410 likes | 565 Views
Tourism Satellite Account Hvers virði er ferðaþjónusta í íslenskum þjóðarbúskap. Aðalfundur Samtaka Ferðaþjónustunnar, Grand Hótel Reykjavík, 4. apríl 2000 Vilborg H. Júlíusdóttir, Þjóðhagsstofnun. Yfirlit.
E N D
Tourism Satellite AccountHvers virði er ferðaþjónusta í íslenskum þjóðarbúskap Aðalfundur Samtaka Ferðaþjónustunnar, Grand Hótel Reykjavík, 4. apríl 2000 Vilborg H. Júlíusdóttir, Þjóðhagsstofnun
Yfirlit • Lýsa í afar stuttu máli hinni hefðbundnu þjóðhagsreikningagerð og hvernig ný skýrslugerð um ferðaþjónustu eða „Tourism Satellite Account” rúmast innan ramma reikninganna. • Í öðru lagi draga fram mynd af hagskýrslugerð yfir ferðaþjónustu hér á landi og leita svara við spurningunni - hvers virði ferðaþjónustan er í íslenskum þjóðarbúskap. • Í þriðja lagi bera saman helstu niðurstöður fyrir Ísland við “sambærilegar” niðurstöður hjá nokkrum öðrum þjóðum. • Að lokum vangaveltast með mögulega þróun í hagskýrslugerð ferðaþjónustunnar á næstunni.
Aðferðalýsing • Í almennum orðum má segja að þjóðhagsreikningar séu einskonar bókhald fyrir þjóðarbúskapinn í heild. • Hér er ekki um að ræða bókhald í þeim skilningi að öll viðskipti séu skráð, enda væri slíkt óviðráðanlegt. Þess í stað er athyglinni beint að ákveðnum meginhugtökum sem hafa það hlutverk að lýsa og greina helstu strauma hagkerfisins. Má þar nefna landsframleiðslu, þjóðarútgjöld, viðskiptajöfnuð o.s.frv. • Segja má að þjóðhagsreikningar endurspegli gamalkunna staðreynd - ef til staðar er eftirspurn þá er henni mætt með framboði.
Aðferðalýsing, frh. • Þannig er athyglinni annarsvegar beint að framleiðslunni og hins vegar að ráðstöfun hennar - uppruninn segir til um í hvaða atvinnugreinum vörur og þjónusta verða til og ráðstöfunin segir til um í hvað verðmætunum er ráðstafað. Uppruni, supply Ráðstöfun, use Framboð Eftirspurn Innlend framleiðsla Aðföng í atvinnurekstri Innflutt framleiðsla Einkaneysla Verslunarálagning Samneysla Flutningskostnaður Fjármunamyndun Birgðabreytingar Útflutningur
Aðferðalýsing, frh. • Gerð er ein tafla fyrir hverja atvinnugrein eða vörutegund. Upprunahliðinni er stillt upp á móti ráðstöfunarhlið eða tekjustraumum hagkerfisins með það að markmiði að niðurstaðan stemmi. • Við þessa útreikninga er beitt fastmótuðum upp- gjörsaðferðum sem hafa verið mótaðar og samræmdar í tímans rás að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana eins og Efnahags- og framfarastofnuninni í Paris og Hagstofu Evrópu- sambandsins.
Hvernig rúmast ferðaþjónustan innan þessa kerfis? • Þegar sjónum er beint að framleiðsluhliðinni eru fyrirtækin flokkuð eftir þeirri vöru og þjónustu sem þau framleiða - en ekki eftir kaupanda vörunnar. • Ráðstöfunarmegin er sjónum ekki beint að tilgangi útgjaldanna. • Með þeim augljósu afleiðingum að erfiðara er að rúma ferðaþjónustu sem atvinnugrein innan uppgjörsaðferða þjóðhagsreikninga.
Helstu annmarkar frá sjónarhóliþjóðhagsreikninga • Framleiðslustarfsemi ferðaþjónustunnar afmarkast eða einskorðast við neyslu eða útgjöld ferðamanna en ekki við vel afmarkaða framleiðslustarfsemi fyrirtækja og rekstrareininga eins og þjóðhagsreikningar gera ráð fyrir. • Ferðamenn eiga venjulega viðskipti við margar atvinnugreinar sem jafnframt sinna öðrum viðskiptahópum en ferðamönnum. Þannig þarf að aðgreina umsvif ferðamannsins frá öðrum umsvifum sem ekki tengjast ferðamennsku. • Jafnframt eru ferðamenn afar marglitur hópur og samsetning útgjalda niður á vörutegundir getur verið mismunandi eftir stað og stund.
Verkefnin undanfarin ár • Verkefni síðustu ára hafa því gengið út á að móta og þróa reiknikerfi eða umgjörð yfir ferðaþjónustu, enda afar aðkallandi, þar sem undanfarin ár hafa orðið til fyrirtæki innan mismunandi atvinnugreina sem veita víðtæka og fjölbreytta þjónustu á sviði ferðamála. • Í fyrstu var venjan að mæla eingöngu virðisaukann í atvinnugreinum eins og ferðaskrifstofum, hótelrekstri og flugrekstri enda tengsl ferðamannsins við þessar atvinnugreinar augljósar. • Seinna þróaðist vinnan út í að fjölga atvinnugreinum eða afhendingargreinum í ferðaþjónustu í takt við betri upplýsingar um útgjaldamyndstur ferðamanna.
Verkefnin undanfarin ár, frh. • Á árinu 1991 kom út handbók frá OECD um þjóðhags- reikningauppgjör í ferðaþjónustu en þar voru “einkennandi atvinnugreinar í ferðaþjónustu skilgreindar” og á grundvelli metinna skiptilykla voru umsvif ferðaþjónustu sem atvinnugreinar metin. • Á árinu 1995 gaf Alþjóðaferðamálaráðið út lýsingu á því hvernig hægt væri að útbúa hliðarreiknining, eða Tourism Satellite Account fyrir ferðaþjónustu innan hins nýja og bætta ramma þjóðhagsreikninga, en hann kom út árið 1995.
Verkefnin undanfarin ár, frh. • Í ár er væntanleg ný útgáfa eða handbók um smíði hliðar- reiknings eða Tourism Satellite Account fyrir ferðaþjónustu en þar hafa Efnahags- og framfarastofnunin í París, Alþjóða- ferðamálaráðið og Hagstofa Evrópusambandsins komist að sameiginlegri niðurstöðu (Common Conceptual Framework for Tourism Satellite Account) um forsendur og skilgreiningar að baki aðferðafræðinni. • Í öllu þessu ferli og allri umræðu um mál ferðaþjónustunnar hefur það verið ófrávíkjanleg krafa að halda tengslin við hið alþjóðlega reikningakerfi Sameinuðu þjóðanna, SNA.
Verkefnin undanfarin ár, frh. • Menn hafa sammælst um að aðeins þannig gæfist færi á viðurkenndum mælikvörðum og hægt væri að bera ferðaþjónustu sem atvinnugrein saman við aðrar atvinnugreinar á jafnréttisgrundvelli. • Jafnframt gæfist færi á samanburði milli landa og yfir tíma. • Þrátt fyrir að stefnan sé að nota og nýta sem mest þá flokka og staðla sem reiknikerfi þjóðhagsreikninga byggir á gera menn sér grein fyrir að við smíðin á Tourism Satellite Accounts er þörf á að afla viðbótarupplýsinga ef vel á að vera.
Tourism Satellite Account, frh. • Kjarninn í aðferðafræðinni er ávallt sá sami - framboð og eftirspurn sé í raun sitt hvor hliðin á sama pening. Ráðstöfun Uppruni Útgjöld ferðamanna Innanlandsferðaþjónusta Innlend framleiðsla Heimilin, fyrirtækin og Einkaneysla, aðföng, hið opinbera samneysla Innflutt ferðaþjónusta Innflutningur Heimilin, fyrirtækin og Einkaneysla, aðföng, hið opinbera hið opinbera Útflutt ferðaþjónusta Útfluttningur, neysla Erlendir ferðamenn
Tourism Satellite Account, frh. • Nú er sjónum beint að ferðamanninum - að eftirspurn ferðamannsins - að mismunandi hópum ferðamanna þ.e. innlendum og erlendum, dagsferðamönnum og ferðamönnum sem dvelja lengur og Íslendingum á ferðalagi erlendis. • Á grundvelli upplýsinga um útgjöld ferðamanna samkvæmt geiraskiptingu reikninganna er fundin samsvörun í framboði þeirra atvinnugreina sem þjónusta ferðamenn beint af ásættanlegri nákvæmni.
Tourism Satellite Account, frh. • Með því að tengja útgjöld þessara hópa við framboð atvinnugreina fæst vísbending um eftirspurn ferðamannsins í heildarframboði "einkennandi ferðaþjónustugreina" • M. ö.o þá er hægt að nálgast vægi ferðamannsins í framboðsfalli fyrirtækja innan mismunandi atvinnugreina. • Þannig er hægt að nálgast umgjörð um ferðaþjónustu sem atvinnugrein sem tekur einnig til fyrirtækja sem jafnhliða því að þjónusta ferðamenn sinna öðrum viðskiptahópum en ferðamönnum.
Tourism Satellite Account, frh. • Í þessu felst tengingin á milli umsvifa ferðamannsins og þjóðhagsreikninga. • Í umræðunni um hinn mælanlega bakgrunn aðferðafræð- innar gera menn sér grein fyrir þeim annmarka að það geti verið óvinnandi vegur að tengja saman útgjaldakörfu ferðamannsins við framboð atvinnugreina samkvæmt atvinnugreinaflokkun þannig að sambandið verði 1:1 en menn hafa sammælst um að þessi leið gefur að öllum líkindum nokkuð góðan mælikvarða á umfang greinarinnar.
Hvernig hefur þessari vinnu verið háttað hér á landi? • Á Þjóðhagsstofnun hefur verið haldið utan um umsvif ferðaþjónustu sem atvinnugreinar með því að fylgja viðlíka vinnubrögðum og alþjóðastofnanir hafa mælt með - eins og hægt er enda eykur það verulega á trúverðugleika niðurstaðna. • Upprunamegin eða frá framboðshlið hafa “einkennandi ferðaþjónustu-atvinnugreinar” verið skilgreindar og á grundvelli tiltækra gagna og upplýsinga hefur hlutur ferðamanna í framboði atvinnugreina verið metin.
Hvernig hefur þessari vinnu verið háttað hér á landi, frh. • Til að skjóta traustari stoðum undir eldri skilgreiningu var útbúið heildstætt yfirlit fyrir eitt ár - árið 1993. Val á árinu 1993 helgast af því að auðvelt var að nálgast nothæfar upplýsingar um ferðir Íslendinga um eigið land það ár. • Á grundvelli tiltækra upplýsinga voru útgjöld ferðamanna hér á landi flokkuð niður á hefðbundna geiraskiptingu þ.e. heimilin í landinu, fyrirtækin og hið opinbera, og útflutning.
Niðurstaða í úttekt á umsvifum ferðaþjónustunnar hér á landi, 1993 Heildarútgjöld, 30 milljarðar kr. (1999, 45 - 50 milljarðar króna) Útgjöld fyrirtækja og hins opinbera, 2,1 milljarður Útgjöld erlendra ferðamanna, 17,5 milljarðar Útgjöld heimila, 10,2 milljarðar Vergar þáttatekjur í ferðaþjónustu reyndust vera 11.7 milljarðar króna Hlutur greinarinnar í landsframleiðslu var 3,5% ( áætlun fyrir 1999, rúmlega 4%) Hlutur greinarinnar í heildarársverkum 3,3% ( áætlun fyrir 1999, 3,9%
Helstu niðurstöður • Niðurstaðan fyrir árið 1993 var heldur lægri en skilgreining ÞHS sýndi en var þó innan viðunandi skekkjumarka • Þannig var hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu 3,5% á árinu 1993 en á árinu 1999 er áætlað - samkvæmt skilgreiningu - að þetta hlutfall hafi verið rúmlega 4% sem þýðir að greinin hefur verið að sækja í sig veðrið. • Framlag einstakra atvinnugreina innan ferðaþjónustunnar er afar mismunandi en mikilvægastar eru, flugsamgöngur, hótel og veitingastaðir og ferðaskrifstofur.
Helstu niðurstöður, frh. • Sama ár var hlutfall landbúnaðar rúmlega 2%, fiskveiða 10%, fiskvinnslu rúmlega 5%, ál- og kísiljárnsframleiðslu 0,7% og byggingariðnaðar 7,5%. • Útgjöld til ferðamála námu 7,2% af landsframleiðslu og var stærsti útgjaldaliðurinn til flugsamgangna eða á bilinu 40-45%. • Gjaldeyristekjur í hlutfalli af útfluttri vöru og þjónustu voru 11,6% á árinu 1993 en í fyrra var þetta sama hlutfall 13%
Helstu niðurstöður, frh • Hlutdeild ársverka í ferðaþjónustu af heildarvinnuafli var um 3,3% og hlutdeild launa - og launatengdra gjalda var um 3,8%. Laun eru afar mismunandi innan atvinnugreina í ferðaþjónustu en hæst eru þau í flugrekstri. • Í fyrra var hlutfall ferðaþjónustu í heildarvinnuafli 3,9% þannig að ljóst er að í hinu mikla hagvaxtarskeiði undanfarin ár hefur ferðaþjónustu tekist að halda hlut sínum í heildarvinnuafli og gott betur.
Hvers virði er ferðaþjónustan ííslenskum þjóðarbúskap? • Af framansögðu má vera ljóst að ferðaþjónusta og sú starfsemi sem tengist ferðalögum sé orðin býsna mikilvæg í íslenskum þjóðarbúskap. • Mikilvægi atvinnugreina er auðvitað afstætt - hver hlekkur er mikilvægur og allt hangir þetta nú saman að endingu. • En þegar ferðaþjónustan er skoðuð kemur í ljós að hún hefur vaxið hraðar en gengur og gerist t.d. sýnir þróunin á vinnumarkaði, að frá árinu 1990 hefur störfum fjölgað um 33% innan ferðaþjónustunnar meðan störfum alls fjölgaði um 10%.
Ársverk í ferðaþjónustu Vísitala 1990=100 % Línur, vinstri ás
Hvers virði er ferðaþjónustan ííslenskum þjóðarbúskap?, frh. • Eins og fram hefur komið eru það erlendu ferðamennirnir sem leggja mest að mörkum í umsvifum ferðaþjónustunnar hér á landi enda hefur Ísland ekki farið varhluta af vaxandi ferðamennsku í heiminum. • Þannig komu á árinu 1990 tæplega 142 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands, en í fyrra komu tæplega 263 þúsund erlendir ferðamenn til landsins. Á sama tímabili rúmlega tvöfaldaðist fjöldi ferðamanna sem komu með skemmtiferðaskipum, eða úr tæpum 9 þúsund í rúmlega 18 þúsund ferðamenn. • Erfiðara er að nálgast upplýsingar um dagsferðamenn sem koma með flugi.
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnumá föstu verði 1999 Milljarðar
Skipting útflutningstekna niður á atvinnugreinar 1997-1999 Milljarðar kr. Hlutfall 1997 1998 1999 1997 1998 1999 Sjávarafurðir 93,6 99,2 97,7 49,0% 48,5% 45,4% Landbúnaður 2,1 2,0 2,1 1,1% 1,0% 1,0% Ál og kísiljárn 18,9 21,6 25,7 9,9% 10,6% 11,9% Önnur iðnaðarframl. 9,9 9,9 11,4 5,2% 4,8% 5,3% Annað-ýmsar vörur 6,7 3,9 8,0 3,5% 1,9 % 3,7% Ferðaþjónusta 22,3 26,3 27,9 11,7% 12,9% 13,0% Aðrar samgöngutekjur 15,8 19,4 19,1 8,2% 9,5% 8,9% Önnur þjónusta 21,7 22,3 23,1 11,4% 10,9% 10,8% Samtals 190,9 204,7 215,1
Samanburður á helstu stærðum milli landa Ísland Nýja Sjáland Kanada Bandaríkin Noregur (1993) (1995) (1988) (1992) (1993) Ferða- þjónusta í hlutfalli 3,5% 3,4% 2,2% 1,9-2,2% 2,9% af lands- framleiðslu Útgjöld ferða- 7,2% 10,5% 5,0% 5,2-5,9% 6,1% manna innanlands í hlutfalli af landsframleiðslu Vinnuafl í ferðþjón- 3,3% 4,1% .. 3,2-3,7% 3,0% ustu sem hlut- fall af heildarvinnuafli
Útgjöld innanlandssamanburðum milli landa, frh. Ísland Nýja Sjáland Kanada Bandaríkin Noregur (1993) (1995) (1988) (1992) (1993) Hlutfall erlendra 58.8% 47,0% 22,0% 19-22% 32,0% ferðamanna Hlutfall 34,4% 39,0% 53,0% 43-50% 49,0% heimilanna Hlutfall hins 7,0% 14,0% 25,0% 31-35% 19,0% opinbera
Vinnan framundan • Á þjóðhagsstofnun fer nú fram endurskoðun á ráðstöfunar- og framleiðsluppgjöri þjóðhagsreikninga vegna upptöku og breytinga á mikilvægum alþjóðlegum stöðlum. Upptaka nýrra staðla er liður í þeim skuldbindingum sem EFTA - ríkin gengust undir með EES- samningnum. Breytingarnar eru ekki róttækar en með tilliti til uppgjörs á ferðaþjónustu gæti skýrslugerð orðið aðgengilegri. • Þannig er nýja atvinnugreinaflokkunin, ÍSAT95 betur sundurgreind en eldri flokkunin. T.a.m. er hótel- og veitingahúsarekstur hvor fyrir sig flokkaðar og sundurgreindar niður á 5 undirflokka en í fyrri flokkun var eingöngu einn flokkur - hótel og gistiheimili.
Vinnan framundan, frh. • Jafnframt er í nýju atvinnugreinaflokkuninni að finna nýjan flokk, Tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi en þar er undirflokkur fyrir aðila í hestaleigu og bátaleigu en þessi starfsemi var að mestu færð undir ferðaskrifstofur áður. Jafnframt gefur nýja neyslukönnun Hagstofunnar færi á að nýta betur upplýsingar um útgjöld heimilanna til ferðalaga. • Í umfjöllun minni hér að framan er eingöngu verið að skoða bein áhrif ferðaþjónustunnar en óbein áhrif greinarinnar ber oft á góma meðal aðila í ferðaþjónustu. ÞHS hefur nú nýlokið gerð fyrstu aðfanga og afurðataflna fyrir íslenska hagkerfið sem getur varpað ljósi á samhengi milli atvinnugreina þannig að unnt verði að mæla þau áhrif sem breyting í umsvifum í einni atvinnugrein hefur á aðrar atvinnugreinar þ.e. hin svonefndu óbeinu áhrif.
Vinnan framundan, frh. • Upptaka nýrra staðla og breytingar á uppgjöri þjóðhagsreikna hefur einnig farið fram meðal annarra Evrópuríkja enda eru þær líkt og Ísland að framfylgja tilætluðum skuldbindingum. Í tengslum við þessar breytingar hafa t.a.m. Norðmenn útbúið og kynnt hliðarreikning fyrir ferðaþjónustu. • Á Þjóðhagsstofnun hefur einnig verið rætt um að að endurskoða og bæta tiltækt efni um ferðaþjónustu eftir að umræddar breytingar eru gengnar um garð - hvort sú vinna verði í takt við það sem milljónaþjóðirnar gera er erfitt að segja til um. • Þegar sú vinna fer í gang þarf að fara vandlega í saumana á því hvaða upplýsinga er þörf - hvaða tiltæku upplýsingar er hægt að nýta betur og hver sé þörfin á viðbótartalnaefni.
Lokaorð • Í umfjöllun minni hér að framan var sjónum beint að umfangi ferðaþjónustu og hvernig hún hefur þróast í samhengi við heildarstærðir í þjóðarbúinu undanfarin ár. • Þessir mælikvarðar endurspegla auðvitað heildarumsvif fyrirtækja og rekstraraðila sem starfa í greininni. • En þeir segja ekkert til um mikilvæga þætti eins og verðlag, arðsemi eða gæði þjónustunnar borið saman við það sem gengur og gerist hjá öðrum þjóðum eða öðrum atvinnugreinum - en í harnandi samkeppni eru þetta lykilatriði í vexti og viðgangi greinarinnar þegar til lengri tíma er litið.
Lokaorð, frh. • Frá sjónarhóli ferðamannsins mun t.d. gjaldmiðlasamruninn í Evrópu og tilkoma evrunnar auðvelda samanburð í verðlagningu milli landa og hafa áhrif á samkeppnisstöðu atvinnugreinarinnar gagnvart öðrum þjóðum. • Nú árar vel í alþjóðamálum og búast má við áframhaldandi vexti í ferðamennsku í heiminum enda hafa ferðalög skipað sér nokkuð fastan sess í neysluútgjöldum almennings bæði hér og annars staðar. • Að öllu samanlögðu er útlit fyrir að samkeppnin um ferða- manninn fari vaxandi en til viðbótar eru það umhverfismálin, upplýsingatæknin ásamt vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem setja svip sinn á straum og stefnu ferðamanna næstu ár.
Aðferðalýsing - skilgreiningar • Einkennandi ferðaþjónustuvörur eru þær vörur sem sannalega og nauðsynlega þurftu að koma til vegna viðkomandi ferðar og meðan á ferð stóð. Hér eru ekki meðtaldar vörur sem hefðu hvort sem er verið keyptar - s.s. matvörur og þess háttar. • Einkennandi "ferðaþjónustu-atvinnugrein" verður að uppfylla þau skilyrði að byggja afkomu sína að stærstum hluta á viðskiptum við ferðamenn. • Þannig kæmi fækkun á ferðamönnum fjótlega fram í minni umsvifum og í versta falli brottfalli starfseminnar af markaði.
Aðferðalýsing - skilgreiningar, frh. • Grunneiningin er ferðamaðurinn. • Skilgreining á dagsferðamanni er byggir á fjarlægðarskilgreiningu frá sínu vanabunda umhverfi. • Hugtakið, vanabundið umhverfi byggir á því hvar viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki er með skráð lögheimili - center of economic interest. • Áherslan er lögð á þjónustuþátt viðskiptanna - hinn beina þátt viðskiptanna • Einkennandi "ferðaþjónustu-atvinnugreinar" eru þær atvinnugreinar sem stunda viðskipti við ferðamanninn beint.
Tiltækar upplýsingar, aðrar upplýsingar • Ráðstöfun • Útgjöld Íslendinga um eigið land • Heimilin í landinu Upplýsingar úr einkaneysluuppgjöri þjóðhagsreikninga Upplýsingar úr neyslukönnun Hagstofunnar Aðrar upplýsingar frá aðilum í ferðaþjónustu • Fyrirtækin í landinu, viðskiptaferðir Samræmda skattframtalið Aðrar upplýsingar frá aðilum í ferðþjónustu • Hið opinbera, viðskiptaferðir Ríkisreikningur Aðrar upplýsingar frá aðilum í ferðaþjónustu
Tiltækar upplýsingar, aðrar upplýsingar • Útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi Upplýsingar úr greiðslujafnaðarreikningi Könnun ferðamálaráðs Aðrar upplýsingar
Hvað eigum við að geta lesið út úr heildstæðu yfirliti yfir ferðaþjónustu í framtíðinni - umfram það sem kemur fram í erindinu? • Upplýsingar útgjöld innlendra ferðamanna flokkaðar niður á hópa og tegund ferðar, útgjöld erlendra ferðamanna og útgjalda Íslendinga á ferðalagi í öðrum löndum. • Upplýsingar um þá vöru og þá þjónustu sem mismunandi ferðahópar sækjast eftir. • Upplýsingar um áhugaverðar bakgrunnsbreytur s.s. menntun vinnuaflsins í “einkennandi ferðaþjónustugreinum”s.s. áhugaverðar bakgrunnsbreytur. • Upplýsingar um fjármunamyndun greinarinnar.
Helstu heimildir, um útgjöld ferðamanna • Ferðamálakönnunin “Góðir Íslendingar” sem gerð var meðal Íslendinga á ferð um Ísland sumarið 1992 • Upplýsingar úr einkaneysluuppgjöri þjóðhagsreiknina um flugfargjöld og önnur útgjöld heimila vegna ferðalaga • Upplýsingar úr greiðslujafnaðarreikningi • Upplýsingar frá Verslunarráði Íslands um útgjöld erlendra ferðamanna í smásöluverslun hér á landi • Upplýsingar úr Ríkisreikningi um útgjöld hins opinbera vegna ferðalaga starfsmanna
Helstu heimildir, um útgjöld ferðamanna, frh. • Upplýsingar um skiptingu flugfargjalda frá Flugleiðum h.f. • Gistináttaskýrslur • Aðrar upplýsingar og samtöl við aðila sem starfa í greininni
Skilgreining á ferðaþjónustu Gististaðir, 90% Veitingastaðir, 58% Samgöngur á landi, 58% Samgöngur sjóleiðis, 4,5% Flugsamgöngur og rekstur flugvalla, 80% Ferðaskrifstofur, 100% Menning og afþreying, 12% Blönduð verslun, 9% Sérverlslun, 19%