260 likes | 600 Views
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Gott að vita . . . um ævintýri. Hvað dettur þér í hug þegar þú sérð þessa mynd?. Líklega datt þér í hug . . . ævintýri. Ævintýri. Á þessum glærum er að finna umfjöllun um ýmislegt sem ævintýri eiga sameiginlegt. Einnig er fjallað svolítið um helstu einkenni
E N D
Líklega datt þér í hug . . . ævintýri Miðbjörg / SKS
Ævintýri Á þessum glærum er að finna umfjöllun um ýmislegt sem ævintýri eiga sameiginlegt. Einnig er fjallað svolítið um helstu einkenni ævintýra og reynt að svara spurningum eins og: • Hvað er ævintýri? • Um hvað fjalla ævintýri? • Er ævintýri sama og þjóðsaga? • Hvaðan koma ævintýrin? • Er eitthvað vitað um höfunda ævintýranna? • Eru íslensk ævintýri eins og erlendu ævintýrin? • Hver eru helstu einkenni ævintýra? • Eru öll ævintýri gömul? • Eru ævintýri byggð á sönnum atburðum? Miðbjörg / SKS
Fleiri spurningar? Kannski hefur þú fleiri spurningar um ævintýri. Þá getur þú spurt kennarann þinn, leitað í bókum eða á Netinu. Þú gætir jafnvel sent spurninguna þína á Vísindavefinn og athugað hvort hægt er að fá svör þar. http://www.visindavefur.hi.is/ Á næstu glærum verður leitast við að svara áðurnefndum níu spurningum. Miðbjörg / SKS
1. Hvað er ævintýri? • Ævintýri eru frásagnir sem sagðar eru fólki til skemmtunar. • Þau flakka á milli landa, taka á sig mismunandi myndir og fara í nýja búninga í nýjum heimkynnum. • Dæmi um íslenskt ævintýri er sagan Búkolla. Það á mjög margt sameiginlegt með ævintýrum annarra þjóða. Miðbjörg / SKS
2. Um hvað fjalla ævintýri? • Í ævintýrum koma gjarnan fyrir kóngur, drottning, prins, prinsessa, bóndi, bóndasonur og bóndadóttir. • Í þeim er oft norn eða galdrakarl. • Þau gerast oft í höll eða kastala, stundum líka á bóndabæ. • Ævintýri eru oftast full af furðum, kynjaverum, álögum og töfragripum. • Ævintýri fjalla yfirleitt um baráttu góðs og ills. • Sögurnar enda oftast vel, a.m.k. fer alltaf vel fyrir helstu persónunum. • Aðalpersónurnar eru alltaf góðar en í sögunum eru yfirleitt einhverjir slæmir eða illir. • Sögurnar hefjast oftast á orðunum: Einu sinni var . . . • Þær enda gjarnan á orðunum: Köttur úti í mýri . . . Miðbjörg / SKS
Ævintýri frásagnir sem ekki er ætlast til að menn trúi eru oftast langar frásagnir gerast í ímynduðum heimi eru óbundin stað og tíma hafa oft að geyma galdra eða töfra Þjóðsögur hafa varðveist í munnmælum eru yfirleitt stuttar frásagnarhátturinn er vanalega einfaldur lýsa gjarnan raunverulegum atburðum 3. Er ævintýri sama og þjóðsaga? Ævintýri og þjóðsögur er ekki það sama en eiga margt sameiginlegt og stundum er erfitt að greina á milli. Miðbjörg / SKS
4. Hvaðan koma ævintýrin? • Ævintýri eru alþjóðleg, þ.e.a.s. svipaðar eða mjög líkar sögur eru til í ýmsum löndum. • Hefð fyrir ævintýrum er ákaflega gömul, t.d. voru ævintýri skráð á bækur á dögum Forn-Egypta. • Ein af þekktari ævintýrabókum er Þúsund og ein nótt. Hún var fyrst skrifuð á arabísku en síðan þýdd á mörg tungumál, t.d. íslensku um miðja 19. öld. • Til eru ævintýrasöfn á ítölsku og frönsku frá 16. og 17. öld. • Á 18. öld komu Grimms-ævintýrin til sögunnar og eftir það urðu ævintýri frekar vinsæl meðal almennings. Miðbjörg / SKS
5. Er eitthvað vitað um höfunda ævintýranna? • Höfundar sumra ævintýra eru ekki þekktir og þau sögð höfundalaus. • Einn þekktasti og vinsælasti ævintýrahöfundurinn er H. C. Andersen (1805–1875). • Ævintýri H. C. Andersen urðu seinna fyrirmynd flestra barnaævintýra. • Aðrir þekktir höfundar eru til dæmis Grimms-bræður. Miðbjörg / SKS
6. Eru íslensk ævintýri eins og erlend ævintýri? • Stundum er erfitt að sjá hvort ævintýrin eru íslensk eða erlend því munurinn er svo lítill. • Sum ævintýri hafa þó alveg séríslensk einkenni. • Ævintýri með dýr í aðalhlutverki eru til í mörgum löndum en þó ekki á Íslandi. • Ef þú lest nokkur erlend ævintýri og berð þau saman við íslensk ævintýri getur þú kannað muninn. Miðbjörg / SKS
7. Hver eru helstu einkenni ævintýra? • Persónur eru yfirleitt fáar og persónusköpunin einföld. • Ævintýri eru tímalaus og staðlaus. • Mjög mörg ævintýri innihalda einhvern siðaboðskap. • Tölurnar 3, 6, 9 og 12 koma oft fyrir. • Vísur, stef og stuðlanir gera textann hljómrænan. • Alþjóðleg minni eru algeng, t.d. stjúpmæðraminnið. • Nöfn persóna eru oft lýsandi fyrir þær t.d. um innræti eða stöðu. • Föst orðatiltæki og orðasambönd eru algeng. • Í þeim koma oft fyrir andstæður; góður – vondur, ríkur – fátækur, fallegur – ljótur, heimskur – fátækur. Miðbjörg / SKS
8. Eru öll ævintýri gömul? • Ævintýri eru misgömul. Þau elstu margra alda gömul en yngri ævintýri eru t.d. frá 19. og 20. öld. • Getur þú rifjað upp eitt ævintýri sem þú heldur að sé mjög gamalt og annað sem þú heldur að sé yngra? Miðbjörg / SKS
9. Eru ævintýri byggð á sönnum atburðum? Nei, hvorki þjóðsögur né ævintýri byggjast á raunverulegum atburðum. Sumar þjóðsögur geta þó verið sprottnar upp úr einhverju sem átti sér stað. Ævintýrin eru hins vegar skáldskapur. Miðbjörg / SKS
Heimildir og ítarefni Vefefni: Þúsund og ein nótt: http://www.snerpa.is/net/1001/1001.htm Skrifað í skrefum: http://www.namsgagnastofnun.is/skrifad/index.htm Kennsluverkefni: http://www.ismennt.is/vefir/barnung/skilabod/default.htm Íslensk ævintýri: http://www.snerpa.is/net/thjod/aevin.htm Vísindavefurinn:http://www.visindavefur.hi.is/ Bækur: Ásgeir S. Björnsson og Baldur Hafstað. 1988. „Eitt verð ég að segja þér . . . “ Um listina að segja sögu. Iðunn, Reykjavík. Hugtök og heiti í bókmenntafræði.1983. Ritstj. Jakob Benediktsson. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík. Miðbjörg / SKS