mýkri og léttari en jaspis. • Hverahrúður er kísilhrúður sem fellur út við yfirborð úr vatni sem náð hefur háum hita djúpt í jarðhitakerfum. Hverahrúður er t.d. við Geysi. Með tímanum rennur hverahrúðrið saman og myndar ópal. • Viðarsteinner forn viður sem steinrunnið hefur, einkum í rýólítösku eða flikrubergi.

  8. Karbónöt • Karbónöt eruflokkur steinda sem • einkennist af CO3 karbónat jóninni. • Kalsít / kalkspat CaCO3 er ein algengasta holufyllingin í Íslensku bergi. Það er oftast ljóst eða hvítleitt en getur litast af aðkomuefnum einkum járnsamböndum og verður þá gulleitt eða rauðleitt. Kristall er samt oft litlaus og tær eða hvítt og ógagnsætt. Afbrigði af kalsíti eru silfurberg eða brúnleitt sykurberg • Aragónít hefur sömu efnasamsetningu en er óstöðugra en kalsít. Það er hins vegar með aðra kristalgerð og er geislótt en harðara en kalsít.

  9. Geislasteinar - Zeólitar • Holufyllingum fjölgar eftir því sem neðar dregur í jarðlagastaflanum. Gerð holufyllinga ræðst af: • Þrýstingi • Hitastigi • Gerð bergs • Hægt að greina hve djúpt berg hefur grafist í jarðlagastaflann með því að greina holufyllingar

  10. Geislasteinar - zeólítar • Zeólítar eru fjölskrúðugur flokkur holufyllinga. • Þeir eru Na, K og /eða Ca, Al-silíköt og innihalda auk þess vatn. • Vatnið er svo laust bundið að kristallarnir missa það við væga upphitun og við glæðingu bólgna þeir upp og „sjóða“ og er fræðiheitið dregið af gríska orðinu zeo-liþos sem þýðir suðusteinn. • Zeólítar eru nær allir tærir og litlausir. Margir eru hvítir með glergljáa eða skelplötugljáa • Zeólítar eru oftast greindir í 3 deildir eftir vaxtarhætti. • 1.Geislazeólítar (geislasteinar) – þráðóttir • 2.Blaðzeólítar (plötulaga) – blaðskiptir • 3.Teningszeólítar - teningslaga

  11. Holufyllingar Myndunaraðstæður

  12. Geislasteinar Beltaskipting • Engar holufyllingar Efstu 2 – 500 m berglagastaflans • Kabasít-Thomsonítbeltið Næstu 400 m staflans • Analsímbeltið Oftast 100 – 200 m þykkt • Mesólít-skólesít beltið Næstu 800 m. Oftast mikið af holufyllingum. • Laumontítbeltið Neðan við Mesó-Skólesít beltið Utan megineldstöðva 800-1000m • Epídótbeltið Hitinn hefur farið yfir 230°C

  13. Skolesit

  14. Flokkun geislasteina • Þráð eða nálarlaga • Skólesít • Mesólít • Morderít • Thomsonít • Laumontít • Plötu eða blaðlaga • Stilbít • Heulantít • Tenings eða kubbslaga • Kabasít • Analsím Góðar myndir af geislasteinum

  15. Málmsteindir • Geta bæði verið sem frumsteindir eða holufyllingar. • Brúnjárnsteinn, er í raun ryð,FeOOH*nH2O • Hematít Segulmagnaður • Fínkorna afbrigði – blóðsteinn • Pýrít, FeS2. Oft kallað glópagull • Koparkís • Blýglans, PbS Þyngsta steindin á Íslandi

  16. Útfellingar á jarðvarmasvæðum • Málmsteindirnar Hematít og Pýrít eru algengar útfellingar á hverasvæðum. • Hverahrúður • Kísilhrúður gert úr ópal • Kalkhrúður gert úr kalsíti eða aragóníti • Sölt • Brennisteinn • Gifs • Háhitasteindir • Epídót, græn eða gulleit slikja innan á holu eða sprunguveggjum. • Klórít. Grænleit leirsteind, algeng í rótum megineldstöðva. Ummyndað basalt myndar oft klórít • Granat, harðasta steind landsins, 7 – 7,5. Smáir rauðbrúnir “hnöttóttir “ margfletungar (fótbolti). Finnst við djúpstæð innskot.

  17. Leirsteindir • Orðið leir yfirleitt notað um fínkorna bergmylsnu • Verða til við ummyndun annarra steinda. • Kaólínít, finnst við gufuhveri í súrum jarðlögum • Hvítleitur eða ljósbrúnn. Myndar lög. • Smektít, algengasta leirsteindin á Íslandi. Algeng í öllum jarðvegi • Seladónít. Algengt á Íslandi. Grænleit skán innan á holum og sprungum. Zeólítar breytast oft í seladónít. • Klórít.Grænleit leirsteind sem myndast við ummyndun á basalti.

More Related