1 / 22

4.Kafli Steindir

4.Kafli Steindir. Steindir. Skilgreining: Steind er náttúrulegt, fast, kristallað frumefni eða efnasamband, með ákveðna kristalgerð, sem finnst sjálfstætt í náttúrunni. Efnasamsetning allra korna sömu steindar hefur sambærilega efnasamsetningu og kristalgerð.

lali
Download Presentation

4.Kafli Steindir

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 4.Kafli Steindir

  2. Steindir • Skilgreining:Steind er náttúrulegt, fast, kristallað frumefni eða efnasamband, með ákveðna kristalgerð, sem finnst sjálfstætt í náttúrunni. • Efnasamsetning allra korna sömu steindar hefur sambærilega efnasamsetningu og kristalgerð. • Steindir sem hafa sömu efnasamsetningu en mismunandi kristalgerð teljast til mismunandi steinda. • Lífræn efni teljast ekki vera steindir. (Undantekning: Raf, viðarkol ?) • Efnasambönd sem gerð hafa verið á tilraunastofum eru ekki steindir. • Steindum er skipt í mismunandi flokka eftir eiginleikum, myndunaraðstæðum og útliti. • Hvert korn sömu steindar hefur sömu eðlisfræðilegu eiginleika svo sem. HÖRKU, GLJÁA, LIT, LJÓSBROT o.fl.

  3. Steindir frh. • Þekktar um 2000 tegundir steinda • Tiltölulega fáar steindir mynda um 95% alls bergs á yfirborði jarðar. • Aðeins 200 tegundir steinda eru algengar á jörðinni og hafa safnast saman í talsverðum mæli. • Dæmi um eftirsóttar steindir: • Demantar, gull rúbín

  4. Steinder kristallað fast efni með ákveðna byggingu og efnasamsetningu. Steindir verða til við kristöllun á jónaefni eða atómum. Steindir eru byggingarefni bergs. Bergtegund er yfirleitt safn steinda sem á sameiginlegan uppruna. Steindategundir, stærð og lögun steinda í bergi segir til um gerð þess og uppruna Steindir eða bergtegundir Orðskýring: Steind getur í raun verið það sama og kristall. Það eru þó til nokkrar steindir sem eru ekki kristallaðar – þ.e. myndlausar. Dæmi: Hrafntinna. Enska orðið yfir steind er Mineral

  5. Helstu flokkar steinda - íslensk flokkun • Frumsteindir • Þær steindir sem mynda ferskt storkuberg • Holu- og sprungu­fyllingar • Steindir sem mynda nýjar steindir í holum og sprungum • Málmsteindir • Málmríkar steindir sem geta ýmist verið holu – eða sprungufyllingar, ummyndunarsteindir eða útfellingar á jarðhitasvæðum • Útfellingar á jarð­hitasvæðum • Steindir sem falla út eða myndast á jarðhitasvæðum.

  6. Kristalgerð • Kristalgerðin er eitt af einkennum hverrar steindar • Til þess að auðvelda samanburð og greiningu kristalla hefur þeim verið skipt í sjö flokka eftir samhverfueiginleikum.

  7. Teningskerfið (kúbíska kerfið) • Í teningskerfinu eru þrír fjórfaldir snúnings­ásar. • Teningskerfið (eða kúbíska kerfið). • Nokkur afbrigði kristalla teningskerfisins. Líta má svo á að afbrigðin komi fram við mismikinn afskurð af hornum og/eða köntum. • Kristallarnir geta verið reglulegir teningar þannig að hornið á milli allra flata er 90°. Síðan getur verið skorið af hornum og brúnum þannig að margflötungar með lögun sem minnir á fót­bolta verði til. Snúningur um ímyndaðan snúningsás í gegnum miðpunkt tveggja gagnstæðra flata gefur fjórum sinnum upp eins ferningslaga fleti. Í teningi eru þrjú pör af gagnstæðum flötum þannig að snúningsásarnir eru þrír og allir fjórfaldir. Kristall sem hefur þrjá fjórfalda snúningsása tilheyrir tenings­kerfinu. Í teningskerfinu eru þrír fjórfaldir snúnings­ásar.

  8. Ferhyrnda kerfið (tetragónala kerfið) • Hornin á milli flata grunnmyndar þessa kerfis eru 90° eins og í teningskerfinu en nú eru aðeins tveir gagnstæðir fletir ferningar, hinir eru rétthyrningar. Þetta hefur í för með sér að snúningsás í gegnum ferningsfletina er fjórfaldur en aðrir snúningsásar eru aðeins tvöfaldir. Fjórfaldi snúningsásinn er því kallaður aðalás. Síðan getur verið skorið af hornum og köntum eins og raunar í öllum kerfunum. Kristall sem hefur einn fjórfaldan aðalás tilheyrir ferhyrnda kerfinu Í ferhyrnda kerfinu er einn fjór­faldur aðalás. Nokkur afbrigði kristalla teningskerfisins. Líta má svo á að afbrigðin komi fram við mismikinn afskurð af hornum og/eða köntum.

  9. Sexhyrnda kerfið (hexagónal kerfið) • Nokkur afbrigði kristalla sexhyrnda kerfisins. Líta má svo á að afbrigðin komi fram við afskurð af hornum eða köntum. • Tveir sexhyrndir gagnstæðir fletir eru á endum grunnmyndar þessa kerfis en á milli hinna flatanna er 120° horn. Síðan er algengt að endarnir mjókki upp í odd. Einn sexfaldur aðalás í gegnum endana einkennir kerfið. Í sexhyrnda kerfinu er einn sex­faldur aðalás. Nokkur afbrigði kristalla sexhyrnda kerfisins. Líta má svo á að afbrigðin komi fram við afskurð af hornum eða köntum.

  10. Þríhyrnda kerfið (trigónala kerfið) • Nokkur afbrigði kristalla þríhyrnda kerfisins. • Hér endurtekur sama sjónarhornið sig á 120° fresti. Einkenni kerfisins er því einn þrefaldur aðalás. Í þríhyrnda kerfinu er einn þre­faldur aðalás. Nokkur afbrigði kristalla þríhyrnda kerfisins.

  11. Tígulkerfið (Rombíska kerfið) Í tígulkerfinu eru þrír tvöfaldir snúningsásar. • Í tígulkerfinu eru þrír tvöfaldir snúningsásar. • Kristallar þessa kerfis minna sumir á eldspýtustokka. Öll horn á milli flata í grunnmyndinni eru 90°, en aðeins gagnstæðir fletir eru eins í laginu. Þrír tvöfaldir snúningsásar einkenna því kerfið. Nokkur afbrigði kristalla tígulkerfisins.

  12. Einhalla kerfið (mónóklína kerfið) • Hér koma fyrir tvö pör af flötum sem eru hornrétt og eitt par sem er hornskakkt. Aðeins einn tvöfaldur snúningsás einkennir kerfið. Í einhalla kerfinu er aðeins einn tvöfaldur snúningsás. Dæmi um kristal úr einhalla kerfinu.

  13. Þríhalla kerfið (tríklína kerfið) • þessu kerfi finnst ekkert rétt horn og enginn snúningsás. Dæmi um kristal úr þríhalla kerfinu.

  14. Greiningaraðferðir • Kristalgerð • Litur og striklitur • Oft hægt að greina steindir vegna einkennandi lits • Gljái • Kristallar endurkasta ljósi á mismunandi vegu. • Málmgljái, glergljái, skelplötugljái, fitugljái, enginn gljái. • Kleyfni • Kristallar geta klofnað upp eftir beinum flötum sem skera kristalinn eftirörmjóu bili milli atóma. • Harka (næsta glæra) • Eðlisþyngd. Eðlisþyngd steinda er mjög mismunandi.

  15. Harka • Mohrs-kvarði er mælikvarði á hörku steinda. Skipt í 10 hörkustig: • Talk makar fingurgóm harka 1 • Gifs rispast af nögl harka 2 • Kalkspat rispast auðveldlega af hníf harka 3 • Flúorít rispast af hníf harka 4 • Apatít rispast af hníf ef honum er beitt ákveðið harka 5 • Feldspat rispar gler ef honum er beitt ákveðið harka 6 • Kvars rispar gler harka 7 • Tópas rispar kvars og gler auðveldlega harka 8 • Kórund rispar kvars auðveldlega harka 9 • Demantur rispar allt annað efni harka 10

  16. Storkuberg • Storkuberg myndast við storknun bergkviku. • Algengustu frumefni bergkviku er súrefni (O) og kísill (Si). • Við 1200°C byrjar bergkvikan að kristallast, og grunneinsing “silikata” myndast. • Storkuberg skiptist í 2 – 3 flokka eftir storknunarstað • Gosberg • Kvika sem storknar á yfirborði • Djúpberg • Kvika sem storknar djúpt í jörðu • Gangberg • Kvika sem storknar í bergæðum eða berggöngum

  17. Frumsteindir storkubergs • Storkubergi er skipt í 3 flokka eftir hlutfalli kísils í berginu Basískt berg Íssúrt berg Súrt berg Hlutfall kísils <52% 52-65% >65% SiO2

  18. Frumsteindir: Plagíóklas • Feldspatahópurinn: [Ca(Mg,Fe,Al,Ti)2((SiAl)2O6)] • Plagíóklas (pl): Tríklín • Harka: 6 - 6,5 • Kleyfni: Greinileg á tvo vegu. •  Litur: (pl): Litlaus, hvítur, ljósgrár; • Gljái: Glergljái, oft skelplötugljái á kleyfnisflötum.

  19. Frumsteindir: Pyroxen • [Ca(Mg,Fe, Al,Ti)2((SiAl)2O6)] • Kristalkerfi: Mónóklín • Harka: 5 – • Kleyfni: Góð kleyfni • Gljái: Glergljái • Litur: Gulgrænn til svartur

  20. Frumsteindir: Ólivin • [Ca(Mg,Fe, Al,Ti)2((SiAl)2O6)] • Kristalkerfi: Rombískt • Harka: 6 – • Kleyfni Ógreinileg • Gljái: Glergljái • Litur: Gulgrænn

  21. Frumsteindir: Kvarts • Kvarts finnst bæði sem frumsteinn eða holufylling: • SiO2 • Kristalkerfi: Hexagónal við 573° - 870°C, Trígónal undir 573°C • Harka: • Kleyfni: Engin • Gljái: Glergljái, matt • Litur: Margbreytilegur

  22. Frumsteindir: Glimmer • Glimmer er ekki mjög algengt í Íslensku bergi,en finnst helst í innskotum. Það myndar þunnar flögur. Dökkar flögur, algengari heita bíótít, en ljósar múskóvít, en það er mjög sjaldgæft á íslandi.

More Related