140 likes | 266 Views
Umhverfisþing 2009: Vistvæn nýsköpun í iðnaði. Vistvæn nýsköpun: áskorunin fólgin í losun orkufreks iðnaðar. Þorsteinn I. Sigfússon Prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Áskorunin. 80% orkunotkunar byggist á endurnýjanlegum orkulindum
E N D
Umhverfisþing 2009: Vistvæn nýsköpun í iðnaði Vistvæn nýsköpun: áskorunin fólgin í losun orkufreks iðnaðar Þorsteinn I. Sigfússon Prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Áskorunin • 80% orkunotkunar byggist á endurnýjanlegum orkulindum • Níunda hæsta losun gróðurhúsalofttegunda meðal þjóðanna • Iðnferlin næstum alltaf tengd mikilli losun
Iðnaðurinn ber stóran hluta – samgöngur og fiskveiðar einnig
Forsendur nánustu framtíðar Það mun áfram verða talið hagkvæmt á heimsvísu að nýta orkuna hér til þess að losa málma úr efnasamböndum Það mun áfram um nokkra áratugi verða nauðsynlegt að reka samgöngukerfi okkar og fiskveiðar með mikilli notkun jarðefnaeldsneytis
Hin nýja sýn á vistvæna nýsköpun við þessar aðstæður Að reyna að líta á CO2 sem auðlind!
CO2 sem auðlind Þessi sýn er grundvöllur möguleikanna á að nota CO2 sem hráefni í alls kyns iðnaði. Ókosturinn og áskorunin er fólgin í því að CO2 sameindin hefur orðið til eins og hver önnur afurð og mikla orku þarf til að brjóta hana niður og gera að “hráefni”
Nokkur dæmi um hráefnið CO2 1: Augljóst hráefni ljóstillífunar í skógrækt og landgræðslu.
2: Glæsilegt verkefni Orkuveitunnar og háskóla sem tengist miklum fjölda rannsóknanámsnema – felur í sér að skoða gjörvileika þess að bindaCO2 í ungu basalti og mynda steindir djúpt í jörðu.
3 og 4. Verkefni CRI international Ltd. Sem felur í sér að vetnistengja CO2 og mynda grænt metanól til íblöndunar í jarðefnaeldsneyti.
Orkusparnaður: HBT International Ltd. og Markorka ehf.(Norrænu umhverfisverðlaunin!) Búnaður sem gerir rafmagnskerfi “hreinna” og lausara við truflanir sem leiðir aftur til mikils sparnaðar í olíu Alliða bestun orkunotkunar á sjó með miklar afleiðingar í orkusparnaði.
5: Áburðarframleiðsla með notkun CO2 Áburðarframleiðsla þar sem notast er við CO2 úr til dæmis jarðitaverum virðist geta orðið hagkvæmari en hefðbundna áburðarframleiðslan sem hér var stunduð í Gufunesi.
Vettvangur þróunar CO2 iðnaðar Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur nú að því að skapa vettvang fyrir sérstakan iðnað þar sem CO2 er hráefni. Samvinnuaðilar koma víða að úr háskóla-, rannsókna- og iðnaðarumhverfi. Hluti af áskorunum þess verkefnis verður að safna efninu úr útblæstri stóriðjunnar. Hluti af áskorunum er einnig fólgin í hvötun efnahvarfa og vetnistengingar við CO2 meðferðina
Þróun CO2 tengds iðnaðar felur í sér lausnina á þeirri blindgötu sem stóriðjuumræðan er komin út í. Það væri hin vistvæna nýsköpun á þessu sviði • Aðrar lausnir í málaflokknum eins og kolefnislaus rafskaut munu líklega þurfa að bíða nokkra áratugi ennþá. Þau gætu hins vegar einkennt sviðið eftir 2030.
Með ósk um vistvænni framtíð! this@nmi.is