230 likes | 654 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Rómantík 19. aldar, bls. 77-80. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Rómantík. Í daglegu tali er rætt um rómantík sem eitthvað hugljúft sem á sér stað á milli elskenda.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Rómantík 19. aldar, bls. 77-80 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Rómantík • Í daglegu tali er rætt um rómantík sem eitthvað hugljúft sem á sér stað á milli elskenda. • Í bókmenntasögunni er rómantík ákveðin stefna sem ríkjandi var á Íslandi mikinn hluta 19. aldar.
Hvaðan kemur rómantíkin? • Rómantík á rætur að rekja til Þýskalands og Englands á síðari hluta 18. aldar. • Til Íslands komu rómantísk bókmenntaáhrif í gegnum Danmörku og Þýskaland. • Veturinn 1802-1803 hélt norski heimskpekingurinn og náttúrufræðingurinn Henrik Steffens fyrirlestra í Kaupmannahöfn þar sem hann deildi á skynsemisdýrkun og kom fram með kenningar um andann í allri starfsemi náttúrunnar.
Hvaðan kemur rómantík?, frh. • Allt í náttúrunni, dauðri sem lifandi, var hluti af andlegri einingu. • Það sem skildi að var mismunandi meðvitund: • Steinar hafa takmarkaða meðvitund. • Plöntur og dýr eru flóknari og skynja meira. • Manneskjan er á háu meðvitundarstigi. • Hæst trónir snillingurinn. • Þýski heimspekingurinn Schelling sagði: • Náttúran er ósýnilegur andi en andinn er ósýnileg náttúra.
Hvaðan kemur rómantík?, frh. • Fyrirlestrar Steffens vöktu mikla athygli og höfðu mikil áhrif á skáld og almenning, bæði á Íslandi og víðar í Evrópu. • Sbr. t.d. hinn danska Adam Oehlensläger.
Hvað er rómantík? • Erfitt er að skilgreina rómantík þar sem stefnan er breytileg eftir: • tíma • löndum • skáldum • Þjóðfélög víða í Evrópu voru í örri þróun vegna iðnbyltingar en önnur lönd voru skemmra á veg komin. • Víðast hvar komu þó fram nýjar hugmyndir í heimspeki og listum og þær áttu margt sameiginlegt.
Hvað er rómantík?, frh. • Ný sýn var á hlutverk listarinnar. • Bókmenntir voru ekki lengur álitnar kyrrstætt óumbreytanlegt form eins og hafði verið ríkjandi hugmynd nýklassísisma. • Farið var að líta svo á að bókmenntir væru breytingum háðar. • Einstaklingurinn varð mikilvægur. • Það skipti öllu máli hvernig skáldið sá heiminn. • Skynsemin var lögð til hliðar, ímyndunaraflið skipti meira máli. • Horft var á innsta eðli náttúrunnar og samband manns og náttúru varð aðalatriðið.
Nýklassísismi • Á endurreisnartímabilinu í Evrópu var lögð mikil áhersla á að leita fyrirmynda í grískum og rómverskum bókmenntum og listum. • Þær hugmyndir eru oft kallaðar klassísismi. • Með tímanum var gengið skrefi lengra og settar ákveðnari formkröfur samkvæmt klassískum fyrirmyndum. • Sú listastefna er oft kölluð nýklassísismi.
Nýklassísismi, frh. • Í nýklassísisma var gengið út frá því að fyrirmyndir Grikkja og Rómverja væru eilífar og lengra væri ekki hægt að komast hvað form varðaði. • Rómantíkin gekk aftur á móti út á að form væri breytilegt. • Formkröfur klassísisma urðu einna áhrifamestar í leikritun og átti bygging verksins að vera samkvæmt ákveðinni forskrift (eining atburðarásar, tíma og staðar).
Nýklassísismi, frh. • Nýklassísismi barst ekki að marki til Íslands. • Þó eru á þessu nokkrar undantekningar: • Í myndlist Bertels Thorvaldsen. • Sjá mynd af Voninni á bls. 78. • Í bókmenntum í þýðingum Benedikts Gröndal og Jóns Þorlákssonar.
Hvert var viðhorfið til náttúrunnar? • Sýn rómantísku skáldanna á náttúruna var eitt það frumlegasta við stefnuna. • Í Evrópu mótaðist sú sýn af því að borgir höfðu vaxið og náttúran varð að einhverju dularfullu og villtu. • Á Íslandi settu rómantísku skáldin viðhorf upplýsingarmanna um nytsemi náttúrunnar til hliðar og horfðu fremur á fegurð náttúrunnar og sérstöðu. • Í meðförum þeirra varð náttúran hluti af þjóðinni og sögu hennar.
Hvernig byrjaði rómantíkin á Íslandi? • Fyrsta rómantíska kvæðið birtist í Klausturpóstinum sem Magnús Stephensen hóf að gefa út árið 1818. • Í tímaritinu bar mest á greinum og skáldskap í anda upplýsingar. • En í 11. tölublaði árið 1818 kom út kvæðið Ísland eftir Bjarna Thorarensen. • Í kvæðinu birtist sú sýn að fegurð landins felist ekki í nytsemi þess heldur í hrikaleikanum (sem áður hafði verið talinn ókostur). • Sjá erindi úr kvæðinu á bls. 79.
Hver var Bjarni? • Bjarni Thorarensen (1786-1841) var af embættismönnum komin og var sjálfur embættismaður. • Hann var góður námsmaður og lauk lögfræðinámi í Kaupmannahöfn. • Hann var lengi dómari við Landsyfirréttinn en var síðan amtmaður norðanlands og austan til dauðadags. • Bjarni kom til Kaupmannahafnar 15 ára gamall og þá voru fyrirlestrar Steffens í algleymingi. • Bjarni hefur líklega sótt einhverja af þessum fyrirlestrum en þó má ekki sjá bein áhrif frá þeim í skáldskap hans. • Líklega hefur hann þó orðið fyrir óbeinum áhrifum af þeim enda notaði hann ímyndunaraflið til að skynja innsta eðli náttúrunnar.
Hvað einkennir kvæði Bjarna? • Rómantísk sýn í skáldskap Bjarna kemur sterkast fram í náttúru- og ættjarðarljóðum hans. • Í fyrstu kvæðum sínum bar Bjarni Ísland og Danmörku saman og var sá samanburður Íslandi í hag. • Ísland með sinni fornu frægð og fögru fjöllum átti hug hans allan.
Hvað einkennir kvæði Bjarna?, frh. • Bjarna var harka norðursins hugleikin. • Þeir sem búa við hörku verða sterkir en þeir sem búa við mildi og sællífi verða veikir. • Hörkudýrkun Bjarna er sérstök í íslenskum kveðskap. Flest skáld sem seinna komu lögðu meiri áherslu á vorið og sumarið! • Sú kenning að kalt loftslag geri menn hrausta og sterka hefur verið nefnd loftslagskenningin.
Hvað með ástarljóð? • Rómantísk sýn birtist líka í ástarljóðum Bjarna. • Sigrúnarljóð fjalla um ást sem er eilíf; nær út fyrir jarðneskt líf, því elskendurnir ná saman eftir dauðann. • Þar ber líka á öðru sem einkennir rómantíkina; áhuga á fornum bókmenntum. • Sigrún er fornt valkyrjuheiti og í Sigrúnarljóðum er vísað til Helga kviðu Hundingsbana II sem er eddukvæði (hetjukvæði). • Í kysstu mig aftur heitir stúlkan Svava en Svava var einnig valkyrja. Sjá bls. 80.
Og erfiljóð? • Umdeilanlegt er að hve miklu leyti erfiljóð Bjarna eru rómantísk. • Erfiljóð þjónuðu á þessum tíma svipuðu hlutverki og minningargreinar í Mogganum! • Oft voru þau pöntuð hjá skáldum og listrænt gildi þeirra var misjafnt. • Bjarni orti hins vegar aðeins erfiljóð um fólk sem var honum nákomið og hann lagði meiri metnað í þessi ljóð en önnur skáld.
Og erfiljóð, frh. • Bjarni orti oft um menn sem þóttu sérstakir og voru búnir hæfileikum sem af einhverjum ástæðum fengu ekki að njóta sín. • Í þessu felst ákveðin einstaklingshyggja sem er áberandi þáttur í rómantíkinni: • Hið sérkennilega er dregið fram á kostnað hins venjulega.
Og erfiljóð, frh. • Bjarni hefur um margt sérstöðu meðal rómantískra skálda á Íslandi. • Þegar rómantíkin komst á fullt skrið hér á landi tengdist hún mjög sjálfstæðisbaráttunni. • Bjarni var fylgjandi ýmsu henni tengdu, vildi t.d. hafa Alþingi á Þingvöllum, en var þó um margt íhaldssamari en önnur rómantísk skáld. • Af kvæðum Bjarna er Íslands minni („Eldgamla Ísafold“) líklega þekktust á meðal almennings nú til dags.
Veturinn o.fl. • Nemendur lesa í Rótum: • Veturinn á bls. 224-227. • Sigrúnarljóð á bls. 227-229. • Oddur Hjaltalín á bls. 232-234.