1 / 36

Leiðsögutækni LES 102 Stefán Helgi Valsson 31. október 2007

Leiðsögutækni LES 102 Stefán Helgi Valsson 31. október 2007. Safnaleiðsögn Gönguleiðsögn innanhúss og úti (án bakpoka) Afþreyingarleiðsögn Hlutverk leiðsögumanna og upplifun ferðamanna Félag leiðsögumanna. Safnaleiðsögn – Hvað er sýning?.

chynna
Download Presentation

Leiðsögutækni LES 102 Stefán Helgi Valsson 31. október 2007

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Leiðsögutækni LES 102Stefán Helgi Valsson 31. október 2007 Safnaleiðsögn Gönguleiðsögn innanhúss og úti (án bakpoka) Afþreyingarleiðsögn Hlutverk leiðsögumanna og upplifun ferðamanna Félag leiðsögumanna

  2. Safnaleiðsögn – Hvað er sýning? „Sýningarnar á söfnunum eru afrakstur þrotlausrar rannsóknar-, skipulags- og hönnunarvinnu sem ætlað er að koma hugmyndum á framfæri.“ Kaplan. F.E.S (1995). „Exhibition as communicative media.“ Í bókinni Museum, Media, Message, bls. 37-58. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  3. Safnaleiðsögn – listasafn Grunnupplýsingar • Hver er höfundur listaverksins? • Hvenær og hvar var það unnið? • Hvaða tækni var notuð? • Hver er stærð verksins? (bókaskreyting, líkamsstærð,monumentalverk) • Fyrir hvern var listaverkið unnið? (aðal, kirkju, frjálsan markað?) Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  4. Safnaleiðsögn – listasafn Inntak listaverksins • Hvernig er listaverkið byggt upp? Skoðaðu listaverkið vel og athugaðu forgrunn, miðgrunn og bakgrunn. • Af hverju er listaverkið? (landslag, hóp, innandyra, óhlutbundið) • Sýnir myndin ákveðinn atburð? • Getur þú tímasett atburðinn / myndefnið? Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  5. Safnaleiðsögn – listasafn Myndbygging • Hvað er mest ríkjandi í listaverkinu? (Er það stærðin, lega í myndfletinum, hreyfingar, lýsing, kyrrstaða?) • Sýnir listaverkið dýpt eða er það flatt? • Hvaðan fellur ljósið? (ath. skugga ef þeir eru til staðar, hafa ljósið og skuggarnir einhverju hlutverki að gegna?) • Eru litirnir samstæðir eða andstæðir? - Hvaða litir eru mest ríkjandi? • Er myndbyggingin einföld eða flókin? - Er hreyfing eða kyrrstaða í verkinu? - Hvaða línur og form eru ríkjandi? Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  6. Glaumbær Listaverk í kirkjum: • Kirkjan vígð 1926 • Arkitekt Rögnvaldur Ólafsson og Einar Erlendsson. • Altaristaflan frá 1879 er eftir Zeuthen • Sýnir krist meðal lærisveinanna Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  7. Safnaleiðsögn í Reykjavík • Þjóðminjasafn Íslands www.natmus.is • Árbæjarsafn www.arbaejarsafn.is • Ásmundarsafn www.listasafnreykjavikur.is • Kjarvalstaðir www.listasafnreykjavikur.is • Þjóðmenningarhúsið www.thjodmenning.is • Listasafn Íslands www.listasafn.is • Listasafn Einars Jónssonar http://www.skulptur.is • Listasafn Reykjavíkur www.listasafnreykjavikur.is • Gerðarsafn www.gerdarsafn.is Ath: flest ef ekki öll söfnin bjóða uppá leiðsögn Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  8. Safnaleiðsögn landið • Skógasafn Skógum www.skogar.is • Glaumbær í Skagafirði www.natmus.is • Hvalasafnið á Húsavík www.icewhale.is • Víðmýrarkirkja Skagafirði www.natmus.is • Hið Íslenska reðasafn Húsavík www.phallus.is • Minjasafn Austurlands Egilsst. www.minjasafn.is • Njálusetrið Hvolsvelli www.njala.is • Gestastofa Landsvirkjunar í Valþjófsdal www.karahnjukar.is • Minjasafn Akureyrar www.akmus.is • Galdrasafnið á Ströndum www.galdrasyning.is • Hákarlasöfn í Hrísey, Bjarnarhöfn og á Reykjum Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  9. Safnaleiðsögn landið framhald • Álfa-, trölla og norðurljósasafnið á Stokkseyri www.icelandicwonders.com • Draugasetrið Stokkseyri www.draugasetrid.is • Eiríksstaðir í Dölum www.leif.is • Snorrastofa í Reykholti www.snorrastofa.is • Saltfisksetrið Grindavík www.saltfisksetur.is • Safnahandbókinhttp://www.icom.is/HTML/Icom.htm • Safnaráð úthlutar styrkjum www.safnarad.is Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  10. Sonatorrek Útilistaverk: • Eftir Ásmund Sveinsson • Harpan • Þorgerður • Egill • Efni og form Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  11. Safnaleiðsögn / gátlisti fyrir ferð • Hvenær er safnið opið? • Er leyfilegt að taka myndir og að hafa með sér handtösku eða bakpoka? • Hvar má leggja hópferðabifreiðinni? • Þekkið aðalinngang og útgang ef hann er ekki sá sami • Þekkið staðsetningu salerna, verslana, kaffihúss… • Þekkið staðsetningu safngripa Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  12. Safnaleiðsögn: Almennt fyrir leiðsögumenn • Metið hópinn og hugsanlegan áhuga á safninu. • Athugið: Augnsamband, líkamsstöðu, lát-bragð, öndurnartækni og raddbeitingu. • Leiðsögnin þarf að vera skörugleg til að halda athygli sem flestra sem lengst. • Ef leiðsögumenn missa athygli gesta er ráð að stytta mál sitt og aðeins benda á athygli-verðustu hluti. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  13. Safnaleiðsögn: Áskoranir fyrir leiðsögumanninn • Staðsetning leiðsögumanns inni á safninu. • Margmenni og hávaði. • Reglur, hefðir og venjur innanhúss. Eru myndatökur leyfðar? Í hvaða sal hefst leiðsögnin? Hvaða leið/hringur er farinn? • Öryggisreglur. Bannað að bera tösku í safninu. • Aðskotafólk eða „farþegar“. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  14. Safnaleiðsögn / um hvað á að tala? • Bygginguna sjálfa. • Upphaf safnsins (Hver átti hugmyndina, hver safnaði, byggði það upp og hvers vegna?) • Fastasýningu. • Núverandi sýningu og rannsóknir. • Nokkra vel valda sýningargripi sem vonandi vekja áhuga gesta. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  15. Safnaleiðsögn: Þjóðminjasafn Íslands Í bílnum: • Segið hvað gerist inni • Tilgreinið brottfarartíma (munið eftir bílstjóra) Inni á safninu: • Afhendið greiðsluseðil (voucher) • Standið á áberandi stað og biðjið fólkið að koma nær • Segið frá þjónustu í boði, s.s. klóset, bókabúð, kaffi • Segið frá upphafi safnsins og byggingarinnar • Segið frá skipulagi sýningarinnar • Endurtakið brottfarartíma • Leiðsegið um safnið Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  16. Leiðsögumenn snúi líkama og andliti að gestum. Notið augnsamband Leiðsögumenn varist að halda á þungum hlutum eins og töskunni sem konan er með á myndinni. Safnaleiðsögn Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  17. Nordic Doctoral SchoolSavonlinna, October 2006 Methods In the Ph.D. project The Guided Tour an Intercultural Co-produced Tourism Experience By Jane Widtfeldt Meged Roskilde University Center, Denmark

  18. Safnaleiðsögn Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  19. Safnaleiðsögn / í lokin • Svarið spurningum... • Gefið frían tíma svo fólk geti skoðað betur það sem það vill, farið á salerni, keypt eitthvað í minjagripa-versluninni... • Afhendið greiðsluseðilinn ef þið áttuð það eftir. • Kveðjið starfsfólk og þakkið fyrir ykkur og hópinn. • Athugið lauslega hvort fólk hefur tekið allt með sér, s.s. yfirhafnir úr fatageymslu, töskur, myndavélar og annað. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  20. Gönguleiðsögn úti og á ferð • Haldið hópnum saman. • Stjórnið ferðum hópsins. • Aðlagið gönguhraða að hæggengasta gestinum. Notið gangbrautir þar sem þær eru. • Gefið viðvörun um allar hættur fyrir fótgangandi, þrep, misfellur í gangstétt, hálku… • Fáið einhvern til að reka lestina. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  21. Gönguleiðsögn úti / stopp • Snúið líkama og andliti að hópnum • Lokið ekki inn- og útgönguleiðum • Takið tillit til hávaðatruflana • Vitið af truflunum (fólk rabbar saman) • Stjórnið líkamstjáningu • Látið fólkið ekki standa of lengi því það þreytist • Gætið þess að fólki verði ekki kalt • Gætið þess að koma fólki úr roki og rigningu • Skapið stemningu • Hafið öryggisþætti ávalt í huga Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  22. Gönguleiðsögn úti • Talið þegar þið stoppið en ekki á göngu Notið augnsamband (sólgleraugu eru óæskileg). • Útskýrið vel og nákvæmlega valið efni. • Leiðsögumenn – blindrahundur. • Talið hægt og skýrt. • Athugið tímasetningu vel, þetta er lykilatriði. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  23. Gönguleiðsögn úti = götuleikhús Eftirfarandi myndir sýna dæmi um: • 24) - Vingjarnlegan leiðsögumann, vel merktan og vel staðsettan. Hann notar styttu fyrir bakgrunn fyrir það sem hann talar um. • 26) - Gesti sem ekki eru að hlusta. • 28) - Leiðsögumann sem notar byggingu sem skjól fyrir veðri og vindum. • 29) - Leiðsögumann sem notar kyndil til að skapa stemningu. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  24. Haunted Walks in Reykjavík Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  25. Gönguleiðsögn úti Rautt = virk þátttaka, G = gerir eitthvað annað, Fjólublátt = er ekki á staðnum Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  26. Haunted Walks í Reykjavík Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  27. Gönguleiðsögn úti / þátttaka ferðamanna 1. Rauður. Tekur þátt 1 2. Gulur. Fylgist með 2 3 3. Blár. Fylgist stundum með 4. Grænn. Gerir eitthvað annað 5. Fjólublár. Er fjarverandi Hópferðabifreið Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  28. Haunted Walks í Reykjavík Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  29. Haunted Walks í Reykjavík Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  30. Afþreyingarleiðsögn • Orðið afþreying = dægrastytting. Þýðir líka hugarhægð og huggun. • Afþreyingarleiðsögn / dægrastytti-ingar-leiðsögn? • Afþreyingarleiðsögn / áhættu-leiðsögn? Ýmsar gerðir afþreyingar: • Hestaferð • Hvalaskoðun • Vélsleðaferð • Flúðasigling • Veiðiferð... Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  31. Csikszentmihalyi – Flow theory Of mikil áskorun = Hættuástand, óánægja A3 A4 + A sence of flow = Allt í góðu Áskorun A1 A2 Engin áskorun = áhugaleysi Færni + - Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  32. Leiðsögumenn og upplifun ferðamanna / væntingar • Vænting ferðamanna – uppfylling væntinga • Ferðamenn eyða mestum tíma í það sem þeim þykir mest spennandi – þegar þeir geta valið. • Ferðamenn eru þátttakendur, ekki bara áhorfendur. • Gott samband leiðsögumanns og ferðamanna getur oft vegið upp á móti neikvæðri upplifun þegar önnur þjónusta veldur ferðamönnunum vonbrigðum. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  33. Upplifunarferli í ferð Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  34. Í ferðalok • Ágrip af því sem gert hefur verið. • Þakka fyrir sig og bílstjórann. Þakka fólkinu fyrir komuna. • Minna fólk á að taka eigur sínar úr bílnum. • Vera tilbúin/n að svara spurningum. • Veita upplýsingar um áframhaldandi ferðalag. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  35. Eftir að heim er komið Leiðsögumaður metur eigin frammistöðu: • Er röddin í lagi? • Var frásögnin í lagi? • Var líkamstjáningin í lagi? • Hvernig var samspilið við áheyrendur? • Hvernig gekk samstarfið við bílstjórann? • Hvað gerði ég vel og hvað get ég gert betur? • Hvernig get ég gert betur og hvað þarf ég að gera til að það takist? Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

  36. Félag leiðsögumanna • Stofnað 1972 www.touristguide.is • Um 500 félagar • Stéttarfélag & fagfélag • Núverandi formaður er Ragnheiður Björnsdóttir, kjörin til tveggja ára. • Félag leiðsögumanna stendur vörð um fagleg vinnubrögð sem og um réttindi leiðsögu-manna og fararstjóra erlendis. Stefán Helgi Valsson Leiðsögutækni

More Related