70 likes | 213 Views
Stephan G. Stephansson. Menntamennirnir Eftirköst. Menntamennirnir. Þeir koma svo skrítnir úr skólum – já, skratti ertu fúll, ef þér stökk ekki bros – svo keimlíkir hofróðu kjólum með krögum, með „slögum“, með „lissur“ og flos. Eitt samkrull frá sextíu búðum
E N D
Stephan G. Stephansson Menntamennirnir Eftirköst
Menntamennirnir Þeir koma svo skrítnir úr skólum – já, skratti ertu fúll, ef þér stökk ekki bros – svo keimlíkir hofróðu kjólum með krögum, með „slögum“, með „lissur“ og flos. Eitt samkrull frá sextíu búðum af silki og borðum, með „slaufur“ og glys, og innan í öllum þeim dúðum er örlítill mannkjarni, smár eins og fis.
Menntamennirnir Eins koma þeir, kafnir í fræðum, svo hvergi sést mót fyrir lögun og stærð, í flugham úr riti og ræðum frá rykugri fornöld og nútíðar mærð – en hugurinn hleypur í skorðum um háskólaspekinnar afmerkta blett, og brýzt út í bullandi orðum af bláþunnri mælsku, í skvett eftir skvett.
Eftirköst Hámenntaða virðum vér vora lærdómshróka, sem eru andlegt ígulker ótal skólabóka.
Eftirköst – Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða.
Eftirköst En í skólum út um lönd er sú menntun boðin: Fátt er skeytt um hjarta og hönd, hausinn út er troðinn.
Morgunblaðið 30. sept. 2003 „En rísómið segir að bók hafi hvorki viðfang né höfund, ekkert upphaf, engan endi, því hún heldur áfram, hún er í eðli sínu mergð, hún tengir og klippir. Texti er ekki eitthvað eitt, hann segir ekki eitthvað eitt og hann er settur saman úr megð annarra texta; hann er ekki eitthvað sem byrjar og endar heldur er hann upphafslaus og endalaus, annars myndum við ekki halda áfram að skrifa.“