90 likes | 422 Views
Robert Koch. Erla Björk Tryggvadóttir. Guðlaug Þorleifsdóttir. Hrafn H. Malmquist Ágústa Helgadóttir. Robert Koch. Fæddist 11. desember 1843 í Clausthal í Þýskalandi og lést í maí 1910 í Baden-Baden. Lærði sjálfur að lesa þegar hann var 5 ára, með því að lesa dagblöð.
E N D
Robert Koch Erla Björk Tryggvadóttir. Guðlaug Þorleifsdóttir. Hrafn H. Malmquist Ágústa Helgadóttir.
Robert Koch • Fæddist 11. desember 1843 í Clausthal í Þýskalandi og lést í maí 1910 í Baden-Baden. • Lærði sjálfur að lesa þegar hann var 5 ára, með því að lesa dagblöð. • 1862 lærði hann læknisfræði í háskólanum í Göttingen í Þýskalandi.
Robert Koch frh. • Einbeitti sér að smitsjúkdómum. • 1876 sannaði hann að miltisbrandur orsakast af vissum sýklum (Bacillus anthracis), og sýndi fram á tengsl milli sýkilsins og sjúkdómsins. • Með þessu sannaði hann að örverur bera ábyrgð á sjúkdómum. • 1882 uppgötvaði hann og einangraði berklasýkilinn (Mycobacterium tuberculosis) sem veldur berklaveiki. • 1883 uppgötvaði hann kólerugerilinn
Robert Koch frh. • 1890 skýrði hann frá framleiðslu á túberkúlíni, sem er próteinefni, er finnst í berklasjúklingum. • Túberkúlín var síðar notað við greiningu á berklum. • Hann þróaði litarefni (anilín) til litunar á gerlum og einnig þróaði hann föst næringaræti til gerlaræktunar (agar). • Hann eyddi síðustu æviárum sínum við rannsóknir á hitabeltissjúkdómunum malaríu og svefnsýki. • Vegna þróunar hans á aðferðum við greiningu sýkla varð sýklafræði að sjálfstæðri vísindagrein.
Aðferð Koch við greiningu örvera: • Örveran verður að finnast í öllum sýktum dýrum en aldrei í heilbrigðum. • Þá örveru sem liggur undir grun verður að einangra og rækta á hreinu æti. • Sami sjúkdómurinn verður að koma fram þegar örveru er sprautað inn í heilbrigðan hýsil. • Sama örveran verður að koma fram í sýkta hýslinum.
Verðlaun • Hann hlaut mörg heiðursverðlaun frá háskólum og stofnunum út um allan heim • 1905 fékk hann Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar.
Heimildir: • http://www.hi.is/nem/tinktura/namid/glosur/orv_gl1.doc (skoðað 31.ágúst.2004) • http://www.nobel.se/medicine/laureates/1905/koch-bio.html (skoðað 31.ágúst.2004) • Vilhjálmur G. Skúlason, Undir merki lífsins, Skuggsjá, 1979 • Bogi Ingimarsson. Örverufræði fyrir framhaldsskóla. Reykjavík, Iðnú 1994