1 / 18

7. Kafli Grunnvatn og Jarðhiti

7. Kafli Grunnvatn og Jarðhiti. 7.3 Jarðvarmi. Mikil varmamyndun á sér stað í möttlinum vegna klofnunar geislavirkra efna Jörðin þarf að losna við þennan varma, annars færi hún stöðugt hitnandi Losun varma úr möttli gerist með:

gore
Download Presentation

7. Kafli Grunnvatn og Jarðhiti

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 7. Kafli Grunnvatn og Jarðhiti

  2. 7.3 Jarðvarmi • Mikil varmamyndun á sér stað í möttlinum vegna klofnunar geislavirkra efna • Jörðin þarf að losna við þennan varma, annars færi hún stöðugt hitnandi • Losun varma úr möttli gerist með: • Varmaleiðni, þar sem varmi flyst gegnum efni frá einu efni til annars. Berg er slæmur leiðari. • Varmastreymi, þar sem varminn berst með straumi eða tilfærslu á efni, t.d. með möttulstrókum á heitum reitum. Nær yfirborði berst vatn djúpt í berggrunninn. Það leitar síðan yfirborðs á jarðhitasvæðum.

  3. Hitastigull • Hitastigull er mælikvarði á varmaflutning í bergi, og vex með auknu dýpi. • Oftast mældur í °C/km. • Meðaljarðhitastigull á meginlandsflekum er 10 – 15°C/km • Á Íslandi er algengur hitastigull 50 – 100°C/km, og er mestur nálægt gosbeltum.

  4. Hitastigull Hitastigull í berggrunni Íslands.

  5. Það sem ræður því hve mikið heitt vatn berst til yfirborðs er jarðhitastigull, magn vatns sem berst djúpt niður í bergið og lekt jarðlaga. • Heitt vatn er léttara en kalt og leitar því til yfirborðs • Jarðhitavatn á Íslandi fer oft langar leiðir neðanjarðar, t.d. Er vatnið í Reykjavík upprunnið við Langjökul

  6. Úrkoma sem fellur á Langjökul og hraunin norðan Þingvalla, sígur niður í jarðlögin og sprettur loks upp í lindum við norðurströnd Þingvallavatns. Þar eru mestu uppsprettur landsins. Hluti úrkomunnar sígur djúpt niður í berglögin eftir sprungum alla leið undir Þingvallavatn og mætir miklum hita undir megineldstöðinni Hengli, en þar er sennilega kvikuhólf undir. Þar hitnar grunnvatnið upp og stígur upp sem heitt eða volgt vatn og gufa.

  7. 7.3 Flokkun jarðvarmasvæða • Jarðvarmasvæðum á Íslandi er skipt í 2 meginflokka: • Háhitavæði, þar sem hitinn fer yfir 200°C ofan 1000 m dýpis. Þau fylgja nær alltaf megineldstöðum og eru innan gosbeltanna. • Lághitasvæði, þar sem hitinn er yfirleitt innan við 150°C á 1000 m dýpi. Þau eru aðallega utan gosbeltanna.

  8. Lághita- / háhitasvæði

  9. Lághitasvæði • Uppsprettur á lághitasvæðum skiptast í nokkra flokka. Heitustu uppspretturnar kallast • 75-100°C heitir vatnshverir, • Einstaka vatnshverir á lághitasvæðum gjósa og kallast þá goshverir, en goshverir eru fremur á háhitasvæðum • 20-75°C heitar laugar og • 5-20°C volgrur. Kaldari uppsprettur nefnast síðan kaldavermsl. Fremur lítið um útfellingar. Helst er þar að finna ljóst kísilhrúður við vatnshveri og rauðleitt kalkhrúður við kolsýrulaugar.

  10. Deildartunguhver

  11. Deildartunguhver

  12. Lághitasvæði

  13. Háhitasvæði

  14. Háhitasvæði • hitinn talsvert hærri en á lághitasvæðum >200°C á 1000 m dýpi. • Engin þekkt svæði liggja á mörkunum eða með hitastig á bilinu 150-200°C á 1000 m dýpi. • Hinn hái hiti í berginu gerir það að verkum að vökvinn er við suðumark á leiðinni upp þegar þrýstingur fellur. • Mikil gufa streymir því upp á háhitasvæðum og með gufunni fylgja m.a. lofttegundirnar brennisteinsvetni, Vökvinn leysir upp efni úr berginu og er það ástæðan fyrir því hve mikið er af uppleystum efnum í háhitavökva.

  15. Sýrustig jarðvarmavökva háhitasvæðanna er jafnan lágt þannig að vökvinn er súr. Lágt sýrustig stafar af brennisteinssýru • Sýran myndast fyrst og fremst á yfirborðinu, en þar leysir hún upp berg og jarðveg og breytir í leir. • Kraumandi leirhverir eru því algengir á háhitasvæðum. • Háhitasvæðin tengjast oftast megineldstöðvum • Kvika er því sennilega skammt undir öllum háhitasvæðum og brennisteinsvetnið, koltvíoxíðið og vetnið eru líklega komin úr kvikunni. • Bergið á háhitasvæðunum er oftast mjög sprungið og lekt þannig að grunnvatn á jöðrum svæðisins á greiða leið niður að kvikunni og gufa og jarðvarmavökvi á greiða leið upp undir miðju svæðisins.

More Related