1 / 12

Aldarspegill hagstjórnar

Aldarspegill hagstjórnar. Már Gu ðmundsson* Fimmtíu ára afmælisráðstefna Fjármálatíðinda Reykjavík, 18. og 19. nóvember 2004 *Aðstoðarframkvæmdastjóri peninga- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans Skoðanir eru höfundar og ekki nauðsynlega Alþjóðagreiðslubankans. 1. Efnisatriði.

dyllis
Download Presentation

Aldarspegill hagstjórnar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Aldarspegill hagstjórnar Már Guðmundsson* Fimmtíu ára afmælisráðstefna Fjármálatíðinda Reykjavík, 18. og 19. nóvember 2004 *Aðstoðarframkvæmdastjóri peninga- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans Skoðanir eru höfundar og ekki nauðsynlega Alþjóðagreiðslubankans 1

  2. Efnisatriði • Hvað er hagstjórn og hvers vegna þurfum við hana? • Klassíska og nýklassíska hagfræðin • Framlag Keynes • Kreppa og endurfæðing keynesismans • Hagstjórnarfræði nútímans • Hin sögulega reynsla • Viðfangsefni framtíðarinnar 2

  3. Hvað er hagstjórn? • Markviss áhrif ríkisins á heildareftirspurn eða samsetningu hennar með þjóðhagsleg markmið að leiðarljósi • Markmið: • Stöðugt verðlag • Full nýting framleiðslugetu • sjálfbær og traust ytri staða • Tæki: Útgjöld og skattar hins opinbera og vaxtaákvarðanir seðlabanka

  4. Hvers vegna hagstjórn? • Ríkið með einkarétt á útgáfu lögeyris – nauðsyn verðfestu • Verðlag ekki ákvarðað í mikróhagfræðilegum líkönum né í almennum makrólíkönum án stefnuviðbragða stjórnvalda • Akkeri fyrir verðlag – festuhlutverk • Eftirspurnar- og framboðsskellir valda um hríð van- eða ofnýtingu framleiðsluþátta vegna tregbreytanlegs verðs og launa • Sveiflujöfnunarhlutverk hagstjórnar

  5. Klassíska og nýklassíska hagfræðin • Virk eftirspurnarstjórnun lék ekki mikið hlutverk í árdaga hagfræðinnar • Meginviðfangsefni klassísku og nýklassísku hagfræðinnar voru á því sviði sem nú á tímum kallast míkróhagfræði, þ.e. lutu að framleiðslu og dreifingu knappra gæða, hlutfallslegum verðum og tekjudreifingu • Akkeri verðkerfisins var tryggt með sjálfvirkum hætti með gullfætinum • Markaðir voru álitnir mjög virkir og verð og laun sveigjanleg • Svigrúm hagstjórnar í raun minna en síðar varð?

  6. Keynes • Upphafsmaður makróhagfræðinnar, þ.e. kenningarinnar um virka heildareftirspurn og heildarframboð • Ekki einn á ferð: Wicksell, Kalecki og fleiri • Aðstæður höfðu einnig breyst: • Reynsla millistríðsáranna • Afnám gullfótar • Meiri ríkisumsvif

  7. Framlag Keynes • Kenningin um virka eftirspurn • Fjárfesting veltur m.a. á sveiflukenndum væntingum um framtíðarhagnað • Neysla veltur m.a. á samtímatekjum • Verðlag er sögulega ákvarðað og gefið til skamms tíma • Peningastefna hefur áhrif í gegnum miðlunarferli sem getur brugðist • Eftirspurnarstjórnun (stundum aðallega ríkisfjármálastefna) er nauðsynleg til að stuðla að jafnvægi með fullri nýtingu framleiðsluþátta

  8. Kreppa keynesismans • Sú makróhagfræði sem spratt af rótum Keynes var gölluð: • Framboðshlið var vanþróuð • Væntingar illa skilgreindar • Litið framhjá trúverðugleika og tímasamkvæmni • Í framkvæmd brást festuhlutverk hagstjórnarinnar þegar frá leið • Tekjustefna var viðbragð við því en gekk ekki til lengdar • Vandinn var að afskrifun peningastefnu hafði gengið of langt (og átti sér ekki réttlætingu í ritum Keynes)

  9. Gagnrýnendur og viðbótarframlag • Hayek: Verðbólguhneigð og skortur á skilningi á hreinsunarhlutverki efnahagsþrenginga • Friedman: Möguleikar og takmarkanir peningastefnu • Phelps: Ekki mögulegt að auka atvinnu til lengdar með hærri verðbólgu • Lucas: Hagsýnisvæntingar • Kydland og Prescott: Verðbólguhneigð peningastefnu án stefnureglu

  10. Nútíma hagstjórnarfræði • Gagnrýnin á keynesismann skilaði margvíslegri framþróun en tókst ekki að velta honum úr sessi • Ný-keynesisminn er yfirgnævandi í nútíma hagstjórnarfræðum • Til skamms tíma eru verð og laun tregbreytanleg • Hagstjórn hefur bæði festuhlutverk og sveiflujöfnunarhlutverk • Til langs tíma hefur hvorki peningastefna né eftirspurnarþáttur ríkisfjármála áhrif á hagvöxt og atvinnustig • Peningastefna hefur þannig til lengdar fyrst og fremst áhrif á verðbólgu, sem er peningalegt fyrirbæri • Peningastefna er samt ekki endalega alltaf hlutlaus til lengdar. Slæm peningastefna getur skaðað hagvöxt yfir lengri tímabil

  11. Hin sögulega reynsla • Það hefur dregið úr sveiflum og verðstöðugleiki hefur fest rætur • Staðalfrávik hagvaxtar á mann í Bandaríkjunum var 6% á árunum 1890-1914, 7% 1918-1939, nærri 3% 1950-1974 og 2% 1975-1999 • 1934-1937 lækkaði landsframleiðsla á mann um nærri þriðjung • 1950-1999 lækkaði hún aldrei meira en eitt ár í einu og aldrei meir en 3% • Svipaða sögu er að segja af öðrum iðnríkjum • Frá 1997 hefur meðalverðbólga í OECD-ríkjum aldrei farið yfir 4% • Fjármálakreppur hafa verið tíðar, einkum í nýmarkaðsríkjum

  12. Verkefni framtíðarinnar • Innlimun kenninga um ósamhverfar upplýsingar, lærdómsferli og niðurstöður tilraunahagfræði • Fjármálakerfið og þjóðarbúskapurinn – fjármálakreppur • Samspil peningastefnu og fjármálastöðguleika • Stofnanaumhverfi og ríkisfjármálastefna – samsvarandi umbætur og hafa verið gerðar á stjórn peningamála? • Alhliða áhættustjórnun • Heimsvæðingin og hagstjórn • Hvar verður yfirsýnin?

More Related