80 likes | 259 Views
Fóstbræðrasaga kaflar 8-10. Ísl 202 HH. Kafli 8. Þorgils og Illugi á Reykhólum kaupa hlut í skipi, á laun, fyrir Þorgeir svo hann komist af landi. [Flateyjarbók] [Þeir fara af stað ásamt sex tugum manna, eftir að Þorsteinn Kuggason er riðinn til þings.
E N D
Fóstbræðrasagakaflar 8-10 Ísl 202 HH
Kafli 8 Þorgils og Illugi á Reykhólum kaupa hlut í skipi, á laun, fyrir Þorgeir svo hann komist af landi. [Flateyjarbók] [Þeir fara af stað ásamt sex tugum manna, eftir að Þorsteinn Kuggason er riðinn til þings. Fóstbræður skilja, flokkurinn ríður á undan Þorgeiri sem var fúll yfir vinslitunum. Þegar hann er ríða uppi flokk sinn hittir hann Torfa böggul, sem heyrir ekki til hans, Þorgeir verður pirraður og rekur spjót í Torfa Finnur mennina og segir þeim frá víginu sem finnst lítið til koma.]
Kafli 8 Skúfur og sonur hans Bjarni búa í Hundadal. Skúfur hét sauðamaður Skúfs í Hundadal. Bjarni Skúfsson tekur hest Þorgeirs án leyfis þegar eiga náttstað rétt hjá Hundadal. Þorgeir drepur Bjarna og Skúf sauðamann. Frændur hans bættu vígið. Reykhólabræður bæta mennina og Þormóður yrkir vísu í Þorgeirsdrápu.
Kafli 8 [Flateyjarbók] Þegar Þorgeir kemur að Hvassafelli sér hann sauðamann sem hallar sér yfir staf sinn og lá hálsinn vel við höggi. Þorgeir ríður fram hjá honum og heggur hausinn af í leiðinni. Frændur hans bæta vígið. Skýring Þorgeirs á drápinu: „Eigi hafði hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins.“
Kafli 8 Gautur Sleituson var fyrir á skipinu þegar Þorgeir kemur þangað. Gautur var frændi Þorgils Mássonar, var ekki ánægður með að hafa Þorgeir á sama skipi. Endar með því að Gautur hættir við að fara með. Þorgeir og skipsfélagar lenda í hrakningum í hafi, enda við Írland en hætta ekki á landgöngu vegna ofureflis, fara til Englands,Danmerkur og enda í Noregi. Þorgeir kemur sér vel hjá Noregskonungi og verður hirðmaður hans. Dvelur til skiptis í Noregi og á Íslandi á Reykhólum hjá frændum sínum.
Kafli 9 Þormóður var hjá föður sínum á Laugabóli. Gríma í Ögri er kynnt, hún er fjölkunnug. Þórdís hét dóttir hennar: „...væn og vinnugóð...Hún var oflátleg.“ (montin, yfirlætisfull) Kolbakur var þræll Grímu, mikill og sterkur. Þormóður kemur oft í Ögur og talar löngum við Þórdísi. Héldu menn að hann myndi fífla hana (draga hana á tálar). Gríma vill annað hvort að Þormóður hætti að koma eða kvænist Þórdísi.
Kafli 9 Þormóður segist ekkert hafa á móti því að kvænast henni en hann sé þó ekki í þeim hugleiðingum. Þormóður hættir ekki að venja komur sínar í Ögur. Gríma sendir þrælinn Kolbak til að drepa Þormóð, gerir galdur þannig að á honum vinna engin vopn. Kolbakur situr fyrir Þormóði og heggur til hans, Þormóður verður sár en vopn hans bíta ekki á Kolbaki. Bersi telur að ekki verði auðvelt að hefna þessa þar sem „...að við tröll er að eiga.“ Hann veit af göldrum Grímu. Þormóður verður örvhentur eftir áverkann.
Kafli 10 Bersi fer í Ögur og ætlar að hitta Kolbak. Gríma fer með galdur og bregður huliðshjálmi yfir Kolbak. Bersi finnur ekki Kolbak en lýsir áverkanum á hönd Kolbaki sem verður sekur skógarmaður. Gríma nær að blekkja Bersa. Gríma kemur Kolbaki á skip, burt af Íslandi, hún beitir göldrum til að skipið fái byr í seglin.