190 likes | 308 Views
Gæðaviðmið í öldrunarþjónustu. Jón Björnsson Málþing Ís-Forsa 11. maí 2010. Gæðaviðmið:. eru lýsing á góðri framkvæmd, fyrirmynd eru ekki tilskipanir eða fyrirmæli vísa til laga eru leiðbeining um útfærslu. Gæðaviðmið um öldrunarþjónustu:.
E N D
Gæðaviðmið í öldrunarþjónustu Jón Björnsson Málþing Ís-Forsa 11. maí 2010
Gæðaviðmið: • eru lýsing á góðri framkvæmd, fyrirmynd • eru ekki tilskipanir eða fyrirmæli • vísa til laga • eru leiðbeining um útfærslu
Gæðaviðmið um öldrunarþjónustu: • eru leiðsögn fyrir sveitarfélög o.fl. um framkvæmd þjónustunnar • auðvelda notendum og almenningi að meta öþj. sem er í boði • eru grundvöllur eftirlits
Fyrirhugaðar breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga – öll ábyrgð á einum stað 2012
Gæðaviðmiðin • eru 23 í fimm köflum • Hverju viðmiði fylgja leiðbeiningar • Hverju viðmiði fylgja “rauð ljós” • Um hvert viðmið er tiltekinn lagagrunvöllur • Orðalisti
Fyrsti kafli: 6 viðmið um inntak öldrunarþjónustu • Fyrirbyggjandi öldrunarþjónusta • Heimaþjónusta (heimahj., liðveisla, heimilisþj.) • Stoðþjónusta • Búsetuþjónusta • Hjúkrunarrými
Annar kafli: 5 viðmið um • mat á þjónustuþörfum, • ákvörðun um þjónustu þannig að hún sé hvorki of né van • lágmarks- og hámarksskyldur sveitarfélags til að veita öldrunarþjónustu
Þriðji kafli, 7 viðmið um áhersluatriði öldrunarþjónustu • Áreiðanleiki • Sveigjanleiki • Samfella • Gott viðmót • Góð vinnubrögð • Virðing fyrir notanda • Sjálfstæði notanda • Trúnaður • Öryggi notanda
Fjórði kafli, fjögur viðmið um • stjórnun öldrunarþjónustu • starfsmannaval • starfsmannafræðslu • gæðaeftirlit
Fimmti kafli, 1 viðmið um • ytri umgjörð öldrunarþjónustu (lög, reglugerðir, stofnanir, rannsóknir, fagmenntun, tölfræði o.s.frv.
Viðauki I: Lagagrundvöllur • ViðaukiII: Orðalisti
Dæmi: 7. gæðaviðmið: Upplýsingar • Notendur, verðandi notendur, aðstandendur þeirra eða fulltrúar, eiga greiðan aðgang að greinargóðum upplýsingum um alla öldrunarþjónustu á vegum sveitarfélagsins, svo þeir geta metið á upplýstan hátt hvort og hvaða þjónusta hentar þeim og hvernig leita á eftir henni.
Dæmi: 7. gæðaviðmið: Leiðbeiningar • 7-1. Upplýsingar um alla öldrunarþjónustu á vegum sveitarfélagsins eru fáanlegar í formi bæklings á auðskildu máli með stóru letri en einnig á heimasíðu sveitarfélagsins. • 7-2. Upplýsingarnar eru nýjar, áreiðanlegar og nákvæmar. • 7-3. Í upplýsingaefninu eru markmið öldrunarþjónustunnar skýrð og hverjum þætti þjónustunnar lýst efnislega, (þ.e. í hverju þjónustan felst), skilmálum (svo sem hve oft og lengi hún fæst) og skilyrðum til að fá þjónustuna, tiltekinn er algengur biðtími ef um hann er að ræða og greiðsla notanda ef við á.
Dæmi: 7. gæðaviðmið: Rauð ljós • 7-1. Enginn bæklingur um öldrunarþjónustu er fáanlegur, eða þá hann er torskilinn eða torlesinn fyrir sjónskerta. Upplýsingar um öldrunarþjónustu er ekki að fá eða aðeins ónógar á heimasíðu sveitarfélagsins. • 7-2. – 7-5. Upplýsingar um öldrunarþjónustuna eru úreltar, rangar, ónógar eða ónákvæmar. • 7-6. Væntanlegir notendur, notendur, aðstandendur eða fulltrúar, geta ekki fengið viðtal við fulltrúa öldrunarþjónustunnar til upplýsingar, biðtími eftir því er lengri en fimm vinnudagar, ekki er gefinn kostur á að upplýsingaviðtal fari fram á heimili viðkomandi.
Dæmi: 13. gæðaviðmið: Um viðmót starfsmanna og vinnubrögð • Starfsmenn öldrunarþjónustu er áreiðanlegir og vinna verk sín af dugnaði, árvekni og samviskusemi. Þeir virða sjálfsákvörðunarrétt notandans og milli starfsmanns og notanda ríkir jákvætt og skilningsríkt samband.
Dæmi: lagagrundvöllur • Gæðaviðmið: • 1. um öldrunarþjónustu almennt: LMA. LFS, einkum VII. og X. kafli • 2. um fyrirbyggjandi öldrunarþjón.: LMA: 1,8. gr LFS: 1, 11, 12. gr. • 3. um heimaþjónustu LMA: 1,13. gr. LFS: 1. gr., VII. og X. kafli • 4. um stoðþjónustu LMA: 1,13,14. gr. LFS: 1,11,38,40,41. gr., V. og VI. kafli
Dæmi: Orðalisti • Almennar forvarnaraðgerðir: Með þessu orðalagi er átt við forvarnaraðgerðir sem beinast að heildum eða afmörkuðum hópum, t.d. árgöngum, fólki með tiltekinn sjúkdóm o.s.frv. Aðgerðir af þessu tagi eru stundum nefndar 1. stigs forvarnir. • Áhættumat: Við gerð þjónustuáætlunar er gert mat á sérstökum hættum við framkvæmd þjónustunnar fyrir notanda og/eða starfsmann. Hér getur verið um að ræða hættuleg og vandmeðfarin lyf sem notandi þarf að taka eða þarf aðstoð við að taka, heilabilun notanda, fallhættur í íbúð notandans, erfiðar aðstæður við böðun, skapgerðarbresti eða árásarhneigð notanda o.s.frv. Áhættur þessar eru metnar, taldar upp í þjónustuáætlun og tiltekið hvernig notandi og starfsmaður skuli bregðast við þeim. Markmið áhættumatsins er að báðir, notandi og starfsmaður, geri sér grein fyrir sérstökum áhættum og geti varast þær (sbr. staðal 4).