150 likes | 364 Views
Breyttar áherslur í stærðfræðikennslu og mati á stærðfræðinámi. Þróunarverkefni unnið af umsjónarkennurum í 2. bekk Melaskóla á vorönn 2005 Margrét Ásgeirsdóttir margretasg@melaskoli.is. Breyttar áherslur í stærðfræðikennslu og mati á stærðfræðinámi. Markmið Lýsing á verkefninu
E N D
Breyttar áherslur í stærðfræðikennslu og mati á stærðfræðinámi Þróunarverkefni unnið af umsjónarkennurum í 2. bekk Melaskóla á vorönn 2005 Margrét Ásgeirsdóttir margretasg@melaskoli.is Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Breyttar áherslur í stærðfræðikennslu og mati á stærðfræðinámi • Markmið • Lýsing á verkefninu • Niðurstöður verkefnisins • Mat á verkefninu Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Markmið • Útbúa og þróa mælitæki sem auðveldar kennurum að skrá og halda utan um vinnu nemenda og framfarir þeirra frá degi til dags. • Nemendur fengju fjölbreytt verkefni sem styðja við aðferðamarkmið aðalnámskrár. • Nemendur kynntust margs konar lausnaleiðum og gætu sjálfir beitt fjölbreyttum leiðum við nálgun verkefna. • Nemendur litu á rökræður og samvinnu sem sjálfsagðan og nauðsynlegan þátt í stærðfræðinámi. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Stöðvavinna: "Póstur" Markmiðið var að • prófa stöðvavinnu í póstþema í Einingu 4 • blanda nemendum þvert á bekkjardeildir til að börnin kynntust hvert öðru og jafnframt umsjónarkennurunum í 2. bekk • skipta nemendum í getublandaða hópa • tengja námsefnið við daglegt líf Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Póstur: Vika 1 • Stöð A: bls. 6, Póstnúmer. Börnin fræddust um tilgang póstnúmera og lærðu að skrifa utan á umslag. • Stöð B: bls. 7, Póststimplar. Börnin lærðu að lesa úr póststimplum af umslögum. • Stöð C: bls. 8, Hve mörg bréf? Börnin öfluðu upplýsinga um bréf sem bárust skólanum og flokkuðu póst eftir innihaldi þ.e. hvers konar bréf þetta væru. • Stöð D: bls. 9, Frímerkjaskoðun. Börnin kynntust tilgangi frímerkja og verðgildi þeirra. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Póstur:Vika 2 • Stöð A: Tölvur. Börnin notuðu forritið Pósthús til að dýpka skilning sinn á póstferlinu. • Stöð B: bls. 13, Póstburðargjöld. Lögð var áhersla á að börnin léku sér með vogir og lærðu að nota þær. • Stöð C: Frímerkjaþraut. Börnin leystu þraut á eigin forsendum. • Stöð D: bls. 10, 11 og 12, Frímerki og verðgildi þeirra. Börnin skoðuðu frímerkjasöfn. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Póstur: Vika 3 • Stöð A: bls. 14, Speglun. Börnin léku sér með spegla, skrifuðu spegilskrift og lituðu mynd af grímu með speglun í huga. • Stöð B: bls. 17 og 18, Bögglapóstur. Börnin vigtuðu pakka og lærðu að lesa úr verðskrá. • Stöð C: Önnur frímerkjaþraut. Börnin leystu þrautina á eigin forsendum. Þrautin var í sex liðum og því hægt að bæta við hana eftir getu hvers barns. • Stöð D: bls. 15 og 16, Innpökkun. Börnin lærðu að meta og mæla hversu mikinn pappír þau þyrftu til að pakka inn hlut af ákveðinni stærð. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Þrautavinna Markmið var að • prófa að getuskipta hópnum í þrautavinnu • samþætta þrautirnar þemaverkefnum og laga að daglegu lífi • leggja fyrir þrautir vikulega • fylgjast með hvernig nemendum gekk að leysa þrautirnar • hver og einn fengi að leysa þraut á eigin forsendum og rökstyðja lausnarleið sína Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Ferli þrautavinnu • Kennarar bjuggu til þrautir sem tengdust daglegu lífi eða þema í stærðfræði, samfélags- og / eða náttúrufræði. • Þrautirnar voru í nokkrum liðum. Þær voru byggðar upp með stígandi frá hinu einfalda til hins flókna. • Kennari lagði fyrstu þrautina fyrir allan hópinn en síðan fyrir hvern og einn. • Nemendur fengu að velja hjálpargögn. • Nemendur leystu þrautirnar hver á sínum forsendum. • Nemendur útskýrðu lausnir sínar munnlega eða skriflega með orðum, myndum eða sundurliðuðum dæmum. • Nemendur útskýrðu fyrir hópnum lausnarleiðir sínar og umræður sköpuðust um leiðirnar og það sem var líkt og ólíkt með þeim. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Stöðvavinna: "Mold og grjót" Markmið var að • skipta nemendum í sömu hópa og í póstþema þ.e. getublandaða hópa þvert á bekkjardeildir • vinna með þemað "Mold og grjót" í Einingu 4 ásamt verkefnablöðum úr möppu sem fylgir Einingu 3 og 4 • nemendur ynnu saman að lausn verkefna Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Mold og grjót • Stöð A: bls. 42, Steinar og verkefnablað nr. 117, Steinarannsókn. Helmingur barnanna greindi steina og skráðu á verkefnablaðið á meðan hin giskuðu á þyngd steina, vigtuðu svo og skráðu í námsbók. Þegar tíminn var hálfnaður skiptu börnin um verkefni. • Stöð B: bls. 45, Hitastig ásamt verkefnablaði nr. 124, Hitinn úti. Börnin lærðu að lesa á hitamæli og mældu hita inni í kennslustofunni og úti á leikvelli, á jörðu og í lofti og skráðu á verkefnablaðið. Síðan unnu þau verkefni í námsbók. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Mold og grjót frh. • Stöð C: bls. 50, Afmælisgjöfin og bls. 51, Hyrningar. Börnin leystu þraut, léku sér með pinnabretti og bjuggu til ýmsa hyrninga og yfirfærðu í bók. • Stöð D: bls. 43, Rúmmál og verkefnablað nr. 118, Stóri steinninn. Börnin kynntust hugtakinu rúmmál með því að mæla breytingu á yfirborði vatns þegar steinn er látinn ofaní vatn í mælikönnu og skráðu niðurstöður sínar. Eftir það fóru þau í steinaleiki. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Námsmat • Námsmat var einstaklingsmiðað. • Kennarar fóru jafnóðum yfir verkefni með nemendum og þeir löguðu eða leiðréttu. • Valið námsmat úr Einingu 4 var lagt fyrir nemendur að lokinni lotu eða þema. • Vikulegar þrautalausnir voru metnar jafnóðum. Lausn og leið voru metnar að jöfnu. • Í annarlok var lögð fyrir þraut sem nemendur þurftu að leysa án aðstoðar kennara. • Sjálfsmat nemenda var lagt fyrir að lokinni stöðvavinnu. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Niðurstöður • Kennarar þróuðu greiningartækitil að skrá og halda utan um vinnu nemenda frá degi til dags. • Nemendur fengu fjölbreytt verkefni. • Nemendur fengu að leysa verkefni á eigin forsendum. • Umræður og samvinna var snar þáttur í kennslunni. • Kennararnir sem tóku þátt í verkefninu hafa tileinkað sér þau vinnubrögð sem hér hafa verið tíunduð. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006
Mat á verkefninu • Með hópaskiptingunni kynntust kennararnir öllum börnunum í árganginum og þau kennurunum og hvert öðru. • Börnin fengu meiraút úr námsefninu þar sem kennararnir sérhæfðu sig í ákveðnum verkefnum. • Getuskipting í þrautum reyndist góð tilbreyting. • Verkefnið er tengt beint við námsefnið Einingu 4 og nýtist því vel í öðrum skólum við kennslu í 2.bekk. • Þrautirnar er hægt að nálgast á vefslóðinniwww.melaskoli.is. Uppbygging þrautanna þarf að vera markviss en hægt er að breyta efni textans og tölum. Margrét Ásgeirsdóttir - 22. apríl 2006