220 likes | 449 Views
Snorra-Edda Gylfaginning, kaflar 46-54. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Úr Gylfaginningu. Kafli 46: Keppni Þórs og félaga í íþróttum Þór kemur ásamt föruneyti sínu til Útgarða. Útgarða-Loki tekur á móti samferðafólkinu í höll sinni.
E N D
Snorra-EddaGylfaginning, kaflar 46-54 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 212 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Úr Gylfaginningu • Kafli 46: Keppni Þórs og félaga í íþróttum • Þór kemur ásamt föruneyti sínu til Útgarða. • Útgarða-Loki tekur á móti samferðafólkinu í höll sinni. • Hann býður Þór og liði hans að reyna sig við hans menn í íþróttum. • Loki úr liði Þórs reynir sig í kappáti við Loga úr liði Útgarða-Loka. • Svo fer að Loki tapar fyrir Loga • Þá er Þjálfa boðið að keppa á móti Huga úr liði Útgarða-Loka. • Þrjár atrennur eru háðar og tapar Þjálfi þeim öllum.
Úr Gylfaginningu • Kafli 46: Keppni Þórs og félaga í íþróttum, frh. • Að lokum er Þór boðið að keppa. • Hann fær það verkefni að klára að drekkar úr drykkjarhorni nokkru. • Þór gerir þrjár tilraunir til að klára úr horninu en tekst það ekki. • Þá biður Útgarða-Loki Þór um að reyna að lyfta ketti sínum. • Þetta getur Þór ekki, hvernig sem hann reynir. Hann nær aðeins að lyfta einum fæti kattarins frá jörðu. • Að lokum er Þór boðið að reyna sig í glímu. Andstæðingur hans er fóstra Útgarða-Loka að nafni Elli. • Eftir miklar sviptingar nær kerling að koma Þór niður á annað hnéð.
Úr Gylfaginningu • Kafli 47: Skilnaður Þórs og Útgarða-Loka • Næsta morgun býst Þór og föruneyti hans til brottfarar. • Þór er ekki ánægður og finnst hann hafa farið mikla sneypuför. • Þá segir Útgarða-Loki honum hið sanna um hvernig í öllu liggi. • Hann segist hafa gert Þór og félögum miklar sjónhverfingar. • Hann segist sjálfur hafa verið Skrýmir. • Þegar Þór reyndi að leysa nestisbagga Skrýmis hafði Útgarða-Loki bundið hann með járnbandi, Þór hafi bara ekki fundið festinguna á því. • Þegar Þór barði Skrými í hausinn með Mjöllni hafði hann í rauninni barið í setberg. Úr þeim höggum urðu miklir dalir.
Úr Gylfaginningu • Kafli 47: Skilnaður Þórs og Útgarða-Loka, frh. • Logi, sem Loki háði kappát við, var í raun villieldur sem brenndi bæði trogið sem etið var úr og matinn í því. • Hugi, sem Þjálfi atti kapphlaup við, var hugur Útgarða-Loka. • Þegar Þór var boðið að drekka úr drykkjarhorninu sá hann ekki að annar endi hornsins var úti í sjó. Þór náði að drekka svo mikið af sjónum að til urðu fjörur. • Kötturinn sem Þór reyndi að lyfta var Miðgarðsormur og náði Þór að hefja hann mjög hátt upp. • Þegar Þór glímdi við gömlu kerlinguna var hann í raun að glíma við elli. Hún fellir alla að lokum en náði aðeins að koma Þór niður á annað hnéð. • Þegar Þór heyrir þetta reiðist hann mjög og bregður hamrinum á loft. • Þá hverfur hins vegar Útgarða-Loki og allt ríki hans fyrir sjónum Þórs.
Úr Gylfaginningu • Kafli 48: Veiðiför Þórs • Gangleri spyr hvort Þór hafi aldrei hefnt sneypufarar þeirrar er hann fór til Útgarða-Loka. • Hár segir að það hafi hann eitt sinn gert. • Hann dulbjó sig sem ungan dreng og fór til Hymis jötuns. • Hann bað um að fá að róa til fiskjar með honum. • Hymi leist í fyrstu ekki á að róa með svo ungum pilti en tók að lokum við Þór. • Þór skar höfuðið af uxanum Himinhrjóðri til að hafa sem beitu. • Þór réri langt út á haf, mun lengra en Hymir taldi óhætt. • Hann renndi færi sínu í sjóinn og Miðgarðsormur beit á agnið. • Þór bjó sig undir að lemja með Mjöllni í höfuð ormsins en Hymir varð svo hræddur að hann skar á línuna sem ormurinn hékk í. • Ormurinn slapp en Þór reiddist svo mikið að hann sló Hymi. • Höggið var svo mikið að Hymir steyptist á hausinn í sjóinn svo að iljar hans vísuðu upp.
Úr Gylfaginningu • Kafli 49: Dauði Baldurs • Gangleri spyr út í fleiri þrekvirki ása. • Hár segir að Baldur hafi dreymt að líf hans væri í hættu og sagt ásum frá því. • Frigg fór á stúfana og tók grið af öllum hlutum sem henni datt í hug að gætu grandað Baldri. • Eftir þetta gerðu æsir sér að leik að skjóta alls konar hlutum að Baldri enda beit ekkert á hann. • Loka Laufeyjarsyni leiddist þetta mjög. • Hann brá sér í líki konu og spurði Frigg hvort það væri virkilega ekkert sem gæti grandað Baldri. • Frigg sagði að það eina sem hún hefði ekki beðið um grið handa Baldri hefði verið mistilteinn sem yxi vestur af Valhöll. • Henni hafi þótt jurtin of ung til að vinna slík heit.
Úr Gylfaginningu • Kafli 49: Dauði Baldurs, frh. • Loki fór þá af stað, sleit upp mistilteininn og settti hann í hendur Heði hinum blinda. • Hann sagði honum að taka þátt í leiknum og skjóta á Baldur. • Höður gerði þetta og Baldur datt samstundis dauður niður. • Nú varð mikil sorg meðal ása. • Þau báðu Hermóð hinn hvata, son Óðins, að fara til Heljar og biðjast lausnar fyrir Baldur. • Hermóður lagði af stað á Sleipni en á meðan var útför Baldurs gerð.
Úr Gylfaginningu • Kafli 49: Dauði Baldurs, frh. • Til stóð að flytja lík Baldurs til sjávar á skipi hans, Hringhorna. • Þegar ekki tókst að koma skipinu á flot var sent eftir tröllkonu úr Jötunheimum að nafni Hyrrokkin. • Hún kom ríðandi á úlfi og hafði snák fyrir taum. • Hún gat komið skipinu á flot. • Þegar lík Baldurs var borið í skipið sprakk eiginkona hans, Nanna Nepsdóttir, af harmi. • Hún var borin á bál.
Úr Gylfaginningu • Kafli 49: Dauði Baldurs, frh. • Að þessari brennu komu margar verur: • Óðinn kom ásamt Frigg, valkyrjum sínum og hröfnum. • Freyr kom akandi í kerru sem gölturinn Gullinbursti dró. • Freyja kom akandi í kerru sem kettir hennar drógu. • Hrímþursar og bergrisar komu einnig. • Óðinn lagði á bálið gullhringinn Draupni sem var þeirrar náttúru að níundu hverja nótt urðu til af honum átta jafnþungir hringir.
Úr Gylfaginningu • Kafli 49: Dauði Baldurs, frh. • Hermóður kom nú til Heljar og bað um að Baldur fengi að snúa aftur frá Helheimi. • Hel svaraði því til að ef allir hlutir, dauðir og lifandi, fengjust til að gráta Baldur, myndi hann fá leyfi til að snúa til baka. • Hermóður bar ásum skilaboðin frá Hel og sendimenn ása báðu alla hluti um að gráta Baldur. • Tröllkonan Þökk neitaði hins vegar að gráta Baldur. • Svo er sagt að Loki Laufeyjarson sé sá sem mest hafi gert illt meðal ása.
Úr Gylfaginningu • Kafli 50: Refsing Loka • Gangleri spyr hvort Baldurs hafi ekki verið hefnt. • Hár segir honum að goðin hafi orðið Loka mjög reið. • Loki faldi sig í húsi uppi á fjalli nokkru en á dagin brá hann sér í laxlíki og hélt þar til í fossi sem hét Fránangursfoss. • Goðin urðu vör við þetta og bjuggu sér til net. • Þór náði að fanga Loka með því að grípa um aftari hluta hans og nam höndin staðar við sporðinn. • Er þetta ástæðan fyrir því að laxinn er afturmjór. • Goðin fóru með Loka í helli nokkurn.
Úr Gylfaginningu • Kafli 50: Refsing Loka, frh. • Synir Loka, Váli og Nari/Narfi, voru einnig teknir höndum. • Goðin brugðu Vála í úlfslíki og létu hann tæta bróður sinn í sig. • Síðan bjuggu þau til fjötra úr þörmum Narfa og bundu Loka með þeim yfir þremur eggsteinum. • Stóð einn eggsteinninn undir herðum Loka, annar undir mjöðmum hans en hinn þriðji undir hnjánum á honum. • Þessir fjötrar urðu svo að járni.
Úr Gylfaginningu • Kafli 50: Refsing Loka, frh. • Skaði, kona Njarðar, festi eiturorm yfir Loka svo að eitrið úr honum drýpur nú í andlit hans. • Sigyn, kona Loka, situr svo með skál yfir manni sínum og drýpur eitrið úr orminum í hana. • Þegar skálin fyllist þarf Sigyn hins vegar að skvetta úr henni og þá drýpur eitur í andlit Loka. • Hann engist svo mikið um þegar þetta gerist að það verður jarðskjálfti.
Úr Gylfaginningu • Kafli 51: Ragnarök • Gangleri spyr nú út í ragnarök. • Hár segir að fyrirboðar ragnaraka séu nokkrir. • Fyrst koma þrír harðir vetur og ekkert sumar á milli þeirra. • Síðan koma þrír vetur þar sem mikið verður um orrustur. Bræður munu berjast vegna ágirni og enginn mun vægja skyldmennum sínum. • Að lokum munu úlfar gleypa sólina og tunglið. Stjörnur hverfa af himni, jörðin skelfur, skógar eyðast, björg hrynja og allir fjötrar losna.
Úr Gylfaginningu • Ragnarök, frh. • Miðgarðsormur færist í jötunmóð og sækir upp á land. • Naglfar losnar. Hrymur heitir jötunninn sem stýrir því. • Fenrisúlfur losnar og fer með gapandi munni. Ber efri skoltinn á honum við himin en hinn neðri við jörðu. Eldur brennur úr augum hans og nösum. • Miðgarðsormur blæs eitri yfir lönd og höf. • Himinninn rofnar og Múspellssynir koma ríðandi. • Surtur ríður fyrst og honum fylgir brennandi eldur. • Sverð Surts er mjög gott.
Úr Gylfaginningu • Kafli 51: Ragnarök, frh. • Þegar þessi mikli óaldarflokkur ríður yfir Bifröst brotnar hún. • Múspellssynir sækja fram á völl sem heitir Vígríður og er geysistór. • Þar sameinast Múspellssynir Fenrisúlfi, Miðgarðsormi, Loka, Hrymi, öllum hrímþursum og Heljarsinnum. • Þegar þessi tíðindi verða blæs Heimdallur í Gjallarhorn og vekur öll goðin og einherjana. • Goðin ráða ráðum sínum og Óðinn ráðfærir sig við Mímisbrunn. • Askur Yggdrasils skelfur og enginn hlutur á himni eða jörð er óttalaus.
Úr Gylfaginningu • Kafli 51: Ragnarök, frh. • Æsir hervæðast og halda til orrustu. • Óðinn berst við Fenrisúlf. • Óðinn fellur en Víðar hefnir föður síns. Hann stígur í kjaft úlfsins á sínum góðum skóm, rífur hann í sundur og drepur þar með úlfinn. • Þór berst við Miðgarðsorm. • Þór drepur orminn en fellur svo sjálfur vegna eiturgufanna frá honum. • Freyr berst við Surt. • Freyr fellur enda er hann sverðlaus. • Týr berst við hundinn Garm. • Þeir fella hvor annan. • Loki og Heimdallur berjast. • Þeir fella hvor annan. • Surtur brennir svo alla jörðina.
Úr Gylfaginningu • Kafli 52: Ragnarök • Gangleri veltir því nú fyrir sér hvað taki við þegar þessi ósköp eru yfirstaðin. • Hann minnir á að áður hefur verið sagt að allir menn skuli eiga eilíft líf í öðrum heimi eftir dauðann í þessum heimi. • Þriðji segir að framhaldslífið sé misgott eftir því í hvaða heimi maður lendir eftir dauðann.
Úr Gylfaginningu • Kafli 52: Ragnarök, frh. • Best er að lenda á Gimli. • Þar er (bjór)salurinn Brimir á fjallinu Ókólni. • Þar er einnig annar góður salur sem heitir Sindri. Hann stendur á Niðafjöllum og er úr rauðagulli. • Í þessum sölum fá góðir og siðlátir menn vist. • Á Náströndum er mikill og illur salur. • Dyr hans vísa í norður og hann er fléttaður úr ormahryggjum. • Ormahöfuðin vísa inn og blása eitri um salinn. • Eftir salnum renna eiturár og þær þurfa morðingar og meinsærismenn að vaða. • Verst er hins vegar að lenda í Hvergelmi. • Þar kvelur Níðhöggur hina látnu.
Úr Gylfaginningu • Kafli 53: Ragnarök • Gangleri spyr nú hvort nokkur goð lifi ragnarökin af og hvort jörð og himinn verði til eftir þau. • Hár segir að jörðinni skjóti upp aftur úr sænum og þá verði hún græn og fögur. • Víðar og Váli lifa ragnarök af og hefja uppbyggingu á Iðavelli þar sem Ásgarður stóð áður. • Þá koma einnig Móði og Magni, synir Þórs, en þeir varðveita Mjöllni. • Baldur og Höður koma jafnframt frá Hel. • Haldinn er fundur þar sem fortíðin er rædd. • Gulltöflurnar, sem æsir höfðu áður átt, finnast í grasinu. • Sól hefur getið dóttur sem er jafnfögur henni. • Hún fetar sömu braut og móðir hennar gerði áður.
Úr Gylfaginningu • Kafli 53: Ragnarök, frh. • Hár segir Ganglera að nú sjái hann ekki lengra fram í tímann en biður hann að njóta þess sem hann lærði. • Kafli 54: Ragnarök • Gangleri heyrir mikinn dyn og skyndilega er hann einn. • Höllin er horfin og sagnamennirnir, Hárl, Jafnhár og Þriðji, sömuleiðis. • Gangleri fer aftur í ríki sitt og segir frá því sem hann hefur lært. • Þessar sögur ganga svo mann fram af manni.